Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ bílar Jeep Grand Cherokee Limited, árg. 1994, ek.149 þús. km. Verð 570 þús. kr. MMC Galant ES V6, árg. 2003, ek. 50 þús. km. Verð 2190 þús. kr. Renault Clio RT H/B, árg. 2000, ek. 75 þús. km. Verð 550 þús. kr. Suzuki GSX-R, árg. 2006, ek. 2 þús. km. Verð 1200 þús. kr, áhv. 750 þús. kr. Toyota Avensis, árg. 2006, ek. 21 þús. km, disel. Verð 2890 þús. kr. Yamaha TDM 900, árg. 2002, ek.10 þús. km. Verð 850 þús. kr. Kawasaki ZX6R Ninja, árg. 2006, ek. 0. km. Verð 1180 þús. kr. Renault Megane Berline RT H/B, árg. 1996, ek.143 þús. km. Verð 250 þús. kr. MMC Pajero 3200 GLS DIESEL 32” Antera, árg. 2003, ek.115 þús. Áhv. 2969 þús.kr. Jeep Grand Cherokee Laredo 2,7 DÍSEL, árg. 2003, ek. 90 þús. km. Verð 2890 þús. kr. Funahöfða 1 • Opið virka daga kl. 10-18:30 og laugardaga kl. 12-16 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is Toyota Land Cruiser 120 GX 33” (110156) 5/2005, ekinn 65 þús km, ný breyttur 33”, vindskeið, filmur ofl. Ásett verð 4,790 þús. Toyota Land Cruiser 120 GX 33” (190990) 4/2003, ekinn 97 þús km, 33” breyttur, dráttarkrókur, ofl. Ásett verð 3,750 þús. Toyota Hilux 3.0L D/C 35” (210992) 3/2007, ekinn 2 þús km, sjálfskiptur, 35” breyttur, leður, græjur og dvd, xenon ofl. Ásett verð 5,290 þús. TILBOÐ 4,950 þús. Toyota Hilux 3.0L D/C (191014) 2/2007, ekinn 13 þús km, sjálfsk., 17” land cruiser felgur, dráttarkrókur, klæddur pallur, ofl. Ásett verð 3,790 þús. Ford F350 King Ranch (110277) 2007, ekinn 17 þús km, leður, topplúga, krómpakki, dráttarkrókur, VSK bíll, ofl. Ásett verð 4,890 þús. Ford F150 Lariat Super Crew (118910) 1/2005, ekinn 63 þús km, leður, topplúga, klæddur pallur, lok á palli, ofl. Ásett verð 3,290 þús. Chevrolet Camaro Z28 Convertible (133960) 2002, ekinn 67 þús mílur, 18” ZR1 felgur, leður, rafmagn í öllu, ofl. Geggjað flottur blæjubíll fyrir sumarið. Ásett verð 3,380 þús. Toyota Corolla H/B Sol (133780) 11/2003, ekinn 41 þús km, sjálfskiptur, álfelgur, vindskeið, ofl. Ásett verð 1,560 þús. 480 8000 480 8000 SELFOSSI Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Frakkar búa yfir þó nokkurri reynslu af því að nota heitt loft til að knýja farartæki en hinir frönsku Montgolfier-bræður voru þeir fyrstu til að svífa um heiðbláan him- ininn, þegar árið 1783, í bastkörfu sem var borin af stórum belg úr klæði og var belgurinn fylltur með heitu lofti. Nú ber hinsvegar svo við að um er að ræða bíl, sem einhvern tímann hefði þótt afar fjarstæðu- kennt, líkt og að knýja bíl áfram með vatni – en þó er hvort tveggja mögulegt í dag. Útfærsla hugmyndarinnar hefur verið lengi í þróun því það eru 14 ár síðan Frakkinn Guy Negre byrjaði að fikta við vélar og loft með það að markmiði að geta knúið bíl áfram, eingöngu með lofti í innanbæjar- akstri, en geta svo gripið til hefð- bundins eldsneytis þegar þörf er á meira afli, til dæmis á þjóðvegum þar sem hraðinn er meiri. Tvær vélar í boði MDI heitir franska fyrirtæki Guy Negre og hefur það þróað tvær vél- ar, eina sem eingöngu er ætluð til notkunar innanbæjar, þar sem ekki er þörf á meiri hraða en 50 km/klst. og gengur hún eingöngu fyrir þjöpp- uðu lofti. Hinsvegar hefur MDI þróað tvinnvél, sem notar þjappað loft upp að 50 km/klst. en eftir það brennir vélin bensíni, gasolíu, dísil, lífrænu eldsneyti, gasi eða alkóhóli – eða nánast hverju því sem finnst. Bílarnir eru á margan hátt óhefð- bundnir og mjög sniðugir enda hafa allar venjur – sem margir aðrir bíla- framleiðendur eru sjálfviljugir beygðir undir – verið látnar lönd og leið. Bílarnir eru þannig í senn fis- léttir, rúmgóðir, með stórt farang- ursrými, geta náð 220 km/klst. með tvinnvélinni og eru jafnframt ofur hljóðlátir enda ekki mikill hávaði í vélinni sem er knúin af lofti. Eini mínusinn er útlit bílsins en vel er hægt að láta það sér í léttu rúmi liggja þegar hið göfuga eðli bílsins er haft í huga. Hægt er að aka 200- 300 kílómetra á einni áfyllingu af lofti, nokkuð sem er meira en nóg til að dekka innanbæjarakstur þess hóps sem bílnum er beint að. Það tekur svo um 4 tíma að hlaða bílinn með því að tengja hann við rafmagn og er þá eini eldsneytiskostnaður bílsins sá kostnaður sem verður til við hleðslu hans en í Frakklandi er sá kostnaður um 80 krónur fyrir fyllinguna. Einnig er mögulegt að fylla bílinn af lofti með háþrýstidæl- um og þá tekur aðeins um 3 mínútur að fylla bílinn af lofti. Það er þó nokkru dýrara en að nota heimilis- rafmagnið sem í Frakklandi er tíu sinnum ódýrara en það kostar að reka bílinn á bensíni. Með háþrýsti- dælunni er samt þrisvar sinnum ódýrara að reka bílinn en ef bensín væri notað. Skemmtileg aukaafurð, ef svo mætti segja, er útblástur bílsins en hann 0-15 gráða heitur og því er hægt að nota útblástur bílsins í loft- kælingu hans. Olíuskipti með matarolíu Það eru fleiri kostir sem fylgja MDI-bílunum. Í þeim bílum þar sem vélin gengur eingöngu fyrir lofti þá er enginn bruni í vélinni og það þýð- ir að eingöngu þarf að skipta um olíu á 50 þúsund kílómetra fresti, og það er gert með einum lítra af matarolíu. Því miður er ekki ennþá vitað hvað bílarnir kosta en ljóst er að þeir ættu í það minnsta ekki að falla undir hefðbundin innflutningsgjöld þar sem þeir nota ekki bruna til að knýja sig áfram. Til viðbótar eru bíl- arnir mjög léttir og eins og áður hef- ur komið fram, mengunarlausir. Ekki bara loftbóla TENGLAR .............................................. http://www.theaircar.com Mengunarlaus Leigubíll sem mengar ekki hlýtur að vera fýsilegur kostur fyrir flestar borgir en slíkur bíll er loksins í boði eftir að Frökkum tókst að nýta loft til þess að knýja bíla áfram. Loftpressa Vélin í bílnum er í raun tveggja strokka vél sem nýtir loft undir miklu þrýstingi til þess að hreyfa stimpla vélarinnar. Vélin er einföld í smíði og því er hægt að skeyta saman tveimur til þremur vélum, allt eftir því hvað kaupand- inn vill fá öfluga vél. Fjallað hefur verið um Peking- Parísar kappaksturinn, hinn goð- sögulega kappakstur sem fór fyrst fram fyrir hundrað árum, en hann var endurtekinn nú á dögunum þar sem 260 ökuþórar frá 25 löndum lögðu upp frá Peking á 130 forn- bílum og munu keyra þvert yfir As- íu í tilefni af aldarafmæli kappakst- ursins. Fjöldi keppenda hefur aukist töluvert en upphaflega kepptu eingöngu fimm bílar. Ítalski prinsinn Scipione Borg- hese sigraði með yfirburðum en bíll hans var mikið tækniundur á sínum tíma – af gerðinni Itala og var með 40 hestafla vél. Borghese var furðu fljótur þessa löngu leið en hann var 62 daga á leiðinni og hafði þó tekið á sig krók til St. Pétursborgar til að komast á dansleik. Að leiðarlokum hafði Borghese ekið hvorki meira né minna en 16 þúsund kílómetra í túrnum. Um það bil þremur vikum seinna komu hinir þrír keppnisbíl- arnir loks í mark. Á myndinni hér að ofan má sjá einn keppendanna við rætur Kína- múrsins þegar kappaksturinn var ræstur á þriðjudaginn sl. Reuters Frá Peking til Parísar Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.