Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 19 ERLENT www.vinbud.is Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna í nýja vínbúð á Hellu. Þú getur lagt land undir fót í sumar og fengið sömu góðu þjónustuna hvar sem er á ferðalaginu! Kynntu þér fróðlegan bækling um sumarvínin í verslunum okkar. Upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða má nálgast á vinbud.is. GÓÐ ÞJÓNUSTA UM ALLT LAND AFTUR urðu hörð átök við Rauðu moskuna í Islamabad í Pak- istan í gær milli vopnaðra stúd- enta í bygging- unni og her- manna sem hafa síðustu daga reynt að rýma svæðið. Tveir stúdentar féllu og nokkrir særðust, sumir hættulega, í átökunum við hermennina sem hafa brynvagna og öflug vopn í sín- um fórum. Hefur þá alls 21 látið líf- ið síðustu daga við moskuna. Stúd- entarnir hafa í sex mánuði haft hana á sínu valdi en þeir hlíta fyr- irmælum ofstækisfullra múslíma- klerka sem vilja taka á ný upp harkalegustu löggjöf íslams í Pak- istan. Rauða moskan er eitt frægasta Guðshús landsins. Næstæðsti klerk- ur moskunnar hefur boðið uppgjöf með skilyrðum en stjórn Pervez Musharrafs forseta vísar boðinu á bug, krefst skilyrðislausar upp- gjafar. Ráðamenn saka klerkana um að nota börn og konur í mosk- unni sem skjöld í átökunum. Enn barist við moskuna Pervez Musharraf VÍGAMENN á olíusvæðum Níger- íu, sem hafa þriggja ára gamla, breska stúlku í gíslingu, hafa hót- að að myrða hana nema faðir hennar komi í stað stúlkunnar. Uppreisnarhópar á svæðinu fjár- magna sig oft með mannránum og fjárkúgun. Morðhótun SLÖKKVILIÐSMENN börðust í gær við skógareld sem geisað hefur í fjóra sólarhringa á fjalli í þjóðgarði við Aþenu. Eldar hafa nokkrum sinnum valdið miklu tjóni í garðinum í sumar. Vegna mikillar hitabylgju hafa eldar brotist út á meira en 100 stöðum í landinu síðustu vikuna. Reuters Eldar við Aþenu BORGARYFIRVÖLD í Peking hefjast senn handa við að reka betlara og aðra „ósiðaða“ ein- staklinga frá helstu lestar- stöðvum borgarinnar. Er aðgerð- in liður í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem verða í Pek- ing næsta sumar. Betlarar burt NOTKUN þunglyndislyfja minnkar hættuna á að ungt fólk með þung- lyndi fyrirfari sér vegna sjúkdóms- ins. Eru þetta niðurstaða könnunar sem vísindamenn Illinois-háskóla gerðu en áður höfðu stjórnvöld var- að við því að sum lyf ykju hættuna. Færri sjálfsvíg KONUR úr þjóðflokki Lambada-fólks á kosningafundi ríkisstjóra Rajastan-ríkis í Indlandi, Pratibha Patil, í borginni Hyderabad gær. Patil er talin nokkuð sigurviss en hún nýtur stuðnings Kongressflokksins. Var það einkum formaður flokksins, Sonia Gandhi, sem beitti sér fyrir framboði Patil en embætti forseta Indlands er nær valdalaust. Reuters Kosningafundur í Hyderabad Ankara. AFP. | Dómstóll í Tyrklandi úrskurðaði í gær að 17 ára þýskur drengur, sem handtekinn var í apríl, skyldi vera áfram í varðhaldi en hann er sakaður um að hafa átt mök við breska stúlku undir lögaldri. Þau hittust á ferðamannastaðnum Antalya og kærði móðir stúlkunnar drenginn fyrir að hafa átt samræði við dótturina. Drengurinn, sem í málskjölum er nefndur Marko W., segir stúlkuna, Charlotte M., hafa sagst vera 15 ára en ekki 13, sem hún er. Þau hafi ekki átt raunveruleg kynmök þar sem honum hafi orðið sáðfall áður en til þess kom. Rannsókn mun hafa sýnt að stúlkan sé enn hrein mey. Fjölskylda sakborningsins segir að aðstæður í varðhaldinu séu slæmar og hefur beðið ákaft um að Marko fái að fara heim. Undir þetta hefur Ang- ela Merkel kanslari tekið, hún vill að réttað verði í málinu í Þýskalandi. Ut- anríkisráðherra Þýskalands, Frank- Walter Steinmeier, hringdi í starfs- bróður sinn í Tyrklandi, Abdullah Gul, og sagði að gæta yrði mann- úðarsjónarmiða. En Tyrkir hafna öll- um afskiptum Þjóðverja. „Þegar þeir [Evrópumenn] segja að ekki megi blanda sér í ákvarðanir dómstólanna verða þeir að muna að sama grundvallarregla gildir líka hjá okkur,“ sagði varaforsætisráðherr- ann, Mehmet Ali Sahin. Unglingur áfram í haldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.