Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ráðherrar þungir á brún Árni M. Mathiesen, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞAÐ kemur ekkert í staðinn fyrir 60 þúsund tonn af þorski,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra eftir að hafa tilkynnt ákvörðun sína um 130 þúsund tonna hámarksþorskafla á næsta fisk- veiðiári. Ríkisstjórnin greindi á fundi í gær frá mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðarins. „Ég tel að þetta sé rétt ákvörðun,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra tók í sama streng: „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé rétt ákvörðun en hún er auðvitað ekki sársaukalaus.“ Mótvægisaðgerðirnar felast m.a. í eflingu hafrannsókna og tvöföldun framlags í verkefnasjóð sjávarút- vegsins. Ríkisstjórnin hefur jafnframt ákveðið ákveðnar aðgerðir til að styrkja atvinnulífið í byggðum sem skerðingin kemur mest við. Kvótaskerðing og mót- vægisaðgerðir boðaðar Í HNOTSKURN » Í samræmi við tillögur Haf-rannsóknastofnunar verður leyfilegur heildarafli í þorski 130 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári.  Forsætisráðherra telur ákvörðunina rétta  Hafrannsóknir efldar  Framlag í verkefnasjóð sjávarútvegsins tvöfaldað  Aðgerðir til styrktar atvinnulífinu  Það kemur ekkert | Miðopna STOFNAÐ 1913 183. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LIFANDI JÖRÐ ÍSLAND ÚR LOFTI: EINSTÖK MYNDARÖÐ RAGNARS AXELSSONAR >> LESBÓK LANDSLIÐSTAKTAR HELGA SIGURÐSSONAR KJARKUR MARKAHRÓKUR >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is DÓMUR vegna meintrar nauðg- unar á salerni Hótels Sögu er ekki síst athyglisverður vegna þess að framburður konunnar er talinn trú- verðugur en í framburði mannsins voru aftur á móti veilur. Var mað- urinn sýknaður þar sem háttsemi hans taldist ekki ofbeldi eins og hugtakið hefði verið skýrt í refsi- rétti. Ragnheiður Bragadóttir, prófess- or í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands, telur ofbeldishugtakið skil- greint of þröngt í dóminum. Mannréttindadómstóllinn telur mótspyrnu ekki nauðsynlega Bendir hún á að ofbeldishugtakið hafi þróast auk þess sem leggja eigi áherslu á verknað geranda en ekki viðbrögð þolanda. Er sá skilningur lagður til grundvallar í greinargerð með frumvarpi að nýjum hegning- arlagaákvæðum um kynferðisbrot, sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor. Er þar m.a. vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem fram kemur að þolandi kyn- ferðisbrots eigi að njóta refsivernd- ar þótt hann veiti ekki líkamlega mótspyrnu. Ragnheiður telur að í háttsemi mannsins, eins og henni er lýst í dóminum, hafi falist ofbeldi. Við skýringu á ofbeldishugtaki nauðg- unarákvæðisins er ekki gerð krafa um líkamlega áverka og þess verður ekki krafist að þolandi veiti virka mótspyrnu. Því þurfi lítið til svo að ofbeldi teljist beitt. Nauðgunar- ákvæðið tekur til þeirra tilvika þar sem kynmök fara fram án sam- þykkis þolanda og í dóminum sé í raun fallist á að mökin hafi verið gegn vilja konunnar. Þá bendir Ragnheiður á að við- brögð þolanda, að frjósa og fá „sjokk“ eða lamast, séu löngu þekkt sem algeng viðbrögð þolenda nauðgana. Ekki verði séð að at- burðarásin í heild hafi gefið geranda tilefni til að álíta að vilji þolanda hafi staðið til þess sem þarna gerðist. Hvenær er ofbeldi beitt? Prófessor ósam- mála héraðsdómi Morgunblaðið/Golli Vettvangurinn Atvikið átti sér stað á salerni á Hótel Sögu í mars. STUNDUM er stutt á milli þess að vera flugmaður og sjómaður. Það var heitt á Ísafirði í gær, svo drengirnir í bænum ákváðu að kæla sig með því að stökkva útbyrðis af Gunnbirni ÍS. Sjórinn var að þeirra sögn ylvolgur. Ljósmynd/Kári Þór Jóhannsson Manndómsraun á Ísafirði FORSETI bæjarstjórnar Snæfells- bæjar, Ásbjörn Óttarsson, segir að ómögulegt sé að ná endum saman í rekstri bæjarfélagsins vegna þeirr- ar miklu tekjuskerðingar sem þorskkvótaskerðingin mun hafa í för með sér. Hann telur ákvörðun sjávarútvegsráðherra gjörsamlega galna og segir að menn verði að fara að átta sig á því að vandamálin sem hún hafi í för með sér verði ekki leyst með því að koma fáeinum sveitarfélögum á Vestfjörðum til hjálpar. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að þótt áhrif niðurskurðar á þorskkvóta verði lítt áberandi í stærstu byggðakjörnum landsins sé líklegt að þau geti falið í sér endanlegt hrun í smærri byggðakjörnum á Norðausturlandi. Ekki er hljóðið skárra í forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Árna Bjarnasyni: „Það er alveg skuggalegt hljóð í mönnum. Margir af reyndustu skipstjórum okkar eru búnir að tala við mig og þeir segjast ekki ætla að eyða síð- ustu starfsárunum í það að reyna að ljúga menn út á sjó fyrir enga af- komu.“ Árni segist hafa beyg af því að ganga til samningaborðsins við útgerðarmenn fyrir hönd sjómanna vegna þess hve veiðiheimildirnar eru orðnar litlar. | 11 Lífskjörum í sjávar- plássum teflt í tvísýnu Einar K. Guðfinnsson: „Gríðarleg vonbrigði“ VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.