Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is GÆTA þarf þess að aðstoð við fólk með geðræn vandamál verði ekki of stofnanavædd, að sögn Auðar Ax- elsdóttur iðjuþjálfa. Sú nálgun ein- kennist um of af forræðishyggju og huga þurfi að því að hún verði ekki yfirfærð inn á heimilin eða í nær- umhverfið. Auður segir að þótt ástand mála sé nokkuð gott hvað varði bráðaþjónustu í málefnum fólks með geðræn vandamál vanti upp á að meðferðinni sé fylgt eftir með stuðningi og ráðgjöf við dag- legt líf. Fólk sem kljáist við geðræna erf- iðleika þarf oftast eftirfylgd um- fram það sem sjúkrahúsin bjóða upp á til að geta haft möguleika á að verða virkir þátttakendur í sam- félaginu, komast aftur til vinnu eða skóla, eiga samskipti við fólk og svo framvegis. Auður segir mikilvægt að þessi þjónusta þróist utan stofn- ana, því fólk þurfi að geta leitað eft- ir henni á eigin fosendum. „Stuðn- ingurinn á ekki að vera miðaður út frá sjúkdómsgreiningu, heldur út frá þörfum og væntingum ein- staklingsins.“ Eftirfylgni, tengslanet og hópastarf Auður er sjálf forstöðumaður hjá Geðheilsu – eftirfylgd/iðjuþjálfun, þar sem hefur verið rekin sam- félagsþjónusta fyrir fólk með geð- ræn vandamál síðan árið 2003. Starfsemin bygg- ist að sögn Auðar á hugmynda- fræði um bata- hvetjandi þjón- ustu, með áherslu á valdefl- ingu og skiptist hún í þrjá þætti sem eru eft- irfylgd, tengsl- anet og hópastarf. Eftirfylgnin felst í því að sálfræðingur og iðjuþjálfar ákveða í samvinnu við einstakling- inn að hverju skuli stefna í end- urhæfingunni og með hvaða leiðum megi komast þangað. Notandinn getur svo að eigin vild leitað að- stoðar til tengiliðs, sem er ýmist iðjuþjálfi eða sálfræðingur. „Fólk þarf í raun að hafa tengil, eða leiðsögumann, þegar haldið er út í lífið á nýjan leik. Tengillin getur hjálpað við að fá yfirsýn yfir hindr- anir, styrkleika og markmið, og unnið með viðkomandi að lausnum í hans eigin umhverfi,“ segir Auður. Oft þurfi fólk töluverðan tíma til að ná sér og því geti endurhæfingin ekki byggst á skyndilausnum, það þurfi að vera hægt að gefa sér næg- an tíma og rými til að ná bata. Í veikindum þurfi fólk því að hafa val um hvort það vill leggjast inn á geð- deild, fá tímabundna þjónustu á geðdeild, eða hvort það vill sækja aðstoð úti í samfélaginu án þess að fara inn á stofnun. Aðstandendur taki þátt Auður segir mjög mikilvægt að fjölskylda og vinir geti verið virkir þátttakendur og séu meðvituð um hvernig hægt sé stuðla að því að einstaklingurinn nái bata, auk þess að fá sjálf aðstoð við að átta sig á sínu hlutverki í bataferli sinna nán- ustu. Því felist stór þáttur í starfinu í því að virkja tengslanetið. „Því miður hefur verið of mikið um að aðstandendum sé haldið frá með- ferðinni, þegar sannleikurinn er sá að hjá þeim liggur dýrmæt vitn- eskja og oftast vilja þeir vera þátt- takendur til að geta hjálpað ein- staklingnum á heima velli,“ segir Auður. Geðheilsa starfrækir því einnig aðstandendahóp þar sem mark- miðið er að styðja og styrkja að- standendur, hvetja þá til að huga að eigin heilsu og gefa þeim möguleika á að deila sameiginlegri reynslu sinni. Efling geðheilbrigðis Auður segir að í raun nái heitið samfélagsgeðlækningar ekki nógu vel utan um starfsemina hjá Geð- heilsu, heldur væri réttara að kalla hana samfélagsþjónustu. „Doktor Benedetto Saraceno, geðlæknir og yfirmaður geðheil- brigðismála hjá WHO, sagði nýver- ið eitthvað á þá leið að ekki ætti að flytja geðlækningar út í samfélagið, heldur væri ætlunin að efla geðheil- brigði í samfélaginu. Þetta er leið- arljós sem við eigum að taka alvar- lega og fylgja eftir í nánustu framtíð,“ segir Auður. Æskilegast væri að útfæra hugmyndina enn frekar, með því að byggja upp sam- félagsteymi fagfólks sem bæði sjúk- lingar og aðstandendur gætu leitað til án þess að fara inn á stofnanir. „Þessi starfsemi okkar er lítill vísir að því og vonandi bara byrjunin.“ Efla þarf samfélagsgeðlækn- ingar í stað stofnananálgunar Morgunblaðið hefur undanfarið rætt við heilbrigðisstarfsfólk um samfélagsgeðlækn- ingar. Auður Axels- dóttir segir nú frá starfsemi Geðheilsu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samfélagið Mikill vilji er fyrir því að efla samfélagsgeðlækningar og auka úrræði fólks sem á við geðræn vandamál að stríða og aðstandenda þeirra. Í HNOTSKURN »Viðmælendur Morgun-blaðsins úr heilbrigðis- geiranum eru sammála um að einstaklingsmiðuð samfélags- nálgun við fólk sem tekst á við geðsjúkdóma skili sér í meiri ánægju sjúklinga og að- standenda. »Markmið Geðheilsu erm.a. að vera fyrirbyggj- andi, þ.e. fækka innlögnum með því að ná fyrr til fólks og fylgja því eftir á bataferl- inu. Auður Axelsdóttir TEKJUR Há- skóla Íslands, fyrir utan fram- lög úr ríkissjóði, standa undir 39% af kostnaði við rekstur skól- ans. Þetta kemur fram í ársskýrslu skólans og að sögn Kristínar Ingólfsdóttur fer þetta hlutfall hækkandi milli ára. Alls námu sértekjur skólans um 3,2 milljörðum í fyrra. Stærsts hluta þessa fjár er aflað með rekstri Happdrættis Háskólans, en einnig hefur skólinn fengið styrki úr sam- keppnissjóðum, auk þess sem einkafyrirtæki hafa kostað stöður. Markmið stjórnenda Háskóla Ís- lands, að hann verði einn af 100 bestu háskólum í heimi, er ítrekað í skýrslunni. Kristín segir að vinnan að því marki miðist að mestu við tvo mælikvarða á gæði háskóla. „Rannsóknarvirkni er mæld í birt- ingum í hágæðavísindatímaritum og aukningin þar milli ára hjá okk- ur er 17%. Við eigum lengra í land með að fjölga brautskráðum dokt- orum,“ segir Kristín, en bætir við að doktorsnemum hafi fjölgað og námstími styst, svo hún sé bjart- sýn á að útskriftum fjölgi á næst- unni. Tekjur HÍ hækka Kristín Ingólfsdóttir Greinum í vísinda- tímaritum fjölgar Á NÆSTU dög- um verða vegg- spjöld hengd upp á ýmsum opin- berum stöðum í Reykjavík með skilaboðum um að draga megi úr uppgangi máva með bættri um- gengi og færri brauðgjöfum. Fræðsla um fylgni á milli umgengni og fjölda sílamáva er liður í því átaki að beina fuglinum frá borg- inni. Fólki er m.a. ráðlagt að draga úr brauðgjöf við Tjörnina í júní og júlí á meðan andarungar eru að komast á legg. Bættur frágangur á úrgangi skiptir einnig miklu máli ef sporna á við ágangi máva. Þannig ætti eng- inn að skilja eftir mat eða mat- arleifar á víðavangi. Vonast yfirvöld eftir góðu samstarfi og jákvæðum undirtektum íbúa og eigenda veit- ingastaða við þessu átaki til að fækka mávi í höfuðborginni. Matarleifar lokka máva Margir hafa ama af fjölda máva. Á HEIMASÍÐU framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið sett upp ný vefsíða um Sundabraut. Safnað hefur verið saman gögnum sem tengjast þessu viðamikla verk- efni: Skýringarmyndum, skýrslum, kynningargögnum og eldri fréttum, svo nokkur dæmi séu tekin. Síðunni er ætlað að auðvelda jafnt almenn- ingi, hagsmunaaðilum og fjölmiðlum að nálgast gögn málsins, fá yfirsýn yfir þá valkosti sem eru til skoðunar og hvernig matsferlið gengur fyrir sig. „Þetta er viðamikil og dýr fram- kvæmd, sama hvað kostir verða fyr- ir valinu. Margir eiga hagsmuna að gæta og enn fleiri vilja hafa ákveðna skoðun á málinu. Mikilvægt er að fólk kynni sér málið á þessu stigi og nýti sér réttinn til að skila athuga- semdum, segir í fréttatilkynningu. Hægt er að komast inn á heima- síðuna á reykjavik.is. Ný vefsíða um Sundabraut ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.