Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 45 Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dags- ferð: Skjaldbreiður og Hagavatn 10. júlí, vinsamlegast sækið farseðil sem fyrst. Upplýsingar í s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag kl. 14 sýnir danshópur í samvinnu við Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi. Allir vel- komnir. Hæðargarður 31 | Opið 9-16 alla daga. Síðdegisferð á Þingvelli 12. júlí. Fé- lagsvist alla mánudaga kl. 13.30. Gönguferðir alla morgna kl. 9 nema laugard. kl. 10. Listasmiðjan alltaf opin. Kíktu við í morgunkaffi og kynntu þér dagskrána enn frekar. S. 568-3132. Vitatorg, félagsmiðstöð | Farið verður í dagsferð á Snæfellsnes norðanvert fimmtudaginn 12. júlí kl. 8 f.h. Morg- unkaffi og síðdegiskaffi í Borgarnesi, hádegisverður á hótel Stykkishólmi. Fararstjóri Helga Jörgensen. Allir vel- komnir, upplýsingar og skráning í síma 411 9450. 70ára afmæli. Helga Haralds-dóttir, íþróttakennari við HNLFÍ, til heimilis á Lyngheiði 2, Hveragerði, er sjötug í dag. Að því til- efni verður kaffisamsæti hjá Eldhest- um í Ölfusi milli kl. 15 og 18. 70ára afmæli. Ragnar Krist-insson, bifreiðastjóri og We- basto-viðgerðarmaður, Leirubakka 14, Reykjavík, er sjötugur í dag. Hann dvelur í sumarhúsi í Borgarfirði á af- mælisdaginn. Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15) Tónlist Hallgrímskirkja | Karel Paukert, organisti frá Cleveland í Ohio, leikur á hádegistón- leikum, 7. júlí kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Bedrich Wiedermann, Petr Eben og Leos Janacek. Ketilhúsið, Listagili | Tríó Hanne Juul, þjóðlaga- og vísnatríó frá Svíþjóð, kemur í heim- sókn. Tónleikarnir hefjast kl. 16. Myndlist Eyjafjörður | Gallerí Víðátta601 opnun: Listamennirnir Steini og Gamli Elgur sýna verk sín Útþrá/Heimþrá og Ó náttúra/ónáttúra. Opnað kl. 14. Staður: Eyjafjarðará við Krist- nes. Gallerí BOX | Margrét Blöndal opnar sýningu sína í dag kl. 14. Á sýningunni eru teikn- ingar með vatnslit og ólívuolíu frá 2007. Sýningin stendur til 22. júlí. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum frá kl. 14-17 en einnig eftir samkomulagi. www.gall- eribox.blogspot.com. Skaftfell | Tumi Magnússon opnar sýningu sína „Pollar“ í sýningarsal Skaftfells. Á Vest- urveggnum verður opnuð sýning listamannanna Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórðarsonar. Þeir halda einnig tónleika í Skaftfelli kl. 17 í tilefni opnunarinnar. www.skaft- fell.is. Söfn Grasagarður Reykjavíkur | Kryddjurtagarðurinn er ný safndeild innan Grasagarðs Reykjavíkur. Á íslenska safnadeginum er skipulögð leiðsögn um kryddjurtagarðinn kl. 11- 13 en þar eru ræktaðar um 40 tegundir og yrki krydd- og ilmjurta. Uppákomur Árbæjarsafn | Sunnudaginn 8. júlí verður ÍR-dagur á Árbæjarsafni kl. 13-15. Tilefnið er 100 ára afmæli félagsins og opnun gamla ÍR-hússins sem hefur alla tíð staðið uppi á Landakotshæð. Í húsinu er safn gamalla og nýrra muna sem segja sögu ÍR í máli og myndum. árnað heilla ritstjorn@mbl.is dagbók Í dag er laugardagur 7. júlí, 188. dagur ársins 2007 Markaðsdagur Bolung-arvíkur er í dag, laug-ardag. Haukur Vagns-son er umsjónarmaður dagsins, og segir von á einstakri stemningu: „Markaðurinn sjálfur er haldinn bak við grunnskóla bæj- arins en þar verður fjöldi sölubása þar sem bæði einstaklingar og fyr- irtæki selja varning af ýmsum toga. Þar verður hægt að finna handiðnað frá heimamönnum, gæða mat- og gjafavöru svo eitthvað sé nefnt,“ segir Haukur. „Til að lífga enn meira upp á daginn verður vönduð skemmtidagskrá á sviði við markaðstorgið þar sem meðal ann- ars munu stíga á svið stúlknaband- ið Nylon, Hara-systur, vestfirska gæðahljómsveitin Flæði, Les Champignones, Hrólfur Vagnsson, Iris Kramer og Djassband Bolung- arvíkur svo aðeins séu nefndir örfáir.“Að auki verður haldin sýn- ing á fornbílum og mótorhjólum, leiktæki verða fyrir börnin og körtubraut opin alla helgina: „Hægt verður að leika með fjar- stýrða báta, leiðbeinendur munu stýra skemmtilegum leikjum fyrir krakkana og haldin verður karaóke keppni þar sem foreldrar og börn keppa saman,“ segir Haukur, en dagskráin nær hámarki með stór- dansleik í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hljómsveitin Regína Ósk, Friðrik Ómar, Grétar Örvarsson og Euro-bandið heldur uppi fjörinu. Haukur segir ekki aðeins hægt að upplifa hátíðlega bæjar- og mark- aðsstemningu í Bolungarvík þennan dag, heldur sé margt að sjá í bæn- um og nágrenni hans: „Þar má sér- staklega nefna sjóminjasafnið Ósvör sem er elsta verstöð Íslands og mjög spennandi safn. Náttúrustofa Vestfjarða starfrækir veglegt nátt- úrugripasafn í Bolungarvík sem býr að stórglæsilegum safnkosti,“ segir Haukur. „Loks má nefna að búið er að opna fyrir almenna umferð um veginn upp á Bolafjall en þaðan er óviðjafnanlegt útsýni yfir allt Ísa- fjarðardjúp og við réttar aðstæður hægt að sjá alla leið til Grænlands.“ Finna má nánari upplýsingar um dægradvöl og þjónustu í Bolung- arvík á slóðinni www.bolungarvik.is. Markaðurinn er opinn frá kl. 14 til 18. Fögnuður | Markaðsdagur í Bolungarvík á laugardag og margt um að vera Líf og fjör í Bolungarvík  Haukur Vagnsson fædd- ist í Bolungarvík 1967. Hann stundaði nám við Menntaskólann við Sund, hlaut skipstjórnarrétt- indi frá Stýri- mannaskólanum og lauk flugnámi. Hann hefur starf- rækt eigið fyrirtæki á sviði marg- miðlunar- og vefhýsingarþjónustu um langt skeið og rekur fjölbreytta starfsemi á sviði ferðaþjónustu. Unnusta Hauks er Elína Eilonen söngkona en hann á fyrir þrjú börn. Á sjöttu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen. Auk Björns skipa tríóið Jóhann Ásmundsson kontrabassaleikari og Jóhann Hjörleifsson trymbill. Að þessu sinni verður efnisskráin í fjölbreyttara lagi. Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 og standa til kl. 17:00. Leikið verður ut- andyra, á Jómfrúartorginu, ef veður leyfir, annars inni í Jómfrúnni. Aðgang- ur er ókeypis. Morgunblaðið/ÞÖK Sumardjass á Jómfrúnni FRÉTTIR FREYMÓÐSSON-DANLEY- verðlaunin sem veitt eru íslenskum nemendum fyrir góðan náms- árangur við Kaliforníuháskólann í Santa Barbara, voru veitt í þriðja sinn mánudaginn 4. júní síðastlið- inn. Verðlaunin eru veitt nemendum við Háskóla Íslands sem stunda nám í skiptinámi Háskóla Íslands og Kaliforníuháskólans í Santa Barbara (UC Santa Barbara). Námsárið 2006-2007 hlautu verð- launin Friðrik Lárusson, nemandi í eðlisfræði og Styrmir Hafliðason nemandi í félagsfræði, bæði Friðrik og Styrmir útskrifast frá Háskóla Íslands í júní 2007. Þeim sem vilja styrkja íslenska nemendur í skiptinámi HÍ og UC Santa Barbara er bent á að hafa samband við Björn Birni prófessor í stærðfræði við UC Santa Barbara, birnir@math.ucsb.edu. Nemendum sem óska eftir upplýsingum um skiptinámið er bent á að hafa sam- band við Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins. Hlutu verðlaun fyrir námsárangur Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 5. og 12. júlí. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkost- legu spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kan- ada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á ein- staklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úr- val verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal Kanada 12. og 19. júlí frá kr. 29.990 Vikuferð - síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, vikuferð 12. eða 19. júlí. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 7 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900. Munið Mastercard ferðaávísunina Flug og gisting í viku - aðeins kr. 49.990 NÍU slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamenn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins (SHS) ætla að hjóla yfir landið 7.-18. júlí í því skyni að afla stuðnings við sjúkra- og líknarsjóð starfsmannafélags liðsins. Lagt verður af stað frá Fonti á Langa- nesi á laugardaginn og er fyr- irhugað að ljúka ferðinni á Reykja- nestá miðvikudaginn 18. júlí. Í fréttatilkynningu segir að sjúkra- og líknarsjóðurinn styrki slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamenn sem verða fyrir alvar- legum áföllum, en þeir starfa oft við aðstæður sem skapa miklar lík- ur á slysum og sjúkdómum. Stjórn sjóðsins getur einnig ákveðið að styrkja einstaklinga eða hópa utan raða SHS. Jón Viðar Matthíasson slökkvi- liðsstjóri er í hópi hjólreiðamann- anna. Hann segir að starfsmenn SHS leiti eftir stuðningi fyrirtækja og almennings við sjóðinn og von- ast til að ferðin yfir landið veki fólk til vitundar um mikilvægi hans. Fjöldi starfsmanna kemur að leiðangrinum og söfnuninni. Starfsmennirnir níu hjóla saman alla leiðina en aðstoðarmenn á öfl- ugum bílum verða þeim innan handar með vistir og aðrar nauð- synjar. Hjólað verður því sem næst beint af augum en leiðangurinn fylgir slóðum og línuvegum þar sem það er unnt. Öll framlög eru vel þegin og munu þau renna óskipt í sjúkra- og líknarsjóðinn. Reikningur sjóðsins er nr. 515-14-106690. Kennitalan er 460279-0469. Hyggjast hjóla yfir landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.