Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BAKSVIÐ Eftir Evu Bjarnadóttur og Silju Björk Huldudóttur HEIMIR Örn Herbertsson hæstaréttarlög- maður segir Hæstarétt hafa brotið gegn lögum um meðferð einkamála í skaðabótamáli Söru Lindar Eggertsdóttur gegn ríkinu. „Þó svo að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki talið það vera brot gegn mannréttindasáttmála Evrópu að Hæstiréttur hafi lagst í sjálfstæða gagnaöflun þá er það í brýnni andstöðu við lög einkamálaréttarfars um málsforræðisreglu,“ segir Heimir Örn sem fór með mál Söru Lind- ar fyrir Mannréttindadómstólnum. Mannréttindadómstóll Evrópu komst sl. fimmtudag að þeirri niðurstöðu að í máli Söru Lindar hefði verið brotið gegn 6. grein mann- réttindasáttmála Evrópu, sem kveður á um rétt manna til málsmeðferðar fyrir sjálfstæð- um og óvilhöllum dómstóli, og dæmdi Söru Lind bætur og málskostnað. Mannréttinda- dómstóllinn taldi það ekki vera brot gegn mannréttindasáttmála Evrópu að Hæstiréttur leitaði álits til læknaráðs, en samkvæmt lögum frá árinu 1943 getur Hæstiréttur leitað sjálf- stætt til ráðsins. Mannréttindadómstóllinn gagnrýndi hins vegar setu starfandi sérfræð- inga á Landspítalanum í læknaráði. Vísar rökum um smæð samfélagsins á bug Dómstóllinn féllst þannig ekki á þau rök ís- lenska ríkisins að erfitt væri vegna smæðar ís- lensks samfélagsins að finna sérfræðinga sem ekki væru tengdir Landspítalanum með ein- hverjum hætti. Taldi dómstóllinn ljóst að sú staðreynd að þeir fjórir sérfræðingar, sem sæti áttu í læknaráði og jafnframt störfuðu á Landspítalanum, skyldu ekki víkja sæti úr nefndinni við meðferð málsins hefði þýtt að stúlkan hefði með réttu getað óttast að lækna- ráð hefði ekki með öllu verið hlutlaust í um- fjöllun sinni. Benti dómstóllinn á að þó um- ræddir læknar hefðu ekki starfað á þeim deildum þar sem meint læknamistök hefðu átt sér stað þá hefði yfirmaður þeirra allra, þ.e. forstjóri Landspítalans, tekið skýra og opin- bera afstöðu gegn dómi Héraðsdóms Reykja- víkur. Sara Lind fæddist á kvennadeild Landspít- alans 5. mars 1998 og var fæðingunni lokið með bráðakeisaraskurði. Við skoðun kom í ljós íferð í lunga og var Sara Lind sett í hitakassa. Þræddir voru æðaleggir í naflabláæð og nafla- slagæð, en í ljós kom að æðaleggurinn sem þræddur hafði verið í naflaslagæðina hafði sveigt með óeðlilegum hætti í U-beygju. Ákvörðun var tekin um að láta æðalegginn liggja fyrst um sinn þar sem læknar töldu að í því væri minni áhætta fólgin en í því að færa æðalegginn. Fjögurra daga gömul veiktist Sara Lind hastarlega með krömpum auk einkenna nýrna- bilunar og sýndi merki um lélegt blóðflæði og hækkandi blóðþrýsting. Fór hún til meðferðar hjá nýrnasérfræðingi og var sett í öndunarvél í u.þ.b. viku þar til henni fór að batna. Rann- sóknir sýndu að Sara Lind hefði orðið fyrir umtalsverðum heilaskemmdum og var henni vegna þess metin 100% varanleg örorka. Í apríl 2002 dæmdi Héraðsdómur Reykja- víkur íslenska ríkið til þess að greiða Söru Lind tæplega 29 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna mistaka í læknishjálp eftir fæðingu hennar. Í dómi Héraðsdóms Reykja- víkur segir m.a.: „Á grundvelli þeirra sönn- unargagna sem fyrir liggja og framangreindr- ar sönnunarreglu er ekki unnt að fallast á með stefnda [íslenska ríkinu] að einungis lítinn hluta örorku stefnanda megi rekja til áfalla af völdum blóðtappa í meginslagæð og nýrnaslagæðum. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á hvort eða að hve miklu leyti önnur áföll eiga þátt í heilsutjóni stefnanda [Söru Lindar] ber að líta svo á að stefndi beri bótaábyrgð á öllu tjóni stefnanda.“ Hæstiréttur taldi súrefnisskortinn hafa átt sér stað fyrir fæðingu en ekki eftir Tæpum tveimur árum seinna, eða í mars 2004, hnekkti Hæstiréttur dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Taldi Hæstiréttur sterkar líkur leiddar að því að Sara Lind hefði orðið fyrir súrefnisskorti fyrir fæðingu og að skorturinn stafaði ekki af blóðtappa þeim og háþrýstingi sem hún hefði fengið á fimmta degi eftir fæð- ingu. Var því ekki talið að orsakasamband væri á milli legu slagæðaleggsins og heilaskemmda Söru Lindar. Dómurinn taldi þannig að ekki hefði verið sýnt fram á að tjón stefndu mætti tekja til mistaka starfsfólks Landspítalans. Niðurstöðu sína byggði Hæstiréttur að stórum hluta á umsögn læknaráðs um sakarefni máls- ins en Hæstiréttur hafði sjálfur frumkvæði að því að leita eftir þeirri umsögn. Í fyrsta tölublaði Tímarits Lögréttu árið 2004 gerði Jón Steinar Gunnlaugsson, sem flutti málið gegn ríkinu fyrir hönd Söru Lind- ar, alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð- ina fyrir Hæstarétti og sagði alvarlega brotið gegn meginreglum réttarfarslaga. Sagði hann ákvörðun Hæstaréttar, án nokkurs atbeina málsaðilanna um að afla álits læknaráðs, hafa verið ólögmæta og að Hæstiréttur hefði með augljósum hætti tekið þátt í málflutningi áfrýj- andans, þ.e. íslenska ríkisins, í málinu. Taldi Jón Steinar það ekki standast meginreglu um hlutlausa málsmeðferð fyrir dómi að byggja dóm á áliti starfsmanna annars málsaðilans, eins og gert var fyrir Hæstarétti. Féllst ekki á rök ríkisins  Mannréttindadómstóllinn gagnrýnir að læknaráðsmenn starfi jafnframt við Landspítalann  Lögmaður stúlkunnar telur Hæstarétt hafa brotið gegn lögum um meðferð einkamála Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fjölfatlaðrar stúlku. Í HNOTSKURN »5. mars 1998 fæðist Sara Lind Egg-ertsdóttir á kvennadeild Landspít- alans. Súrefnisskortur í og eftir fæðingu leiðir til þess að Sara Lind verður fyrir umtalsverðum heilaskemmdum og hlýt- ur 100% varanlega örorku og miska. »24. apríl 2002 dæmir HéraðsdómurReykjavíkur íslenska ríkið til þess að greiða Söru Lind tæplega 29 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna mistaka við lagningu æðaleggs í nafla- slagæð hennar. »11. mars 2004 hnekkir Hæstirétturdómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknar íslenskra ríkið af bótakröfu Söru Lindar vegna meintra mistaka lækna við fæðingu hennar. »5. júlí 2007 kemst Mannréttinda-dómstóll Evrópu að þeirri niður- stöðu að Hæstiréttur hafi með máls- meðferð sinni brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um rétt manna til máls- meðferðar fyrir sjálfstæðum og óvil- höllum dómstóli. NÝR og umhverfisvænn forsetabíll hefur nú leyst gamla bílinn af hólmi en forstjóri Toyota í Evrópu afhenti forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, bifreiðina á Bessastöðum í gær. Ólafur er fyrsti þjóðhöfðinginn í Evrópu sem fær slíka bifreið frá Lexus. „Ég er ánægður með þessa ákvörðun vegna þess að þetta er mikilvæg yf- irlýsing í umhverfismálum og varðandi baráttuna gagnvart loftslagsbreyt- ingum,“ segir Ólafur Ragnar. „Mér finnst það skipta miklu máli fyrir Ísland vegna þess að við erum að halda okkur fram á alþjóðavettvangi í krafti hreinnar orku – í krafti umhverfismála og að raforkan okkar sé 100% um- hverfisvæn.“ Bifreiðin er tvinnbíll af gerðinni Lexus LS600h og er knúin af Hybrid-kerfi sem samanstendur af rafmótor og öflugri bensínvél en það þýðir að á vissum hraða er bifreiðin alveg laus við útblástur og nær hljóðlaus. Morgunblaðið/ÞÖK Ný forsetabifreið ÞÓRÐUR Ás- geirsson fiski- stofustjóri er ósáttur við fréttaskýringu um kvótasvindl í Morgunblaðinu síðasta miðviku- dag, og að hún byggist á kjafta- sögum. „Mér finnst að þarna hafi verið gert allt- of mikið úr þessu hugsanlega kvótasvindli og eins brottkastinu. Þetta kemur ekki heim og saman við það sem við upplifum hérna.“ Þórður vísar því á bug að Fiski- stofa láti kvótasvindlara sleppa með áminningu og segir að slík brot séu alltaf kærð. Í því tilfelli sem nefnt var í Morgunblaðinu hafi ekki leikið grunur á kvóta- svindli, heldur hafi Fiskistofa að- eins verið að finna að vinnubrögð- um við vigtun. „Þetta voru formsatriði í raun og veru. End- urvigtunartölur voru gefnar upp í síma í staðinn fyrir að gera það á blaði,“ segir Þórður og að í slíkum málum sé áminning látin duga. Strangt eftirlit með gámafiski Þórður segir það einnig rangt, sem haldið var fram í fréttaskýr- ingu Morgunblaðsins, að lítið eft- irlit sé með útflutningi fisks í gám- um. „Þetta er náttúrlega alveg út í hött,“ segir Þórður og fullyrðir að starfsmenn Fiskistofu geri mjög mikið af því að opna gáma og sannreyna að innihaldið sé í sam- ræmi við það sem upp er gefið. Að auki séu eftirlitsmenn á þeirra snærum í Hull og Grimsby sem rannsaki gámana þegar þangað er komið. Fáar kærur hafa verið lagðar fram undanfarið vegna brota á fiskveiðilöggjöf, sú síðasta fyrir um ári. „Ég held að það hafi orðið talsverð hugarfarsbreyting meðal sjómanna, sem betur fer,“ segir Þórður og telur að ástæðuna megi rekja til mikillar umræðu um brottkast og kvótasvik fyrir fáein- um árum. „Kannski er það líka vegna þess að eftirlitið okkar er orðið virkara.“ Kvótasvindlið alltaf kært Of mikið gert úr kvótasvindli og brottkasti að mati fiskistofustjóra Í HNOTSKURN »Í fréttaskýringu í Morgun-blaðinu síðastliðinn miðviku- dag var fjallað um kvótasvindl og ýmsar aðferðir sem beitt væri til þess að svíkja undan vigt eða ljúga til um tegundir. »Þar var því einnig haldiðfram að samkvæmt bréfi frá Fiskistofu hefði stofnunin að minnsta kosti í einu tilfelli látið kvótasvindlara sleppa með áminningu. Þórður Ásgeirsson MUN hlýrra var á Grænlandi áður fyrr en talið hefur verið. Alþjóðlegur rannsóknarhópur á vegum Kaup- mannahafnarháskóla greindi sýni, sem tekin voru neðst úr ískjarna í suðurhluta Grænlands, og fundust þar erfðaefni úr ýmsum trjám og skordýrum, t.d. fiðrildum og bjöll- um. Erfðaefnið er að öllum líkindum 450-800 þúsund ára gamalt. Að sögn rannsóknarhópsins er þessi uppgötvun fyrsta beina sönn- un þess að skógar voru á Suður- Grænlandi. Loftslaginu og skógar- farinu mun á þeim tíma hafa svipað til þess sem þekkist nú í Svíþjóð og A-Kanada. Íslenskur borstjóri Sigfús Johnsen, eðlis- og jökla- fræðingur, var borstjóri hópsins sem útvegaði sýnin. Hópur hans, sem er á vegum Niels Bohr-stofn- unar Kaupmannahafnarháskóla, boraði niður á um tveggja kílómetra dýpi á árunum 1979-1981. Sýni voru tekin á nokkrum stöðum en þau sýni sem erfðaefnin fundust í voru tekin við radarstöðina Dye 3 á Suður- Grænlandi. Lengi vel voru sýnin geymd í kæli stofnunarinnar í Kaup- mannahöfn. Rannsóknarhópurinn fékk síðar sýnin hjá hópi Sigfúsar en ástæðuna fyrir hve langan tíma tók að greina þau segir Sigfús að fyrst nú hafi tekist að finna fólk sem kunni það. Sigfús, sem hefur fengist við bor- anir á Grænlandi í fleiri en þrjátíu sumur, var ásamt hópnum að kanna fornt veðurfar og hvernig veðrið hefur breyst með tímanum. Skógar og fiðrildi voru á Grænlandi Björn Bjarnason: „Ekki endilega álitshnekkir fyrir Hæstarétt Íslands“ VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.