Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 45
Félagsstarf
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dags-
ferð: Skjaldbreiður og Hagavatn 10. júlí,
vinsamlegast sækið farseðil sem fyrst.
Upplýsingar í s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi
kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Í dag kl. 14
sýnir danshópur í samvinnu við Félag
áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA á
Landsmóti UMFÍ í Kópavogi. Allir vel-
komnir.
Hæðargarður 31 | Opið 9-16 alla daga.
Síðdegisferð á Þingvelli 12. júlí. Fé-
lagsvist alla mánudaga kl. 13.30.
Gönguferðir alla morgna kl. 9 nema
laugard. kl. 10. Listasmiðjan alltaf opin.
Kíktu við í morgunkaffi og kynntu þér
dagskrána enn frekar. S. 568-3132.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Farið verður
í dagsferð á Snæfellsnes norðanvert
fimmtudaginn 12. júlí kl. 8 f.h. Morg-
unkaffi og síðdegiskaffi í Borgarnesi,
hádegisverður á hótel Stykkishólmi.
Fararstjóri Helga Jörgensen. Allir vel-
komnir, upplýsingar og skráning í síma
411 9450.
70ára afmæli. Helga Haralds-dóttir, íþróttakennari við
HNLFÍ, til heimilis á Lyngheiði 2,
Hveragerði, er sjötug í dag. Að því til-
efni verður kaffisamsæti hjá Eldhest-
um í Ölfusi milli kl. 15 og 18.
70ára afmæli. Ragnar Krist-insson, bifreiðastjóri og We-
basto-viðgerðarmaður, Leirubakka 14,
Reykjavík, er sjötugur í dag. Hann
dvelur í sumarhúsi í Borgarfirði á af-
mælisdaginn.
Orð dagsins: Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað. (1Pt. 1, 15)
Tónlist
Hallgrímskirkja | Karel Paukert, organisti frá Cleveland í Ohio, leikur á hádegistón-
leikum, 7. júlí kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Bedrich Wiedermann, Petr Eben og
Leos Janacek.
Ketilhúsið, Listagili | Tríó Hanne Juul, þjóðlaga- og vísnatríó frá Svíþjóð, kemur í heim-
sókn. Tónleikarnir hefjast kl. 16.
Myndlist
Eyjafjörður | Gallerí Víðátta601 opnun: Listamennirnir Steini og Gamli Elgur sýna verk
sín Útþrá/Heimþrá og Ó náttúra/ónáttúra. Opnað kl. 14. Staður: Eyjafjarðará við Krist-
nes.
Gallerí BOX | Margrét Blöndal opnar sýningu sína í dag kl. 14. Á sýningunni eru teikn-
ingar með vatnslit og ólívuolíu frá 2007. Sýningin stendur til 22. júlí. Opið er á laug-
ardögum og sunnudögum frá kl. 14-17 en einnig eftir samkomulagi. www.gall-
eribox.blogspot.com.
Skaftfell | Tumi Magnússon opnar sýningu sína „Pollar“ í sýningarsal Skaftfells. Á Vest-
urveggnum verður opnuð sýning listamannanna Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs
Þórðarsonar. Þeir halda einnig tónleika í Skaftfelli kl. 17 í tilefni opnunarinnar. www.skaft-
fell.is.
Söfn
Grasagarður Reykjavíkur | Kryddjurtagarðurinn er ný safndeild innan Grasagarðs
Reykjavíkur. Á íslenska safnadeginum er skipulögð leiðsögn um kryddjurtagarðinn kl. 11-
13 en þar eru ræktaðar um 40 tegundir og yrki krydd- og ilmjurta.
Uppákomur
Árbæjarsafn | Sunnudaginn 8. júlí verður ÍR-dagur á Árbæjarsafni kl. 13-15. Tilefnið er
100 ára afmæli félagsins og opnun gamla ÍR-hússins sem hefur alla tíð staðið uppi á
Landakotshæð. Í húsinu er safn gamalla og nýrra muna sem segja sögu ÍR í máli og
myndum.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
dagbók
Í dag er laugardagur 7. júlí, 188. dagur ársins 2007
Markaðsdagur Bolung-arvíkur er í dag, laug-ardag. Haukur Vagns-son er umsjónarmaður
dagsins, og segir von á einstakri
stemningu: „Markaðurinn sjálfur
er haldinn bak við grunnskóla bæj-
arins en þar verður fjöldi sölubása
þar sem bæði einstaklingar og fyr-
irtæki selja varning af ýmsum
toga. Þar verður hægt að finna
handiðnað frá heimamönnum, gæða
mat- og gjafavöru svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Haukur. „Til að lífga
enn meira upp á daginn verður
vönduð skemmtidagskrá á sviði við
markaðstorgið þar sem meðal ann-
ars munu stíga á svið stúlknaband-
ið Nylon, Hara-systur, vestfirska
gæðahljómsveitin Flæði, Les
Champignones, Hrólfur Vagnsson,
Iris Kramer og Djassband Bolung-
arvíkur svo aðeins séu nefndir
örfáir.“Að auki verður haldin sýn-
ing á fornbílum og mótorhjólum,
leiktæki verða fyrir börnin og
körtubraut opin alla helgina:
„Hægt verður að leika með fjar-
stýrða báta, leiðbeinendur munu
stýra skemmtilegum leikjum fyrir
krakkana og haldin verður karaóke
keppni þar sem foreldrar og börn
keppa saman,“ segir Haukur, en
dagskráin nær hámarki með stór-
dansleik í kvöld, laugardagskvöld,
þar sem hljómsveitin Regína Ósk,
Friðrik Ómar, Grétar Örvarsson og
Euro-bandið heldur uppi fjörinu.
Haukur segir ekki aðeins hægt að
upplifa hátíðlega bæjar- og mark-
aðsstemningu í Bolungarvík þennan
dag, heldur sé margt að sjá í bæn-
um og nágrenni hans: „Þar má sér-
staklega nefna sjóminjasafnið Ósvör
sem er elsta verstöð Íslands og
mjög spennandi safn. Náttúrustofa
Vestfjarða starfrækir veglegt nátt-
úrugripasafn í Bolungarvík sem býr
að stórglæsilegum safnkosti,“ segir
Haukur. „Loks má nefna að búið er
að opna fyrir almenna umferð um
veginn upp á Bolafjall en þaðan er
óviðjafnanlegt útsýni yfir allt Ísa-
fjarðardjúp og við réttar aðstæður
hægt að sjá alla leið til Grænlands.“
Finna má nánari upplýsingar um
dægradvöl og þjónustu í Bolung-
arvík á slóðinni www.bolungarvik.is.
Markaðurinn er opinn frá kl. 14 til
18.
Fögnuður | Markaðsdagur í Bolungarvík á laugardag og margt um að vera
Líf og fjör í Bolungarvík
Haukur
Vagnsson fædd-
ist í Bolungarvík
1967. Hann
stundaði nám við
Menntaskólann
við Sund, hlaut
skipstjórnarrétt-
indi frá Stýri-
mannaskólanum
og lauk flugnámi. Hann hefur starf-
rækt eigið fyrirtæki á sviði marg-
miðlunar- og vefhýsingarþjónustu
um langt skeið og rekur fjölbreytta
starfsemi á sviði ferðaþjónustu.
Unnusta Hauks er Elína Eilonen
söngkona en hann á fyrir þrjú börn.
Á sjöttu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við
Lækjargötu kemur fram tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen. Auk Björns
skipa tríóið Jóhann Ásmundsson kontrabassaleikari og Jóhann Hjörleifsson
trymbill. Að þessu sinni verður efnisskráin í fjölbreyttara lagi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 15:00 og standa til kl. 17:00. Leikið verður ut-
andyra, á Jómfrúartorginu, ef veður leyfir, annars inni í Jómfrúnni. Aðgang-
ur er ókeypis.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sumardjass á Jómfrúnni
FRÉTTIR
FREYMÓÐSSON-DANLEY-
verðlaunin sem veitt eru íslenskum
nemendum fyrir góðan náms-
árangur við Kaliforníuháskólann í
Santa Barbara, voru veitt í þriðja
sinn mánudaginn 4. júní síðastlið-
inn.
Verðlaunin eru veitt nemendum
við Háskóla Íslands sem stunda
nám í skiptinámi Háskóla Íslands
og Kaliforníuháskólans í Santa
Barbara (UC Santa Barbara).
Námsárið 2006-2007 hlautu verð-
launin Friðrik Lárusson, nemandi í
eðlisfræði og Styrmir Hafliðason
nemandi í félagsfræði, bæði Friðrik
og Styrmir útskrifast frá Háskóla
Íslands í júní 2007.
Þeim sem vilja styrkja íslenska
nemendur í skiptinámi HÍ og UC
Santa Barbara er bent á að hafa
samband við Björn Birni prófessor í
stærðfræði við UC Santa Barbara,
birnir@math.ucsb.edu. Nemendum
sem óska eftir upplýsingum um
skiptinámið er bent á að hafa sam-
band við Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins.
Hlutu verðlaun
fyrir námsárangur
Heimsferðir bjóða
frábært tilboð á
síðustu sætunum
til Montreal 5. og
12. júlí. Þetta er
einstakt tækifæri til
að njóta lífsins í
þessari stórkost-
legu spennandi
borg sem er önnur
stærsta borg Kan-
ada. Í borginni
mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á ein-
staklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um,
versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úr-
val verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu
tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem
þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Montreal
Kanada
12. og 19. júlí
frá kr. 29.990
Vikuferð - síðustu sætin
Verð kr. 29.990
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með
sköttum, vikuferð 12. eða 19. júlí.
Verð kr. 49.990
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í
7 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Flug og gisting í viku
- aðeins kr. 49.990
NÍU slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins (SHS) ætla að hjóla yfir
landið 7.-18. júlí í því skyni að afla
stuðnings við sjúkra- og líknarsjóð
starfsmannafélags liðsins. Lagt
verður af stað frá Fonti á Langa-
nesi á laugardaginn og er fyr-
irhugað að ljúka ferðinni á Reykja-
nestá miðvikudaginn 18. júlí.
Í fréttatilkynningu segir að
sjúkra- og líknarsjóðurinn styrki
slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn sem verða fyrir alvar-
legum áföllum, en þeir starfa oft
við aðstæður sem skapa miklar lík-
ur á slysum og sjúkdómum. Stjórn
sjóðsins getur einnig ákveðið að
styrkja einstaklinga eða hópa utan
raða SHS.
Jón Viðar Matthíasson slökkvi-
liðsstjóri er í hópi hjólreiðamann-
anna. Hann segir að starfsmenn
SHS leiti eftir stuðningi fyrirtækja
og almennings við sjóðinn og von-
ast til að ferðin yfir landið veki fólk
til vitundar um mikilvægi hans.
Fjöldi starfsmanna kemur að
leiðangrinum og söfnuninni.
Starfsmennirnir níu hjóla saman
alla leiðina en aðstoðarmenn á öfl-
ugum bílum verða þeim innan
handar með vistir og aðrar nauð-
synjar. Hjólað verður því sem næst
beint af augum en leiðangurinn
fylgir slóðum og línuvegum þar
sem það er unnt.
Öll framlög eru vel þegin og
munu þau renna óskipt í sjúkra- og
líknarsjóðinn. Reikningur sjóðsins
er nr. 515-14-106690. Kennitalan er
460279-0469.
Hyggjast hjóla
yfir landið