Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ráðherrar þungir á brún Árni M. Mathiesen, Einar K. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „ÞAÐ kemur ekkert í staðinn fyrir 60 þúsund tonn af þorski,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra eftir að hafa tilkynnt ákvörðun sína um 130 þúsund tonna hámarksþorskafla á næsta fisk- veiðiári. Ríkisstjórnin greindi á fundi í gær frá mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðarins. „Ég tel að þetta sé rétt ákvörðun,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra tók í sama streng: „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé rétt ákvörðun en hún er auðvitað ekki sársaukalaus.“ Mótvægisaðgerðirnar felast m.a. í eflingu hafrannsókna og tvöföldun framlags í verkefnasjóð sjávarút- vegsins. Ríkisstjórnin hefur jafnframt ákveðið ákveðnar aðgerðir til að styrkja atvinnulífið í byggðum sem skerðingin kemur mest við. Kvótaskerðing og mót- vægisaðgerðir boðaðar Í HNOTSKURN » Í samræmi við tillögur Haf-rannsóknastofnunar verður leyfilegur heildarafli í þorski 130 þúsund tonn á næsta fisk- veiðiári.  Forsætisráðherra telur ákvörðunina rétta  Hafrannsóknir efldar  Framlag í verkefnasjóð sjávarútvegsins tvöfaldað  Aðgerðir til styrktar atvinnulífinu  Það kemur ekkert | Miðopna STOFNAÐ 1913 183. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LIFANDI JÖRÐ ÍSLAND ÚR LOFTI: EINSTÖK MYNDARÖÐ RAGNARS AXELSSONAR >> LESBÓK LANDSLIÐSTAKTAR HELGA SIGURÐSSONAR KJARKUR MARKAHRÓKUR >> ÍÞRÓTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is DÓMUR vegna meintrar nauðg- unar á salerni Hótels Sögu er ekki síst athyglisverður vegna þess að framburður konunnar er talinn trú- verðugur en í framburði mannsins voru aftur á móti veilur. Var mað- urinn sýknaður þar sem háttsemi hans taldist ekki ofbeldi eins og hugtakið hefði verið skýrt í refsi- rétti. Ragnheiður Bragadóttir, prófess- or í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands, telur ofbeldishugtakið skil- greint of þröngt í dóminum. Mannréttindadómstóllinn telur mótspyrnu ekki nauðsynlega Bendir hún á að ofbeldishugtakið hafi þróast auk þess sem leggja eigi áherslu á verknað geranda en ekki viðbrögð þolanda. Er sá skilningur lagður til grundvallar í greinargerð með frumvarpi að nýjum hegning- arlagaákvæðum um kynferðisbrot, sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor. Er þar m.a. vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem fram kemur að þolandi kyn- ferðisbrots eigi að njóta refsivernd- ar þótt hann veiti ekki líkamlega mótspyrnu. Ragnheiður telur að í háttsemi mannsins, eins og henni er lýst í dóminum, hafi falist ofbeldi. Við skýringu á ofbeldishugtaki nauðg- unarákvæðisins er ekki gerð krafa um líkamlega áverka og þess verður ekki krafist að þolandi veiti virka mótspyrnu. Því þurfi lítið til svo að ofbeldi teljist beitt. Nauðgunar- ákvæðið tekur til þeirra tilvika þar sem kynmök fara fram án sam- þykkis þolanda og í dóminum sé í raun fallist á að mökin hafi verið gegn vilja konunnar. Þá bendir Ragnheiður á að við- brögð þolanda, að frjósa og fá „sjokk“ eða lamast, séu löngu þekkt sem algeng viðbrögð þolenda nauðgana. Ekki verði séð að at- burðarásin í heild hafi gefið geranda tilefni til að álíta að vilji þolanda hafi staðið til þess sem þarna gerðist. Hvenær er ofbeldi beitt? Prófessor ósam- mála héraðsdómi Morgunblaðið/Golli Vettvangurinn Atvikið átti sér stað á salerni á Hótel Sögu í mars. STUNDUM er stutt á milli þess að vera flugmaður og sjómaður. Það var heitt á Ísafirði í gær, svo drengirnir í bænum ákváðu að kæla sig með því að stökkva útbyrðis af Gunnbirni ÍS. Sjórinn var að þeirra sögn ylvolgur. Ljósmynd/Kári Þór Jóhannsson Manndómsraun á Ísafirði FORSETI bæjarstjórnar Snæfells- bæjar, Ásbjörn Óttarsson, segir að ómögulegt sé að ná endum saman í rekstri bæjarfélagsins vegna þeirr- ar miklu tekjuskerðingar sem þorskkvótaskerðingin mun hafa í för með sér. Hann telur ákvörðun sjávarútvegsráðherra gjörsamlega galna og segir að menn verði að fara að átta sig á því að vandamálin sem hún hafi í för með sér verði ekki leyst með því að koma fáeinum sveitarfélögum á Vestfjörðum til hjálpar. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að þótt áhrif niðurskurðar á þorskkvóta verði lítt áberandi í stærstu byggðakjörnum landsins sé líklegt að þau geti falið í sér endanlegt hrun í smærri byggðakjörnum á Norðausturlandi. Ekki er hljóðið skárra í forseta Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Árna Bjarnasyni: „Það er alveg skuggalegt hljóð í mönnum. Margir af reyndustu skipstjórum okkar eru búnir að tala við mig og þeir segjast ekki ætla að eyða síð- ustu starfsárunum í það að reyna að ljúga menn út á sjó fyrir enga af- komu.“ Árni segist hafa beyg af því að ganga til samningaborðsins við útgerðarmenn fyrir hönd sjómanna vegna þess hve veiðiheimildirnar eru orðnar litlar. | 11 Lífskjörum í sjávar- plássum teflt í tvísýnu Einar K. Guðfinnsson: „Gríðarleg vonbrigði“ VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.