Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 4

Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MIKIÐ líf hefur verið í sjónum við Grímsey og norður fyrir Kolbeinsey í sumar. Aflabrögð hafa verið með ágætum og mikið um fugl og hval. „Ég hef ekki sé svona mikið líf hérna við eyna í 12 til 15 ár. Það er mikill fiskur, miklar breiður af smáloðnu sem hvalur og fugl liggur í,“ segir Gylfi Gunnarsson, útgerðarmaður og fiskverkandi í Grímsey. Gylfi og áhöfn hans hafa verið að róa á Þorleifi EA en auk hans gerir fyrirtækið Sigurbjörn ehf. út bátana Konráð og Nunna. „Við höfum verið að sækja aðeins norður fyrir Kol- beinsey, fimm, sex mílur, en end- uðum svo hérna heima við eyna í góðu fiskiríi. Þetta var rígafiskur og góður miðað við árstíma. Vetr- arvertíðin var hins vegar léleg. Lítið af fiski og þurfti mjög djúpt til að sækja hann. Hins vegar hefur þetta verið óvenju gott í sumar og við er- um búnir að taka upp netin í góðum afla vegna kvótaleysis. Það er búið að vera mikið líf í sjón- um í sumar. Mikið um loðnu og fugl og reyndar bara mjög líflegt. Það er loðna hér frá eynni og fram yfir Kol- beinsey, mikið af smáloðnu. Það er svo mikið af hval í þessu. Ég hef ekki séð svona mikið líf mjög lengi, ábyggilega 12 til 15 ár, og svona mikið af fugli. Fiskurinn er vel hald- inn, sérstaklega þarna frammi við Stein, eins og við köllum Kolbeins- eyna. Svo höfum við séð dálítið af ánetjaðri síld síðustu róðrana. Við vorum að taka frá þremur upp í sjö tonn í róðri og vorum ekki með nema 70 til 80 net. Það hefði verið allt í lagi eiga svolítið meiri kvóta,“ segir Gylfi. Keyptur kvóti nýtist ekki Gylfi keypti nýlega kvóta frá Flat- eyri, 160 til 170 þorskígildistonn, fyrir 480 milljónir. Hann horfir hins vegar fram á það að sá kvóti nýtist honum ekkert á næsta fiskveiðiári vegna 30% niðurskurðar á þorsk- veiðiheimildum. „Ég missi eitthvað á þriðja hundr- að tonn af þorski á næsta fiskveiðiári af bátunum okkar. Ég er ekki viss um að allar stéttir létu bjóða sér þetta. Þetta er sennilega tekjuskerð- ing fyrir mannskapinn hjá mér um tvær milljónir. Ég er ekki farinn að sjá að blaðamenn eða kennarar létu sér svona lynda athugasemdalaust. En það á víst að byggja fræðslusetur á Hólum og malbika vegarspotta vestur í Kerlingarfirði. Það bætir þetta allt saman upp. Bjargar okkur alveg.“ Sigurbjörn ehf. rekur einu fisk- verkunina í Grímsey en þar er salt- aður þorskur og ufsi. Aðrar fiskteg- undir fara á markað inni á Dalvík. Mikið af karfa við Kolbeinsey Gylfi segir að það hafi verið leið- inlegt að vinna þetta við Kolbeinsey að undanförnu. Það sé svo mikið af karfa á slóðinni, allt upp í þrjú og hálft tonn í róðri, reyndar af stórum og fallegum karfa. Það sé alltaf karfi þarna á þessum árstíma og þeir séu búnir að fá 54 tonn af karfa á árinu. „Vonandi fer þetta allt á uppleið núna. Ég var nú eiginlega bara hlynntur því að farið yrði eftir ráð- leggingum Hafró. Hver á að vita þetta betur en þeir? Ég vil að farið verði að ráðleggingum þeirra næstu fjögur, fimm árin, þannig að þeir geti ekki skýlt sér á bakvið einhverja aðra. Ef það skilar ekki árangri er alveg eins gott að loka þessari stofn- un. Þá verður bara sitjandi sjáv- arútvegsráðherra að ákveða þetta í samráði við einhverja sjómenn. Það er hins vegar ljóst að það verður erf- itt að þrauka næsta árið. Við erum líka svolítið bundnir af verkuninni og starfsfólkinu þar,“ segir Gylfi Gunn- arsson. Mikið um hval, fugl, fisk og loðnu á svæðinu milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar Morgunblaðið/Helga Mattína Sjósókn Þeir á Þorleifi hafa gert það gott í sumar. Hér eru þeir Alfreð, Bjarni, Gunnar og Gylfi skipstjóri. Langt síðan ég hef séð svona mikið líf Gylfi Gunnarsson á Þorleifi EA hefur verið að gera það gott í netin í sumar. Hjörtur Gíslason ræddi við Gylfa um aflabrögð og lífið í sjónum, sem er meira en mörg undanfarin sumur hjgi@mbl.is Í HNOTSKURN »Gylfi keypti nýlega kvótafrá Flateyri, 160 til 170 þorskígildistonn, fyrir 480 millj. Hann horfir samt fram á það að sá kvóti nýtist honum ekki á næsta fiskveiðiári vegna 30% niðurskurðar á þorskveiðiheimildum. »Ég missi eitthvað á þriðjahundrað tonn af þorski á næsta fiskveiðiári af bátunum okkar. Ég er ekki viss um að allar stéttir létu bjóða sér þetta »Ég vil að farið verði aðráðleggingum þeirra næstu fjögur, fimm árin, þann- ig að þeir geti ekki skýlt sér á bakvið einhverja aðra ustukjarna, samanber þann sem er að finna í Glæsibæ, það er stutt í heilsugæslu og fallegar gönguleið- ir,“ segir Sigursteinn og bendir á að nýja tillagan sé ákveðin málamiðlun til að koma til móts við óskir og AUGLÝST hefur verið ný tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir aust- anverðan Laugardal vegna nýrrar lóðar við Holtaveg á svæði sem af- markast af Holtavegi, skólagörðum og göngustíg og húsum við Álf- heima. Tillagan gerir ráð fyrir að á lóð númer 29b við Holtaveg verði byggt eitt sambýli á tveimur hæðum með sex einstaklingsíbúðum. Í vor sem leið var auglýst deili- skipulagstillaga sem gerði ráð fyrir tveimur sambýlum með samtals tólf einstaklingsíbúðum, en ráðgert var að húsin væru á grænu svæði fyrir neðan Langholtsskóla. Samkvæmt upplýsingum frá Ólöfu Örvarsdóttur, aðstoð- arskipulagsstjóra Reykjavíkur, barst nokkur fjöldi mótmæla við fyrri tillöguna. Segir hún at- hugasemdirnar helst hafa snúið að því að verið væri að breyta grænu svæði í íbúðarsvæði, því þó umrætt svæði væri skilgreint sem íbúasvæði á aðalskipulagi þá var það skilgreint sem grænt svæði á deiliskipulagi. „Það sem mér finnst merkilegast fyrir hönd Öryrkjabandalagsins er að það takist sátt um þá uppbygg- ingu sem nauðsynleg er í húsnæðis- málum geðfatlaðra. Að það verði hægt að koma upp sómasamlegu húsnæði á góðum stöðum fyrir þessa einstaklinga sem svo mjög þurfa á þessu að halda,“ segir Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands, þegar hann er spurður um fækkun tveggja sambýla í eitt samkvæmt nýju tillögunni. „Hvort það eru tvö hús eða eitt skiptir ekki öllu máli. Þarna er góður staður sem hentar mjög vel þessum einstakl- ingum, vegna þess að þarna er um að ræða fólk sem mun þurfa að nýta sér almenningssamgöngur og þjón- gagnrýni íbúa svæðisins. „Ég treysti því og trúi að um þetta skapist góð sátt.“ Þess má geta að frestur til að skila inn athugasemdum við auglýst deili- skipulag rennur út 8. ágúst nk. Ný tillaga auglýst fyrir austanverðan Laugardal %&'# ( &  ) )#  *+     (   ,) & #   -) + . %  ) & (      /0  ' #  1  #  HLAÐVARP (Podcast) er nýjung sem mbl.is býður lesendum sínum upp á frá og með deginum í dag. Hlaðvarpssíða mbl.is opnar leið að útvarps- og sjónvarpsefni sem hægt er að horfa á í tölvum, tónhlöðum eða í sjónvarpstækj- um, það er öllum opið sem hafa aðgang að Net- inu og er notkun á því ókeypis. Þjónustan hleður sjálfkrafa niður því efni sem notandinn velur að horfa eða hlusta á, í tölvuna eða tónhlöðuna. Hlaðvarpið gerir notendum síðan kleift að taka með sér það efni sem í boði er og njóta þess þar sem hann kýs. Fjölbreytt innlent og erlent dagskrárefni Allt hljóð og myndefni mbl.is verður aðgengilegt fyrir tölvur, sjónvarp og tónhlöður á Hlaðvarp- inu auk þess sem notendur hafa að- gang að fjölbreyttu innlendu og er- lendu dagskrárefni. Framboð verður stöðugt í endurnýjun auk þess sem notendur þjónustunnar geta haft áhrif á framboð og fjöl- breytni. Ýmsir aðra möguleika er að finna í Hlaðvarpi. Nú opnast tækifæri fyrir alla sem áhuga hafa á að fram- leiða sína eigin útvarps- og sjón- varpsþætti. Það eina sem þarf til er áhugi og frum- kvæði, tölva, hljóðnemi og myndavél. Á Hlaðvarps- síðu mbl.is verð- ur svæði fyrir þá sem vilja hýsa framleiðslu sína á mest notaða vefsvæði á Ís- landi auk þess sem Hlaðvarps- þjónustuna verð- ur hægt að nota í tengslum við bloggsíður mbl.is. Þannig geta bloggarar starfrækt sína eigin fjöl- miðla á netinu. Virk umræða er á bloggsvæði þjónustunnar; hladvarp.blog.is Mælt er með forritunum iTunes eða Miro fyrir þá sem vilja nýta sér Hlaðvarp mbl.is. Bæði forritin eru ókeypis á netinu og eru fyrir MAC og PC stýrikerfin - http:// www.apple.com/itunes/download/ - www.getmiro.com Hlaðvarp mbl.is er bæði fyrir MAC og PC stýrikerfi og fyrir flestar tölvur og tónhlöður (mp3 spilara) Hægt er að nálgast Hlaðvarps- síðuna með því að smella á POD- merkið efst í vinstra dálki á forsíðu mbl.is eða slá inn slóðina http:// www.mbl.is/podcast Hlaðvarp á mbl.is Opnar netverjum leið að útvarps- og sjónvarpsefni og notkunin er ókeypis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.