Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 8

Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 8
KANNASTU við að setja stundum óvart tannkrem á hárburstann? Eða fara út í bílskúr gagngert til þess að ná í eitthvað ákveðið en muna svo engan veginn hvað það var þegar út er komið? Hversdags- gleymska af þessu tagi er nokkuð sem allir ættu að kannast við þótt sjaldan sé um hana talað, en það er einmitt það sem María K. Jóns- dóttir taugasálfræðingur gerir í grein þar sem hún segir frá rann- sóknum sínum á þessu hvers- daglega fyrirbæri. Greinin bíður birtingar í breska sérfræðiritinu The Clinical Neuropsychologist, og hefur enn sem komið er aðeins birst á netinu, en hefur engu að síður vakið gríðarleg viðbrögð og fengið meiri athygli en Maríu óraði fyrir. „Einhvern veginn fékk einhver blaðamaður í Bretlandi veður af þessu og úr því varð viðtal í Obser- ver í gær. Síðan þá er þetta komið í ein fjögur dagblöð í viðbót og svo hringdi BBC,“ segir María, sem í gærkvöldi var gestur í beinu út- varpsviðtali hjá útvarpsmanninum Phil Williams í breska ríkisútvarp- inu. Mistök sem allir gera Rannsókn Maríu fór þannig fram að hún fékk þátttakendur til að skrá niður í viku í senn mistök og gleymsku í daglega lífinu. „Það lenda allir í svona atvikum, til dæm- is að skilja veskið eftir úti í búð eða ætla að hringja í einhvern klukkan tvö en gleyma því,“ segir María. Úr niðurstöðunum var síðan reiknað meðaltal og algengi og reynt að lesa út úr hegðunarmynstri þátt- takenda möguleg orsakatengsl, s.s. streitu. María segir að hugmyndin að rannsókninni hafi sprottið úr sam- tölum við hennar eigin sjúklinga sem margir hverjir höfðu áhyggjur af gleymsku og yfirsjónum í þess- Homers-heilkennið eign- að íslenskum sálfræðingi Morgunblaðið/Ómar Undrandi María K. Jónsdóttir hefur áður birt fræðigreinar í tímaritum en aldrei fengið álíka viðbrögð og nú, enda kemur Homer Simpson við sögu um dúr. „Mér fannst vanta einhver gögn um hversu algengt þetta væri allajafna hjá fólki og ég hef notað þetta síðan með sjúklingum. Ég get þá sýnt þeim fram á að þetta er á engan hátt óeðlilegt og þau verða oft svolítið hissa.“ Þannig segir María að rannsóknin hafi bæði upp- lýsingar- og meðferðargildi, því af- ar litlar rannsóknir hafi verið gerð- ar hingað til á þessu fyrirbrigði. Homer Simpson-heilkennið Eins og áður sagði hafa bresk dagblöð gert sér mat úr grein Mar- íu þótt fræðigreinar sem þessi veki nú ekki alltaf áhuga almennings. Að sögn Maríu er gild ástæða fyrir þessum vinsældum. „Þeim hefur einhvern veginn tekist að tengja þetta við Homer Simpson, kalla þetta „doh-moment“ og birta mynd af Homer með umfjölluninni. Ég er ekki viss um að athyglin hefði orðið svona mikil nema vegna þess að verið er að frumsýna Simpson- myndina akkúrat núna og þetta er tengt við hana. Það er búið að poppa þetta svo upp, háalvarlega fræðigrein,“ segir María og hlær. Hún segist gjarnan vilja halda áfram rannsóknum á hversdags- gleymsku. „Kannski eftir öll lætin, núna er enginn friður til að vinna.“ 8 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÁLAGNING opinberra gjalda á einstaklinga og þá sem stunda atvinnurekstur í eigin nafni fyrir árið 2007 liggur nú fyrir. Líkt og skatt- greiðendur verða varir við um hver mán- aðamót hefur stór hluti álagningarinnar þeg- ar verið innheimtur í formi staðgreiðslu eða fyrirframgreiðslu á árinu 2006. Í dag munu skattstjórar leggja fram skrár með álagningu opinberra gjalda en næstu daga munu álagn- ingarseðlar verða bornir út til þeirra sem ekki afþökkuðu það. Í ár telja 253.911 manns fram til skatts og hefur fjölgun framteljenda aldrei verið jafn mikil á milli ára og nú. Rúmlega 12 þús- undum fleiri töldu fram í ár en árið á undan og er það fjölgun um 5,2%. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir þessa miklu fjölgun vera athyglisverða. „Helmingur þess- ara framteljenda starfaði hér aðeins hluta af árinu en þessu fólki hefur fjölgað um 44% á milli ára. Það skýrist að hluta til af því hve margir útlendingar koma hingað til lands og vinna bara hluta af árinu.“ Skipta má tekjuskatti í tvennt eftir því hvort skatttekjurnar renna til sveitarfélaga, í formi útsvars, eða til ríkissjóðs. Sá hluti sem fer til ríkissjóðs skiptist síðan í almennan tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra- embættinu jókst samanlögð álagning tekju- skatts til ríkis og sveitarfélaga í ár úr rúmum 163 milljörðum króna í fyrra í rétt rúma 187 milljarða króna nú. Aukningin nemur því um 23 milljörðum eða 14,4%. Hlutur sveitarfélag- anna í þessum tekjum er tæplega helmingur eða 47,4%. Er tekjuaukning sveitarfélaganna og ríkissjóðs svipuð, 14,3% tekjuaukning sveitarfélaga vegna útsvars og 14,4% tekju- aukning ríkissjóðs vegna almenns tekjuskatts og fjármagnstekjuskatts. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneyt- inu kemur fram að 69% almennra framtelj- enda greiði almennan tekjuskatt og skatt- greiðslur á hvern gjaldanda hafi hækkað um 5,1% milli ára eða mun minna en gjaldstofn- inn, sem hækkaði á sama tíma um 10%. Er bent á í þessu samhengi að tekjuskattshlut- fallið hafi lækkað úr 24,75% í 23,75% auk þess sem persónuafsláttur hafi hækkað um 2,5%. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækk- aði um 7,4% á milli ára en meðalútsvarshlut- fallið breyttist hins vegar ekki. Þeim fjölgar sem ekki telja fram Skúli Eggert segir margt vera áhugavert í niðurstöðum skattaálagningarinnar og þær segi ýmislegt um það sem gerst hafi í sam- félaginu á liðnu ári. Stórauknar fjármagns- tekjur og tekjur útlendinga sem leiti hingað að vinnu séu dæmi um jákvæða þróun. „Það er líka athyglisvert að greiðslur úr lífeyr- issjóðum eru sá tekjuskattstofn sem hefur vaxið mest á síðustu árum. Hann hefur meira að segja vaxið hraðar en launin.“ Jafnframt hefur gott atvinnuástand haft áhrif á greiðslur atvinnuleysisbóta. „Atvinnuleysis- bætur lækka um fjórðung frá því árið á und- an, eru núna 1,8 milljarðar, og þeim sem telja fram atvinnuleysisbætur fækkar um 30%.“ Hann bendir hins vegar á að skattayfirvöld hafi nokkrar áhyggjur af fjölgun áætlana, þ.e.a.s. tilfellum þar sem skattgreiðendur telja ekki fram til skatts tímanlega og skatta- yfirvöld grípa til þess ráðs að áætla tekjur viðkomandi. „Í ár áætluðum við tekjur 14.499 einstaklinga, 6,3% fleiri en í fyrra. Það er markmið skattyfirvalda að taka föstum tök- um á þessu atriði.“ Segir Skúli jafnframt að taka þurfi aðferðafræðina við áætlanir til endurskoðunar eftir ábendingar frá umboðs- manni Alþingis. „Við viljum endilega að menn telji fram og við viljum leita allra leiða til að fækka áætlunum. Einn möguleikinn er hreinlega að aðvara alla þá sem ekki hafa skilað inn skattframtali áður en álagningin skellur á en það er eitt af því sem umboðs- maður Alþingis hefur bent á að þyrfti að gera.“ Skuldir heimilanna jukust í fyrra en greiðslur barnabóta munu aukast í ár Í lok síðasta árs höfðu skuldir heimilanna í landinu aukist um liðlega 21% frá árinu 2005 en framtaldar skuldir vegna íbúðarkaupa jukust minna eða um 17,8%. Skulduðu heim- ilin í árslok 2006 alls um 1.113 milljarða króna. Framtaldar eignir námu hins vegar rúmlega 2.800 milljörðum króna. Eru fast- eignir þar stærstur hluti eða u.þ.b. þrír fjórðu hlutar en verðmæti þeirra jókst um 12,5% á milli áranna 2005 og 2006. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneyt- inu kemur jafnframt fram að tæplega fjórð- ungsaukning verði á þessu ári miðað við árið í fyrra á greiðslum barnabóta. Þeim sem njóti muni bótanna muni einnig fjölga um 14,8%. Er ástæða þessa sú að tekjuskerðing- armörkin hafa verið hækkuð um 20% auk þess sem bætur eru nú greiddar vegna barna allt að 18 ára aldri. Áður voru einungis greiddar bætur vegna barna að 16 ára aldri. Barnabætur vegna barna yngri en 7 ára hafa einnig verið hækkaðar um 20% og skerðing- arhlutföll vegna tekna umfram skerðingar- mörk verið lækkuð. Skatttekjur hins opinbera aukast Álagningarskrár skattstjóra verða lagðar fram í vikunni en álagning opinberra gjalda ein- staklinga fyrir árið 2007 liggur nú fyrir. Verður þá margur margs vísari um tekjur ríkisins sem og einstaklinga og fyrirtækja Í HNOTSKURN »Aldrei hafa fleiri talið fram til skattsá Íslandi. Ástæðuna má að hluta til rekja til töluverðs fjölda útlendinga sem starfa einungis tímabundið á landinu. »Skatttekjur hins opinbera hafa síð-astliðin ár aukist jafnt og þétt í krón- um talið. »Hlutur sveitarfélaganna í skatt-tekjum frá einstaklingum er rúm 47%. »Tekjur ríkisvaldsins vegna fjár-magnstekna hafa stóraukist síðustu ár. Fjármagnstekjuskattur skilar ríkinu fjórum sinnum meiri tekjum nú en árið 2003 og helmingi meira en árið 2005. »Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sáskattstofn sem hefur vaxið mest á síðastliðnum árum                         2# )   3 )) ) 0,)'  )'#  4                            5 „MÉR þykir það mjög miður ef það er verið að tengja mig við þetta, ann- ars vegar faglega og hins vegar við fjármögnunina á þessu. Ég hef ekk- ert að fela og finnst sú tenging ástæðulaus.“ Þetta segir Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingurinn sem fenginn var til þess að gefa um- sögn um stöðu urriðans í Baulár- vallavatni af Múlavirkjun ehf., í að- draganda framkvæmda fyrirtækisins við vatnsrennslisvirkj- un í Straumfjarðará. Sigurður Már hefur frá árinu 1999 setið í stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) og ver- ið formaður stjórnar frá árinu 2003, en SPM fjármagnaði virkjunarfram- kvæmdirnar. Telur hlutverkin fara saman „Ég sé ekkert í minni faglegu að- komu athugavert. Ég gerði tillögur ásamt Jóhanni Óla [fuglafræðingi] um hvernig ætti að standa að þessu, en við höfum margoft unnið svona mál saman,“ segir Sigurður. Hann kveðst hafa borið hlutleysi sitt undir yfirmann sinn á sínum tíma og hann ekki talið nauðsynlegt að Sigurður hyrfi frá verkinu. Sigurður hefur verið deildarstjóri Vesturlandsdeild- ar Veiðimálastofnunar um árabil. Hann kveður hlutverk sitt sem stjórnarmanns í SPM og úttektarað- ila fyrir fyrirtæki sem sækir fjár- mögnun til sparisjóðsins í sjálfu sér fara saman. „Ég hef aldrei komið ná- lægt þessum málum. Sparisjóðsstjóri og hans fólk annast útlán og gerir til- lögur um þau og það er síðan stjórnin sem samþykkir þær tillögur eða hafnar þeim. Það er nú bara þannig í íslensku samfélagi að það er erfitt að fría sig frá öllum aðstæðum sem upp geta komið,“ segir Sigurður. „Þetta kom flatt upp á alla“ Sigurður segir það mjög miður að framkvæmdaraðilar hafi ekki farið að tillögum sínum varðandi urriðann í Baulárvallavatni og næsta ná- grenni. Í umsögn Sigurðar í aðdrag- anda virkjunarframkvæmda segir að við myndun lóns Múlavirkjunar sé áríðandi að hrygningarstöðvar fyrir urriðann verði skertar sem minnst, en það markmið ætti að nást ef efsti hluti Straumfjarðarár neðan við vatn fari ekki undir lón og þess verði gætt við endanlega hönnun mannvirkja. „Þetta kom flatt upp á alla þá aðila sem höfðu komið að þessu. Stíflan reyndist vera of há, eða vitlaust stað- sett í raun og veru og eftir að það er komið í ljós er fátt til ráða í sjálfu sér,“ segir Sigurður. Sigurður hefur að undanförnu ver- ið að kanna hvaða áhrif mannvirkið og umhverfisraskið hafi á urriða- stofninn nú og telur hann auðséð að skerðing verði á urriða í Baulárvalla- vatni úr því sem komið er. Urriðinn hrygni þó einnig í lækjum í nágrenn- inu og ef það tekst að halda vatns- borði Baulárvallarvatns stöðugu, það er að ekki verði miðlað úr því, segist Sigurður ekki hafa miklar áhyggjur af urriðastofninum. „Ef þetta væri tryggt getur staðan batnað töluvert mikið, en allt kemur þetta betur í ljós á næstu misserum og árum, hvernig þessu vindur öllu saman fram.“ „Ekkert í minni faglegu aðkomu athugavert“ Einn umsagnaraðila Múlavirkjunar situr í stjórn SPM, sem fjármagnaði framkvæmdir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.