Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SÖGULEGUR kosningaósigur Frjálslynda lýðræðisflokksins í Jap- an á sunnudag er talinn marka tíma- mót í japönskum stjórnmálum. Flokkurinn hefur nú loksins fengið raunverulegt mótvægi eftir að hafa verið við völd nær samfleytt í rúma hálfa öld, eða frá stofnun hans árið 1955. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn galt mikið afhroð og helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, Lýðræðis- flokkur Japans, náði í fyrsta skipti meirihluta í annarri af deildum þingsins. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti frá stofnun Frjálslynda lýð- ræðisflokksins sem annar flokkur fær meirihluta í efri deild þingsins. „Japönsk stjórnmál standa á tíma- mótum,“ hafði fréttastofan AFP eftir Hidekazu Kawai, heiðursprófessor í stjórnmálafræði við Gakushuin- háskóla í Tókýó. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fram koma merki um breytingar í stjórnmálum Jap- ans, en þetta virðist vera upphafið að endalokum pólitíska kerfisins frá 1955.“ Kawai og fleiri stjórnmálaskýr- endur í Japan bentu þó á að Lýðræð- isflokkur Japans hefur ekki enn sannað að hann sé fær um að stjórna landinu. „Ef hann gerir það er þetta skref í átt að heilbrigðu stjórn- málakerfi í Japan, eins og í öðrum þróuðum iðnríkjum,“ sagði Kawai. Frá því að Frjálslyndi lýðræð- isflokkurinn var stofnaður hefur hann aðeins verið í tíu mánuði í stjórnarandstöðu. Hefur hann eink- um notið góðs af öflugum stuðningi fyrirtækja og kjósenda í dreifbýlinu, auk þess sem hann hefur embættis- mannakerfið á bak við sig. Hafnar afsögn Fyrrverandi félagar í Frjálslynda lýðræðisflokknum og gamlir sósíal- istar stofnuðu Lýðræðisflokk Japans árið 1998. Stefna flokksins þykir enn mótsagnakennd og hann er því talinn eiga fremur langt í land með að ávinna sér traust japanskra kjós- enda. „Það er ekki niðurstaða kosning- anna að Lýðræðisflokkur Japans eigi að taka við völdunum,“ sagði Gerald Curtis, sérfræðingur í japönskum stjórnmálum við Columbia-háskóla í New York. „Kjósendurnir greiddu atkvæði gegn Shinzo Abe forsætis- ráðherra.“ Stjórnarflokkarnir eru enn með tvo þriðju þingsæta í neðri deildinni og nógu mörg til að geta hnekkt sam- þykktum efri deildarinnar. Nokkrir stjórnmálaskýrendur spáðu því að Abe neyddist til að flýta kosningum til neðri deildarinnar ef hann segir ekki af sér og stuðningurinn við hann heldur áfram að minnka. „Ég spái því að verði Abe ekki farinn fyrir lok ársins verði boðað til kosninga. Og þá er hugsanlegt að Frjálslyndi lýðræð- isflokkurinn fái ekki meirihluta,“ sagði Curtis. Abe forsætisráðherra neitaði í gær að segja af sér eða flýta kosningum. Hann sagði að kjósendurnir styddu enn helstu markmið stjórnarinnar en rakti kosningaósigurinn til hneyksl- ismála sem hafa orðið til þess að tveir ráðherrar hafa sagt af sér og þriðji ráðherrann fyrirfór sér. Tveggja flokka kerfi í Japan? Japönsk stjórnmál talin standa á tímamótum ./01 023 4023.5 6 /%.2023678.90 02 ( :6162 /F P ),  N9 2 A F P 0 ),    2 A F P ),   ,' EF (,,0),     0   ,' 62 2 A F P ),   ,' EF (,,0),     0   ,' 62 EF (,,0),   N9  ,5 0 ),      F P 0 ),                  () 0 0 A  #(# ? )H 3 0)   # (# (  C ) ? ) )A)( 0#, # #      ? )H  3(# (    P  P  P                 P  P  P  P ;9/02368268 ( <80 =<09=0220 /F P ),  N9 1  P  ),  4'  +  )A  9 ) 2 ,) 2 A F P ),  2  #    ),  )P  6     0  SANDLISTAVERKIÐ „Októbush“ er eitt af ellefu verkum er prýða ströndina við Kemnade-vatn í Boch- um í Þýskalandi. Listamaðurinn Urick Baentsch á heið- urinn af „Októbush“ en hann líkir þar George W. Bush forseta Bandaríkjanna við kolkrabba. Listaverkið sýnir kolkrabba með andlit Bush og í gripörmum sínum held- ur hann á maísstöngli, olíudós, krossi, Tvíburaturn- unum og krossi. Túlki svo hver sem vill. AP Pólitísk ádeila mótuð í sand Brussel. AFP. | Í löndum innan Evr- ópusambandsins tóku gildi í gær nýjar reglur um verð á símtölum á milli landa. Samkvæmt nýju reglun- um má nú ekki rukka farsímanot- endur um meira en 49 evrusent, eða 42 krónur, fyrir mínútuna þegar hringt er innan Evrópusambands- ins. Þegar tekið er við símtali má verðið ekki fara yfir 24 sent eða 21 krónu. Áhrif reglnanna verða mismun- andi eftir löndum enda er verð á sím- tölum milli landa langt í frá eins í öll- um 27 löndum Evrópusambandsins. Fyrir þessa samræmingu var allt að 620 króna verðmunur á fjögurra mínútna símtali á milli landa úr far- síma, eftir því í hvaða landi viðkom- andi var staddur. Evrópusambandið mun hafa eftir- lit með framkvæmd lækkunarinnar. Mínútu- verð lækk- að í ESB Evrópusambandið setur þak á verð YFIR 650 manns hafa látið lífið af völdum flóða og aurskriðna eftir langvarandi rigningar í Kína í sumar. Úrhellið hefur skaðað um 119 milljónir manna, eyðilagt 450.000 heimili og nær átta milljónir hektara ræktaðs lands, að sögn BBC. Alþjóða Rauði krossinn sagði þetta á meðal skæðustu flóða í Kína í áratug og óskaði eftir framlögum, andvirði tæpra 500 milljóna króna, til neyðaraðstoðar. Spáð er áfram- haldandi rigningu víða í Kína næstu daga. Yfir 650 hafa farist af völd- um flóða í Kína Kínverji reynir að verja hús sitt. TALSMAÐUR talíbana sem 19. júlí rændu 23 ferðamönnum frá S- Kóreu í Afganistan tilkynnti í gær að einn gíslanna hefði verið tekinn af lífi. Var þetta vegna þess að afg- önsk stjórnvöld höfðu ekki orðið við kröfum um að sleppa uppreisn- armönnum úr röðum talíbana úr fangelsi. Þetta er annar gíslinn úr hópnum sem ræningjarnir myrða. Hamid Karzai, forseti Afganist- an, hefur fordæmt ránið og sagt það brjóta gegn lögum íslams. Talíbanar myrða gísl MEGINÞEMA fundar George W. Bush, Banda- ríkjaforseta og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, var fyrst og fremst að binda vina- bönd. Þeir áttu tveggja tíma langan fund yfir kvöldverði í Camp David í fyrra- dag, án nærveru ráðgjafa sinna. Á blaðamannafundi í gær sögðust þeir hafa átt góðan fund og ítrek- uðu m.a. að þeir væru samstiga í stríðinu gegn hryðjuverkum og sögðust einnig ætla að beita þrýst- ingi til að stöðva ofbeldið í Darf- ur. Vel fór á með Bush og Brown Bush og Brown í Camp David í gær HENRY Paulsson, fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði Banda- ríkin í gær hugsanlega ekki fær um að greiða skuldir sínar nema þingið gæfi ríkissjóði hærri lántökuheim- ildir. Nú eru þær 8.965 billjónir dala og duga ekki til. Sama dag tilkynnti Condoleezza Rice utanríkisráðherra fyrirætl- anir um að Bandaríkin veiti 13 milljörðum dala til hernaðar- aðstoðar við ríki fyrir botni Mið- jarðarhafs, en Rice hyggst heim- sækja bandamenn Bandaríkjanna þar á næstu dögum. Flókin fjármál Bandaríkjanna LAURENT Gbagbo, forseti Fíla- beinsstrandarinnar, og Guillaume Soro forsætisráðherra kveiktu í vopnahrúgu í gær til að binda enda á fimm ára stríð þeirra með tákn- rænum hætti. Er þetta í fyrsta skipti sem for- setinn fer til norðurhluta landsins sem uppreisnarmenn undir forystu Soro náðu á sitt vald í stríðinu. Soro varð forsætisráðherra eftir að frið- arsamningur var undirritaður í mars. Vopnin brennd Peking. AP. | Chengdu pöndu-ræktunarstöðin í Kína hefur lagt fram áætlun til þess að græða á úrgangi um 40 risapandna. Úrganginn hyggst stöðin nota til að framleiða minja- gripi. Fyrir liggur að þeir muni ekki lykta illa. Minjagripirnir munu verða margvíslegir, allt frá bókamerkjum til styttna af dýrunum. Pöndurnar lifa á bambusgreinum og framleiða tæplega tonn af taði á dag. Talsmenn fyrirtæk- isins segja tað pandn- anna ekki lykta mjög illa vegna þess að það sé að miklum hluta bambus sem þær geti ekki melt. Í Taílandi hefur dýragarður selt lit- aðan pappír gerðan úr pöndutaði. Vilja græða á pöndutaði Panda Er eitt sjaldgæf- asta dýr veraldar Amman. AFP. | Alþjóðlegu hjálpar- samtökin Oxfam segja grundvallar- þjónustu hafa hrunið til grunna í Írak. Nærri þriðjungur þjóðarinnar, eða átta milljónir manns, þarfnast neyðarhjálpar, samkvæmt nýrri skýrslu frá Oxfam og óháðum hjálp- arstofnunum í Írak. Í skýrslunni segir að íraska ríkisstjórnin geti ekki séð fyrir grundvallarnauðsynjum eins og vatni, mat, húsaskjóli og sorphirðu fyrir um átta milljónir manna. Samkvæmt skýrslunni lifa um 43% þjóðarinnar langt undir fá- tæktarmörkum og um fjórar millj- ónir þurfa á matvælaaðstoð að halda. Aðeins 60% þeirra hafa aðgang að matarhjálp stjórnvalda. Þeim sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni hefur fjölgað í 70% úr 50% árið 2003. 80% Íraka hafa ekki aðgang að fullnægjandi hreinlætis- aðstöðu. Í skýrslunni kemur einnig fram að fjórar milljónir Íraka hafa verið flæmdar burt frá heimilum sínum í átökunum. Rúmlega tvær milljónir manna hafa flust búferlum innan landsins en aðrar tvær hafa flust úr landi. Þriðjungur þarf neyðaraðstoð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.