Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 19

Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 19 Það er ekkert sem heitir að vinna í þessari viku sagði fiskverkandi í Vestmannaeyjum sem pistlahöfund- ur ræddi við í gærmorgun. Þegar hann var spurður hvort hann fengi ekki fisk, sagði hann nei. „Það er nóg- ur fiskur en það nennir enginn að vinna í þjóðhátíðarvikunni,“ var svar- ið.    Þetta eru orð að sönnu því þessa dag- ana snýst allt um þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum sem á rætur að rekja allt til ársins 1874 þegar Eyjamenn komust ekki á Þingvöll til að taka þátt í hátíðarhöldunum þar. Eyjamenn sættu sig ekki við það, slógu upp sinni eigin þjóðhátíð fyrstu helgina í ágúst sama ár og sá siður hefur haldist síð- an. Þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur staðist tímans tönn og lifir enn góðu lífi á meðan aðrar útihátíðir hafa lognast út af, sumar með ekki alltof gott orðspor. Það má velta því fyrir sér hvað veldur en ástæðan er fyrst og fremst sú að Þjóðhátíð Vest- mannaeyja stendur undir nafni sem fjölskylduhátíð og hefur alltaf gert. Það sést best á yngsta Eyjafólkinu sem er ekki gamalt þegar minningar um hátíðina í Herjólfsdal ná að skjóta rótum í hugum þess. Þriggja til fjög- urra ára eru börnin farin að hlakka til og vilja fá að fylgjast með því sem er að gerast í Herjólfsdal þar sem hver byggingin á fætur annarri rís í júlí- mánuði. Þeim er líka ætlaður verð- ugur hluti af dagskránni þar sem söngkeppni barna ber hæst. Á flestum heimilum hefst undir- búningur síðustu vikuna og hefur fólk skapað sér ýmsar hefðir í mat og bún- aði í hvítu tjöldin sem eru eitt af ein- kennum hátíðarinnar. Það er kannski ofsögum sagt að Eyjamenn flytji í Dalinn yfir hátíðina en í mörgum tjöldum er vísir að eldhúsi og borð og stólar til að fólk geti látið fara vel um sig. Nóg er af mat og alltaf pláss fyrir gesti.    Hátíðin hefst með Húkkaraballinu á fimmtudagskvöldinu. Setningin er um miðjan dag á föstudag þar sem Eyjamenn mæta í sínu fínasta pússi. Um kvöldið er það svo brennan á Fjósakletti sem lýsir upp Dalinn að lokinni kvölddagskránni. Að henni lokinni er dansinn stiginn fram á morgun og í tjöldunum hljóma Eyja- lögin þar sem Ási í Bæ og Oddgeir Kristjánsson eru efstir á blaði. Stend- ur þetta fram á mánudagsmorgun og er síðasti tónninn oft ekki sleginn fyrr en komið er fram á dag. Að margra mati eru brennan á föstudeginum, flugeldasýningin á laugardeginum og Brekkusöngur Árna Johnsen topparnir á þjóðhátíð. Árni stendur á tímamótum því nú eru 30 ár síðan hann sló sinn fyrsta hljóm í Brekkusöng. Það var árið 1977 er hátíðin var í fyrsta sinn haldin í Herj- ólfsdal eftir Heimaeyjargosið 1973. Brekkusöngur er víða farinn að skjóta upp kollinum en hinn eini sanni Brekkusöngur er og verður á þjóðhátíð þar sem Herjólfsdalur skapar einstaka umgjörð um þennan einstaka kór sem í eru 10.000 manns þegar best lætur. Það stefnir í góða aðsókn og mikið fjör og ekki væri verra að veðurguð- irnir yrðu í góðu skapi um helgina. VESTMANNAEYJAR Ómar Garðarsson Þjóðhátíð Eyjamenn fjölmenna í Dalinn um verslunarmannahelgina. Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd fór norður í Þing- eyjarsýslu og heimsótti staði eins og Sand og Ytra-Fjall, enda segist hann kunna vel að meta Guðmund Friðjónsson og Indriða Þórkelsson. Hann orti brag í tilefni af heimsókninni að Sandi: Komið hef ég sæll að Sandi, séð og skynjað vaxinn arf. Þar sem skáldaættar andi á sér líf og sögustarf. Fann ég þakkarskuldar skynið skírast nýjum hugarmóð. Þjóðlega og þekkta kynið þar við sínar skyldur stóð. Ætíð met ég alla daga eldmóðinn sem lifði þar, þegar rím og rituð saga rann úr penna Guðmundar. Hann og Guðrún göfugt merki gerðu frægt á þessum stað. Allt í þeirra æviverki upplýsir og sannar það. Niðjar þeirra numdu gildin, nærðu þau í hjarta sér. Eðlislæg þar enn er snilldin, áfram merkið fræga ber. Ekkert þar í fölskum flíkum finnst né getur eignast skjól. En orðsins mennt í anda ríkum á þar kjörið höfuðból. Á einum stað í okkar landi, upp til gildis fyrir þjóð, tókst að byggja sæmd á Sandi sem í öllu er traust og góð. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Heimsókn að Sandi AÐ KAUPA VÍN ER EKKERT GRÍN Haf›u skilríkin me›fer›is. Takk fyrir að sýna okkur skilríki að eigin frumkvæði þegar þú kemur í Vínbúðina. Þannig leggjumst við á eitt um að takmarka aðgengi unglinga að áfengi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.