Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 20
A f hverju Mont Blanc? „Síðastliðinn vetur sá ég auglýsingu frá Bændaferðum um gönguferð á Mont Blanc. Þar sem ég þekkti farar- stjórann ákvað ég að skella mér með þrátt fyrir að ferð til Perú hafi verið á teikniborðinu,“ segir Ólafur Áki sem gekk á Kiliman- jaró, hæsta fjall Afríku, fyrir nokkrum árum. „Flogið var til Genf í Sviss hinn 14. júlí og ekið til Chamonix í Frakklandi. Sunnudagurinn var notaður til að undirbúa ferðina en markmiðið var að vera á toppi Mont Blanc fimmtudaginn 19. júlí. Leiðin sem fara átti er svokölluð Gouter-leið. Veðurútlit fyrir uppgöngudaginn var hins vegar frekar slæmt, þann- ig að á sunnudeginum var tekin sú ákvörðun að fara aðra leið, svokall- aða þriggja tinda leið og hefja gönguna strax á mánudagsmorgn- inum. Þá var haldið í Torino skálann, sem er í 3.460 m hæð, og gist þar en tilgangurinn með því að fara í þessa hæð strax var m.a. hæðar- aðlögun. Á þriðjudeginum héldum við síðan í Refuge des Cosmiques skálann, sem er í 3.613 m hæð og um tvöleytið aðfaranótt miðviku- dagsins lögðum við af stað á topp- inn. Leiðin sem farin var liggur eftir þremur fjöllum í Ölpunum. Fyrst er gengið á Mont Blanc du Tacul, sem er um 4.200 m hátt, þaðan á Mont Maudi sem er 4.465 m og loks á Mont Blanc sem er 4.810 m. Tindinum náðum við svo milli klukkan átta og níu að morgni 18. júlí. Í hópnum voru auk mín, bræð- urnir Rikharður og Sigurjón, hjón- in Sævar og Bryndís, Finnur og Dagný, Einar og Sigurlaug, Örn Orri, Hermann, Sigurður Freyr og Hugrún. Súkkulaðirúsínur og harðfiskur á uppleið Leiðin sem við fórum upp er lengri yfirferðar og reynir meira á göngufólkið en sú sem til stóð að fara. Við vorum svo tvö saman í línu ásamt leiðsögumanni og geng- ið var á ísbroddum alla leiðina og svo með göngustaf eða ísöxi eftir aðstæðum. Gengið var í snjó, klifn- ar snarbrattar, ísilagðar brekkur og farið á mjóum hryggjum í gegn- um sprungusvæði með þverhnípi á báða vegu,“ segir Ólafur Áki. Hann bætir við að skálarnir sem gist var í og veitingarnar sem þar voru í boði hafi verið góðar en sjálf hafi þau séð um nesti sitt yfir dag- inn. „Það sem samanstóð aðallega af rúsinum, harðfiski og súkkulaði og svo vatni en í svona ferðum er drukkið mikið vatn og það þurftum við að bera með okkur ásamt öllum aukabúnaði.“ Varla fært nema fuglinum fljúgandi Önnur leið var svo valin á niður- leið og kallast sú The Grands Mu- lets Route, og var fyrst farin 1786 en þar til fyrir um 30 árum var hún aðaluppgönguleiðin á Mont Blanc. Gengið var eftir Bosses hryggnum og niður á mikið snjóa- svæði við Refuge des Grand Mu- lets-skálann, sem er í 3.051 m hæð. „Svæðið var mjög erfitt yfirferðar sökum snjóa og hlýinda. Vegna rigninga og þar með mikillar snjó- komu til fjalla höfðu fallið tíð snjó- flóð undanfarnar vikur. Leiðsögu- mennirnir vildu því fara hratt yfir og tók það nokkuð í að klofa snjó upp á mið læri, auk þess að vera orðinn blautur og þvældur eftir langa göngu. Eftir stutt stopp í skálanum var síðan haldið yfir skriðjökul áleiðis að kláfi sem flutti okkur niður síð- ustu 2.000 metrana. Skriðjökullinn var mjög sprunginn og við fyrstu sýn ekki fær nema fuglunum fljúg- andi. Leiðsögumaðurinn sem ég fylgdi ákvað þó að fara yfir jökul- inn á þessum stað, á meðan að aðr- ir héldu lengra niður eftir með sitt fólk. Um tíma var ég ekki viss um hvort við kæmust lifandi yfir því við mjökuðum okkur yfir hryggi sem voru varla breiðari en annar skórinn okkar með tuga metra langar sprungur á báða vegu. Allt slapp þetta nú samt og um hálf sjöleytið um kvöldið komum við heil heim á hótel, afskaplega stolt af dagsverkinu. – Verður farið í aðra ferð? „Það eru forréttindi fyrir áhuga- mann í fjallamennsku að fá tæki- færi á að ferðast með reyndum fjallamanni eins og fararstjóranum okkar Einari Stefánssyni. Þá fannst mér fyrirkomulag ferðar- innar og skipulag til fyrirmyndar. Menn voru fljótir að grípa inn í og laga skipulag að breyttum að- stæðum. Eftir ferðina á Mont Blanc átt- um við tvo aukadaga þar sem við höfðum flýtt ferðinni. Við leigðum því hjól og hjóluðum um nærliggj- andi hérað sem var skemmtileg viðbót. Þrátt fyrir að ég hafi verið elstur í hópnum sem fór á toppinn, þá gekk allt vel. Skrokkurinn í góðu lagi og úthaldið bara nokkuð gott. Það er því aldrei að vita nema maður skelli á sig lesgleraugunum í vetur og skoði fleiri fjöll. Fjalla- mennska er of heillandi til að salta hana alveg í bili að minnsta kosti.“ Ljósmynd/Carl Tindinum náð Félagarnir Ólafur Áki Ragnarsson og Örn Orri Ein- arsson njóta tilverunnar á toppi Mont Blanc. Ljósmynd/Ólafur Áki Ragnarsson Fögur fjallasýn Hrikalegir fjallgarðar blasa við. Myndin er tekin frá Aiguille Du Midi. Morgunblaðið/Ómar Fjallgöngukappi Ólafur Áki Ragnarsson segir fjöllin heilla. Bæjarstjórinn í Ölfusi, Ólafur Áki Ragnarsson, er kappsfullur maður sem lætur sér ekki nægja að vafstra með vatnaverk- smiðju, álver og þilplötuverk- smiðju, hann þarf útrás fyrir mikla orku og hana fær hann með því að ganga á hæstu fjöll. Jón Hafsteinn Sigmundsson ræddi við hann. Um tíma var ég ekki viss um hvort við kæmust lif- andi yfir því við mjökuðum okkur yfir hryggi sem voru varla breiðari en annar skórinn okkar Mont Blanc er 4.810 metrum hærri en skrifstofustóllinn ferðalög 20 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.