Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.07.2007, Qupperneq 21
gæludýr MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 21 Stormur er það sem kallastbelgískur shepherd. Hannlíkist þó nokkuð séferhund-um en þetta er þó sérstakt hundakyn. Stormur var hress og kátur hundur þar til dag einn fyrir nokkru að eigendur hans tóku eftir að hann var kominn með æxli á ann- an framfótinn. Við læknisskoðun kom í ljós að taka þurfti fótinn af til þess að komast fyrir meinsemdina. Gerviloppa sett á framfótinn Eigendurnir ákváðu að gera til- raun með að láta setja gervifót á Storm þegar tækifærið bauðst. Teinn úr títanblöndu var steyptur inn í legginn og gengið frá vöðvum og húð sem eiga að festast við hulsu sem er utan um teininn. Neðan í hann er komið fyrir íbognu kol- trefjastykki sem líkist nokkuð hundsloppu. Stormur er enn með umbúðir á fætinum en er sagður hlaupa um eins og ekkert sé. Að- gerðin mun hafa kostað sem svarar um 500 þúsund krónum á núverandi gengi. Meta þarf hvert tilfelli Þeir sem fylgst hafa með dýra- þáttunum á Animal Planet-stöðinni hafa áreiðanlega séð dýralækna af- lima bæði hunda og ketti sem hafa orðið fyrir það alvarlegu slysi að ekki hefur verið hægt að bjarga þeim með öðrum hætti. Í þessum þáttum er fóturinn tekinn allur af og dýrið hleypur um þrífætt, eins og ekkert hafi í skorist, þegar það hef- ur náð sér eftir aðgerðina. Helga Finnsdóttir dýralæknir segir að það sé afar einstakt að slík- ar aflimanir séu framkvæmdar hér. – Er hundum og köttum þá frek- ar lógað en að fótur sé tekinn af þeim? „Það þarf að vega og meta hvert tilfelli fyrir sig,“ segir Helga. „Ef um er að ræða ungt og hraust dýr sem getur lifað og notið viðunandi lífsgæða þrífætt, þá er hægt að hafa það í huga. Sé um að ræða eldri dýr og þung, t.d. dýr sem eru orðin það fullorðin að þau eru komin með gigt, finnst mér nauðsynlegt að hugleiða alvarlega hvað er best fyrir dýrið, enda er það einmitt það sem fyrst og fremst þarf að hugsa um.“ Helga bendir á að kettir séu í eðli sínu af- skaplega léttir, svo auðveldara sé fyrir þá að komast af á þremur fót- um. Hún bætir við: „Alltaf verður þó að hafa í huga lífsgæði dýrsins og hvernig því mun vegna. Síðan er líka ævinlega umhugsunarvert hvað á að leggja á dýr.“ Þekkja ekki til Össurar Í fréttunum í Bretlandi var mikið rætt um aðgerðina á Stormi, sem var sú fyrsta sinnar tegundar, og að með henni hafi opnast möguleiki til að hjálpa fólki sem orðið hefur fyrir slysum sem og hermönnum sem misst hafa útlimi, t.d. í Írak. Svo virðist sem menn hafi ekki heyrt um íslenska fyrirtækið Össur og gervi- limina sem þar eru framleiddir, né heldur hlauparann Oscar Pistorious sem hleypur nú hraðar en nokkur annar fótalaus maður á tveimur gervifótum frá Össuri og berst meira að segja fyrir því að fá að keppa við ófatlaða á næstu Ólymp- íuleikum. Ekki sá fyrsti Reyndar er Stormur heldur ekki fyrsti hundurinn í heiminum til að fá gervifót. Slíkar aðgerðir hafa verið gerðar áður í Bandaríkjunum. Árið 2005 voru settir gervifætur í stað beggja afturfóta siberian husky- hunds á Alameda East-dýraspítal- anum í Denver. Þættir frá þessum spítala eru oft á Animal Planet- stöðinni þar sem fólk fær að fylgjast með því hvernig dýralæknarnir bjarga lífi mikið meiddra og alvar- lega veikra dýra. Husky-hundurinn þurfti að fara í þrjár aðgerðir vegna gervifótanna, nú síðast í desember 2006, og vegnar honum vel. Einnig er eitthvað um að settir séu gervifætur á hesta, þá helst verðmæta hesta sem eru góðir til undaneldis, og munu þeir Össurar- menn hafa komið að slíkri aðgerð fyrir nokkrum árum. Aflimanir gæludýra sjaldgæfar hér Tæknin bjargar Hér er Stormur kominn með gerviloppuna og ekki annað að sjá en að hann láti sér fátt um finnast. Með gervifót Ekki er vitað hvort gervifótur þessa hests sé frá Össuri, en þeir Össurarmenn munu hafa komið að slíkri aðgerð fyrir nokkrum árum. Umhyggja dýraeigenda fyrir gæludýrum sínum fer sívaxandi og menn gera sitt besta til að tryggja lífsgæði þeirra. Fréttir hafa borist af hundinum Stormi í Ox- shott í Surrey í Englandi sem fékk nýlega gervifót. Fóturinn minnir nokkuð á fætur hlauparans Osc- ars Pistorious, sem Össur framleiddi. Fríða Björns- dóttir kannaði málið. >  .  / , "    ,   ? #@  3 $$ ,   # #  #  - -    .  !  #A  ,#    , -  !@ )  $   - !   Hundur með gerfifót búðina sem sögð var hafa þennan tiltekna ís á boðstólnum. Í tilefni blíðunnar var fullt út úr dyrum og sátu fjölmargir utan- dyra og átu ísinn sinn. Aðrir steðjuðu burt í bifreiðum sínum og hámuðu í sig ís undir stýri. Eftir nokkra bið fékk Víkverji ísinn og bragð- aði hann spenntur. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum. Bragðið virtist í samræmi við aðrar tegundir frá þessari ísgerð en ísinn var heldur þéttari í sér og mun minna sætur en tíðkast hefur. Víkverji undi glaður við sitt og velti fyrir sér hvort hér væri ekki um hagsmunamál íslensku þjóðar- innar að ræða – að búa til ósætari ís en hingað til hefur verið gert. Ef rétt er að málum staðið þarf ís ekki að vera óhollur. Þeim fjölgar stöðugt sem greinast með sykursýki hér á landi og vafalaust má rekja sum til- fellin til þess að fólk hafi borðað „yfir sig“ af ís um ævina. Víkverji hyggst því í bráð leggja sitt af mörkum til bættrar þjóðarheilsu og veðja á þennan sykurlausa ís. Um daginn freist-aðist Víkverji til að fá sér ís eftir vinnu einn sólskinsdaginn í sumar. Víkverji hefur haft mikinn áhuga á rjómaís áratugum saman og notar hvert tækifæri erlendis til þess að rannsaka ólík- ar ístegundir. Hefur hann jafnvel stofnað heilsu sinni í hættu með þessari iðju sinni. Margra ára, ítarlegar rannsóknir hafa leitt til þeirrar niðurstöðu að íslenskur ís beri af öðr- um rjóma- eða mjólkurís í þeim ríkjum sem Vík- verji hefur farið til. Undanfarin ár hefur bólað á nokk- urri andstöðu neytenda við of mikilli notkun sykurs í rjómaís. Ísframleið- endur hér á landi hafa yfirleitt skellt skollaeyrum við kvörtunum and- stæðinga sykursins og fremur aukið sykurmagnið. Þó hafa verið boðnir til sölu nokkrir ísréttir sem eru syk- urlausir. Það kom því Víkverja á óvart að frétta að önnur stærsta ísgerð lands- ins væri farin að framleiða sykur- lausan „vélarís“ og notaði þess í stað önnur sætuefni. Því var steðjað í ís-     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á menn árið 2007 Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds og ákvörðun vaxtabóta og barnabóta, á árinu 2007 er lokið á menn, sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla framangreindra laga. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum manna verða lagðar fram í öllum skattumdæmum þriðjudaginn 31. júlí 2007. Skrárnar liggja frammi til sýnis dagana 31. júlí til 14. ágúst 2007, að báðum dögum meðtöldum, á skattstofu hvers skattumdæmis, hjá umboðsmanni skattstjóra eða á öðrum þeim stöðum í hverju sveitarfélagi sem sérstaklega hafa verið auglýstir. Álagningarseðlar, sem sýna álögð opinber gjöld 2007, þ.m.t. tryggingagjald, vaxtabætur og barnabætur, hafa verið póstlagðir og/eða birtir á þjónustusíðu viðkomandi manns á vef skattstjóra; skattur.is. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda á menn, sem tilkynnt hefur verið um með álagningarseðli 2007, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en fimmtudaginn 30. ágúst 2007. 31. júlí 2007 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi, vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi, eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.