Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 24

Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á SÍÐUM Morgunblaðsins hafa að undanförnu birst greinar um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóð- anna og hvort æskilegt sé að sjóð- irnir eigi og reki hjúkrunarheimili. Jafnframt hafa verið reifaðar hugmyndir þess efnis að lífeyr- issjóðirnir byggi íbúð- ir og leigi til sjóð- félaga sinna. Hvað snertir ofan- greindar hugmyndir og vangaveltur er það skoðun mín að lífeyr- issjóðirnir eigi ein- göngu að sinna því hlutverki sínu sem þeim er markað í lög- um, þ.e. að veita við- töku iðgjaldi til greiðslu lífeyris, sjá um ávöxtun þess og greiða út lífeyri í samræmi við samþykktir viðkomandi sjóða. Hvað varðar byggingu hjúkr- unarheimila eru lífeyrissjóðirnir hins vegar tilbúnir til þess að lána stjórnvöldum og sveitarfélögum til slíkra framkvæmda, enda sé lánað á markaðskjörum. Lífeyrissjóðirnir hafa um langt árabil lánað sjóð- félögum til íbúðakaupa og nema þær lánveitingar nú um 115 millj- örðum króna. Auk þess nema lán- veitingar lífeyrissjóðanna til Íbúða- lánasjóðs um 220 milljörðum króna. Þannig má með fullri sanngirni halda því fram að lífeyrissjóðirnir hafi á umliðnum áratugum sinnt ákaflega vel þörfum sjóðfélaga sinna til íbúðarkaupa. Með lögum frá árinu 1997 var líf- eyrissjóðum í fyrsta sinn sett al- menn heildarlöggjöf um starfsemi sína, uppbyggingu sjóðanna, innra skipulag og fjárfestingarheimildir. Þó fjárfestingar lífeyrissjóða lúti ákveðnum takmörkunum fólu þær reglur sem settar voru með lög- unum í sér miklar breytingar frá því sem áður var. Fyrir gildistöku laganna voru fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða mun takmarkaðri og var meginhluti fjárfestinga sjóð- anna í ríkisskuldabréfum og sjóð- félagalánum. Frá gildistöku lífeyrissjóðalag- anna hefur hlutfall verðbréfa með breytilegum tekjum og erlendar fjárfestingar aukist til muna. Á þeim tíma sem liðinn er frá gild- istöku laganna hafa eignir lífeyr- issjóðanna vaxið úr um 300 millj- örðum í rúma 1.600 milljarða. Á sama tíma hafa orðið gríðarlegar breytingar á íslenskum fjár- málamarkaði sem og á erlendum mörkuðum. Þá hefur þekking á fjárfestingum og eign- astýringu innan lífeyr- issóðanna byggst upp samfara því sem þjón- usta innlendra fjár- málafyrirtækja við líf- eyrissjóðina hefur þróast mikið. Lífeyr- issjóðirnir eru þannig almennt mjög vel í stakk búnir til að nýta sér þau tækifæri sem felast í þróuðum fjár- málamörkuðum og gæta þannig betur hagsmuna sjóðfélaga sinna. Fyrir tilstuðlan Landsamtaka líf- eyrissjóða hafa nokkrum sinnum verið gerðar breytingar á fjárfest- ingarheimildum sjóðanna. Helst má þar nefna rýmkun á takmörkunum í erlendum fjárfestingum úr 40% í 50% og rýmkun á heimildum til fjárfestinga í hlutabréfum í áföng- um úr 35% í 60%. Þá hafa einnig verði gerðar nokkrar aðrar breyt- ingar sem hafa lotið að því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að nýta sér betur fjárfestingartækifæri á markaði. Færa má fyrir því sterk rök að þessar breytingar hafi gert lífeyrissjóðinum betur kleift að ávaxta eignir sjóðfélaga sinna en annars hefði orðið. Þó nokkuð hafi áunnist á umliðn- um árum er það mat Lands- samtaka lífeyrissjóða að mikilvægt sé að gera frekari breytingar á ákvæðum um fjárfestingar lífeyr- issjóða með það að markmiði að gera þær sveigjanlegri, skilvirkari og auka möguleika sjóðanna til að nýta sér betur þau tækifæri sem bjóðast á fjármálamörkuðum. Það byggir á því mati að óbreyttar regl- ur séu til þess fallnar að setja sjóð- unum óþarflega þröng mörk varð- andi fjárfestingar sem geti svo leitt til lakari ávöxtunar en ella. Á nýafstöðnu þingi samþykkti Alþingi frumvarp til laga um starfstengda lífeyrissjóði þar sem ákvæði tilskipunar ESB eru inn- leidd í íslenskan rétt. Færa má fyr- ir því gild rök að eðlilegt sé að ætla lífeyrissjóðum á Íslandi sama svig- rúm til fjárfestinga og þeim lífeyr- issjóðum sem koma til með að falla undir lögin um starfstengda lífeyr- issjóði. Það er ekki trúverðugt að setja íslenskum lífeyrissjóðum þrengri fjárfestingarheimildir en erlendum lífeyrissjóðum sem munu mögulega reka starfsemi sína hér á landi. Eðlilegt er að ákvæðum um fjár- festingarheimildir íslenskra lífeyr- issjóða verði breytt á þann veg að flest ákvæði um takmarkanir á fjárfestingum í einstökum teg- undum verðbréfa og öðrum fjár- málagerningum verði settar með reglugerð, sem og ákvæði um dreif- ingu eigna. Eftir sem áður yrðu meginreglur um fjárfesting- arstefnu lífeyrissjóða, takmarkanir á gjaldmiðlaáhættu, fjárfestingar í hlutabréfum og veðsetningarhlut- fall fasteigna ákveðin í lögum. Markmiðið er að gera reglurnar markvissari og að einfaldara verði að laga þær að breytingum í starfs- umhverfi lífeyrissjóða og fjár- málamarkaðarins almennt. Þá þarf að hefja undirbúning að því að ítarleg vinna fari í gang við að meta kosti þess að færa fjárfest- ingarheimildir lífeyrissjóða að ákvæðum tilskipunar ESB um starfstengda lífeyrissjóði. Þá verði aukin áhersla lögð á reglur sem byggja á „prudent manner prin- ciple“ í samræmi við þau sjónarmið sem liggja að baki tilskipum ESB um starfstengda lífeyrissjóði. Landssamtök lífeyrissjóða munu fylgja eftir þessum hugmyndum í viðræðum við stjórnvöld. Rýmka þarf fjárfestingar- heimildir lífeyrissjóðanna Hrafn Magnússon skrifar um fjárfestingar lífeyrissjóða »Mikilvægt er að gerafrekari breytingar á ákvæðum um fjárfest- ingar lífeyrissjóða með það að markmiði að gera þær sveigjanlegri og skilvirkari. Hrafni Magnússon, Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. AÐ undanförnu hefur mátt heyra og lesa í fjölmiðlum um þá miklu viðhorfsbreytingu til fram- tíðarinnar sem orðið hefur á Austfjörðum með tilkomu álversins á Reyðarfirði. Þar sem áður ríkti svart- sýni, fólk fluttist burt, verðlag á fast- eignum hrapaði o.s.frv. ríkir nú bjart- sýni. Fólki fjölgar, fasteignaverð hækkar og fólk er almennt bjartsýnt á framtíð- ina. Þetta kemur sér sannarlega vel fyrir fjórðunginn í þeim niðurskurði á fisk- veiðiheimildum sem framundan er. Fáir landshlutar verða jafn harkalega fyrir væntanlegum niðurskurði á veiði- heimildum og Vest- firðir. Sá landshluti hefur um nokkurn tíma búið við brott- flutning fólks, lækk- andi fasteignaverð og svartsýni á framtíð- ina hefur gert vart við sig meðal almenn- ings þar. Það er því ekki að undra að ýmsir framámenn Vestfirðinga hafa nefnt væntanlegan niðurskurð fiskveiði- heimilda „reiðarslag“ fyrir Vest- firði. Ásókn hefur farið vaxandi að undanförnu í að fá að reisa álver á Íslandi. Framundan eru álver við Húsavík og í Helguvík á Reykja- nesi. Álverið í Straumsvík und- irbýr stækkun á nýjum stað eftir að felld var í atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði skipulagstillaga sem fól í sér stækkun þess á landi sunnan við Reykjanesbrautina. Norsk Hydro mun einnig hafa sýnt áhuga á að reisa hér álver. Álver deyfa efnahagssveiflur eft- ir að þau eru tekin til starfa. Álver sem einu sinni hefur verið byggt á einhverjum stað hverfur ekki jafn auðveldlega á braut einn góðan veðurdag næstu áratugina og kvót- inn á Flateyri eða Póllinn á Ísa- firði, hátæknifyrirtæki sem var hluti af heimsfyrirtæki með höf- uðstöðvar á höf- uðborgarsvæðinu á Ís- landi, þar sem ákveðið var að leggja fyr- irtækið á Ísafirði nið- ur. Álfyrirtæki gera raforkukaupasamninga til áratuga. Það er erf- itt að hugsa sér kring- umstæður þar sem eigandi álvers kýs fremur að leggja það niður og verða að greiða fyrir rafmagnið áfram, a.m.k að hluta til, og skilja stofnfé þess að stórum hluta eftir óarðbært, en að reka það áfram eða selja það öðrum. Í ljósi reynslunnar frá Austurlandi má ætla að álver á Vest- fjörðum gæti orðið fjórðungnum mikill styrkur á komandi tímum minni veiði- heimilda. Sá galli er raunar á að Vestfirðir ráða ekki yfir sam- bærilegum orkulindum og Austurland. Meg- inhluta orkunnar til ál- vers þar þyrfti að flytja frá Suðvest- urlandi, um 235 km leið. (Frá Kára- hnjúkavirkjun til Reyðarfjarðar eru um 50 km). Tvær samhliða 400 kV línur frá Brennimel á Hvalfjarðarströnd til Önundarfjarðar myndu kosta um 21 milljarð króna. Búast má við að Landsneti þyki það of stór biti að kyngja fyrir svipaðan orkuflutning og yfir 50 km til Reyðarfjarðar, þar sem einnig liggja tvær sam- hliða 400 kV línur. Til að gera ál- ver á Vestfjörðum mögulegt yrði ríkið líklega að koma til hjálpar og taka á sig verulegan hluta línu- kostnaðarins, svo sem 15 milljarða, sem einskonar „Vestfjarðaaðstoð“ vegna kvótaniðurskurðarins. Hvernig væri að stjórnvöld reyndu kerfisbundið að beina ásókn álfyrirtækja í að hasla sér völl á Íslandi til landshluta sem standa höllum fæti efnahagslega í stað þess að slík álver safnist fyrir á suðvesturhorninu, þar sem þau rekast á vaxandi þéttbýli, eins og Hafnarfjarðaratkvæðagreiðslan er dæmi um? Búast má við að ásókn í að reisa álver á Íslandi fari vax- andi í heimi sem fær 80% orku sinnar úr eldsneyti og stendur frammi fyrir gróðurhúsavand- anum. Álver á Vestfjörðum? Jakob Björnsson vill að stjórn- völd beini álfyrirtækjum til landshluta sem standa efna- hagslega höllum fæti Jakob Björnsson » Álver semeinu sinni hefur verið byggt á ein- hverjum stað hverfur ekki jafn auðveldlega á braut einn góðan veðurdag næstu áratugina og kvótinn á Flateyri eða Póllinn á Ísa- firði. Höfundur er fyrrveradi orkumálastjóri. OKKAR nýi utanríkisráðherra sat fyrir svörum í Kastljósinu nýlega, eft- ir heimsókn sína til Austurlanda nær. Spurð af hverju hún hefði ekki hitt forsvars- menn Hamashreyfing- arinnar, svaraði hún því til, að þá hefði hún kom- ið að lokuðum dyrum. Fréttamaðurinn spurði ekki frekar. Mál- ið var afgreitt. Mig langar samt að spyrja svolítið frekar og ég vona að svo sé um fleiri. Mér fannst ráð- herrann, hún Ingibjörg okkar, líka vera að tala um hún hefði aðeins getað talað við lögleg stjórn- völd. Var Arafat löglegt stjórnvald þeg- ar Steingrímur Hermannsson heim- sótti hann? Heldur ráðherrann að Palest- ínumenn nái einhvern tíma fram rétti sínum, ef Ísraelsmenn eiga að ákveða, hvaða stjórnvald sé löglegt í því landi? Var ekki palestínska þjóðin búin að kjósa sér þing í lýðræð- islegum kosningum? Það þing var oft- ar en einu sinni búið að mynda rík- isstjórn. En meirihluti ráðherra neitaði að viðurkenna Ísraelsríki. En er það nokkurt undrunarefni? Myndir þú, Ingibjörg, vilja skil- yrðalaust setjast að samningaborði á móti þeim sem hefur rekið þig úr húsi þínu og hefði þig í stofu- fangelsi þó undir berum himni væri. Þakka þér fyrir að segja það berum orðum. En mér finnst að þú hefðir ekki átt að byrja á að heiðra ræningjann með heimsókn þinni? Ég held að sá sem lokar augunum fyrir glæpum Ísraelsmanna eigi ekki erindi á þessar slóðir. Ég er að meina her- námið er stríðsglæpur, ,,Múrinn“ er stríðsglæpur, að halda þessum litlu skatttekjum sem palestínska ríkið á rétt á er þjófnaður. Því miður, Abbas forseti Palestínu hefur verið sveltur til hlýðni. Við eins og allar aðrar þjóðir sem þó kenna sig við lýðræði brugðust honum, þegar hann hafði náð því að mynda þjóð- stjórn vildi ekkert vestrænt ríki við- urkenna hana. Jú, það kom frétt í vor, að nú ætti að fara skila skatttekjunum til Abbas. Það var samt ekki til matarkaupa. Þær skyldu ganga til vopnakaupa og lögreglu til að berjast á móti Hamasl- iðum. Við vitum að það er fylgst með hverjum Palestínumanni af leyni- þjónustu Ísraels. Það var smáfrétt í fyrrakvöld. Það voru drepnir 4 Palestínumenn. Tveir voru að útbúa sprengju, en hinir tveir höfðu það í huga. Þetta segir mikið, en áratuga síbylja gerir okkur sljó. Við skulum líka vera þess minnug að í framhaldi af heimsókn Stein- gríms Hermannssonar og fleiri vest- rænna stjórnmálamanna til ólöglegs stjórnvalds, varð til svokallað Óslóar- samkomulag, sem mun hafa verið gert 1993. Höfundar þess fengu frið- arverðlaun. Arafat og Peres, ef ég man rétt. Svo kom ný stjórn í Ísrael og oft heyrðist frá henni að það þyrfti að hægja á ,,friðarferlinu“ o.s.frv. Við vitum öll að það var í skjóli Bandaríkjanna sem smám saman var alveg bakkað út úr friðarferlinu og gefin út yfirlýsing um að Palest- ínumenn séu ekki hæfir viðsemj- endur. Helst er að skilja að það eigi að gefa þeim fullt frelsi til að deyja – inn- an ,,Múrsins“. Víst mátti skilja á orð- um ráðherrans að hún er sér meðvit- andi um, að það verði ekki farsælt til lengdar að Bandaríkin hafi tak- markalaust neitunarvald. – Og auðvitað segja menn ekki allt sem þeir hugsa. Mér finnst samt skylt að gagnrýna hvað yfirlýsingar ráðherrans virðast misvísandi. Við sem munum tilurð Sameinuðu þjóðanna og höfum fylgst með vonum þeirra og vonbrigðum gerum okkur ljóst að þarna ráðast ör- lög þeirra öðrum stöðum fremur. Við skulum gera okkur hispurs- laust grein fyrir því að heimurinn friðþægir ekki fyrir helför gyðinga með því að aðstoða þá við að ljúka helför annarrar þjóðar sem ekkert kom nærri þeirri fyrri. Það væri ekki síst í þágu þeirra sjálfra að stöðva þau voðaverk. Hver lokaði dyrunum, Ingibjörg? Hugleiðingar Sævars Sigbjarn- arsonar í tilefni viðtals við Ingi- björgu Sólrúnu í Kastljósinu »Heldur ráðherrannað Palestínumenn nái einhvern tíma fram rétti sínum, ef Ísr- aelsmenn eiga að ákveða, hvaða stjórn- vald sé löglegt í því landi? Sævar Sigbjarnarson Höfundur er bóndi og félagsmálamaður. Kjartan Steinar Jónsson | 31. júlí Hestar og mótorhjól NOKKRIR strákar hér í Vík í Mýr- dal, sem hjóla á motoc- rosshjólum, eru mjög ósáttir við hestamenn. Ætla að taka það fram að ég hef sjálfur verið á hrossum frá árinu 2001-2005. Reiðskólinn í Vík í Mýrdal var haldinn nýlega. Það fór ekki fram hjá nokkrum manni hér á staðnum að hestamenn héldu að þeir ættu bara Vík þessa viku. Meira: http://ofsaakstur.blog.is/blog/ ofsaakstur/entry// NETGREINAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.