Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 28

Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónas Jónssonfæddist í Yzta- felli í Köldukinn 9. mars 1930. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðs- son, bóndi og rithöfundur, f. 4. júní 1889, d. 10. febrúar 1969 og Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir hús- móðir, f. 9. mars 1893, d. 4. janúar 1972. Systkini hans eru: Kristbjörg, f. 8. júní 1918, d. 6. apríl 2003; Hólmfríður, f. 4. febrúar 1921; Sigurður, f. 23. júlí 1924, d. 13. mars 2003; Frið- geir, f. 28. janúar 1927, d. 29. jan- úar 1996 og Hildur, f. 2. júní 1932. Hinn 11. ágúst 1956 kvæntist Jónas Sigurveigu Erlingsdóttur, f. 14. apríl 1935. Foreldrar henn- ar voru Erlingur Jóhannsson, bóndi og skógarvörður í Ásbyrgi, f. 2. nóvember 1903, d. 27. júní 1990 og kona hans Sigrún Bald- vinsdóttir húsmóðir, f. 18. sept- ember 1907, d. 28. ágúst 1993. Börn Jónasar og Sigurveigar eru: 1) Sigrún, f. 26.3. 1957, maki Björn Erling Johannessen, f. 3.1. 1956, börn þeirra eru a) Einar, f. 1.7. 1980, b) Ívar, f. 29.7. 1984, c) Nína Sigurveig, f. 21.10. 1986, d) Stefán, f. 22.5. 1992. 2) Helga, f. 10.2. 1959, maki Tómas Þór Tóm- asson, f. 16.8. 1959, börn þeirra Eftir það vann hann að sérverk- efnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði ritstörf. Jónas Jóns- son sat í, og leiddi störf fjölda nefnda og sjóða innan landbúnað- arins og tók þátt í samningu þing- frumvarpa um málefni landbún- aðarins á 7., 8. og 9. áratug aldarinnar sem leið, m.a. land- námsstjórnar, Landgræðslusjóðs, Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, Framleiðnisjóðs og Skóg- ræktar ríkisins. Náttúruvernd og umhverfismál stóðu Jónasi ætíð nærri. Hann sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 1969 og var formaður félags- ins 1972-1981. Þá var hann for- maður samstarfsnefndar um land- græðslu, landnýtingu og gróður- vernd 1974-1981, varaformaður náttúruverndarráðs 1978-1984, sat í dýraverndarnefnd og dýra- verndarráði, auk örnefnanefndar. Þá starfaði Jónas einnig ötul- lega að ritstörfum alla tíð. Hann var m.a. ritstjóri: Freys 1974– 1980, Handbókar bænda 1975– 1980 og Búnaðarritsins 1981– 1990. Hann ritstýrði og var aðal- höfundur sögu æðarræktar á Ís- landi og hefur síðustu ár haft for- göngu um og unnið ásamt fleirum að samningu heildarrits um sögu íslensks landbúnaðar frá önd- verðu til okkar tíma. Stefnt er að útgáfu ritsins innan nokkurra missera. Jónas Jónsson sat á Alþingi fyr- ir Framsóknarflokkinn í Norð- austurlandskjördæmi 1973-1974 og var varaþingmaður frá 1969. Útför Jónasar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. eru a) Þóra, f. 22.12. 1982, b) Jónas, f. 1.11. 1985, c) Tómas Helgi, f. 1.10. 1990, d) Arnhildur, f. 24.5. 2000. 3) Jón Erling- ur, f. 11.2. 1959, maki Védís Jóns- dóttir, f. 12.2. 1965, börn þeirra eru a) Jón Freysteinn, f. 3.1. 1995, b) Áshild- ur, f. 27.5. 1998. 4) Úlfhildur, f. 13.10. 1963, maki Þorsteinn S. Karlsson, f. 21.5. 1963, a) Hrafn Ingason, f. 22.9. 1988, faðir hans er Ingi Már Elvarsson, f. 8.8. 1962, b) Hlynur Þorsteinsson, f. 15.8. 2001. Jónas lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1952 og bú- fræðinámi frá Hólum 1953. Hann lauk meistaranámi frá landbún- aðarháskólanum að Ási í Noregi 1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum1961-1962. Á sumrin árin 1960-1963 vann Jónas hjá fyrirtækinu Fóður og fræ í Gunnarsholti, kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri 1957- 1963, starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbún- aðarins í Reykjavík 1963-1966 og jarðræktarráðunautur Búnaðar- félags Íslands 1966-1971. Jónas var aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra 1971-1974, starfsmaður Búnaðarfélags Íslands 1974-1980 og búnaðarmálastjóri 1980-1995. Hann tengdafaðir minn, Jónas Jónsson, var sannarlega einstakur maður. Hann var fulltrúi kynslóðar, gilda og skoðana sem stóðu föstum fótum í árdegi samtímans þegar mannlífið allt laut öðrum lögmálum en það gerir nú í upphafi nýrrar aldar. Jónas fæddist við skör kreppunnar í vöggu samvinnuhreyfingarinnar norður í Suður-Þingeyjarsýslu og tók í arf þjóðlega sveitamenningu, stóra og samstillta fjölskyldu og frændgarð og hugsjónina um að samvinna væri fyrir öllu. Það var þó langt í frá að Jónas væri talsmaður stöðnunar – þvert á móti. Hann aflaði sér víðtækr- ar menntunar og sótti sína meistara- gráðu í búsvísindum til Noregs og bætti við viskubrunn sinn á sviði plöntufræða í framhaldsnámi í Wales. Menntun sína og reynslu nýtti hann alla tíð óspart til að ýta undir framþróun og framsókn íslensks landbúnaðar og ræktunar flóru lands- ins. Um margt var Jónas alla tíð sveita- maður í bestu merkingu orðsins. Þótt hann byggi í borgarsamfélagi í hart- nær 45 ár var hugur hans oftar en ekki bundinn við landsbyggðina og sveitirnar, ekki síst heimahagana í Kinninni. Ég átti þess oft kost að slást í för með fjölskyldunni norður og „heim“ og fylgja Jónasi um heima- hagana, elta hann upp um fjöll og firn- indi og fara í Skóginn sem hann unni svo mjög. Þegar málefni sveitanna og landsbyggðarinnar bar á góma var Jónas ákafur talsmaður þeirra og sveið ófögur orð og gífuryrði um sveitirnar og íslenskan landbúnað. Jónas var fróður um alla skapaða hluti. Hann var mjög víðlesinn en mest hélt hann upp á þjóðlegan fróð- leik. Hann var hafsjór þekkingar um líffræði, plöntufræði, ræktun og mál- efni landbúnaðar. Þá var hann ákaf- lega vel að sér um sögu landsins og staðhætti um allt land, kunni ógrynni kvæða og tækifærisvísna og var ætt- fróður með afbrigðum. Hann var þjóðlegur Framsóknarmaður með stórum staf og sat á þingi fyrir flokk- inn um skeið. Ritstörf lágu honum alla tíð nærri og síðasta verk hans á því sviði var forganga um ritun heildarsögu ís- lensks landbúnaðar frá öndverðu til okkar daga og helgaði hann sig, ásamt meðhöfundi, skrifum þess rits síðustu misserin. Því miður tóku ör- lögin í taumana áður en yfir lauk en verkinu hefur miðað svo vel að það mun verða gefið út á næstu misser- um. Jónas hafði ákaflega góða lund og var á allan hátt vandaður maður. Hann var hjartahlýr og einstaklega barngóður og nutu barnabörnin óspart ástúðar hans. Hann naut sín best í faðmi samstilltrar fjölskyldu og í hópi frændfólks og vina. Hann var glaður á góðri stund og kunni vel við skemmtilegar samræður og var fast- ur fyrir þegar skoðanir voru skiptar. Jónasar verður sárt saknað en minningin um heilsteyptan og vænan mann er sterk og hrein og mun ylja fjölskyldunni um ókomna tíð. Sam- neyti við slíkan öðling hefur leitt okk- ur hin til aukins þroska og gert jarð- vist okkar stórum verðmætari. Tómas Þór Tómasson. Það er síðla dags um mitt sumar, í Yztafelli ríkir eftirvænting og spenna. Tilhlökkunin minnir helst á aðfanga- dag, enda er hátíðarvika í vændum. Jónas og Siva eru á leiðinni norður með fjölskylduna og ætla að vera næstu viku. Lítil stúlka starir suður á hæð þegar hún sækir kýrnar og tollir illa inni við fjósverkin. Ætla þau aldr- ei að koma? Loks að fjósverkum lokn- um, rétt tímanlega fyrir kvöldmatinn birtist kunnuglegur bíll á hæðinni og skömmu seinna eru þau komin Jónas og Siva og fjölskylda, þá er hátíð í bæ. Næstu dagar verða dagar ævintýra, ekki síst fyrir okkur krakkana og hjálpin sem pabbi fær við verkin er ekki síður kærkomin. Heimsóknir Jónasar og Sivu voru hápunktur sumranna. Jónas naut sín hvað best í heyskap og verkum með bræðrum sínum en þegar þeim sleppti gátu börnin verið viss um að njóta athygli hans og umhyggju. Gönguferðir um Fellið þar sem hver steinn og hver jurt öðluðust aukið gildi við frásögn Jónasar. Heimspekilegar samræður á Jonnasteini blandaðar fræðslu um leik barna þegar Jónas og pabbi voru að alast upp. Berjaferðir í skóginn þar sem tíndir voru tugir lítra af aðalblá- berjum og Jónas gerði aldrei athugs- emd við þó við Úlla gæddum okkur á berjum úr fötunni hans og værum ekki sérlega iðnar við að tína af lyng- inu. „Kjóamýrarsleifin“ sem Jónas gaf mér til að verjast kjóunum í Kjóa- mýrinni er nú löngu horfin í mýrina en ljúfar bernskuminningar eru ljós- lifandi. Það er líka margra góðra stunda að minnast eftir að bernsk- unni lauk og ég flutti að heiman. Rétt eftir tvítugt naut ég þess að fara ein í bíl með Jónasi til Reykjavíkur. Ferðin tók talsvert lengri tíma en venjulega, það þurfti að koma við á ýmsum stór- býlum og fræða unga frænku um landsins gagn og nauðsynjar enda landbúnaður og íslensk menning og náttúra ástríða Jónasar. Hjá Jónasi og Sivu átti stórfjölskyldan athvarf. Fjölskylda mín hefur ekki hvað síst notið þess jafnt í gleði sem sorg. Mörg kvöldin höfum við setið á Kópavogs- brautinni og spjallað, fræðst og notið samvista. Börnunum mínum var Jón- as sem afi, þau nutu hlýju hans og glettni. Alltaf gaf hann sér tíma til rannsóknarferða um garðinn, sam- ræðna í skúrnum að kveðast á eða skoða plakötin með litum íslensku dýranna. Brunnur minninganna er óþrjótandi, þangað má sækja yl um ókomin ár. Með söknuði en þó umfram allt þakklæti kveð ég kæran frænda og vin. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og þekkja einstakan öðling og ljúfmenni. Þakklæti fyrir hlýju og elskusemi. Farðu vel. Erla Sig. Líf Jónasar frænda míns Jónsson- ar var að mörgu leyti dæmigert fyrir 20. aldar Íslending, að vera fæddur í sveit en eyða manndómsárunum við nám í útlöndum og störf á höfuðborg- arsvæðinu. En þótt þessi ferill sé ekkert sér- stakur, skráður með svo einföldum hætti, hygg ég að líf Jónasar og við- horf hafi meira en annarra mótast af þessum aðstæðum. Hann var af þing- eyskum bændaættum svo langt aftur sem rekja má og æskuslóðir hans voru vagga samvinnuhreyfingarinn- ar. Þeim hugsjónum sem tengdust þessari arfleifð var Jónas trúr til hins síðasta. Þegar við sáumst í síðasta sinn fyrir fáeinum dögum var hann vígreifur og heitt í hamsi vegna þeirr- ar ósvinnu, sem honum fannst vera, að ríkið væri að taka land af bændum og gera að þjóðlendum. Hinn frjálsi bóndi, kóngur í ríki sínu en fús til samhjálpar og samvinnu, hygg ég að hafi verið hetja hans. Og hjálpsemin var næg. Heimili Jónasar og Sivu í Reykjavík og síðar í Kópavogi varð eins konar útibú og miðstöð frænda og sveitunga sem áttu leið suður. Mér er minnisstæður stuðningurinn sem þau veittu hjónum úr Kinn sem þurftu að dvelja hér langdvölum vegna veikinda ungrar dóttur. Heim- ilið stóð opið þessu unga fólki þótt húsrými væri ekki ótakmarkað. Hér ríkti höfðingsskapur sem einkennt hafði æskuheimili Jónasar. Jónas hafði skýrar skoðanir í stjórnmálum. Það var ekki heiglum hent að halda fram öðrum sjónarmið- um en þeim sem hann taldi réttust. Hann hafði trausta þekkingu á at- vinnumálum og það þýddi lítið fyrir róttæklinga að halda því fram að landbúnaður væri baggi á þjóðinni. Með skaphita og rökfestu var undir- ritaður og fleiri sem dirfðust að efast um réttmæti þeirrar stefnu sem hann aðhylltist jafnan kveðinn í kútinn svo kirfilega að ekki þurfti um að binda. En þótt Jónas væri að þessu leyti fastur fyrir og gæfi lítil grið var hann afskaplega hlýr maður. Hann var nat- inn faðir og fjölskylda þeirra Sivu er afar samheldin. Því kynntist ég þegar ég dvaldi hjá þeim á mínu fyrsta námsári í Reykjavík. Ég varð einn af fjölskyldunni. Á þeim árum voru sam- vistir okkar Jónasar enn meiri fyrir það að ég gerðist aðstoðarmaður á ferðalögum hans um landið sem jarð- ræktarráðunautar. Þær eru ótaldar mýrarnar sem við þrömmuðum um með það fyrir augum að þurrka þær upp. Á þessum ferðum kynntist ég landinu svo vel að ég hef búið að því æ síðan. Hann þekkti flesta ef ekki alla bæi á landinu og deili á ábúendum í marga ættliði, og hann var óspar á fróðleikinn jafnt þá sem síðar. Mér er minnisstæð heimsókn okkar á Hala í Suðursveit og afar skemmtilegar samræður við Steinþór bónda. Þá voru vegir aðrir en nú, og ótal hlið þurftum við að opna og loka í Beru- firðinum á leið okkar austan frá. Þeg- ar við komum loks að Hala sagði Steinþór að hliðin væru svo mörg að ef maður ætlaði að telja þau væri best að setja stein í bílinn við hvert hlið og telja svo við ferðarlok. Ekki man ég hvað þessi hlið voru mörg þegar við Jónas vorum þarna á ferð árið 1966, enda hugkvæmdist okkur ekki að beita þessari einföldu mælingarað- ferð. Eftir lát Jónasar standa þær tvær eftir af systkinunum í Jónsfelli, Hilla, gift Bjössa, og Fríða móðir mín. Þau voru sex sem komust á legg, en kyn- slóðir koma og fara, og minningin um góðan dreng lifir. Við Arna og Nanna sendum Sivu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Árnason. Við Jónas vorum svilar og þekkt- umst í rúmlega fjörutíu ár. Allan þann tíma bar aldrei skugga á vináttu okk- ar, þó að við værum ekki alltaf sam- mála eins og gengur. Við Kristín minnumst margra góðra samveru- stunda með Jónasi, Sivu og fjölskyldu þeirra. Þessa dagana er mjög skýr minn- ingin um skemmtilega ferð sem við Kristín fórum með þeim hjónum til Madeira fyrir tuttugu árum með við- komu í Kaupmannahöfn. Dugnaður var Jónasi í blóð borinn. Hann fór í langar gönguferðir í Madeira-ferðinni og lauk þeim löngu áður en samferða- fólk hans reis úr rekkju. Kappsemi Jónasar kom fram í ýmsum öðrum myndum. Hann var vinnusamur með afbrigðum og stóð fast á skoðunum sínum, ekki síst ef þær snerust um velferð landbúnaðarins, en einnig var hann í öðrum málum mikill mála- fylgjumaður. Ég hef oft velt því fyrir mér hversu mikið lán það var fyrir bændastéttina og samtök þeirra að Jónas Jónsson skyldi veljast til þeirra trúnaðarstarfa sem hann gegndi alla sína ævi fyrir ís- lenskan landbúnað. Jónas var sprottinn upp úr ís- lenskri bændamenningu, eins og hún gerist best, fæddur á Yztafelli í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Afi Jónasar Sigurður Jónsson, bóndi og alþingismaður, bjó þar, en hann var einn fremsti forgöngumaður sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu, en Samband íslenzkra samvinnufélaga var stofnað á Yztafelli árið 1902. Eins og kunnugt er stendur steinsúla við bæinn til minningar um þann merka atburð. Faðir Jónasar, Jón Sigurðs- son, var ekki síður þekktur samvinnu- maður og skólafrömuður. Háskólamenntun Jónasar á sviði landbúnaðar og mikil starfsreynsla hans var sérlega notadrjúg fyrir bændastéttina. Þannig héldust í hendur þau uppeldisskilyrði sem Jón- as bjó við í æsku og góð menntun hans, þekking og starfsreynsla í störf- um sínum fyrir bændur. Þá spillti það ekki fyrir að Jónas var ágætur ræðu- maður og vel ritfær, enda liggja eftir hann margar greinar og ritgerðir um íslenskan landbúnað, skógrækt og umhverfismál. Við Kristín hittum Jónas síðast fyr- ir rúmum tveimur vikum. Við hjónin höfðum þá skipulagt ferðalag á sunn- anverða Vestfirði, einkum með það í huga að koma á Látrabjarg og Rauðasand. Jónas hafði komið á þær slóðir oftar en einu sinni en nokkuð langur tími hafði þó liðið frá síðustu ferð hans. Þrátt fyrir það þekkti Jón- as vel til staðhátta og til manna í hér- aðinu. Þannig var Jónas. Hann var fjölfróður um Ísland og þekkti með nafni mörg sveitabýli víðsvegar um landið og til ábúenda þeirra. Það var því ávallt fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á frásagnir Jónasar þar sem hann lýsti staðháttum og fjölskrúð- ugu mannlífi. Nú hefur þeirri bók ver- ið lokað og ekki lengur gerlegt að njóta þeirra stunda með honum. Hans er nú saknað enda bar andlát hans að frekar snögglega, þó að vitað væri að baráttan við illvígan sjúkdóm yrði snörp og erfið. Við hjónin vottum Sivu og fjölskyldu Jónasar innilega samúð. Minning um góðan dreng lifir meðal samferðamanna. Hrafn Magnússon. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja elskulegan „afa“ minn sem lést sl. þriðjudag, af völdum krabbameins. Í leiðinni vildi ég þakka kærlega fyrir mig, því svo sannarlega á ég afa og ömmu ótal margt að þakka og þykir svo ótrúlega vænt um þau. Allt frá því löngu áður en ég man eftir mér hef ég kallað þau heiðurs- hjón, Jónas og Sivu, afa og ömmu. Byrjaði þetta þegar ég bjó með for- eldrum mínum á Háaleitisbrautinni, fyrstu tvö ár ævi minnar. Þar bjugg- um við, fjölskyldan frá Húsavík, í kjallaranum en Jónas og Siva á hæð- inni fyrir ofan og var mikill umgangur þar á milli. Var ég því oft í pössun hjá þeim og börnunum þeirra, Sigrúnu, Helgu, Jonna og Úllu. Alla tíð síðan hef ég litið á þau sem afa minn og ömmu. Eftir að við fluttum norður aftur þá gistum við alltaf hjá ömmu og afa, í ferðum okkar suður, fyrst á Háaleitisbrautinni en síðar í Kópa- vogi. Þegar ég svo hóf nám við Háskóla Íslands bjó ég fyrstu tvö árin hjá ömmu og afa á Kópavogsbrautinni. Hjá þeim var yndislegt að búa og eru þessi ár ógleymanleg og allar þær góðu stundir sem við áttum, á milli þess sem ég barðist í gegnum skóla- bækurnar. Það var mér ómetanlegt að búa við þessar frábæru aðstæður þegar ég var að byrja í „klásusnum“ ógurlega. Alltaf beið mín hlýja, stuðn- ingur og skemmtilegur félagsskapur þegar ég kom heim eftir erfiðan og langan skóladag. Jónas Jónsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, GUÐMUNDUR JÓHANN KRISTJÁNSSON, Víðigerði 3, Grindavík, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 27. júlí, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju, fimmtudaginn 2. ágúst kl. 14.00. Margrét Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Hermann Þorvaldur Guðmundsson, Kristín Edda Ragnarsdóttir, Erla Olsen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.