Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 34

Morgunblaðið - 31.07.2007, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TAKK KÆRLEGA FYRIR KAFFIÐ, BOLLI EKKERT MÁL... OG ÞÚ MÁTT KALLA MIG JONNA VEISTU HVAÐ JONNI? MIÐAÐ VIÐ AÐ ÞETTA SKULI VERA MARTRÖÐ ÞÁ HEFÐI HÚN GETAÐ VERIÐ TÖLUVERT MEIRA ÓGNVEKJANDI NÚ? ÞEIR HEFÐU GETAÐ TEKIÐ ALLT KOFFÍNIÐ ÚR HENNI NÚNA ERT ÞÚ AÐ HRÆÐA MIG! FÓRSTU Í SPRAUTUNA Í GÆR? VAR ÞAÐ SÁRT? ÉG HEFÐI EKKI ÁTT AÐ MINNA HANN Á ÞAÐ KOMSTU MEÐ EITTHVAÐ TIL AÐ SÝNA BEKKNUM? JÁ! SJÁÐU! ÉG KOM MEÐ ÖSKU OG BRENNDA STEINA ÚR GARÐINUM MÍNUM ÞETTA ER SÖNNUN FYRIR ÞVÍ AÐ GEIMSKIP LENTI RÉTT HJÁ HÚSINU MÍNU. ÞEGAR GEIMSKIPIÐ TÓK AFTUR Á LOFT ÞÁ VAR HITINN SVO MIKILL AÐ STEINAR URÐU AÐ GRÁU RYKI! ÞETTA ERU BARA KOL ÚR GRILLINU ÞÍNU ÞESSUM GEIMVERUM HEFUR TEKIST AÐ KOMA SÉR FYRIR Í HINUM ÝMSU SÆTUM Í RÍKISSTJÓRNINNI OKKAR HAMLET, ÉG VIL EKKI AÐ ÞÚ HALDIR AÐ HEIMURINN SÉ SLÆMUR... HANN ER EKKERT SÉRSTAKLEGA GÓÐUR... EN SAMT EKKI ALVEG SLÆMUR BÍDDU NÚ VIÐ! HEFUR ÞÚ ALDREI HEYRT UM „HUNDA ÁN LANDAMÆRA“? KERFIÐ SEM ÞÚ BJÓST TIL SVO AÐ KRAKKARNIR MUNDU HÆTTA AÐ KLAGA HVORT ANNAÐ ER FLÓKIÐ... EN ÞAÐ VIRKAR ÉG VEIT EKKI BARA ERU ÞAU HÆTT AÐ KLAGA, HELDUR RÍFAST ÞAU EKKI EINS MIKIÐ LENGUR ÞAU RÍFAST REYNDAR ENNÞÁ BARA Á ANNAN HÁTT ÞÚ SAGÐIR AÐ ÉG VÆRI AULI... ÞAÐ ER BROT Á SKALA 1B BULL! ÞAÐ ER BARA 1A! KÓNGULÓARMANNINUM, SEM SÉST HÉR RÁÐAST GEGN TVEIMUR VOPNUÐUM MÖNNUM, VAR BJARGAÐ AF DULARFULLRI OFURHETJU SEM KALLAR SIG BARDAGAMANNINN NÚ ER NÓG KOMIÐ! NÚ VEIT ÉG AÐ ÉG HEF EKKI ÞAÐ SEM TIL ÞARFT TIL AÐ VERA OFURHETJA dagbók|velvakandi Ástarkveðja KÆRA Rás eitt, kæra Gamla Gufa. Ekki veit ég hvernig ég hefði komist í gegnum hremmingar mín- ar síðustu þrjú árin, ef ekki vegna þín! Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, frá morgni til miðnættis, hvern einasta dag. Alltaf eitthvað athyglisvert, eða skemmtilegt eða fallegt eða bara fróðlegt eða þetta allt saman. Án þín væri ég í ein- hverri nauðsynlegri geðmeðferð. Án þín myndi ég aldrei hlusta á út- varp. Án þín væru sumir dagar langir og jafnvel dimmir en með þér verður allt betra og bjartara, bara að þú verðir aldrei seld eða einkavædd, þess óskar Þakklátur hlustandi. Týnd tónhlaða FIMMTUDAGINN 20. júlí sl. týndist hvítur 30 gb iPod, líklega einhvers staðar í verslunarmið- stöðinni Smáralind. Spilarinn var í svartri leðurtösku með grænum ísaumi. Ipodinn hefur mikið tilfinn- ingagildi fyrir eiganda og er 10.000 krónum heitið í fundarlaun. Skilvís finnandi vinsamlegast hafið sam- band í síma 662-0414. Daníel er týndur DANÍEL hvarf frá heimili sínu í Brattholti 6c í Mos- fellsbæ fyrir rúm- um þrem vikum. Ef einhver hefur orðið hans var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 566-7323 eða 690-9038 Páfagaukur í óskilum LÍTILL blár gári fannst í Neðsta- bergi í Breiðholti föstudaginn 27. júlí. Upplýsingar í síma 693-2620. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is TVÆR konur á ferðalagi sinntu skyldum sínum við ættingja og hripuðu kveðjur niður á kort eftir skoðunarferð um Kjarvalsstaði. Morgunblaðið/Frikki Kveðjur frá Íslandi FRÉTTIR NÝ heimasíða Bolungarvíkurkaup- staðar hefur verið tekin í notkun. Fyrirtækið Netheimar ehf. á Ísa- firði hannaði síðuna og hýsir hana. Slóð heimasíðunnar er www.bol- ungarvik.is. Síðan er opnuð í kjölfarið á þjón- ustusamningi sem Bolungarvík- urkaupstaður hefur gert við Net- heima ehf. um að fyrirtækið sjái um tölvuþjónustu, miðlæga hýs- ingu og ráðgjöf á sviði upplýs- ingatækni fyrir Bolungarvík- urkaupstað. Ný heimasíða Bolungarvíkur Í KVÖLD mun Hildur Há- konardóttir, höfundur „Ætigarðs- ins“, stýra þriðjudagsgöngu í Viðey. Hildur mun beina sjónum sínum að ræktun og nytjajurtum í Viðey. Viðey var öldum saman í hópi bestu bújarða á landinu enda er eyjan sérlega gróðursæl. Í fjörunni er fjöldi jurta sem eru til ýmissa hluta nytsamlegar og víða um eyj- una sjást ummerki um ræktun og skemmst er að minnast þess að Skúli Magnússon landfógeti gerði margvíslegar ræktunartilraunir í eyjunni. Gangan hefst með siglingu frá Sundahöfn klukkan 19.15 og tekur um tvær klukkustundir. Leiðsögn- in er ókeypis utan ferjutolls sem er 800 kr. fyrir fullorðna en 400 kr. fyrir börn. Allir þátttakendur fá Egils Kristal í boði Ölgerð- arinnar. Ræktun og nytjajurtir í Viðey Leiðsögumaður, ekki fararstjóri Þau mistök urðu í grein í Morg- unblaðinu 26. júlí að Kjartan Pétur Sigurðsson var titlaður fararstjóri. Hið rétta er að Kjartan hefur lokið viðurkenndu námi frá Leiðsöguskóla Íslands og er því fagmenntaður leið- sögumaður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fyrirsögn klúðraðist Mistök urðu við uppsetningu að- sendrar greinar í Mbl. í gær. Fyr- irsögnin hljóðaði svo: Færniþróun þroskar það sem þjálfað er. Þar átti að standa: Færniþróun – þroskast það sem þjálfað er. Höfundar og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Nafn misritaðist Nafn Neil Klopfenstein misitaðist á baksíðu blaðsins í gær og er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.