Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 36

Morgunblaðið - 31.07.2007, Side 36
Ég var mjög hræddur þegar ég var barn og sá Andlitið í fyrsta skipti, ég gat ekki sofið … 40 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „STEYPA er nafn á heimildarmynd sem fjallar um íslenska samtímamyndlist. Þar er fylgst með sjö listamönnum, og þeirra störf skoðuð. Myndin tekur púlsinn á þeirri senu,“ segir Ólafur Björn Ólafsson tónlistarmaður sem hefur gefið út plötu með tón- listinni úr Steypu. Leikstjórar myndarinnar eru þau Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gests- dóttir, en ekki er komið á hreint hvar og hvenær hún verður frumsýnd. „Ég horfði á myndina og ég fékk mikið af hugmyndum við að sjá það sem lista- mennirnir voru að gera,“ segir Ólafur. „Þau voru með mjög ólík listaverk en þar sem kvikmyndin er mjög sjónrænn miðill hafði hún mjög bein áhrif á mig þannig að ég fékk samstundis hugmyndir að því sem ég vildi gera. Ef þetta hefði verið hefð- bundin kvikmynd hefði ég þurft að fylgja eftir dramatískri framvindu og þannig, en þetta eru meira stemningar úr myndinni.“ Tónlistin á plötunni er að stórum hluta rafræn og minnir jafnvel á köflum á Aphex Twin þegar hann var á sínu léttasta skeiði. „Ég vil nú ekki gera mér neinar grillur og fara að líkja mér við Aphex Twin, en þetta er samt kannski í hans stíl, svona tilrauna- kennd raftónlist,“ segir Ólafur. „Við komum okkur saman um það, ég og framleiðandinn, að okkur langaði að hafa svolítið af „teknótónlist“ í myndinni. Þetta varð samt ekki beint „teknó,“ heldur mikið af trommutöktum og svona, en samt ekki þung tónlist heldur meira „up-beat.“ Yukatan 15 ára Ólafur fékk kórinn Hljómeyki til liðs við sig en hann má heyra í nokkrum lögum plötunnar. „Hann var hugsaður til þess að brjóta þetta upp því mér finnst kór og rafhljóð alveg geta unnið saman.“ En fyrir hverja er þessi tónlist? „Ég held að hún sé bara fyrir forvitna, og þá sem hafa áhuga á til- raunakenndri tónlist. Ég hafði ekki hugsað þetta til útgáfu fyrr en ég var búinn að gera tónlistina. Upp- lagið er ekki nema svona 100 diskar og flokkast lík- lega undir það sem kallað er heimabrugg.“ Steypa er fyrsta sólóplata Ólafs, en hann hefur lamið húðir með hinum og þessum í gegnum árin. Fyrir skömmu var hann t.d. að koma frá Banda- ríkjunum þar sem hann var á vel heppnuðu tón- leikaferðalagi með Benna Hemm Hemm. Þá er hann einnig í Stórsveit Nix Nolte, en sú sveit er að ljúka upptökum á nýrri plötu um þessar mundir og kemur hún líklega út með haustinu. Þá er Ólafur einnig að vinna að útvarpsþáttum um kvikmynda- tónlist sem verða á dagskrá Ríkisútvarpsins áður en langt um líður. Ekki er hægt að sleppa Ólafi án þess að minnast á hljómsveitina Yukatan sem sigraði í Músíktil- raunum árið 1993, en sveitin spilaði síðast á tón- leikum í Nýlistasafninu árið 2001. „Það er nú gam- an að segja frá því að við erum 15 ára á þessu ári. Ég efast samt um að við munum koma saman og spila á tónleikum. Það er frekar að við myndum hittast og fá okkur bjór.“ Tónlist fyrir forvitna Morgunblaðið/Kristinn Rafrænn „Ég vil nú ekki gera mér neinar grillur og fara að líkja mér við Aphex Twin, en þetta er samt kannski í hans stíl,“ segir Ólafur Björn Ólafsson. Steypa fæst í 12 Tónum og Kaffi Hljómalind. ljósara að ef eitthvað er að marka frammistöðu Magna í Rock Star þáttunum þá eigi hann greiða leið að hjörtum Bandaríkjamanna – en þangað til verða íslensk hjörtu víst að duga. Magni kemur fram á sérstöku Reykjavíkur-húkkaraballi annað kvöld á Gauki á Stöng og með hon- um verða ekki einungis félagar hans í Á móti sól heldur einnig Ástralinn og Rock Star-vinur Magna, Toby Rand. Reikna má með skemmtilegum tónleikum enda Toby hrókur alls fagnaðar og hver veit nema Magni taki akústíska út- gáfu af Radiohead-laginu „Creep.“ TÓNLISTARHÁTÍÐIN Bræðslan fór fram um helgina og á meðal þeirra sem komu fram var Magni rokkstjarna sem frumflutti efni af væntanlegri sólóplötu. Ágætur rómur var gerður að tónleikunum og ljóst að Magni hyggur á heims- yfirráð eða ... eitthvað þaðan af minna. Til að hjálpa sér með heims- frægðina ku Magni vera kominn í samband við umboðsskrifstofu í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í að koma á framfæri hæfileikafólki sem komist hefur langt í raunveru- leikaþáttum á borð við American Idol. Verður það að teljast deginum Húkkaraball með Magna og Toby Ljósmynd/Danny Moloshok Rokkstjarna Magni hefur enn ekki gefið Bandaríkin upp á bátinn. Ljósmynd/Matthias A. Ingimarsson Ástralinn Toby stóð sig mjög vel í Rock Star: Supernova og komst alla leið í úrslitaþáttinn þar sem hann beið lægri hlut á móti Lukas Rossi.  Brasspíurnar hennar Bjarkar urðu enn öfundsverðari í síðustu viku þegar Björk kom fram á tón- listarhátíð í bænum Nyon í Sviss. Þannig er nefnilega mál með vexti að kanadíska súpergrúppan Ar- cade Fire, sem einnig kom fram á hátíðinni, hreifst svo af blásara- sveitinni (sem hefur fengið viður- nefnið Wonderbrass) að hún fékk þær stúlkur til að spila með sér í lokalagi sveitarinnar, „Wake Up“ – og samkvæmt Valdísi Þorkels- dóttur (vallarinn.blogspot.com) var það heljarinnar „stöð“! Evróputúr Bjarkar er nú í nokk- urra vikna pásu en hefst aftur í næstu viku með tónleikum í Frakk- landi. Hópurinn fer síðan aftur til Bandaríkjanna og Kanada en þar á eftir er ferðinni líklega heitið til Asíu. Wonderbrass slær í gegn með Arcade Fire  Eins og gestir Bræðslunnar og hlustendur Rásar 2 gátu heyrt á laugardagskvöld fór Megas á kost- um á Borgarfirði eystri. Var það mál manna að Meg- as hefði aldrei verið betri og ekki skemmdu Senuþjófarnir fyrir, en þeir minntu, þegar best lét, á hina stórkostlegu stoðsveit Dylans, The Band. Auk þessa gleðjast Megas og samstarfsmenn hans mjög yfir vangaveltum Fréttablaðsins um texta lagsins „Flóabitanótt“ en þar hefur meintu ósætti Megasar við Bubba verið velt upp. Þykir þeim Fréttablaðið teygja sig heldur langt í söguskýringum á textanum, sér- staklega í ljósi þess að uppruna- legur texti lagsins var 14 erindum lengri en sá sem endaði á plötunni. Yfir mörgu að gleðjast

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.