Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 31.07.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2007 37 Pabbi, hvað varð um myndinasem var í Kringlunni?“spurði sonur minn níu ára mig um daginn. Það tók mig örlít- inn tíma að kveikja á því hvað hann ætti við. „Áttu við stóru myndina með öllum ofurhetjunum á?“ spurði ég á móti. Jú, sú var myndin. „Hún var tekin niður til þess að hægt væri að koma fyrir nýrri verslun,“ svaraði ég spurningu barnsins um örlög Erró-verksins, sem mikið var haft fyrir að búa til og koma upp á sínum tíma. Auka þurfti versl- unarrými, og því var það tekið nið- ur.    Drengurinn horfði forviða á migog spurði hvar myndin væri núna. „Hún er örugglega í geymslu,“ svaraði ég, minnugur frétta af því. Skemmst frá að segja varð sonur minn yfir sig hneyksl- aður á þessu, sagðist ekkert botna í þessum gjörningi. Erró-verkið var dæmi um list í almenningsrými, rými þar sem hver sem er getur spókað sig. Nú liggja flísar Errós væntanlega í kössum í einhverri geymslu. Var ekki hægt að búa til annan vegg fyrir verkið í Kringl- unni? Ég veit ekki hver framtíð verksins er, það er í það minnsta hvergi sjáanlegt, aðdáendum of- urhetja og popplistar til mikilla vonbrigða.    Auðvelt væri að halda því framað þarna sé skýrt dæmi um það hvernig peningar skipta meira máli en listir. Gott ef ekki er. Fyrir skömmu réðst hópur listamanna í það verkefni að búa til listaverk út frá rými Kringlunnar, þar sem þetta musteri er eitt fjölsóttasta hús landsins. Verkin verða þar tímabundið, líkt og verk Errós. Þetta er svokölluð list í almenn- ingsrými. Oftast lýsa sýnendur yfir markmiðum sínum með þeim hætti að þeir vilji „vinna með rýmið eða útfrá því,“ hvetja til „samræðna listarinnar við rýmið,“ vekja fólk til umhugsunar um rýmið og hlutverk þess í því, hvernig það umgengst það, tengsl verksins við það o.s.frv.    Oft heppnast þessi list afbragðs-vel. Sem dæmi má nefna styttu Ólafar Nordal við Ægisíðu, geir- fugl sem stendur á steini í fjöru- borðinu og horfir í átt að Eldey, þar sem síðustu fuglarnir af hans tegund voru veiddir. Frá Nauthóls- vík að Ægisíðu má finna forvitnileg og hugmyndarík listaverk sem gera ferðir eftir göngustígnum skemmtilegri en ella. Annað dæmi um vel heppnað og gefandi verk á almannasvæði eru steinar Sigurðar Guðmundssonar við Sæbraut, slíp- aðir í Kína og fluttir til Reykjavík- ur. Innri fegurð afhjúpuð, ekki dæma bókina af kápunni einni sam- an, ýmislegt flýgur manni í hug við að skoða það. Hulinn gimsteinn í borginni.    Hinum almenna borgara þykirkannski lítið til svona verka koma, hvað veit ég? En víst er að það er ekkert lítið mál að vinna verk sem hentar ákveðnu almenn- ingsrými þannig að fólk kunni að meta það og taki eftir því. Lista- maðurinn stendur frammi fyrir því að sýna verkið á stað sem fólk sæk- ir ekki sérstaklega til að skoða listaverk. Það gerir verkefnið enn erfiðara, gjörólíkt því að halda hefðbundna myndlistarsýningu í safni eða galleríi. Hvað er list í al- menningsrými? Hún getur verið minnisvarði, annað hvort um listina sem slíka eða einhvern mann eða viðburð. Það er þekktasta form listaverka á opinberu svæði, a.m.k. í Reykjavík. Oftar en ekki fær mað- ur á tilfinninguna að listaverk sé uppfyllingarefni, stoppi í ákveðið gat á torgi, gangstétt eða lóð. Enda ekki skrítið þar sem lög kveða á um að 1% af byggingarkostnaði nýrrar byggingar skuli fara í listaverk.    Tilgangurinn með list í almenn-ingsrými er jafn margvíslegur og verkin eru mörg. Með verkinu getur listamaðurinn verið að vekja fólk til umhugsunar um hvernig það notar þetta ákveðna svæði; hann getur fært mönnum ró frá amstri hversdagsins (gott dæmi er verk Bruce Nauman á skúlptúr- messunni í Münster í ár, öfugur þrí- hyrningur sem menn geta farið of- an í til að njóta næðis frá skarkala götunnar og daglegu amstri); hann getur fellt verkið svo vel að rýminu að fólk tekur vart eftir því nema fyrir tilviljun, líkt og að finna falinn fjársjóð (verk Ólafs Elíassonar fyr- ir utan bækistöðvar deCODE í Vatnsmýrinni, hreinasta snilld). Möguleikarnir eru endalausir.    Á Íslandi er mikil áhersla lögð ásteypu, hús og önnur mann- virki. Fyrst er byggt, svo er lista- verkum hent inn í húsið eða á lóð- ina fyrir utan. Listaverk á ekki að vera minnisvarði um þann sem keypti það, þann sem byggði húsið eða kom því fyrir á ákveðnum stað. Það á að bæta einhverju við rýmið, fegra það eða gera áhugaverðara. Fyrir hvern var verk Erró í Kringlunni? Var það ekki fyrir við- skiptavini Kringlunnar? Hvaða skilaboð eru það til listunnenda, barna, aðdáenda Erró, að taka verkið niður til að koma fyrir nýrri verslun? Er listaverk einnota skraut, gott til að vekja athygli á einhverju en viðskiptahagsmunir ganga þó fyrir? Kannski hafa eig- endur Kringlunnar í huga að koma verkinu upp á ný, og eru þá beðnir afsökunar.    Í vor kviknaði í húsum við Aust-urstræti og Lækjargötu. Þegar farið var að ræða um uppbyggingu á svæðinu varð mest áberandi sú hugmynd að byggja svipuð hús. Fáum datt í hug að byggja ekki hús, fáir ræddu um torgið sem slíkt, að þar mætti t.d. setja lista- verk borginni til sóma, gera torgið fallegt með einhverjum hætti. Nógu er nú torgið ljótt eins og það er. Nú fer fram hugmyndaleit fyrir þetta svæði, forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr henni. Kæmi mér ekki á óvart að þar væru hús öðru mik- ilvægari. Eða kannski verður sett þar stytta eftir listamann sem á þegar styttur um alla borg. Þá þurfa menn ekki að taka neina áhættu. Á ekki einhver góðan vegg til að setja verk Errós á? Í öruggri geymslu » Oftar en ekki færmaður á tilfinn- inguna að listaverk sé uppfyllingarefni, stoppi í ákveðið gat á torgi, gangstétt eða lóð. Morgunblaðið/Kristinn helgisnaer@mbl.is AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Í geymslu Verk Erró í Kringlunni var sett upp fyrir tilstilli Listasjóðs atvinnulífsins fyrir sjö árum og var það heil- mikið verk. Þá var ráðgert að það yrði þar til frambúðar en svo fór þó ekki. -hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.