Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 3
íþróttir
ALEXANDER Petersson hefur ekki
tekið sér langan tíma í að stimpla sig
inn á nýjum vinnustað í Flensburg. Á
laugardaginn var hann markahæstur
í liði Flensburgar með sex mörk þeg-
ar liðið vann öruggan sigur á Wil-
helmshavener 35:25 í þýsku 1. deild-
inni í handknattleik. Einar
Hólmgeirsson skoraði sín fyrstu
deildarmörk fyrir Flensburg en hann
skoraði tvívegis í leiknum. Gylfi
Gylfason hafði óvenju hægt um sig
hjá Wilhelmshavener og komst ekki á
blað. Flensburg hefur byrjað leiktíð-
ina á tveimur öruggum sigrum og er
til alls líklegt eins og undanfarin ár.
Garcia lét að sér kveða
Jaliesky Garcia er kominn á ferðina
á ný eftir meiðsli og hann lét verulega
að sér kveða þegar Göppingen lagði
Fuchse Berlin 22:20. Garcia skoraði
fimm mörk fyrir Göppingen, þar af
eitt úr vítakasti. Þetta var fyrsti leik-
ur Garcia á leik-
tíðinni. Andrius
Stelmokas,
fyrrum leik-
maður Þórs og
KA, skoraði eitt
mark fyrir Berl-
in.
Guðjón Valur
Sigurðsson
skoraði sex
mörk, þar af
þrjú úr vítaköstum, þegar Gummers-
bach vann nauman útisigur á Minden
24:23. Róbert Gunnarsson var með
fimm mörk og Sverre Jakobsen gekk
vasklega fram í vörninni og var tví-
vegis sendur í kælingu. Hjá Minden
skoraði Einar Örn Jónsson tvö mörk.
Þórir Ólafsson skoraði þrjú mörk
fyrir N-Lübbecke sem tapaði 33:28
fyrir Nordhorn. Samherji hans, Birk-
ir Ívar Guðmundsson, lék í tæplega
tíu mínútur og varði þrjú skot.
Fyrstu stig Gummersbach
Alexander og Guðjón Valur markahæstir hjá sínum liðum um helgina
Jaliesky Garcia
GARÐBÆINGAR voru at-
kvæðamiklir á opna Reykjavík-
urmótinu í handknattleik sem er
árlegt undirbúningsmót fyrir Ís-
landsmótið. Mótinu lauk á laug-
ardaginn en í kvennaflokki var ekki
spilaður sérstakur úrslitaleikur.
Stjarnan lék fjóra leiki og sigraði
þá alla. Stjörnukonur sigruðu
Fram, Fylki og Hauka nokkuð
örugglega. Úrslitaleikurinn var
gegn Val þegar upp var staðið en
þann lék vann Stjarnan með tveim-
ur mörkum. Valur varð í öðru sæti
og Haukar í því þriðja. Í karlaflokki
sigruðu Stjörnumenn Akureyringa
í úrslitaleik 34:27. Athyglisverður
árangur hjá Akureyri en liðið hefur
ekki fengið neinn liðsstyrk og hefur
misst Hreiðar Guðmundsson í at-
vinnumennsku. Í leiknum um þriðja
sætið hafði Fram sigur gegn HK,
27:24.
Tvöfalt hjá
Stjörnunni
BIRKIR Ívar Guðmundsson, lands-
liðsmarkvörður í handbolta, á í
mikilli samkeppni hjá liði sínu N-
Lübbecke í þýsku 1. deildinni. Birk-
ir hefur einungis leikið um tíu mín-
útur í hvorum leik í tveimur fyrstu
umferðunum. Hann er þó sæmilega
bjartsýnn varðandi sitt hlutverk:
,,Mér líst ágætlega á leiktíðina
enda er ég sæmilega bjartsýnn að
eðlisfari. Það er hins vegar bara
einn sem ræður í handbolta og það
er þjálfarinn. Hann er Króati eins
og hinn markvörðurinn. Það er því
á brattann að sækja hjá mér. Þó er
auðvitað fínt að hafa samkeppni og
keppinautur minn er góður mark-
vörður og sterkur persónuleiki. Ég
er í góðu líkamlegu ástandi og tel
mig vera tilbúinn í slaginn,“ sagði
Birkir Ívar í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Birkir er
bjartsýnn
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ákveðinn Birkir Ívar Guðmunds-
son er í harðri keppni í markinu.
HALLDÓR Sigfússon, leikstjórn-
andi hjá Essen í þýsku úrvalsdeild-
inni í handknattleik, hefur ekki tek-
ið þátt í fyrstu tveimur leikjum
liðsins. Halldór hefur verið í sextán
manna hópi liðsins en ekki fengið
tækifæri:
,,Í byrjun ágúst varð ég fyrir því
að rífa vöðva aftan í læri. Þá missti
ég úr tvær og hálfa viku og á þeim
tíma voru spilaðir tíu æfingaleikir.
Það var óneitanlega blóðugt, en
helsta ástæðan fyrir skorti á tæki-
færum er þó sú að til Essen er kom-
inn þrautreyndur leikstjórnandi.
Þjálfaraskipti urðu hjá okkur í
mars og nýi þjálfarinn keypti fimm
leikmenn í sumar sem allir eru í
byrjunarliðinu. Í minni stöðu er
Andrei Siniak sem leikið hefur í
deildinni í ellefu ár. Ég er auðvitað
ósáttur, enda mikil viðbrigði fyrir
mig, þar sem ég lék hvern einasta
leik í fyrra, bæði í vörn og sókn,“
sagði Halldór í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Halldór úti
í kuldanum