Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 1
mánudagur 3. 9. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Aston Villa lagði Chelsea og Liverpool er á toppnum í Englandi >> 9 VALSMENN Á FLUGI BURSTUÐU VÍKINGA 5:1 Á ÚTIVELLI OG SÆKJA HART AÐ FH-INGUM Á TOPPNUM >> 4 Morgunblaðið/Sverrir Í úrslit Tryggvi Guðmundsson lék stórt hlutverk í gær þegar FH sigraði Breiðablik, 3:1, í undanúrslitum bik- arkeppninnar í knattspyrnu, í framlengdum leik á Laugardalsvellinum. FH-ingar mæta Fylki eða Fjölni í úrslita- leik 6. október en Reykjavíkurliðin mætast í kvöld. » 5 SVEINN Elías Elíasson úr Fjölni varð í gær Norðurlandameistari unglinga í 400 metra hlaupi. Sveinn sigraði í greininni á síðari degi Norðurlandamótsins sem fram fór í Esbjerg í Danmörku og hljóp vega- lengdina á 48,03 sekúndum, sem er nýtt drengjamet. Hann bætti eigið met sem var 48,49 sekúndur. Sveinn Elías fékk jafnframt silf- urverðlaun á mótinu en hann varð annar í 200 metra hlaupi á 21,94 sekúndum. Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ hlaut tvenn bronsverðlaun í Esb- jerg. Hann varð þriðji í 110 m grindahlaupi á nýju unglingameti, 14,54 sekúndum og þriðji í lang- stökki, stökk 7,11 metra. Sveinn varð Norður- landa- meistari NÝTT aðsóknarmet í efstu deild karla í knattspyrnu var slegið í gærkvöld. Þá sáu 1.010 áhorfendur Valsmenn sigra Víkinga sannfær- andi, 5:1, í Víkinni og þar með hafa 98.404 áhorfendur mætt á 75 leiki í deildinni en áður hafa mest 98.026 séð alla 90 leikina í deildinni – árið 2006. Það er líka ljóst að langþráð takmark knattspyrnuforystunnar um að ná samtals 100 þúsund áhorf- endum á völlinn næst í 16. umferð- inni sem er leikin hinn 16. sept- ember. Metið féll í Víkinni HELGI Sigurðsson framherji Vals, markahæsti leikmaður Lands- bankadeildar karla í knattspyrnu, þurfti að fara af leikvelli eftir 18 mínútna leik gegn Víkingum í gær. Helgi tognaði aftan í læri og gat af þeim sökum ekki haldið leik áfram en þetta voru sams konar meiðsli og hann varð fyrir í leiknum á móti Keflvíkingum í síðustu viku en þá þurfti hann að fara af velli í hálfleik. Helgi var valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Spánverjum og N- Írum í undankeppni EM sem fram fara á laugardag og miðvikudag í næstu viku. Í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn í Víkinni í gær taldi Helgi nær öruggt að hann gæti ekki verið með í þessum leikjum vegna meiðslanna. Helgi ekki í lands- leikjunum Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „STUÐNINGSMENN Brann eru vissulega farnir að horfa fram á veg- inn og vonast eftir því að við vinnum deildarkeppnina en leikmenn liðsins eru með báða fætur á jörðinni – það eru sjö umferðir eftir og margt sem getur gerst á þeim tíma,“ sagði Kristján Örn Sigurðsson, varnar- maður Brann, en hann tryggði lið- inu 1:0-sigur í Bergen í gær gegn botnliði Sandefjord. Brann er með þriggja stiga forskot á Lilleström þegar liðin hafa leikið 19 leiki, Brann er með 39 stig en Lillström er með 35. Stabæk er í þriðja sæti með 33 stig en liðið á leik til góða – í kvöld gegn Fredrikstad. Þetta er fjórða markið hjá lands- liðsmanninum í deildinni og eitt þeirra hefur Kristján skorað með hægri fæti – hin með höfðinu. „Ég var eitthvað að þvælast í vítateign- um – að mig minnir eftir horn- spyrnu. Boltinn fór frá markinu þeirra en við náðum honum aftur. Boltinn var sendur fyrir markið og ég skallaði af stuttu færi í markið. Ekki fallegasta markið sem hefur sést en alveg jafnmikilvægt og öll önnur mörk sem við skorum,“ sagði Kristján. Það er greinilegt að leik- menn Brann ætla ekki að fara fram úr sjálfum sér í væntingunum á lokaspretti deildarinnar en liðið „henti“ frá sér titlinum í fyrra á lokasprettinum. „Það getur allt gerst í næstu leikjum. Við munum vel eftir vonbrigðunum í fyrra og ætlum ekki að endurtaka það. Stuðningsmenn liðsins eru vissulega gríðarlega ánægðir og búast við því að titillinn komi til Bergen í fyrsta sinn frá árinu 1963. Við ætlum að taka einn leik fyrir í einu og miðað við hve deildin er jöfn þá getur allt gerst á lokasprettinum. Næsti leik- ur er gegn Fredrikstad á útivelli og sá leikur verður mjög erfiður – eins og allir aðrir leikir.“ Kristján sagði að aðstæður í Bergen hefðu verið „eðlilegar“. „Það var rigning, að sjálfsögðu, en við kunnum vel við okkur í þeim aðstæðum.“ Var að þvælast í teignum Kristján Örn tryggði Brann 1:0 sigur og liðið nálgast sinn fyrsta titil í 44 ár ÚRVALSDEILDARLIÐ Skalla- gríms í körfuknattleik hefur samið við franska leikmanninn Allan Fall og mun hann leika með liðinu í vet- ur. Fall er 25 ára gamall leikstjórn- andi en hann lék með BS Colfon- taine í Belgíu á síðustu leiktíð. Bandaríski leikmaðurinn Darrell Flake verður áfram í herbúðum liðsins og Milojica Zekovic sem leik- ið hefur með Hetti og Tindastól verður í Borgarnesi í vetur. Banda- ríkjamaðurinn Kenneth Webb er þjálfari Skallagríms en hann hefur áður þjálfað í Noregi og víðar. Þá hafa forráðamenn bikarmeist- araliðs ÍR komist að samkomulagi við Marko Palada frá Króatíu um að hann leiki með liðinu en hann er rétt rúmlega 2 m á hæð og leikur sem miðherji. Áður hafði ÍR samið við Nedzad Spahic en sá leikmaður stóð ekki við samkomulagið og fór í annað lið. Frá þessu er greint á karfan.is. Fall í Nesið SIGURÐUR Ingimundarson, þjálf- ari íslenska landsliðsins í körfu- knattleik, segir að leikmenn liðsins séu spenntir fyrir síðasta leik liðs- ins í B-deild Evrópumótsins sem fram fer á miðvikudag í Laug- ardalshöll. Ísland hefur unnið tvo leiki í röð í riðlinum en leikið er gegn Austurríki í lokaleiknum. „Að okkar mati eigum við harma að hefna gegn Austurríki. Við töp- uðum með allt of miklum mun á úti- velli þar sem tveir leikmenn þeirra gerðu út um leikinn á lokakafl- anum. Það er hugur í strákunum að sýna að þeir séu betri en þeir,“ sagði Sigurður eftir 89:73-sigur liðsins gegn Lúxemborg. »7 Hugur í strákunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.