Morgunblaðið - 03.09.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
HARRY Redknapp, knatt-
spyrnustjóri Portsmouth, segist
hafa verið nálægt því að fá Eið
Smára Guðjohnsen til liðs við fé-
lagið áður en félagaskiptafrest-
urinn rann út á föstudaginn. Ís-
lenski landsliðsvarnarmaðurinn
Hermann Hreiðarsson gekk í raðir
Portsmouth í sumar eftir að hafa
leikið með Charlton í nokkur tíma-
bil.
„Ég var að vinna í því að fá Eið
en meiðsli hans komu í veg fyrir
að hann kæmi til okkar,“ segir
Redknapp í enskum fjölmiðlum í
gær en íslenski landsliðsfyrirliðinn
er á sjúkralist-
anum vegna
meiðsla í hné
sem hafa verið
að angra hann.
Redknapp úti-
lokar ekki að
hann reyni aftur
við Eið Smára
þegar fé-
lagaskiptaglugg-
inn opnast 1. janúar og sömuleiðis
við Peter Crouch, framherja Liv-
erpool, en Rafael Benítez, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, neitaði
Portsmouth um að fá framherjann
stóra. Eiður hefur leikið með
tveimur félagsliðum á Englandi,
Bolton og Chelsea, og varð hann
m.a. enskur meistari með Chelsea.
Enskir fjölmiðlar hafa orðað hann
við ýmis félög í sumar.
Redknapp náði að krækja í
Papa Bouba Diop frá Fulham áður
en félagaskiptaglugganum var
lokað en hann leikur á miðjunni
og var kaupverðið ekki gefið upp.
Diop er 29 ára gamall en hann
gerði þriggja ára samning við
Portsmouth. Hann hefur lítið get-
að leikið með Fulham undanfarin
misseri vegna meiðsla.
Redknapp reyndi að fá Eið Smára
Eiður Smári
BAYERN München tapaði í gær
sínum fyrstu stigunum á þessu
tímabili í þýsku 1. deildinni í knatt-
spyrnu þegar liðið gerði jafntefli,
1:1, við Hamburger SV á útivelli.
Miroslav Klose virtist ætla að
tryggja Bayern sinn fjórða sigur í
jafnmörgum leikjum þegar hann
skoraði á 70. mínútu en það var
hans 100. mark í deildinni frá upp-
hafi. En Mohamed Zidan náði að
jafna metin fyrir Hamburger þrem-
ur mínútum fyrir leikslok og
tryggði liði sínu stig.
Bayern er þó áfram efst og er
með 10 stig en fimm lið eru jöfn
með 7 stig hvert.
Meistarar
Stuttgart töpuðu
óvænt fyrir ná-
grönnum sínum,
nýliðum Karls-
ruhe, og hafa þar
með beðið tvisvar
lægri hlut í
fyrstu fjórum
umferðunum.
Þeir eru þar með í fjórða neðsta
sæti deildarinnar. Ungverski miðju-
maðurinn Tamas Hajnal skoraði
sigurmarkið fyrir Karlsruhe
snemma í síðari hálfleiknum.
Fyrstu stigin forgörðum
Miroslav Klose
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék í
fyrsta sinn sem norska liðinu Våle-
renga í gær er liðið sigraði Start,
3:2, á heimavelli á Ullevaal í Ósló.
Árni Gautur Arason var í marki
Vålerenga en Jóhannes Harðarson
var í leikmannahópi Start en kom
ekki við sögu. Gunnar Heiðar fór af
leikvelli á 66. mínútu en hann fær
ekki háa einkunn hjá netmiðlinum
Nettavisen eða alls 4 af 10 mögu-
legum. Á heimasíðu Vålerenga fær
landsliðsframherjinn fína dóma en
hann slapp m.a. einn í gegnum vörn
Start á upphafsmínútum leiksins en
það tækifæri var blásið af vegna
rangstöðu sem stuðningsmenn Våle-
renga voru ekki sáttir við. Våle-
renga hefur verið í bullandi fall-
hættu það sem af er leiktíð en liðið
er nú í 9. sæti af alls 14 með 24 stig.
Haraldur Guðmundsson var í
vörn Aalesund sem sigraði Lyn á
heimavelli, 3:1, en Indriði Sigurðs-
son var ekki í leikmannahópi Lyn.
Haraldur fær 6 í einkunn hjá net-
miðlinum Nettavisen en nýliðarnir
eru með 24 stig í 10. sæti deild-
arinnar. Lyn hefur ekki séð til sólar
frá því að Stefán Gíslason fór frá lið-
inu og Lyn með 25 stig 7. sæti deild-
arinnar.
Kristján Örn Sigurðsson tryggði
Brann 1:0 sigur á heimavelli gegn
Sandefjord. Brann herti þar með
takið á efsta sæti deildarinnar en
Ólafur Örn Bjarnason var að venju í
vörn Brann. Ármann Smári Björns-
son var í leikmannahópnum en kom
ekki við sögu hjá Brann. Það vekur
athygli að Kristján hefur skorað 4
mörk í deildarkeppninni en fram-
herjinn Veigar Páll Gunnarsson sem
leikur í kvöld með Stabæk gegn
Fredrikstad hefur skorað 6 mörk.
Hannes Þ. Sigurðsson er með 4
mörk líkt og Kristján í deildinni.
Hannes skoraði ekki í gær með Vik-
ing frá Stavanger sem tók á móti
Lilleström. Leikurinn endaði 1:1 en
Hannes var í byrjunarliði Viking.
Birkir Bjarnason var í leikmanna-
hóp Viking en kom ekki við sögu og
Viktor Bjarki Arnarsson var í liði
Lilleström en lék ekki. Í netmiðl-
inum Nettavisen fær Hannes 6 af
alls 10 mögulegum í einkunn fyrir
leik sinn.
Kristján skorar og skorar
KRISTJÁN Örn Sigurðsson skoraði
sigurmark Brann gegn Sandefjord
í norsku úrvalsdeildinni í gær í 1:0-
sigri liðsins og er þetta í annað sinn
á leiktíðinni sem íslenski landsliðs-
maðurinn tryggir sigur gegn
Sandefjord. Brann er með þriggja
stiga forskot á Lilleström í efsta
sæti deildarinnar þegar 7 umferðir
eru eftir.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
Gunnar Heiðar fær misjafna dóma eftir fyrsta leikinn með Vålerenga
BRÖNDBY, sigursælasta knatt-
spyrnufélag Danmerkur síðustu tvo
áratugina, er áfram í hópi botnliða
dönsku úrvalsdeildarinnar eftir
jafntefli á heimavelli, 1:1, gegn OB í
gær. Bröndby er með 6 stig eins og
Lyngby og aðeins AGF, lið Kára
Árnasonar, er neðar, með 5 stig.
Bröndby hefur aðeins náð að
vinna einn leik á tímabilinu en
stjórn félagsins þarf í dag að taka
afstöðu til tilboðs frá Peter
Schmeichel, fyrrum landsliðs-
markverði Danmerkur. Schmeichel
fer fyrir hópi fjárfesta sem vilja
kaupa sig inn í félagið fyrir 2,5
milljarða króna.
Stefán Gíslason var í liði Bröndby
og hann var nálægt því að koma lið-
inu í 2:0 í leikn-
um í gær en hann
átti skalla í
þverslá. Stefán
var tekinn af
velli að loknum
fyrri hálfleiknum
en hann var þá
kominn á ystu
nöf með að fá
rautt spjald.
Rúrik Gíslason
og félagar í Viborg komust af botn-
inum með því að sigra AGF, 2:0, í
Íslendingaslag, en AGF er komið í
botnsætið í staðinn. Rúrik kom inn
á sem varamaður hjá Viborg á 77.
mínútu en Kári Árnason spilaði all-
an leikinn með AGF.
Bröndby enn við botninn
Stefán
Gíslason
EMIL Hallfreðsson og félagar í
Reggina náðu stigi á síðustu stundu í
ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í
gær. Francesco Cozza jafnaði þá
metin gegn Torino á útivelli, 2:2,
þegar komið var fram yfir venjuleg-
an leiktíma. Cozza var þá nýkominn
inn á sem varamaður.
Emil var áfram í byrjunarliði
Reggina en var skipt af velli á 73.
mínútu. Lið hans er komið með tvö
stig eftir fyrstu tvo leiki sína í deild-
inni.
Juventus, sem er í deildinni á ný
eftir árs fjarveru í kjölfar hneyksl-
ismálsins á síðasta ári, vann ævin-
týralegan útisigur á Cagliari, 3:2, á
eynni Sardiníu. Giorgio Chiellini
skoraði sigurmarkið með skalla á
lokamínútu leiks-
ins en skömmu
áður hafði einn
leikmaður úr
hvoru liði verið
rekinn af velli.
David Trezeguet
og Alessandro
Del Piero skor-
uðu hin mörk Ju-
ventus í leiknum
en liðið fer vel af
stað og er með sex stig eftir tvær
umferðir, eins og Roma. AC Milan
og Fiorentina mætast í kvöld en
bæði lið unnu í fyrstu umferðinni.
Zlatan Ibrahimovic skoraði bæði
mörkin fyrir meistaralið Inter sem
vann Empoli, 2:0, á útivelli.
Reggina jafnaði í lokin
Emil
Hallfreðsson
WESLEY Sneijder frá Hollandi sel-
ur ekki eins margar keppnistreyjur
og forveri hans í Real Madrid, David
Beckham, en Sneijder skoraði tví-
vegis í 5:0 sigri liðsins gegn Villareal
í gær. Sneijder leikur í treyju nr. 23
líkt og Beckham gerði á sínum tíma.
Villareal hafði fyrir leikinn ekki tap-
að í síðustu 9 leikjum. „Ég er mjög
ánægður með mörkin enda vissum
við að tækni hans væri góð og skot
hans úr aukaspyrnu geta verið mjög
hættuleg,“ sagði Bernd Scühster,
þjálfari Real Madrid. „Ég er viss um
að hann á eftir að skora fleiri mörk
úr aukaspyrnum,“ bætti hann við en
Sneijder skoraði glæsilegt mark
beint úr aukaspyrnu í leiknum.
Eiður Smári Guðjohnsen var ekki
í leikmannahóp Barcelona vegna
meiðsla en liðið vann 3:1 sigur á
heimavelli gegn Athletico Bilbao þar
sem Ronaldinho skoraði tvívegis.
Thierry Henry lék sinn fyrsta leik á
heimavelli með Barcelona en fyrrum
framherji Arsenal náði ekki að
skora. „Henry sýndi að hann er
ávallt hættulegur,“ sagði Frank
Rijkaard, þjálfari Barcelona.
AP
Góður Wesley Sneijder, leikmaður Real Madrid, fer framhjá Marcos Antonio varnarmanni Villareal.
Sneijder
sýndi takta
Ragnar Sig-urðsson og
Hjálmar Jónsson
voru báðir í byrj-
unarliði Gauta-
borgar sem gerði
markalaust jafn-
tefli gegn
Brommapojk-
arna í sænsku úr-
valsdeildinni í gær. Gautaborg er á
toppi deildarinnar með 33 stig að
loknum 20 umferðum en Elfsborg er
með jafnmörg stig og á leik til góða.
Arnar Þór Viðarsson var í byrj-unarliði De Graafschap í hol-
lensku úrvalsdeildinni í gær þegar
liðið gerði 2:2 jafntefli gegn Utrecht
á útivelli. Arnar fór af velli á 65. mín-
útu en hann er í láni hjá nýliðunum
en er samningsbundinn Twente.
Marel Bald-vinsson
skoraði fyrir
Molde í 2:0 sigri
liðsins í norsku 1.
deildinni á útivelli
gegn Ham/Kam
á laugardag.
Marel hefur skor-
að 5 mörk á leik-
tíðinni en hann hefur aðeins tekið
þátt í 10 leikjum af alls 21. Marel
hefur byrjað inni á í sjö leikjum en
komið inn á sem varamaður í þrem-
ur. Molde féll úr úrvalsdeildinni sl.
vor en liðið er á hraðferð upp aftur
og er þessa stundina með 53 stig í
efsta sæti.
Baldur Sigurðsson fyrrum leik-maður Keflavíkur var ekki í
leikmannahóp Bryne í norsku 1.
deildinni þegar liðið lagði Mandals-
kam á útivelli, 2:1. Danski framherj-
inn Allan Borgvardt fyrrum leik-
maður Íslandsmeistaraliðs FH
skoraði fyrir Bryne í leiknum en
Borgvardt hefur skorað 7 mörk á
leiktíðinni. Markahæsti leikmaður
deildarinnar er Thiago Martins leik-
maður Bodö/Glimt en hann hefur
skorað 15 mörk.
Símun Eiler Samúelsen fyrrumfélagi Baldurs úr Keflavík var
ekki í leikmannahóp Sogndal sem
tapaði á útivell, 2:1, gegn Moss.
Vallarmatsnefnd GolfsambandsÍslands hefur skráð og tekið í
notkun nýtt vallarmat fyrir Garða-
völl á Akranesi. Vallarforgjöf kylf-
inga breytist við nýja matið um 1-3
högg allt eftir grunnforgjöf þeirra.
„Forgjafarnefnd Leynis hefur ekki
tekið neinar ákvarðanir um breyt-
ingu grunnforgjafar hjá fé-
lagsmönnum klúbbsins út frá nýju
vallarmati,“ segir í frétt frá félaginu.
Georgía og Finnland áttust við íB-deild Evrópumótsins í körfu-
knattleik í gær en liðin eru með Ís-
lendingum í riðli. Georgía hafði bet-
ur, 77:76, en þetta er fyrsti tapleikur
Finna í keppninni.
Fólk sport@mbl.is