Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 1

Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 249. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SJÖ-NÍU-ÞRETTÁN NÝJASTI SKEMMTISTAÐURINN Í BORGINNI ER EKKI FYRIR SNOBBAÐ FÓLK >> 38 UPPSKERA MINNKAR EN EFTIRSPURN VEX BRAUÐIÐ DÝRA VIÐSKIPTI >> 6 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HORFUR eru á að mjólkurfram- leiðsla á Íslandi verði meiri í ár en hún hefur áður verið. Framleiðslan á síðustu 12 mánuðum var um 125 milljónir lítra. Fara þarf aftur til árs- ins 1978 til að finna álíka mikla fram- leiðslu en þá var hún um 120 millj- ónir lítrar. Það eru fyrst og fremst stóru kúabúin sem eru að skila mestri aukningu. Árið 1995 nam framleiðsla á mjólk hér á landi ekki nema 109 milljónum lítra og töldu stjórnendur mjólkur- iðnaðarins að ef ekki tækist að auka framleiðslu verulega gæti komið til þess að flytja yrði inn mjólk til að fullnægja þörf hér heima. Það hefur komið mörgum á óvart hversu vel hefur gengið að auka framleiðsluna. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir þetta sýna hversu mikill kraftur er í atvinnugreininni. Það væru á síðustu árum komin fram stór kúabú sem virtust hafa mögu- leika á að auka verulega framleiðslu. Búin stækka og stækka Gríðarlegar breytingar hafa orðið í mjólkurframleiðslu á síðustu árum. Búum fækkar stöðugt en þau verða jafnframt stærri og stærri. Að með- altali framleiddi hvert bú um 160 þúsund lítra af mjólk í fyrra og lík- lega stækkar meðalbúið um 10% á þessu ári. Þróunin er enn hraðari í Danmörku en hægari í Noregi. Þess- ar breyting hafa orðið hér á landi að miklu leyti á þann hátt að lítil bú hafa hætt starfsemi og kvótinn hefur ver- ið keyptur af bændum sem eru að byggja ný fjós eða stækka fjós. Að undanförnu hafa hins vegar verið auglýst til sölu mjög stór kúa- búa með 300-400 þúsund lítra kvóta. Önnur breyting sem hefur orðið á síðustu árum, er, að bændur, sem eru að stækka búin, víla ekki fyrir sér að kaupa í einu lagi kvóta fyrir 30-50 milljónir. Ekki eru mörg ár síðan menn töldu það vera stóra fjár- festingu að kaupa kvóta fyrir 2 millj- ónir. Morgunblaðið/Frikki Mjólk Íslensku kýrnar hafa verið duglegar að mjólka í ár. Kúa- bændur slá met Mest aukning hjá stórum kúabúunum „ÞETTA eru öflugustu mótvægisaðgerðir sem nokkur ríkisstjórn hefur gengið til vegna erfið- leika í atvinnulífi landsmanna. Það verða kannski ekki allir ánægðir en með þessu er verið að bæta innviði sveitarfélagana á mjög myndarlegan hátt,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er ríkisstjórnin kynnti mótvægisaðgerðir sínar vegna niðurskurðar á þorskkvótanum. „Ég tel að það sé margt gott í þessu en ég held hins vegar að við munum áfram heyra áhyggjur af fyrirtækjunum,“ sagði Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri á Ísafirði, um tillögur ríkisstjórnarinnar. Ekki væri heldur hægt að sjá að til yrðu mörg störf fyrir þá sem misstu vinnu á sjó eða við fisk- vinnslu en á hinn bóginn væru tillögur um stuðn- ing, endurmenntun og störf við skráningu o.fl. Hann liti ekki svo á að tillögurnar væru endanleg- ar og ef þörf væri á yrði bætt í. Samband íslenskra sveitarfélaga, en Halldór er formaður þess, lýsti í gær undrun og óánægju með að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa haft samráð við sambandið við undirbúning mótvægisaðgerðanna áður en þær væru kynntar, líkt og rætt var um. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, sagði að í aðgerðir ríkisstjórnarinnar vantaði það sem mestu skipti fyrir sjávarútveginn; að leggja af veiðigjaldið og ríkisvaldið hætti að mismuna út- gerðarmönnum. Þannig ætlaði ríkisstjórnin ein- ungis tímabundið að leggja af veiðigjald á þorsk- veiðar en gjaldið yrði greitt af öðrum veiðum. „Mér finnst mjög undarlegt að skattleggja sjávar- útveginn umfram aðrar atvinnugreinar, sérstak- lega í þessum þrengingum,“ sagði hann. Þá væri ekkert fjallað um mismunun vegna rangs slæging- arstuðuls, byggðakvóta og línuívilnunar. Innviðir styrktir Auk Össurar kynntu ráðherrarnir Jóhanna Sig- urðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Árni M. Mathiesen aðgerðirnar. Öll lögðu þau áherzlu á að verið væri að styrkja innviði þeirra sveitarfélaga sem ættu um sárt að binda og að- gerðirnar væru bæði til skamms og langs tíma. Jó- hanna sagði að þessar aðgerðir styddu verulega við bakið á konum sem kynnu að missa atvinnu sína. Þorgerður Katrín sagði að með styrkingu menntamála væri hlúð að vaxtarsprotum á lands- byggðinni og Árni sagði að með þessum aðgerðum væri lagt mikið fé til uppbyggingar þar sem þörfin væri mest og minnstir möguleikar til að bregðast við erfiðleikunum. „Öflugustu aðgerðir sem gripið hefur verið til“ Samband íslenskra sveitarfélaga ósátt við skort á samráði við undirbúning Eftir Hjört Gíslason og Rúnar Pálmason „VIÐ tileinkum Ásgeiri Elíassyni sigurinn enda var hann frábær þjálf- ari og einstök persóna. Við vottum aðstandendum hans samúð okkar og leikurinn var fyrir hann,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður ís- lenska landsliðsins, eftir 2:1-sigur Íslands gegn N-Írum í riðlakeppni Evrópumótsins. Þetta er fyrsti sigur Íslands í keppninni frá því í sept- ember í fyrra þegar liðið lagði N-Íra á útivelli, 3:1. Ármann Smári Björnsson skoraði fyrsta landsliðsmark sitt á 6. mínútu en sigurmark Íslands var sjálfsmark Keiths Gillespies á 86. mínútu. Íslendingar eru með átta stig í F-riðli en Lettland og Liechtenstein eru þar fyrir neðan með sex og fjögur stig. „Ég er kannski ekki ánægður með allt í leiknum sem slíkum en ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með úrslitin,“ sagði Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari. | Íþróttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Fögnuður Grétar Rafn Steinsson átti sendinguna sem skilaði sigurmarkinu í lok leiksins. Félagar hans fögnuðu markinu en það var sjálfsmark N-Íra. Biðin loks á enda Sáttir Áhorfendur fjölmenntu á leikinn og fóru heim sáttir með úrslitin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.