Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 2

Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                                                                                                                                                                                            Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Davíð Loga Sigurðsson í Dublin david@mbl.is GAGNKVÆMUR áhugi er á því hjá íslenskum og írskum ráðamönnum að bæta og efla mjög samskipti þjóð- anna tveggja en það er samdóma álit þeirra Geirs H. Haarde forsætisráð- herra og starfsbróður hans á Írlandi, Berties Aherns, að ýmis tækifæri séu fyrir hendi í þeim efnum. Ahern er raunar þeirrar skoðunar að líkur séu á því að írskir ferðamenn myndu flykkjast til Íslands ef beint flug væri í boði. Geir er í opinberri heimsókn til Ír- lands og hitti hann Ahern á skrif- stofu þess síðarnefnda síðdegis í gær. Geir sagði að fundinum loknum að þeir hefðu rætt ýmis tvíhliða mál, m.a. Hatton Rockall-málið, en fjög- urra landa fundur verður haldinn í lok september í Reykjavík milli full- trúa Danmerkur, Íslands, Bretlands og Írlands um þau efni. Þá hefðu þeir rætt málefni Sameinuðu þjóðanna, m.a. framboð Íslands til öryggisráðs SÞ starfsárin 2009-2010. „Írar styðja okkur í því máli. Þeir voru sjálfir í ör- yggisráðinu fyrir nokkrum árum og telja að lítil lönd geti gert heilmikið gagn á þeim vettvangi.“ Bauð Ahern til Íslands Ahern hefur einu sinni í tíu ára forsætisráðherratíð sinni sótt Ísland heim. Það var fyrir sex árum en Geir bauð Ahern í gær að koma aftur og þá í opinbera heimsókn. Heimsókn Geirs er sú fyrsta sem íslenskur for- sætisráðherra fer í til Írlands og vekur það nokkra athygli í ljósi gam- alla tengsla milli landanna. Tilgangur ferðar forsætisráðherra til Írlands er að stuðla að því að sam- skipti landanna eflist til muna. „Þau hafa verið ótrúlega lítil miðað við ná- lægð og skyldleika landanna,“ sagði Geir. Um væri að ræða gömul tengsl, sem næðu allt til landsnámstímans á Íslandi. Ahern tók í sama streng í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. „Áhuginn á frekari sam- skiptum er sannarlega gagnkvæm- ur,“ sagði hann. Viðskipti milli landanna væru að vísu ekki mikil en þau færu vaxandi. Íslenskir aðilar væru þegar farnir að gera strand- högg á Írlandi og Írar hefðu fyrir sitt leyti ýmislegt að sækja til Íslands. „Í öðru lagi og þetta skiptir ekki minna máli: við þurfum að efla hin menn- ingarlegu og sögulegu tengsl, sem milli okkar eru,“ sagði Ahern svo. „Þau voru mikil fyrr á öldum en af ýmsum ástæðum dró mjög úr þeim.“ Sagði Ahern að Írar hefðu mikinn áhuga á ferðalögum og án efa væru tækifæri fyrir hendi til að laða írska ferðamenn til Íslands. Til að slíkt mætti verða þyrfti þó að komast á beint flug milli landanna. Geir tók undir að ýmis tækifæri væru fyrir hendi í viðskiptalegu til- liti. Hann hóf heimsókn sína til Ír- lands í gær raunar með því að heim- sækja tvö fyrirtæki sem lúta stjórn Íslendinga, annars vegar Hiberna Atlantica, en þar er Bjarni K. Þor- varðarson framkvæmdastjóri. Hib- ernia er í eigu fyrirtækis Kenneths Petersons, fyrrverandi aðaleiganda Norðuráls, en það sérhæfir sig í fjar- skiptum og hyggst ljúka við að leggja nýjan sæstreng til Íslands á seinni hluta næsta árs. Þá heimsótti Geir húsakynni Industria ehf. og tók Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri fyrirtækisins, á móti honum en fyrir- tækið er umsvifamikið á breiðbands- markaðnum á Írlandi. Geir H. Haarde hitti forsætisráðherra Írlands í Dublin í gær Vilja efla gömul tengsl Íslands og Írlands að nýju Morgunblaðið/Davíð Logi Gestakoma Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, er hann tók á móti Geir H. Haarde, íslenskum starfsbróður sínum, úti fyrir skrifstofu sinni í Dublin. Lýstu þeir báðir áhuga á auknum samskiptum milli þjóðanna. FUNDUR þeirra Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Berties Aherns, for- sætisráðherra Írlands, átti upphaflega að fara fram á morgun, föstudag, en á mánudag bárust þau tíðindi að Ahern hefði enn einu sinni verið kvadd- ur fyrir sérstakan rannsóknarrétt sem falið var að skoða peningagreiðslur sem Ahern hefur viðurkennt að hafa þegið frá auðmönnum fyrir rúmum áratug. Er gert ráð fyrir því að Ahern komi fyrir réttinn í dag og á morgun og því þurfti að færa fundinn. Það gætti nokkurs titrings meðal aðstoðarmanna Aherns í gær vegna málsins og lítill áhugi var á því að hleypa írskum blaðamönnum í nágrenni við hann. Ahern hefur verið forsætisráðherra Írlands í tíu ár og nýverið vann flokkur hans, Fianna Fáil, góðan sigur í þingkosningum í landinu. Vandræði Aherns nú eiga rætur að rekja til þess tíma er hann var fjár- málaráðherra en fátt bendir svo sem til að þau verði honum að falli nú, úr því að þau hafa ekki gert það nú þegar. Flýta þurfti fundinum ALLT útlit er fyrir að banda- ríski fjárfestinga- bankinn Goldman Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og framkvæmda- stjóri hjá Time Warner, eignist 8,5% hlut í Geysi Green Energy. Í tilkynningu segir að viðræður um hlutabréfakaupin séu á lokastigi. Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur Jóhann að hann hafi lengi haft áhuga á málefnum tengdum um- hverfisvænni orku. „Það er nauðsyn- legt fyrir mannkynið að finna ein- hverjar aðrar orkulindir en olíu og kol eigi jörðin að geta hýst okkur í framtíðinni.“ Segir Ólafur að Íslend- ingar búi yfir þekkingu og hugviti á þessu sviði og að á næstu árum muni mikil tækifæri skapast erlendis. „Íslendingar standa nú frammi fyrir einstöku tækifæri til að nýta sér það sem gert hefur verið heima og flytja það út.“ Hvað varðar sam- starfið við Goldman Sachs segir Ólafur að hann hafi oft átt viðskipti við Goldman og reynsla hans af bankanum hafi alltaf verið góð. Bankinn hafi auk þess fjárfest mikið í fyrirtækjum tengdum umhverfis- vænni orku og hafi því mikla reynslu og þekkingu á þeim markaði. Að- koma bankans sé gæðastimpill fyrir Geysi Green og hann búist við því að bankinn muni auðvelda Geysi Green aðkomu að bandarískum markaði. Hannes Smárason, stjórnarfor- maður Geysis, segir að fjárfesting Ólafs Jóhanns og Goldman Sachs sé mikilvægt skref fyrir fyrirtækið og styrki það á þeirri leið að verða leið- andi jarðvarmafyrirtæki í heiminum. Ólafur Jóhann Ólafsson kaupir í Geysi Green Segir aðkomu Goldman Sachs gæðastimpil fyrir fyrirtækið Í HNOTSKURN » Geysir Green Energy fjár-festir í jarðhitaverkefnum og fyrirtækjum sem fást við þróun á sviði jarðvarma- vinnslu víða um heim. » Helstu eigendur Geysiseru FL Group og Atorka Group, með 75% hlut samtals. Ólafur Jóhann Ólafsson MAÐURINN, sem lést í umferðar- slysi á Suðurlandsvegi, rétt vestan við veginn að Kirkjuferju, á þriðju- dag, hét Sigurður Guðmarsson, til heimilis að Ásvegi 11 í Reykjavík. Sigurður var 62 ára, fæddur 22. júní 1945. Hann lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. Tildrög slyssins eru enn í rann- sókn lögreglunnar á Selfossi en Sig- urður ók fólksbifreið sem skall framan á vörubifreið sem kom á móti. Alls hafa átta manns látið lífið í umferðinni það sem af er ári og þetta var annað banaslysið á milli Hveragerðis og Selfoss á árinu. Lést í umferð- arslysi í Ölfusi ♦♦♦ RÓBERT Wess- man, forstjóri Actavis, segist í viðtali í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í dag ekki vera að hætta hjá fyrir- tækinu þó að hann hafi selt öll sín hlutabréf við yfirtöku Novators. Hann ætlar að endurfjárfesta í félaginu og kaupa 12% hlut, sem er þrefalt meira eign- arhlutfall en hann var með áður. Lykilstjórnendur munu kaupa 5% til viðbótar. Róbert staðfestir í við- talinu að fjárfestingafélag á hans vegum hafi tekið frá tvær hæðir í Turninum svonefnda við Smára- lind. Hefur hann ráðið nokkra starfsmenn til að sjá um fjárfest- ingar sínar. | Viðskipti Róbert stýrir Actavis áfram Róbert Wessman VEGAGERÐIN varaði í gærkvöldi við færð á Hellisheiði eystri. Auk þess voru vegfarendur um Möðru- dalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og í Oddsskarð beðnir að gæta fyllstu varúðar en þar hefur myndast krapi á vegum. Hjá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að töluvert muni snjóa á hálendinu næstu daga auk þess sem jafnvel megi búast við slyddu á Vestfjörðum í dag. Þá verður að öllum líkindum frost um allt land í nótt. Hellisheiði eystri ófær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.