Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Glæsilegur 48 síðna blaðauki
um heimili og hönnun fylgir
Morgunblaðinu á morgun.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÞRÍR yfirmenn lögreglunnar í Talla-
hassee í Flórída eru nú í tíu daga
heimsókn hjá Lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins. Tilgangur heimsókn-
arinnar er að skiptast á upplýsingum
og veita ráðgjöf um ýmis atriði lög-
gæslumála. Á mánudag og þriðjudag
í næstu viku verður m.a. haldin æfing
í mannfjöldastjórnun á Keflavík-
urflugvelli. Þátttakendur í æfingunni
verða lögreglumenn víða að af land-
inu og úr mörgum deildum lögregl-
unnar.
Greg Frost hafði orð fyrir sendi-
nefndinni og sagði yfirmenn Lög-
reglu höfuðborgarsvæðisins hafa lýst
áhuga sínum á að kynnast betur
tveimur áætlunum sem lögreglan í
Tallahasse vinnur nú eftir. Annars
vegar er um að ræða áætlun um sam-
félagslegar lausnir varðandi lög-
gæslu og lausn aðsteðjandi vanda-
mála. Greg Frost sagði að þá væri
lögð áhersla á að eiga samstarf við
borgarana og viðskiptalífið og að
nýta samfélagslegar bjargir til að
bæta öryggi almennings. Mark
Wheeler er í hópi gestanna en hann
er yfirmaður sérstakrar deildar lög-
reglunnar í Tallahasse sem fæst við
samfélagslegar lausnir.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins
óskaði einnig eftir því að fá í heim-
sókn háttsetta lögreglukonu sem
gæti miðlað stallsystrum sínum hér á
landi af reynslu sinni sem lög-
reglukona í Bandaríkjunum. Því er
Taltha White, sérfræðingur lögregl-
unnar í Tallahasse í mannfjölda-
stjórnun, með í för.
Alþjóðlegt vottunarkerfi
lögreglu
Greg Frost kvaðst einnig vera
kominn til að kynna lögreglunni al-
þjóðlegt vottunarkerfi, CALEA, fyr-
ir lögregluembætti. Lögreglan í
Tallahasse fékk vottun CALEA 1986
og var meðal fyrstu lögregluemb-
ætta í Bandaríkjunum til að fá slíka
vottun. Greg Frost sagði að vott-
unarferlið væri mjög viðamikið og
víðtækt. Vottuð lögregluembætti
verða að fylgja stöðlum og uppfylla
skilyrði CALEA. Staðlarnir ná yfir
flest svið lögreglunnar, allt frá hlut-
verki lögreglustjórans til þess hvern-
ig valdi lögreglunnar er beitt og
skýrslur fylltar út svo dæmi séu tek-
in. Vottunin tekur hins vegar ekki til
stefnumótunar lögregluembætta.
Frost kvaðst hafa komið fyrst til
Reykjavíkur árið 2000 og kynnst þá
lögreglunni í Reykjavík. Hann
kvaðst telja embættið mjög vel rekið
og því vel stjórnað. Það væri gott
veganesti vildi embættið sækjast eft-
ir vottun en mönnum þyrfti að vera
ljóst að vottunarferlið krefðist mik-
illar vinnu.
Samstarf lögreglu
og borgaranna
Mark Wheeler, sem m.a. er yf-
irmaður öryggis- og greining-
ardeildar lögreglunnar í Tallahasse,
sagði að í samfélagslöggæslu fælust
nokkur lykilatriði. Aðalatriðið væri
að reka skynsamlega löggæslu. Í því
felst m.a. að laga vinnu lögreglunnar
að raunverulegri þörf á hverjum tíma
og stað. Einnig að lögreglan bregðist
einungis við þeim beiðnum eða út-
köllum, sem hún getur ein sinnt, en
beini öðrum útköllum eða beiðnum
um aðstoð til viðeigandi embætta eða
stofnana. Mark Wheeler sagði að í
heimalandi hans hringdi fólk í lög-
regluna vegna ýmissa vandamála
sem ekki væri í verkahring hennar
að leysa.
Mark Wheeler sagði borgarana yf-
irleitt vilja veita tilteknum málum
forgang. Því þyrfti að hafa þá með í
ráðum varðandi löggæslu. Sumir
gætu t.d. sætt sig við veggjakrot en
ekki við hraðakstur eða hávaða. Þá
þyrfti að taka á því. Einnig þyrfti
samvinnu lögreglu og t.d. eigenda
veitingahúsa og annarra fyrirtækja
til að taka á vandamálum áþekkum
þeim sem komið hafa upp í miðborg
Reykjavíkur.
Lögreglukonur beita
samskiptatækni
Taltha White sagði að sér heyrðist
að reynsla íslenskra og bandarískra
lögreglukvenna væri svipuð. Hún
hefði fengið athugasemdir og orðið
vör við neikvæða framkomu, einkum
frá eldri karlkyns lögreglumönnum,
þegar hún kom til starfa fyrir 20 ár-
um. Þeir töldu sig vera að grínast en
henni þótti þessi framkoma erfið.
Henni finnst ástandið lítið hafa
breyst í áranna rás. Taltha mun
funda sérstaklega með íslenskum
lögreglukonum meðan á dvöl hennar
stendur.
Taltha White sagði konur þurfa að
beita samskiptatækni í stað líkams-
burða í samskiptum við ætlaða brota-
menn. Oftast gæfist það vel, því karl-
arnir vildu yfirleitt ekki slást við
konu. Konur víluðu síður fyrir sér en
karlar að slá til lögreglukvenna.
Taltha sagði það gefast vel að tala
brotamenn til og fá þá til að lúta valdi
lögreglunnar. Þeir játuðu frekar af-
brot ef ekki þyrfti að beita þá líkams-
afli.
Áður var sjálfkrafa kallað eftir
kvenlögreglu til að sinna kvenkyns-
fórnarlömbum nauðgana. Taltha
White sagði það ekki lengur gert. Sá
sem er fljótastur á staðinn fer, en ef
fórnarlambið biður um aðstoð kven-
lögreglu þá er orðið við því. Hún
sagði sérhæfða ráðgjafa fórnarlamba
starfa hjá lögreglunni í Tallahassee
og skrifstofu saksóknara. Þeir væru
lærðir félagsráðgjafar og veittu fórn-
arlömbum afbrota margs konar að-
stoð og hagnýta ráðgjöf. Einnig
veittu ráðgjafarnir upplýsingar um
rannsókn mála og önnuðust sam-
skipti við lögregluna.
Æfa mannfjöldastjórnun
Morgunblaðið/Júlíus
Lögreglusamvinna F.v.: Taltha White, Mark Wheeler og Greg Frost frá lögreglunni í Tallahasse í Flórída og Geir
Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins, taka þátt í samvinnu embættanna.
Yfirmenn lögregl-
unnar í Tallahasse
heimsækja lög-
regluna hér
Í HNOTSKURN
»Lögreglan í Reykjavík ogLögreglan í Tallahassee,
höfuðborg Flórída, hafa átt
samstarf frá árinu 1993.
»Upphaf samstarfsins márekja til fundar Haralds
Johannessen, þáverandi fang-
elsismálastjóra, og Hilmars S.
Skagfield aðalræðismanns
með Melvin L. Tucker, þáver-
andi lögreglustjóra í Tallahas-
see.
»Samstarfið felst m.a. íkynnisferðum lögreglu-
manna og miðlun upplýsinga.
»Lögregla höfuðborg-arsvæðisins hefur til að
mynda tekið upp hálfsmán-
aðarlega stöðufundi, líkt og
gert er í Tallahassee, þar sem
farið er yfir stöðu ýmissa
Í TILEFNI alþjóðadags grasrót-
arhreyfinga gegn stóriðju heim-
sóttu tveir fulltrúar hreyfingar-
innar Saving Iceland Þórunni
Sveinbjarnardóttur umhverfisráð-
herra í gær og afhentu henni áskor-
un um að gera grein fyrir afstöðu
sinni til stóriðju og einkum til virkj-
ana í neðri hluta Þjórsár. Í áskor-
uninni er m.a. lýst vonbrigðum með
„hve lítið hefur heyrst frá þér um
stóriðju á Íslandi eftir að þú tókst
við embætti og óskum eftir því að
þú gerir þjóðinni grein fyrir af-
stöðu þinni í þeim efnum.“
Þeir sem stóðu að þessum al-
þjóðlega mótmæladegi eru m.a.
Saving Iceland, Rise Against í
Trinidad, Earthlife Africa í S-
Afríku, Alcan’t í Indlandi, Move-
ment of Dam Affected People í
Brasilíu og Community Alliance for
Positive Solutions í Ástralíu.
Vilja svör
ráðherra
LANDSSÖFNUN
Kiwanis-hreyf-
ingarinnar til
stuðnings geð-
sjúkum og að-
standendum
þeirra fer fram
dagana 4.-7.
október nk. Kjörorð söfnunarinnar
er Lykill að lífi og er hún haldin í
tengslum við alþjóðlega geðheil-
brigðisdaginn 10. október.
Ágóði landssöfnunarinnar að
þessu sinni rennur til Geðhjálpar,
BUGL og Forma. Kiwanis-hreyf-
ingin leitar sem fyrr til fjölda fyrir-
tækja og einstaklinga í von um að
þau leggi söfnuninni lið.
Lykill að lífi
– landssöfnun
HÁTÍÐARSAMKOMA verður í dag,
fimmtudaginn 13. sept., kl. 14 í há-
tíðarsal Háskóla Íslands vegna 10
ára afmælis Rannsóknastofnunar í
hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands
og Landspítala. Þar munu þrír ný-
útskrifaðir doktorar flytja fyrir-
lestra auk eins hjúkrunarfræðings,
sem er langt kominn í doktorsnámi.
Herdís Sveinsdóttir, prófessor og
stjórnarformaður Rannsóknastofn-
unar í hjúkrunarfræði, flytur ávarp
í upphafi samkomunnar. Þóra
Jenný Gunnarsdóttir fjallar um
rannsóknir á óhefðbundnum með-
ferðum – tilfellarannsóknir. Árún
K. Sigurðardóttir fjallar um sjálfs-
umönnun fólks með sykursýki.
Helga Sif Friðjónsdóttir fjallar um
ofneyslu áfengis meðal unglinga og
forvarnir. Elísabet Hjörleifsdóttir
greinir frá rannsóknum á krabba-
meinssjúklingum í lyfja- og geisla-
meðferð, tvær rannsóknaraðferðir.
Fyrirlestrar í
hjúkrunarfræðum
HRAÐSKÁK-
MÓT Íslands,
Stórmót Kaup-
þings og Spari-
sjóðs Bolungar-
víkur, hefst í
Íþróttamiðstöð-
inni Árbæ í Bol-
ungarvík kl. 13 á
laugardag. Búist er við ýmsum af
bestu skákmeisturum landsins.
Fjölbreytt verðlaun eru í boði. Mót-
ið er öllum opið og tefldar verða 5
mínútna skákir, 20 umferðir alls.
Forseti Skáksambandsins og
skákmeistarar heimsækja grunn-
skólann í þessu tilefni. Grímur Atla-
son bæjarstjóri ætlar að troða upp
ásamt félögum í fagnaði í Kjallar-
anum að mótinu loknu. Réttir verða
sama dag og skákmótið.
Á sunnudag kl. 10-15 fer fram op-
ið golfmót í Bolungarvík. Allir sem
eru með á skákmótinu fá frítt inn á
golfmótið. Skráning í tölvupósti eða
í síma 568 9141.
Skák, réttir og
golf í Bolungarvík