Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 10

Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er víst liðin tíð að það nægi að kalla til meindýraeyðinn. Reglugerðafargan og samræming-arárátta hafa reynst andstæð- ingum Evrópusambandsins drjúg uppspretta aðfinnsluefna. Stundum er þó hægt að snúa fleyinu við áður en það rekst á ísjakann, sem sann- aðist í vikunni þegar ákveðið var að þótt styðjast ætti við metrakerfið í ríkjum Evrópusambandsins mættu Bretar og Írar áfram nota mæliein- ingarnar mílur, únsur og hálfpott eða „pint“.     Fyrirhugaðhafði verið að Bretar og Ír- ar losuðu sig við mælikerfið sitt í lok næsta árs og skiptu yfir í metrakerfið. Þessi fyrirætlan varð vatn á myllu andstæðinga Evr- ópusambandsins á Bretlandi, sem hafa þrotlaust pundað á ESB til að stöðva hana.     Háværust hefur gagnrýnin verið íbreskum dagblöðum á borð við The Sun, sem fagnaði í gær þessum lyktum ágreiningsins eftir áratuga reiptog milli London og Brussel.     Meira að segja hefur komið tildómsmáls vegna ágreiningsins um mælikerfin. Breskur grænmet- issali, Steve Thoburn, fékk við- urnefnið „píslarvottur metrakerf- isins“ þegar hann var kærður og dæmdur fyrir að nota pund og únsur í stað kílóa þegar hann vigtaði græn- metið fyrir viðskiptavini sína. Thob- urn lést nokkrum dögum eftir að hann frétti að áfrýjun málsins til Evr- ópudómstólsins hefði verið hafnað.     Günter Verheugen, sem fer meðviðskiptamál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, sagði að ákvörðunin sýndi að ESB „bæri virð- ingu fyrir menningu og hefðum Stóra-Bretlands og Írlands“.     Rétt eins og ákvörðunin hefði verið tekin án nokkurs aðdraganda. STAKSTEINAR Steve Thoburn var kallaður „píslarvott- ur metrakerfisins“. Pundað á ESB VEÐUR SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                  !         "   :  *$;<                    !           !"#    $$      "%&    ' ()" *! $$ ; *! # $ %! $!  & '! " (' =2 =! =2 =! =2 # &!% )   *+,' - >$ -         *  *  ! +   ,   - .  " # ( " /    -   !- .  */  "0-   )(+*/     ," 1    " =7  *! 2   */ )        "3*/     $$ " 4+ (5 - ."12  5     " ./ '00  '!"1 ' ,"')   3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 2 2 2              2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jakob Smári | 11. september Ofmetnasti tónlista- maðurinn Sumir eru vanmetnir en aðrir vissulega of- metnir. Ég ætla að hleypa af stokkunum smá skoðanakönnun hér á síðunni undir yf- irskriftinni: „Ofmetn- asti tónlistarmaður sögunnar“. Ég hef ákveðnar hugmyndir um kandí- data en óska eftir hugmyndum. Nefnið nú endilega það fólk eða hljómsveitir sem þið teljið vera of- metin. Meira: jakobsmagg.blog.is Pálmi Gunnarsson | 11. september Nú fer ég að safna liði Getur verið að þræls- lundin sé svo gróin inní genin okkar, að við beygjum okkur ómeð- vitað í hnjánum og bjóðum botninn ef valta á yfir okkur? Hvar er allt góðærið, sem verið er að auglýsa svo grimmt? Skyldi ham- ingjusamasta þjóð í heimi vera svona hamingjusöm vegna þess að megnið af öllu því sem hún telur sig eiga er í eigu fjármálastofnana í fjandans nafni? Meira: palmig.blog.is Rúnar Már Bragason | 12. september … plötur og bækur á netinu Í dag er ekki sama til- finning að koma inn í plötubúð. Ég verð allt- af jafn villtur þegar ég stíg inn í Skífuna og finn ekki neitt. Hrein- lega veit ekki að hverju ég er að leita. Hef reyndar ekki komið inn í 12 tóna en kannski þeir gætu rifjað upp þessa gömlu tilfinn- ingu. Svipaða sögu er að segja um bóka- búðir … Meira: hughrif.blog.is Ragnar Freyr Ingvarsson | 11. sept. Hreindýrabollur með spínatkartöflumús og villisósu Aftur á faraldsfæti. Núna liggur leiðin til Lissabon í Portúgal þar sem ég og kollegi minn erum á leið á námskeið í lyflækn- ingum. Þetta er vik- unámskeið þar sem fjallað verður um heilmargt sem snýr að lyflækn- ingum. Þetta er í tíunda sinn sem þessi námstefna er haldin og mun hún vera afar góð. … Fékk foreldra mína, bróður minn og tengdaforeldra í mat í gær- kvöldi. Bróðir minn hafði óskað eft- ir því að eitthvað sérstaklega gott yrði á borðum. Þetta er ný uppskrift að bollum. Ég hef áður sett hreindýrabollu- uppskrift á netið sem var líka afar ljúffeng. Alveg þess virði að gera aftur en mig langaði til að reyna eitthvað nýtt – þannig að þessar bollur voru afraksturinn. Það er lít- ið mál að nota annað kjöt en ég nota – hreindýrakjöt er kannski ekki eitthvað sem allir eru með í frystinum. Ég hugsa að það væri vandræða- laust að nota gott nautahakk í stað- inn, efast um að nokkur myndi steyta hnefa vegna þess. 1,5 kg af hreindýrahakki er lagt í skál. Út í það er hrært 1 smátt skornum rauðlauk, 1 smátt skorn- um skarlottulauk, 5 krömdum hvít- lauksrifjum, ½ búnti af smátt skor- inni salvíu, steinselju og garðablóðbergi. Tveimur eggjum var bætt saman við, 6 mjólk- urbleyttum brauðsneiðum, 5 msk. af muldum valhnetum og ríkulega af salti og pipar. Þetta var svo hnoðað vel saman og látið standa í 2 klst. Kjötið var svo klipið niður í golfboltastórar bollur sem steiktar eru á pönnu í skamma stund, þá er þeim raðað í eldfast mót og settar inn í 180° heitan ofn í 20 mínútur. Kartöflumúsin var einföld: 1,5 kg af kartöflum flysjaðar og soðnar eins og vant er. Þegar þær eru til- búnar er vatninu hellt frá og þær stappaðar niður. Bætti við salti, pipar, 2 msk. sykri, nokkrum sneið- um af gullosti, u.þ.b. 100 ml af mjólk/matreiðslurjóma. Meira: ragnarfreyr.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.