Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Í ÁGÚST veiddu íslenzk skip rúm-
lega 30.000 tonn af norsk-íslenzkri
síld, þar af voru rúmlega 27.000
tonn veidd á íslenzku hafsvæði og
tæplega 3.000 tonn á alþjóðlegu
hafsvæði. Alls hafa verið veidd
rúmlega 115.000 tonn af norsk-
íslenzkri síld það sem af er árinu
en á sama tíma í fyrra var heildar-
aflinn orðinn um 91.000 tonn.
Fjórðungi meira en í fyrra
Það hefur því verið veitt rétt
rúmlega 26% meira af norsk-ís-
lenzkri síld í ár en á sama tíma í
fyrra. Af síldarafla ársins hafa rétt
tæplega 104.000 tonn verið veidd á
íslenzku hafsvæði eða rúmlega
90% aflans. Aldrei hefur jafnmikið
verið veitt af norsk-íslenzku síld-
inni innan lögsögu og nú frá því á
„ævintýraárunum“, sem liðu undir
lok seinnihluta sjöunda áratugar-
ins. Á síðustu tveimur árum veidd-
ust ríflega 40.000 tonn af norsk-
íslenzku síldinni innan lögsögu
hvort ár.
Kvóti á norsk-íslenzku síldinni
er tvenns konar. Annars vegar er
kvóti, sem taka má að heita alls
staðar utan lögsögu Noregs. Þar
er heildarafli 148.600 tonn. Hins
vegar er kvóti innan lögsögu Nor-
egs. Þar er leyfilegur heildarafli
34.560 tonn. Engar veiðar hafa
verið tilkynntar til Fiskistofu úr
þeim kvóta. Gert er ráð fyrir því
að frystiskipin haldi fljótlega til
veiða innan lögsögu Noregs en á
haustin er síldin mjög feit og því
verðmæt til frystingar á markaði í
austanverðri Evrópu. Í vikunni var
landað 200 tonnum af síld úr fær-
eyska skipinu Finni fríða, en skip-
ið var dregið til hafnar á Fá-
skrúðsfirði eftir að það hafði
fengið veiðarfæri í skrúfuna. Var
það annað færeyskt skip sem dró
það. Síldin, sem var stór og leit vel
út, fór til vinnslu, stærsta síldin í
frost og annað var saltað.
Samkvæmt upplýsingum frá
Samtökum fiskvinnslustöðva hefur
alls 85.500 tonnum af norsk-ís-
lenzku síldinni verið landað til
bræðslu hér á landi, þar af um
3.000 tonnum af erlendum skipum.
Um 34.000 tonn hafa farið til
manneldisvinnslu.
Mestu hefur verið landað hjá
Síldarvinnslunni í Neskaupstað,
30.000 tonnum. Næst kemur Hrað-
frystistöð Þórshafnar með 18.600
tonn. Ríflega 10.000 tonnum hefur
verið landað hjá Síldarvinnslunni á
Seyðisfirði og nær sama magni hjá
Eskju á Eskifirði. 8.900 tonnum
hefur verið landað hjá Vinnslu-
stöðinni í Vestmannaeyjum og
Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði
hefur tekið á móti ríflega 5.000
tonnum.
Kvótinn aldrei meiri
Enginn afli hefur enn verið til-
kynntur til Fiskistofu úr íslenzku
sumargotssíldinni, en þar er nú
leyfilegur heildarafli ríflega
150.000 tonn og hefur aldrei verið
meiri.
Makrílaflinn í nýliðnum mánuði
var 14.228 tonn, kolmunnaaflinn
var 4.997 tonn og úthafskarfaafl-
inn var 30 tonn og var þessi afli
nær allur veiddur á íslensku haf-
svæði.
Næstum öll síldin nú veidd
innan íslenzku lögsögunnar
Morgunblaðið/Albert Kemp
Veiðar Síldin fryst á Fáskrúðsfirði. Veiðar úr norsk-íslenzka stofninum eru
nú mun meiri en á sama tíma í fyrra.
Í HNOTSKURN
» Rétt rúmlega 26% meiraaf norsk-íslenzkri síld hef-
ur verið veitt í ár en á sama
tíma í fyrra.
»Aldrei hefur jafnmikiðverið veitt af norsk-
íslenzku síldinni innan lög-
sögu og nú frá því á „æv-
intýraárunum“, sem liðu undir
lok seinnihluta sjöunda ára-
tugarins.
»Mestu hefur verið landaðhjá Síldarvinnslunni í Nes-
kaupstað, 30.000 tonnum.
Næst kemur Hraðfrystistöð
Þórshafnar með 18.600 tonn.
ÚR VERINU
FJÖGUR bifreiðaverkstæði munu
fá starfsemi sína gæðavottaða frá
Bílgreinasambandinu í dag. Verk-
stæðin eru: Bílson og Kistufell í
Reykjavík og Bílvogur og Bifreiða-
verkstæði Friðriks Ólafssonar í
Kópavogi. Þau eru fyrstu verk-
stæðin á Íslandi til að uppfylla
gæðastaðal Bílgreinasambandsins
(BGS-staðalinn) um vandaða starf-
semi og góða þjónustu. Markmiðið
með gæðavottun Bílgreinasam-
bandsins (BGS-vottun) er að auka
gæðin í starfsemi og þjónustu
verkstæðanna til hagsbóta fyrir
verkstæðin sjálf og viðskiptavini
þeirra.
Samvinna BGS og BSI
Gæðavottun Bílgreinasambands-
ins er unnin í samstarfi þess og
BSI á Íslandi (British Standards
Institution). BSI er löggildur vott-
unaraðili sem sérhæfir sig í að
gæðavotta fyrirtæki og halda uppi
gæðaeftirliti í kjölfarið. Bílgreina-
sambandið og BSI á Íslandi
bjuggu til gæðastaðal sem er
kenndur við Bílgreinasambandið
og er kallaður BGS-staðallinn.
Þegar verkstæði hafa uppfyllt
hann fá þau staðfestingu á að þau
séu BGS-vottuð þjónusta. Því til
sönnunar fá þau sérstakt viður-
kenningarskjal og merki sem sýnir
að starfsemin hefur fengið vottun.
Í framhaldinu hjálpar BSI á Ís-
landi fyrirtækjunum að halda uppi
gæðastöðlunum. BSI á Íslandi
annast einnig námskeið fyrir
starfsmenn fyrirtækja sem sækj-
ast eftir vottuninni.
Ýmsir kostir fylgja vottun
BGS-vottun þykir hafa marga
kosti, jafnt fyrir fyrirtækin sem
hana fá og viðskiptavini þeirra,
samkvæmt upplýsingum frá að-
standendum vottunarinnar. Kostir
hennar fyrir verkstæði og vinnu-
staðina þykja m.a. vera að ábyrgð
og kröfur gagnvart viðskiptavin-
unum verða þekktar og skýrar.
Vinnuferlin verða markvissari og
það eykur framleiðni og minnkar
kostnað. Reglubundið og upp-
byggjandi eftirlit með starfseminni
hjálpar til við reksturinn. Þá verð-
ur verkstæðið sýnilegra og meira
áberandi en áður og virðing fyrir
því eykst út á við. Þá er talið að
vottunin auki starfsánægju og
sjálfsvirðingu starfsmanna.
BGS-vottun þykir koma við-
skiptavinum til góða með því að
hjálpa þeim að meta hvaða verk-
stæði er best að velja. Þá sýnir
BGS-vottun vilja verkstæðisins til
að tryggja góða þjónustu. Kvört-
unum viðskiptavina er vel tekið og
brugðist við þeim hjá vottuðum
verkstæðum. Þá á áætlaður tími
viðgerða að standast að því gefnu
að nýjar bilanir eða atriði komi
ekki upp. Þjónustan hjá vottuðum
verkstæðum á að vera vel skil-
greind. Viðskiptavinir eiga að geta
fengið föst tilboð í viðgerðir. Eins
eiga þeir að fá betri og jafnari
þjónustu og viðgerðin er undir
gæðaeftirliti vottunarinnar.
Vottun Bílgreinasambandsins
stendur til boða bifreiðaverkstæð-
um, vélaverkstæðum, málningar-
og réttingarverkstæðum og smur-
stöðvum.
Nánari upplýsingar um BGS-
vottunina og þær kröfur sem þarf
að uppfylla fást hjá Bílgreinasam-
bandinu.
Bílaverkstæði fá gæðavott-
un Bílgreinasambandsins
Morgunblaðið/Golli
Gæðavottun F.v.: Jón Baldvin Jónsson, verkstæðisformaður á bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar, Özur Lár-
usson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, Guðmundur Ingi Skúlason, framkvæmdastjóri Kistufells, Árni
H. Kristinsson, framkvæmdastjóri BSI á Íslandi, Einar Baldvinsson, fjármálastjóri BSI á Íslandi, og Ingólfur Að-
alsteinsson, framkvæmdastjóri á bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar.
Í HNOTSKURN
»BGS-vottun stendur bif-reiðaverkstæðum, véla-
verkstæðum, málningar- og
réttindaverkstæðum og smur-
stöðvum til boða.
»BGS-vottuð verkstæðiþurfa að uppfylla ákveðinn
gæðastaðal og sæta gæðaeft-
irliti í kjölfar vottunarinnar.
»Vottuð verkstæði munu fáauðkenni og viðurkenn-
ingarskjöl sem sýna við-
skiptavinum að um vottaða
starfsemi sé að ræða.
BROT ökumanna voru mynduð á
Digranesvegi á þriðjudag með öku-
tækjum sem var ekið í austurátt á
móts við Menntaskólann í Kópa-
vogi, en þar er 30 km hámarks-
hraði.
Á tveimur klukkustundum, síð-
degis, fóru 288 ökutæki þessa akst-
ursleið og því ók meirihluti öku-
manna of hratt eða yfir
afskiptahraða. Meðalhraði hinna
brotlegu var tæplega 45 km/klst.
en sá sem hraðast ók var mældur á
60.
Eftirlit lögreglu kom í kjölfar
ábendinga frá íbúum sem kvörtuðu
undan hraðakstri á þessum stað.
Meirihlutinn
keyrði of hratt
BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur
samþykkt götunöfn í Vatnsenda-
hlíð. Þar munu götur heita Leiðar-
þing, Kópaþing, Kollaþing og Iðu-
þing svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa
yfirtökugjöld og gatnagerðargjöld
verið samþykkt fyrir svæðið og eru
dýrustu lóðirnar á rúmlega 20
milljónir.
Þingum fjölgar
STOFNFUNDUR Samtaka áhuga-
fólks um starf í anda Reggio Emilia
verður haldinn í gamla leikfimi-
salnum í Miðbæjarskólanum kl.
17.10 fimmtudaginn 13. september.
Í fréttatilkynningu segir að
Kristín Dýrfjörð, lektor við Háskól-
ann á Akureyri, muni setja fundinn
og fjalla örstutt um aðdraganda
hans og framtíðarsýn.
Guðrún Alda Harðardóttir, leik-
skólaráðgjafi í Reykjavík, segir í
máli og myndum frá Remida-degi í
borginni Reggio Emila á Ítalíu. Re-
mida er sérstakt verkefni um end-
urvinnslu sem byggist á samstarfi
leikskóla, borgaryfirvalda og fyr-
irtækja.
Sigríður Síta Pétursdóttir, sér-
fræðingur við Háskólann á Ak-
ureyri, segir frá undirbúningi fyrir
REMIDA-smiðju á vinabæj-
arráðstefnu á Akureyri í ágúst sem
leið og fjallar um þá hugmynda-
fræði sem hún byggist á.
Eru allir sem áhuga hafa á skap-
andi, gagnrýnu og ögrandi starfi
með börnum og trú á getu barna
velkomnir.
Starf í anda
Reggio Emilia