Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 14

Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ÁHUGI á breytingum þeim sem hann boðaði reyndist takmarkaður en hneykslismál og vanhæfir ráðherrar urðu Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, að falli. Tilkynning hans í gær þess efnis að hann hefði ákveðið að segja af sér kom fáum á óvart; kjós- endur höfðu þegar lýst yfir því að hugmyndafræðilegar áherslur þessa „andlits hins nýja Japans“ skiptu þá litlu og eftir afgerandi ósigur í þing- kosningum í júlímánuði mátti ljóst vera hvert stefndi. Er Abe greindi frá ákvörðun sinni í gær vísaði hann sérstaklega til þess að stjórnarandstaðan hafnaði öllu samstarfi á meðan hann væri for- sætisráðherra. Hefði hann því ákveð- ið að láta af embætti í þeirri von að á þann veg reyndist unnt að koma á nauðsynlegum umbótum í Japan. Abe, sem er rétt tæplega 53 ára gamall og yngsti leiðtogi Japana á síð- ari tímum, hófst til valda í september í fyrra er hann var kjörinn leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins og þar með eftirmaður Junichiro Koizumi, sem notið hafði mikilla vinsælda í embætti forsætisráðherra. Miklar vonir voru bundnar við Abe og vin- sældir hans reyndust umtalsverðar í fyrstu. Hann lagði einkum áherslu á að tímabært væri að auka skriðþunga Japana á alþjóðavettvangi. Mesta at- hygli vakti það stefnumál hans að breyta bæri stjórnarskránni, sem Bandaríkjamenn þröngvuðu upp á Japana árið 1947. Í henni er skýrlega kveðið á um að herinn þjóni þeim til- gangi einum að verja Japan og bann, sem raunar hefur gefið eftir á síðustu árum, lagt við því að liðsaflanum sé beitt utan heimalandsins. Abe boðaði að smíða bæri nýja stjórnarskrá, sem hæfði „Japan á 21. öldinni“. Margir töldu hann af þessum sökum fylla flokk svonefndra „hauka“ enda hafði hann fyrst vakið athygli fyrir herskáa stefnu gagnvart kommúnistastjórn- inni í Norður-Kóreu, sem hann taldi ógna stöðugleika í Asíu með kjarn- orkuvígvæðingu. Jafnframt gerðist hann ötull talsmaður þess að þjóðar- stolt yrði skipulega upphafið í Japan. Abe náði aldrei sömu tökum á flokki sínum og Koizumi og snemma kom í ljós að honum væri búið að standa í skugga þessa vinsæla og ákveðna forvera síns. Koizumi beitti sér fyrir réttnefndum „hreinsunum“ innan stjórnarflokksins til að upp- ræta þar andstöðu við frekari mark- aðsvæðingu í Japan. Abe valdi þá leið að leita sátta innan flokksins og þurfti af þeim sökum að fá réttnefndum flokkshestum mikilvæg embætti á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þetta reyndust afdrifarík mistök; í stað þess að horfa til verðleika var spilltum og vanhæfum fulltrúum valdakerfisins, sem Koizumi hafði skorað á hólm, hleypt að kjötkötlunum á ný. Koizumi hafði jafnan kostað kapps um að kanna ítarlega bakgrunn þeirra ráð- herra sem skipaðir voru og þannig tekist að afstýra vandræðum. Abe kaus að hundsa þessa nálgun forvera síns og öðlaðist því aldrei óttablendna virðingu undirsáta sinna. Vanhugsað- ar yfirlýsingar og spillingarmál kost- uðu fjóra ráðherra í stjórn hans emb- ættin, sá fimmti framdi sjálfsmorð. „Þjóðhyggjunni“ hafnað Kjósendur reyndust lítinn áhuga hafa á „þjóðhyggjunni“ sem Abe boð- aði en áhyggjur þeirra af afkomu sinni og vaxandi ójöfnuði í samfélag- inu eru djúpstæðar. Furðuleg mistök innan eftirlaunakerfisins reyndust Abe dýrkeypt. Í kosningum í júlímánuði missti Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn meiri- hluta sinn í efri deild Japansþings. Kjósendur, einkum á landsbyggðinni, höfðu þá glatað öllu trausti í garð stjórnarinnar og forsætisráðherrans. Málflutningur stjórnarandstöðunnar, sem skynjaði hver þau mál voru sem raunverulega brunnu á þjóðinni, reyndist fallinn til að grafa ört undan Abe og afhjúpa lítinn áhuga á þeim hugmyndafræðilegu breytingum sem hann kvað svo nauðsynlegar. Kröfur um afsögn hans komu þegar fram eft- ir ósigurinn í kosningunum en for- sætisráðherrann kvaðst þess fullviss að almenningur styddi stefnu hans. Hneykslismál hefðu að sönnu reynst stjórninni erfið en úr því yrði bætt. Hinn 27. fyrra mánaðar gerði hann breytingar á ríkisstjórn sinni, sem í fyrstu virtust mælast vel fyrir. Viku síðar neyddist landbúnaðarráðherr- ann til að segja af sér sökum fjármála- misferlis. Á sama tíma herti stjórn- arandstaðan baráttuna og neitaði m.a. að fallast á að umdeild aðstoð, sem japönsk flotadeild á Indlandshafi veitir erlenda herliðinu í Afganistan, yrði framlengd. Abe hafði lagt þunga áherslu á mál þetta enda í samræmi við þær breytingar sem hann boðaði á stöðu Japana á alþjóðavettvangi. Þá varð ljóst að Abe myndi engum samn- ingum ná við stjórnarandstöðuna og að borin von væri að helstu stefnumál hans myndu fá brautargengi. Taro Aso, 65 ára gamall formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, þykir líklegur eftirmaður Shinzo Abe. Aso telst til íhaldsmanna og hefur líkt og Abe boðað ákveðnari stefnu í utan- ríkis- og öryggismálum og þá einkum gagnvart Norður-Kóreu. Stjörnuhrap í landi rísandi sólar Shinzo Abe, sem í gær sagði af sér embætti forsætisráðherra Japans, stóð í skugga hins vinsæla for- vera síns og boðaði hugmyndafræðilegar breytingar sem alþýða manna reyndist hafa lítinn áhuga á Í HNOTSKURN »Shinzo Abe fæddist 21.september 1954. Hann lagði stund á stjórnmálafræði við Seikei-háskólann og lauk þaðan prófi 1977. Hann stundaði framhaldsnám í Kaliforníu í Bandaríkjunum. »Abe tók sæti föður síns,Shintaro Abe, á þingi 1993. Afi hans í móðurætt, Nobusuke Kishi, var forsætis- ráðherra 1957-1958 og gegndi ráðherraembættum á stríðsárunum. Hann var handtekinn og sakaður um stríðsglæpi en ekki var réttað í máli hans. Frændi Abe, Ei- saku Sato, var um skeið for- sætisráðherra. Reuters Uppgjöf Shinzo Abe gerir fréttamönnum grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að láta af embætti forsætisráðherra. Eftirmaðurinn tekur við erfiðu búi. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VAXANDI líkur eru nú taldar á því að Frakkar muni á ný hefja þátttöku í hernaðarsamstarfi Atlantshafs- bandalagsins, NATO, en þeir drógu sig út úr því árið 1966. Var ástæðan ekki síst að þáverandi forseti, Char- les de Gaulle, taldi Bandaríkjamenn ráða of miklu í bandalaginu og vildi hann tryggja Frökkum meira sjálf- stæði í alþjóðamálum. Hægt hefur gengið að móta sam- eiginlega varnarstefnu í Evrópusam- bandinu en slík stefnumótun hefur verið mikið áhugamál franskra leið- toga gegnum tíðina. Hafa efasemda- menn bent á að hætta væri á tví- verknaði og tortryggni ef ESB reyndi að halda uppi sjálfstæðri stefnu samtímis því sem flest aðild- arríkin væru einnig í NATO. Varnarmálaráðherra Frakklands, Hervé Morin, sagðist í ræðu á þriðjudag vera sannfærður um að ekki myndi takast að þróa sjálfstæða varnarstefnu Evrópu nema pólitísk hegðun Frakka í NATO breyttist. „Við gerum of mikið af því að þrefa og hika eins og við viljum gefa í skyn að við séum andvíg því að NATO breytist,“ sagði Morin. Bandalagið hefði reynst vel í hálfa öld og erfitt myndi reynast að fá ESB-ríki til að kasta því fyrir róða þegar aðrar lausnir væru ekki í augsýn. Þrátt fyrir sérstöðuna hafa Frakkar tekið þátt í mikilvægum að- gerðum NATO, þ.á m. í Bosníu og Kosovo, einnig í Afganistan. Þeir tóku skref í átt til aukins hernaðar- samstarfs árið 1996 er forseti her- ráðs Frakklands hóf að sitja sameig- inlega fundi með starfsbræðrum sínum í hinum aðildarríkjunum. For- seti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lagt mikla áherslu á að bæta samskiptin við Bandaríkin og ljóst er að margir myndu túlka umskiptin sem lið í þeirri viðleitni. Hefja Frakkar þátttöku í hernaðarsamstarfinu? YFIR tvær milljónir Íraka hafa yfirgefið heimili sín vegna átakanna og hafast nú við annars staðar í landinu, hér er verið að baða lítið og ósátt barn úr röðum flóttafólks í borginni Najaf í sunnanverðu landinu. Álíka margir Írakar eru búnir að flýja land og hafa margir þeirra fundið hæli í Jórdaníu og Sýrlandi. Sýrlendingar hafa nú algerlega lokað fyrir flótta- mannastrauminn yfir landamærin. Írakar fylgjast vel með umræðum í Bandaríkjunum um hugsanlegan brottflutning erlenda herliðsins. Tals- maður hóps hins róttæka sjítaklerks Moqtada al-Sadrs sagði þau vilja að herliðið yrði strax kallað á brott. Þjóðaröryggisráðgjafi Íraks, Muwaffaq al-Rubaie, sagði í gær að stjórnvöld í Bagdad byggjust við að fjöldi banda- rískra hermanna í Írak yrði kominn niður í 100.000 í árslok 2008. AP Bað þrátt fyrir mótmæli Úljanovsk. AFP. | Sergei Morozov, héraðsstjóri Úljanovsk í Rússlandi, hefur hvatt íbúana til að gera skyldu sína við ættjörðina og elskast til að stöðva fólksfækkun sem er vaxandi vandamál í landinu. „Alið ættjarðar- vin á þjóðhátíðardaginn,“ er slagorð héraðsyfirvalda. Morozov segir að pör sem eignist barn eftir rétta níu mánuði, á þjóðhátíðardegi Rúss- lands 12. júní, fái verðlaun: jeppa, sjónvörp eða aðrar lúxusvörur. Héraðsstjórinn lýsti gærdaginn sérstakan fjölskyldutengsladag og sagðist vona að pör tækju sér frí og færu heim til að búa til börn. Þetta er þriðja árið í röð sem veitt eru sérstök verðlaun í Úljanovsk fyr- ir að eignast börn á þjóðhátíðardag- inn. Skreppið heim og elskist A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Ný þvottavél frá Siemens, sem lætur blettina hverfa. Þetta er vélin handa þér!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.