Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 17 MENNING HUGIN Þór Arason skortir ekki hugmyndirnar á sýningu sinni í Safni við Laugaveg, áhorfandinn fær á tilfinninguna að listamaðurinn hafi þjáðst af valkvíða og á endanum ákveðið að gera bara allt sem honum datt í hug. Ekki svo slæm stefna og niðurstaðan fjölbreytt. Hér koma saman þættir sem eru í takt við strauma samtímans, bolir og buxur birta persónulegan hversdagsleika með vísun í fjöldamenningu og -framleiðslu, gallabuxur lagðar yfir handrið eru lýsandi dæmi um nálgun listamannsins við Safn, hann hagar sér eins og hann sé í skemmtiheim- sókn og leitast við að afhelga verk sín sem mest. Innsetning hans á efstu hæð minnir á uppbrot mál- verksins í litríkar, skúlptúrlegar ein- ingar sem við höfum séð töluvert af á undanförnum árum. Fagurfræðin er heimatilbúin eins og sjá má í leirker- unum uppi á bitum í loftinu. Teikn- ingar Hugins af formum sem hugs- anlega minna á kynfæri ná ekki að skapa sjálfstæða heild og skortir nokkuð á að vera áhugaverðar sem teikningar, hvað varðar línu og lit. Hliðið kemur hins vegar á óvart og skapar stemningu sem er skemmti- lega á skjön við rýmið sjálft, gefur kannski til kynna einhverja stemn- ingu listarinnar sem listamaðurinn hefur upplifað í salarkynnum Safns og hugsanlega inn á kynslóðabil í listinni? Inngripið sem heild ein- kennist af kímni og yfir sýningu Hugins er andblær samtíma sem leggur áherslu á frelsi, að listin eigi að vera skemmtileg, tjáningin óheft, miðlar skarist og óhikað er vitnað til stíltegunda fortíðar án tillits til inni- halds. Allt þetta kemst vel til skila, helsta hættan er sú að áhorfandinn skynji sköpunargleði listamannsins en tengist henni þó ekki að ráði. Lista- maður í heim- sókn MYNDLIST Safn við Laugaveg Til 7. október. Safnið er opið mið. til sun. kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Huginn Þór Arason Ragna Sigurðardóttir Í NÝLISTASAFNINU stendur yf- ir málverkasýningin „Nói át“ sem er hljóm-þýðing á „No way out“. Listamennirnir sem sýna eru 8 talsins og heita Davíð Örn Hall- dórsson, Guðmundur Thoroddsen, Ragnar Jónasson, Karri Kuoppala, Timo Vaittinen, Muriel Lasser, John Avelluto og Benjamin Merris. Þau koma frá Íslandi, Sviss, Finn- landi og Bandaríkjunum. Falla verkin ágætlega undir svokallaðar „Comic abstractions“ (skop- abstraktsjónir) sem sýningarstjór- inn Roxana Marcoci gerði á úttekt í MoMA á síðasta ári, en sú úttekt var ekki endilega fastbundin við óhlutbundna list heldur líka hálf- fígúrasjónir og skartaði þar með listamönnum á borð við Takashi Murakami og Michel Majerus. Punktur Marcocis var sá að popp- kúltúrinn hafi hingað til eingöngu verið rannsakaður með fígúratífri list og í abstraktlistinni væri nýr vinkill á málefnið. Samtímalistamenn sem hafa til- vísanir í einhver frumatriði, eins og abstrakt eða hálf-fígúrasjónir, dýrslegar hvatir eða frumstæðar ímyndir, virðast hallast æ meira til skopmyndagerðar og þótt ég hafi sjálfur hlýjar kenndir til teikni- myndakúltúrs þá hef ég margt út á hann að setja í listrænu samhengi enda er það eitt að rannsaka mál- efni og annað að velta sér upp úr þeim. Liggur þá fyrir að spyrja hvort að popp geti verið rannsókn á poppi þar sem inntakið er hvort sem er samdauna sjálfu málefninu, hvort sem það er abstrakt eða fí- gúratíft. Þetta var svona sá umræðu- grundvöllur sem mér fannst liggja fyrir þegar ég skoðaði sýninguna í Nýlistasafninu þar sem verkin hall- ast í átt til neyslusamfélags og poppkúltúrs, skemmti- og skyndi- bitamenningar. Slíkt er auðvitað tímanna tákn, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, og er for- vitnilegt að sjá hvernig þessi teg- und málverks hefur þróast frá tíð súrrealismans og abstrakt express- jónismans, þegar myndefnið snerist um innri veruleika, yfir í samtím- ann, þar sem gert er út á ytri veru- leika, eins og nú má sjá á litríkum leikvelli Nýlistasafnsins. Litríkur leikvöllur Morgunblaðið/G.Rúnar Skyndibitamálverk Verkin hallast í átt til neyslusamfélags og poppkúlt- úrs, skemmti- og skyndibitamenningar. Myndlist Nýlistasafnið Opið miðvikudag til sunnudags frá 12- 17, fimmtudag til 21. Sýningu lýkur 16. september. Aðgangur ókeypis. Nói át – Samsýning 8 listamanna Jón B. K. Ransu SVARTHVÍT ljósmynd af skútu í sjávarháska mætir áhorfandanum þegar inn kemur, minnir á myndir sem sjá má á veggjum kaffihússins við höfnina. Sjávarháski hefur aðra merkingu í þessum bæ en hjá okkur sem uppalin erum í Reykjavík en á sýningu Unnars hefur skútan líka aðra merkingu en hina bláköldu og bókstaflegu. Er þetta þjóðarskútan sem ferst eftir skipbrot frjálshyggj- unnar? Því á öðrum vegg má lesa andlátstilkynningar um Milton Friedman úr bandarískum dag- blöðum. Hvernig skiljum við þá litla trjágrein og bláskel, spegil, byssu- skot og steinvölu undir glerkassa á gólfi, kirfilega merkt með merki- miðum, fengin að láni hjá Byggða- safni Reykjanesbæjar? Eða hillurnar troðnar af skjölum, dagblöðum, Vik- unni frá 1906 og Fréttablaðinu síðan í gær, ársriti Skógræktarfélagsins, fullar hillur sem þekja heilan vegg? Á ljósaborði sem er skúlptúr má lesa setninguna „Laissez-faire“, orðtak úr frjálshyggju sem merkir stefnu lítilla ríkisafskipta, en í daglegu tali að láta reka á reiðanum – og þá erum við komin í hring, aftur að skútunni sem rekur stjórnlaust í öldurótinu. Sýningarskráin býður upp á texta, hér brot úr tilraunaskáldsögu Julio Cortazar, Rayuela, sem á ensku kall- ast Hopscotch sem aftur merkir parís – barnaleikurinn að hoppa parís. Bók- ina má lesa á margvíslegan máta og hún hefur margfaldan endi. Í texta- brotinu er lögð áhersla á að frelsa hugann undan oki tvíhyggjunnar sem er okkur svo töm, á að finna „já-ið án nei-sins.“ Textann þýddi Hermann Stefánsson en hann auðgar sýn- inguna á ljóðrænan hátt auk þess að vera eins konar leiðarvísir að lestri áhorfandans á henni. Á sýningunni er að finna ljóðræna dirfsku og óvænt sjónarhorn, lestur áhorfandans verður ósjálfrátt í takt við hugsun listamannsins, íhugull, sögulegur, samfélagslegur, listsögu- legur. Öll þessi lög er að finna á ynd- islega áreynslulausan og ekki síst fal- legan máta á sýningu Unnars, án efa ein af betri sýningum ársins. Öldurót samtímans MYNDLIST Suðsuðvestur, Reykjanesbæ Til 7. október. Opið lau. og sun. kl. 13- 17.30. Aðgangur ókeypis. Coup d’Etat, Unnar Örn J. Auðarson Ragna Sigurðardóttir afsláttur www.th.is Létt morgunhreyfing með Rakel úr söngdúettnum Hara Bingó Skoðunarferðir Danskennsla Leiksýning Félagsvist Sparidagar fyrir eldri borgara dagana 7. – 12. október. Dagskrárstjóri er hinn rómaði Gunnar Þorláksson. Verð fyrir tímabilið er aðeins 29.800 kr. á mann. Innifalið: Gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður af hlaðborði, þriggja rétta kvöldverður alla daga og fjölbreytt dagskrá. Upplýsingar og bókanir í síma 483 4700 á Hótel Örk. Prjónafatnaður í úrvali Nýtt kortatímabil Opið virka daga 10.30-18.00, laugardaga 11-16 Diza nýr stíll Diza Laugavegi 44Sími 561 4000www.diza.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.