Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 19 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is IÐNAÐARMENN eru að leggja síð- ustu hönd á nýbyggingu Grand hót- els Reykjavíkur við Sigtún. Her- bergin í háhýsunum tveimur hafa smám saman verið tekin í notkun í sumar. Húsið fær góða reynslu af ís- lenskri haustlægð þessa dagana og voru iðnaðarmenn í rigningunni í gær að fara yfir glerþök og ganga frá ýmsum málum. Hótelið verður síðan opnað formlega eftir þessa miklu framkvæmd í næsta mánuði. Kaupgarður, fyrirtæki Ólafs Torfasonar hótelstjóra, keypti Grand hótel við Sigtún á árinu 1995 og fékk til liðs við sig Guðmund Jónasson ferðaskrifstofu við kaupin. „Það lá þá þegar fyrir að það þyrfti að fjölga herbergjum. Ráðstefnuaðstaðan var ágæt og við raunar gengum í það að stækka hana,“ segir Ólafur þegar hann er spurður um aðdraganda ný- byggingarinnar. Í upphafi var ætl- unin að stækka um 100 herbergi með byggingu lágreistra húsa um alla lóð. Fékkst samþykki skipulagsyfirvalda fyrir því. „Við sáum þó að þetta var of dýrt og að við þyrftum fleiri herbergi til að reksturinn yrði fýsilegur og því lögðum við þessi áform á hilluna.“ Síðar komu upp hugmyndir um að reisa háhýsi á lóðinni. Fyrst voru lagðar fram teikningar af 24 hæða byggingu en áformin þróuðust síðan út í tvo samtengda hótelturna, 13 til 14 hæða, sem tengdir yrðu eldri byggingu hótelsins með glerbygg- ingu. Segir Ólafur að þau 208 her- bergi sem bætast við séu litlu dýrari en þau 100 herbergi sem fengist hefðu með lágreistum byggingum um alla lóðina. Þá fáist að öllu leyti betri aðstaða fyrir gestina, bílastæði og þjónusturými. Erfið sambúð Skipulagsferlið tók sinn tíma sem og fjármögnunin og hófust fram- kvæmdir ekki fyrr en síðla árs 2005. Ólafur staðfestir að þegar hann var að undirbúa þessa framkvæmd hafi hótel ekki verið í sérstöku uppáhaldi hjá bönkunum enda hafi þeir tapað peningunum á slíkum verkefnum. Hann tekur þó fram að á þessu hafi orðið breyting á síðustu árum og fjár- mögnunin hafi komist í höfn með að- stoð viðskiptabanka fyrirtækisins, Glitnis, auk þess sem eigendur hafi aukið hlutafé sitt og ÍAV hf., sem tók að sér framkvæmdina, hafi gerst hluthafi tímabundið. Ætlunin var að framkvæmdum lyki 15. mars 2007, vel fyrir upphaf aðalferðamanna- tímabilsins en það tókst ekki. Húsin hafa smám saman verið tekin í notk- un í sumar og nú er unnið að lokafrá- gangi. „Við ætluðum okkur að komast hjá því að vera að vinna að bygging- arframkvæmdum ofan í gestunum. Það er ein sú versta sambúð sem hugsast getur í svona rekstri. Við drógum úr sölustarfseminni þegar við sáum í hvað stefndi og þetta blessaðist allt,“ segir Ólafur. Nýbyggingin er um 10 þúsund fer- metrar að stærð, jafn stór og bygg- ingarnar sem fyrir voru, og kostar liðlega tvo og hálfan milljarð kr. Ólaf- ur hefur áður byggt upp verslunar- miðstöðvar og hótel en þetta er mesta framkvæmdin sem hann hefur ráðist í. Segir hann að það hafi vissulega verið erfitt að halda kostnaðar- áætlun, ekki þurfi mikið út af að bregða við slíka stórframkvæmd. „Ég hef staðið yfir þessu sjálfur allan tímann. Keypti mér tvenn pör af gallabuxum til að hafa til skiptanna þegar þetta byrjaði og er ekki enn búinn að skipta yfir í betri buxurnar,“ segir Ólafur. Látlaus uppbygging Ólafur byrjaði í hótelrekstri eftir að hann eignaðist hús í byggingu við Rauðarárstíg. Til stóð að innrétta það sem skrifstofur og leigja út en þegar leigjandinn brást ákvað Ólafur að koma þar upp hóteli sem varð Hótel Reykjavík. Það hefur hann rekið frá 1992. Hann notaði síðan tímann sem fór í tafirnar eftir því að fram- kvæmdir gætu hafist við nýbyggingu Grand hótels til þess að taka á leigu hótelbyggingu í miðbænum og opnaði þar Hótel Reykjavík Centrum við Aðalstræti á árinu 2005. Hann rekur nú þessi þrjú hótel og er auk þess hluthafi í Fosshótelum. Þetta hefur því verið látlaus upp- bygging í fimmtán ár, fyrst bygging Hótel Reykjavíkur, þá kaup á Grand hótel og framkvæmdir þar, uppbygg- ingin í miðbænum og nú viðbyggingin við Sigtún. Þótt yfir 200 herbergi bætist við Grand hótel þarf ekki að bæta miklu við veitingasali og ráð- stefnuaðstöðu. Þó hefur Ólafur hug á því að stækka aðalráðstefnusalinn, þannig að hann taki 700 manns en tekur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það. Ný verkefni erlendis Rekstur hótelanna hefur gengið vel, að hans sögn. „Mér hefur gengið vel. Þetta eru að vísu ekki sömu töl- urnar og maður heyrir af í útrás- arverkefnum en ég reyni að huga vel að mínu og er sáttur við minn hlut.“ Hann segist hafa trú á framtíð ferða- þjónustunnar enda sé hann frekar bjartsýnn maður að eðlisfari. Ferða- mönnum hefur fjölgað og hann hefur trú á áframhaldandi hægri en öruggri fjölgun. Grand hótel Reykjavík er nú orðið stærsta hótel landsins, með 314 her- bergi, og í þessum þremur hótelum eru 482 herbergi samtals. Önnur hótel hafa risið og stækkað og sér Ólafur ekki fyrir sér að það rísi stór hótel í bænum á næstu árum, fyrir utan hótelið við Reykjavíkur- höfn. „Mér finnst þetta orðið ágætt fyrir mig og ekki sniðugt að bæta miklu við. Það er auðvitað litið á mál- in ef upp koma spennandi tækifæri en ég horfi meira til útlanda eftir nýj- um verkefnum. Við höfum athugað nokkur dæmi en ekki náð samningum enn sem komið er,“ segir Ólafur og segist ekki síst horfa til gömlu höf- uðborgar Íslands, Kaupmannahafn- ar, í því efni. Framkvæmdum að ljúka við byggingu tveggja 65 metra hárra turna við Grand hótel Reykjavík Látlaus upp- bygging hótel- reksturs í 15 ár Vetrargarður Gestir geta látið fara vel um sig í glerbyggingunni sem teng- ir nýbygginguna við eldra húsnæði Grand hótel Reykjavíkur. Morgunblaðið/Frikki Hótelstjórinn Hótelturnarnir við Sigtún eru mesta framkvæmdin sem Ólafur Torfason hefur ráðist í. Hótelkeðja hans er með 492 herbergi. NÝBYGGING Grand hótels Reykja- víkur við Sigtún setur mikinn svip á umhverfið. Turnarnir eru um 65 metrar á hæð og með hæstu húsum landsins. Í turnunum sem Guðjón Magn- ússon hjá teiknistofunni Arkform hannaði eru liðlega 200 herbergi og er fallegt útsýni úr herbergj- unum á efri hæðunum þar sem byggingin gnæfir yfir umhverfi sitt. Herbergin eru vel búin enda er Grand hótel Reykjavík fjögurra stjörnu hótel. Nýbyggingin er tengd eldri hótelbyggingunni með gleryfirbyggingu. Þar er móttaka og anddyri ásamt vetrargarði und- ir glerinu. Mikið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð setur svip á anddyrið. Í nýbyggingunni bætast einnig við ráðstefnu- og fundarsalir. Heilsulind með líkamsrækt og snyrtistofu verður tilbúin í kjall- aranum á næstu vikum ásamt fleiri þjónustuþáttum fyrir hótelgesti. Ný aðkoma að hótelinu verður frá Kringlumýrarbraut en núver- andi inngangur verður fyrir ráð- stefnugesti. Hótelið er laust við rafmengun og þar er náttúruleg loftræsting. Bæði atriðin eru nýjung við bygg- ingu hótela. Loftræsting er tölvustýrð með aðstoð veðurstöðvar sem er ofan á turnunum. Þetta kallar Ólafur nátt- úrulega loftræstingu því hitastig og opnun glugga er að mestu sjálf- virk. Mikið var lagt upp úr jarðteng- ingum í húsinu. Allt er tengt í 80 metra djúpa borholu undir húsinu. Í byggingunum á því ekki að hlað- ast upp óæskileg rafmengun og það dregur úr viðhaldsþörf, að sögn Ólafs, og stuðlar að betri líðan gestanna. Vetrargarður undir gleri í tengibyggingu Stofnfjáreigendafundur hjá Byr-sparisjóði verður haldinn miðvikudaginn 3. október næstkomandi á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 14.00. Á fundinum verður lögð fram tillaga um sameiningu Byrs- sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs Fundarboð og dagskrá verða send stofnfjáreigendum í samræmi við samþykktir sparisjóðsins. Sparisjóðsstjórn. Stofnfjáreigendafundur hjá BYR-sparisjóði SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Sýnum í dag sérlega skemmtilega og mikið endunýjaða 4ra herbergja 117 fm íbúð á 2. hæð. Endurnýjað eldhús, baðherb. sameign o.fl. Suðvestursvalir. Gott skipulag. Verð: 23.800.000 Jóhann frá Fasteign.is, s: 8 600 399, verður á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG KL: 17.30–18.00 HRAUNBÆR 48 Þórunn á bjöllu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.