Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 20
Morgunblaðið/Kristinn Alla daga Hlynur Steinsson hjólar á hverjum degi í skólann. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þ au láta vatnselginn ekki stoppa sig krakkarnir í Fossvogsskóla sem ýmist ganga eða hjóla í skólann, alla daga í öllum veðrum. Og þannig var það líka í gær með mörg þeirra þó svo að rigningin væri slík að eftir að hafa gengið eða hjólað örfáa metra „þá var eins og maður væri að koma úr baði,“ svo vitnað sé í hressa stelpu á leið heim úr skólanum, þar sem hún gekk í úrhellinu með bros á vör. Rigning getur nefnilega líka verið skemmtileg. Hver sá sem kominn er af barnsaldri man eflaust vel eftir aðdráttarafli fossandi lækja í grenjandi rigningu svo ekki sé talað um stóra drullupolla. Krakkarnir í Fossvogsskóla voru í gær sérstaklega hvött til að koma gangandi eða hjólandi í skólann, því þá var umhverfisdagur í öllum grunnskólum Reykjavíkur, en markmiðið með þessum degi var að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu og bættri umgengni almennt. Það er svo sem ekkert nýtt fyrir krökkunum í Fossvogsskóla, því hann er grænn skóli sem hefur í þrígang fengið Grænfánann, en það er viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf að umhverf- isvernd- og umhverfis- og náttúrufræðslu. Í Fossvogsskóla eru til dæmis sérstakir um- hverfissöngvar og þar hreinsa nemendur skólalóðina vikulega. Allt lífrænt úr mötuneyti nemenda er flokkað sem og allar handþurrkur og bylgjupappi. Þar fer fram flokkun á líf- rænum úrgangi úr skólastofum, kennslueldhúsi og kaffistofu kennara. Þar eru ekki seldir fernudrykkir og ef nemendur koma með drykk í skólann að heiman eru þeir beðnir að hafa hann í umhverfisvænum margnota umbúðum. Skólinn veitir líka vikulega verðlaun fyrir góða umgengni í skólastofum. Nemendur græna skólans þurftu því ekki að láta segja sér tvisvar að labba eða hjóla í skólann. Þau hvetja foreldrana til að flokka rusl Hlynur Steinsson ellefu ára lætur ekkert koma í veg fyrir að hann komi hjólandi í skól- ann, enda er hann á góðu hjóli. „Ég hef hjólað í skólann alveg frá því ég byrjaði í skól- anum, enda fylgir engin mengun því að hjóla. Við höfum lært heilmikið um umhverfismál í skólanum og mér finnst krakkarnir hérna hugsa frekar mikið um þessi mál. Ég reyni að vera líka umhverfisvænn heima hjá mér en ekki bara í skólanum. Við flokkum líka ruslið heima. Mér fannst mjög fróðlegt þegar Veraldarvinir komu að heimsækja skólann okkar en það var fólk frá Frakklandi, Ungverjalandi og fleiri löndum sem kenndi okkur ýmislegt um umhverfismál.“ Guðrún Ólafsdóttir í tíu ára bekk kemur langoftast hjólandi í skólann í hvaða veðri sem er. „Ég klæði mig bara eftir veðri, fer í regnbuxur ef það er rigning og er með húfu og vettlinga ef það er kalt. Ég er líka miklu fljótari á hjóli heldur en þegar ég labba. Lang- flestir í mínum bekk komu hjólandi í skólann í dag enda vorum við hvött til þess. Ég hugsa kannski ekki um umhverfismál alla dag, en ég geri það stundum og ég reyni að kenna mömmu og pabba. Við söfnum til dæmis alltaf saman öllum dagblöðum og förum með þau í sérstaka gáma.“ Katrín Káradóttir í fimmta bekk kemur að öllu jöfnu hjólandi í skólann en sleppti því þennan daginn þar sem hún var með hálsbólgu og foreldrarnir vildu forða henni frá vos- búð í vætunni. „Ég þurfti meira að segja að vera inni í frímínútum. Ég bý á Sogaveginum og ef ég dríf mig þá er ég ekki nema fimm mínútur að hjóla í skólann. En ef það er snjór þá labba ég í skólann af því að þá getur hjólið runnið til í snjónum.“ Katrín segist vera dugleg við að fræða foreldra sína um nauðsyn þess að hugsa um umhverfi sitt „Við fengum til dæmis poka til að taka með okkur heim í fyrra, einn grænan og annan gulan til að flokka fernur og pappír og það er mjög gaman.“ Vel út búin Guðrún Ólafsdóttir var í regnbuxum sem hæfðu veðri dagsins. Vænir krakkar í grænum skóla Hálsbólga hamlaði Katrín Káradóttir gat hvorki gengið né hjólað í skólann vegna hálsbólgu. |fimmtudagur|13. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Innihaldsmerkingar matvæla eiga að veita greinargóðar upp- lýsingar um samsetningu vör- unnar. »22 neytendur Innmatur og kjöt af nýslátruðu eru áberandi á helgartilboðum matvöruverslana að þessu sinni. »22 helgartilboðin Anda hinnar sígildu myndar Casablanca er viðhaldið á veit- ingastaðnum Rick’s Café í Casablanca. »23 ferðalög  Að nemendur læri um gildi þess að ganga vel um náttúr- una.  Að nemendur þekki viður- kenndar merkingar fyrir um- hverfisvænar vörur.  Að nemendur geti greint já- kvæðan áróður frá neikvæðum í auglýsingum.  Að nemendur nýti upplýsinga- tækni til þess að auka þekkingu á umhverfi sínu og daglegu lífi.  Að nemendur geri sér grein fyrir gildi umhverfisverndar.  Að nemendur læri að meta út- gjöld og rekstur heimilisins.  Að nemendur séu meðvitaðir um gildi þess að flokka rusl.  Að nemendur geri sér grein fyrir að með flokkun er hægt að endurvinna og endurnýta ýmislegt sem annars færi í ruslið.  Að nemendur verði meðvitaðir um hversu mikið af rusli fellur til daglega.  Að skólinn í samvinnu við heim- ilin vinni að því að efla ábyrga hegðun og umgengni við nán- asta umhverfi sitt og náttúru landsins. Umhverf- ismarkmið Fossvogs- skóla ÞAÐ er óneitanlega nokkuð sér- stætt þetta höfuðfat sem sást á tískusýningu í Tókýó í Japan á dögunum. Það er þó ekki hægt að segja annað en það sé frekar vetrarlegt ásýndar og ekki laust við að rúnnuð lögunin ásamt ljósum litn- um minni á snæviþaktar brekkur. Það myndi því örugglega henta vel á kolla hátískulegra snæ- drottninga. Reuters Að bera höfuðið hátt Hver sá sem kominn er af barnsaldri man eflaust vel eftir aðdráttarafli foss- andi lækja í grenjandi rign- ingu svo ekki sé talað um stóra drullupolla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.