Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 21

Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 21
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 21 Ástæða er til þess að hlakka til ár- legra aðventutónleika Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands og knatt- spyrnudeildar Þórs sem fram fer í íþróttahöllinni á Akureyri í byrjun desember. Það hefur nefnilega verið samið við stórsöngvarann Garðar Thor Cortes um að syngja með hljómsveitinni að þessu sinni.    Haukur Jóhannsson gekk óvenju spenntur um gólf íþróttahallarinnar á Akureyri þegar líða tók að tón- leikum Kristjáns bróður hans á sunnudaginn. Ástæðan var þó ekki sú að hann óttaðist um frammistöðu bróðurins held beið hann niðurstöðu úrslitaleiks Íslandsmóts 3. flokks í knattspyrnu.    Sonur Hauks, Haukur Heiðar, og fé- lagar hans í KA öttu kappi við Fjölni á Blönduósvelli. Þegar styttist í að Kristján færi á svið í Höllinni fékk Haukur þær fréttir að KA hefði unn- ið á Blönduósi og orðið Íslands- meistari – og brosti breitt. Gat þá al- farið einbeitt sér að því að njóta tónleikanna…    Frammistaða meistaraflokka Þórs og KA á knattspyrnuvellinum hefur valdið stuðningsmönnum þeirra von- brigðum í sumar, en yngri flokkarnir hafa staðið sig vel. Nýjasta dæmið er Íslandsmeistaratitill KA í 3. flokki en KA-menn lögðu Þórsara í skemmtilegum undanúrslitum, þar sem þeir höfðu betur í bráðabana í vítaspyrnukeppni! Þór varð Íslands- meistari í 3. flokki í fyrra og gaman er að segja frá því að næsta þriðju- dag, 18. september, verður úrslita- leikur í Visa-bikarkeppni KSÍ í 2. flokki á Akureyrarvelli, en þar mæt- ast einmitt Akureyrarliðin tvö. Von- andi fjölmenn bæjarbúar á leikinn.    Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorritt Moussaieff, voru meðal áheyrenda á tónleikum Kristjáns Jóhannssonar og félaga hans um síðustu helgi, sem haldnir voru til heiðurs móður Kristjáns, Fanneyju Oddgeirsdóttur, í tilefni 90 ára afmælis hennar. Athygli vakti að í lok tónleikanna spratt Dorritt upp af stól sínum og henti einni rós til Kristjáns á sviðinu. Hún hefur lengi haft dálæti á söng tenórsins.    Mór er akureyrsk hljómsveit sem nýlega gaf út geisladisk með íslensk- um þjóðlögum. Þórhildur Örvars- dóttir syngur en aðrir í sveitinni eru Kristján Edelstein, Stefán Daði Ing- ólfsson og Halldór Gunnlaugur Hauksson. Mór lék á AIM Festival á Akureyri fyrr á árinu og lofaði góðu, og diskurinn svíkur sannarlega ekki. Tónlistin er afskaplega falleg.    Svo gæti farið að reist yrði kaffihús í Lystigarðinum – fyrir andvirði frí- merkjasafns. Lystigarðurinn á Ak- ureyri fékk fyrir nokkrum árum af- hent að gjöf frímerkjasafn sem Axel Schiöth hafði ánafnað garðinum árið 1953 til minningar um móður sína, Önnu Chatrine Schiöth, sem stofn- aði Lystigarðsfélagið árið 1910. Axel ætlaðist til að safnið yrði selt í kringum aldamótin síðustu og að andvirði þeirra yrði notað í þágu Lystigarðsins á 100 ára afmæli hans árið 2010.    Forstöðumaður umhverfismála og forstöðumaður Lystigarðsins ósk- uðu á fundi Framkvæmdaráðs Ak- ureyrarbæjar eftir heimild ráðsins til að láta meta frímerkjasafnið og hugsanlega selja í framhaldinu og að það fjármagn verði notað til bygg- ingar kaffihúss í garðinum eins og deiliskipulag hans gerir ráð fyrir. AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Til hamingju Dorritt Moussaieff, heilsar upp á Fanneyju Oddgeirsdóttur, móður Kristjáns Jó- hannssonar, eftir tónleikana á Akureyri. Í Höllinni Garðar Thor Cortes syngur á Akur- eyri í byrjun desember. versnandi, subbuskap- urinn hefur a.m.k. aldr- ei verið jafn mikill og í sumar. Víkverji er á því að ekki sé hægt að kenna reykingabanni eða löngum opnunartíma um þessi ósköp heldur sé það uppeldið. Sú kynslóð sem er nú mest út á lífinu var ekki alin upp, þetta eru börn efnishyggjuforeldr- anna sem aldrei eru heima. Þeim var ekki kennt að bera virðingu fyrir einu né neinu og síst eigum annarra og hvað þá sjálfum sér. Þeim finnst bara fyndið að vera útúrdrukkin og sjálfum sér til skammar, er alveg sama þó þau brjóti rúðu hjá ókunnugu fólki, kjálkabrjóti aðra eða eyðileggi bíla í íbúðarhverfum, þetta kemur þeim hreinlega ekki við. Þau eru alin upp við það að peningar lagi allt sem miður fer, þegar þau voru krakkar var bara keypt nýtt dót þegar hitt eyðilagðist, þau voru aldrei skömm- uð fyrir neitt og fengu alltaf sínu fram. Núna eru þau orðin stór og farin að skemmta sér. Þegar þau fara í bæinn og brjóta rúðu hugsa þau sem svo að tryggingarnar borgi það, þeim er alveg sama, þau henda rusli hiklaust á götuna því þau vita að það mun einhver tína það upp eftir þau eins og aðrir hafa hreinsað upp skít- inn eftir þau frá barnæsku. Virðingin fyrir eigum annarra og umhverfinu er engin og það er vandamálið. Víkverji segir bara: Guð hjálpi okkur! Víkverji býr ekki áfjölmennu heimili og verslar því yfirleitt ekki mikið magn í einu í matinn en þegar það gerist fer hann í Krón- una á Höfða sem hon- um þykir fín búð, einn stór galli er þó á henni að mati Víkverja. Búið er að fjarlægja allar litlu handkörfurnar og aðeins hægt að fá risa- stórar körfur á hjólum undir innkaupin. Það finnst Víkverja óþægi- legt því stóru körf- urnar eru klunnalegar og stífla alla gangvegi í búðinni sem gerir það að verkum að ekki er hægt að gera snögg innkaup. Litlu handkörfurnar eru þægileg- ar að stærð fyrir það magn sem Vík- verji verslar og ferðin um verslunina verður miklu liprari fyrir vikið. Ekki veit Víkverji hvaða stefna það er að bjóða ekki upp á hand- körfur, líklega eiga þeir sem koma af fámennum heimilum ekki að versla í lágvöruverslunum eða þá að versl- unareigendur sjá að með risastórum körfum versli fólk meira en það þarf. Víkverji heimtar handkörfurnar aftur því honum finnst hálf hallæris- legt að aka um búðina þvers og kruss með eina papriku, pylsupakka og mjólkurlítra í risastórri hjóla- kerru. x x x Skemmtanalíf Íslendinga hefurverið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Víkverji fer mikið út á lífið og hef- ur gert í gegnum árin og er sammála því að ástandið í miðbænum fari       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is BMW 3 línan www.bmw.is Sheer Driving Pleasure B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is - www.bmw.is Með bílinn handa þér BMW 3 línan. Bifreið sem er eins einstök að allri gerð og þú. Áttu auðvelt með að taka ákvarðanir? Kostirnir í stöðunni eru jafn margir og þeir eru áhugaverðir. Fimm mismunandi gerðir, ólíkar vélarstærðir og margs konar búnaður allt eftir því hvað hentar þér. Þá eru að sjálfsögðu ótaldir þeir fjölmörgu aukahlutir sem standa til boða ásamt ótal litum og ólíku efnisvali. Með þessu móti getur þú mótað þína eigin bifreið, sem er jafn einstök að allri gerð og þú. BMW 318 Advantage kr. 3.810.000 BMW 320 Exclusive kr. 4.290.000 BMW 325xi xDrive Prestige Edition kr. 5.900.000 Advantage, Exclusive og Prestige edition eru aukahlutapakkar sem gerir glæsilega BMW 3 línu enn glæsilegri. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum í síma 575 1210.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.