Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 22
neytendur
22 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Bónus
Gildir 13. sept. til 16. sept. verð nú verð áður mælie. verð
KS ferskt lambalæri ............................. 975 1.298 978 kr. kg
KS ferskur lambahryggur ...................... 1.189 1.398 1.189 kr. kg
KS ferskt lambafillet m/fitu................... 2.398 2.998 2.398 kr. kg
Holta fersk kjúklingalæri, úrbeinuð ........ 599 899 599 kr. kg
Holta ferskir kjúklingaleggir ................... 363 484 363 kr. kg
Myllu heimilisbrauð 770 g .................... 95 159 123 kr. kg
Fersk ísl. ungnautabuff, 4x120 g ........... 598 1.245 kr. kg
Ferskt ungnautahakk, innflutt................ 879 1.168 879 kr. kg
KF folaldakubbasteik, frosin .................. 398 498 398 kr. kg
Bónus lýsi, 500 ml............................... 298 398 596 kr. ltr
Fjarðarkaup
Gildir 13. sept. til 15. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Ali helgarskinka, soðin ......................... 1.438 1.598 1.598 kr. kg
Nauta gúllas, stroganoff, kjötborð.......... 1.398 1.595 1.398 kr. kg
Svínabógsneiðar.................................. 498 658 498 kr. kg
FK bayonneskinka................................ 1.149 1.498 1.149 kr. kg
FK reykt folaldakjöt m/beini.................. 498 734 498 kr. kg
Matfugl kjúklingalæri............................ 398 569 398 kr. kg
Matfugl kjúklingavængir ....................... 168 281 168 kr. kg
Hagkaup
Gildir 13. sept. til 16. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Nauta T-bone steik úr kjötborði ............. 2.498 3.050 2.498 kr. kg
Nauta entrecote úr kjötborði ................. 2.698 3.143 2.698 kr. kg
Nauta porterhouse steik úr kjötborði...... 2.598 2.598 2.598 kr. kg
Nauta ribeye úr kjötborði ...................... 2.798 3.143 2.798 kr. kg
Boston skinka (bayonneskinka)............. 898 1.498 898 kr. kg
Kjúklingalundir í western kryddlegi......... 1.400 2.154 1.400 kr. kg
Chicago t. örbylgjupitsa, pepperoni, ...... 349 498 349 kr. pk.
Myllu brownie kaka .............................. 339 540 339 kr. stk.
Myllu rúsínu- og valhnetubrauð ............. 199 346 199 kr. stk.
Samsölu beyglur .................................. 129 234 129 kr. stk.
Krónan
Gildir 13. sept. til 16. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Lambalæri af nýslátruðu ....................... 975 1.500 975 kr. kg
Lambahryggur af nýslátruðu.................. 1.198 1.594 1.198 kr. kg
Lamba súpukjöt af nýslátruðu ............... 545 779 545 kr. kg
Ýsuflök með roði .................................. 899 1.031 899 kr. kg
Móa kjúklingur, ferskur, 1/1.................. 349 699 349 kr. kg
Krónubrauð, stórt og gróft, 770 g .......... 99 129 129 kr. kg
Krónu kökur, súkkulaði/gulrótar ............ 299 299 kr. stk.
Happy Day 100% safar, 3 teg., 2 ltr....... 229 269 115 kr. ltr
Super þvottaefni color, 750 g................ 99 139 132 kr. kg
GM Cocoa Puffs, tvöfaldur, 1.300 g....... 599 680 461 kr. kg
Nóatún
Gildir 13. sept. til 16. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Móa kjúklingabringur............................ 1.498 2.515 1.498 kr. kg
Lambalifur .......................................... 198 298 198 kr. kg
Lambanýru .......................................... 98 189 98 kr. kg
Lambahjörtu........................................ 198 469 198 kr. kg
Lambalæri kryddað .............................. 1.098 1.498 1.098 kr. kg
Ungnautahamborgari, 90 g................... 79 139 79 kr. stk.
EO lífræn sojamjólk, 4 teg., 946 ml ....... 299 329 316 kr. ltr
EO lífrænar baunir, 8 teg., 425g............ 179 224 421 kr. kg
Svansö 100% marmelaði, 4 teg. ........... 299 349 299 kr. stk.
Yippy vítamínbættur krakkadrykkur ........ 30 45 30 kr. stk.
Samkaup/Úrval
Gildir 13. sept. til 16. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Kjötborð lamba fille m/fitu ................... 2.659 3.549 2.659 kr. kg
Borgarnes lambalæri, hvítlauksmarín..... 1.369 1.825 1.369 kr. kg
Borgarnes bjúgu .................................. 379 548 379 kr. kg
Goði kjötbúðingur ................................ 475 679 475 kr. kg
Ísfugl kjúklingalæri með legg................. 425 609 425 kr. kg
Ota Havrefras 375 g............................. 289 324 770 kr. kg
Ota Guldkorn 500 g ............................. 259 335 518 kr. kg
Ömmu spelt flatkökur........................... 99 135 99 kr. stk.
Agúrkur, íslenskar ................................ 89 108 89 kr. stk.
Appelsínur .......................................... 109 169 109 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 13. sept. til 19. sept. verð nú verð áður mælie. verð
Borganes beikon, magnpakkning .......... 1.108 1.385 1.108 kr. kg
Borganes víkinga-lambalæri ................. 1.598 1.998 1.598 kr. kg
Frón súkkulaði, póló, 250 g .................. 129 139 516 kr. kg
Hunt’s spaghettísósa, 737 g................. 139 198 189 kr. kg
Cheerios, 518 g................................... 279 309 539 kr. kg
Jacobs tekex, 200 g ............................. 59 75 295 kr. kg
Axa Musli súkkulaði, 375 g................... 229 325 611 kr. kg
Borganes ostapylsur ............................ 850 1.063 850 kr. kg
Eðal laxasalat, 200 g ........................... 198 247 990 kr. kg
helgartilboðin
Kjúklingur, innmatur og brauðmeti
Morgunblaðið/Golli
S
kýrar merkingar matvæla
eru nauðsynlegar neyt-
endum til þess að val
þeirra á matvörum geti
byggst á þekkingu á inni-
haldinu. Matvælaframleiðendur og
veitingastaðir eru nú teknir við því
hlutverki að framleiða matinn ofan í
okkur frá grunni, en neytendur eiga
vissulega rétt á að vita hver inni-
haldsefni matvæla eru. Í sumum til-
fellum getur það verið öryggisatriði
að fá réttar og nákvæmar upplýs-
ingar um innihaldið, að sögn Jónínu
Þ. Stefánsdóttur, matvælafræðings
hjá Umhverfisstofnun.
Í norrænni símakönnun, sem gerð
var í fyrrahaust, voru eitt þúsund Ís-
lendingar spurðir: „Hvaða upplýs-
ingar finnst þér að verði að vera á
umbúðum matvæla til þess að þú
getir tekið upplýsta ákvörðun þegar
þú kaupir matvæli?“ Upplýsingar
um innihald matvælanna lentu í
efsta sæti hjá aðspurðum.
Reglur um innihaldslýsingar, sem
framleiðendum og dreifingaraðilum
er skylt að fara eftir, er að finna í
reglugerð um merkingu matvæla.
Þar kemur fram að innihaldslýsing á
að veita greinargóðar upplýsingar
um samsetningu vörunnar. Grund-
vallaratriði er að merkingar séu vel
læsilegar og á skiljanlegu tungu-
máli, en merkingar á matvælum hér-
lendis verða að vera á íslensku,
ensku eða Norðurlandamáli öðru en
finnsku.
Öll innihaldsefni skal tilgreina eft-
ir minnkandi magni þannig að fyrst
er talið upp það hráefni, sem mest er
af og síðast það sem minnst er af.
Nokkrar undantekningar eru þó til.
Stundum er t.d. heimilt að nota
flokksheiti í stað tegundaheitis. Sem
dæmi um þetta má merkja „krydd“
eða „kryddblanda“ ef kryddin eru
innan við 2% af þyngd matvælanna.
Nokkrar undantekningar eru frá
skyldunni um innihaldslýsingu og á
það svo sem við um ferska ávexti og
grænmeti, þar með talið kartöflur,
gerjaða mjólk, brennd og óbrennd
vín. Tegundaheiti kartaflna á þó að
koma fram á umbúðum.
Ofnæmis- og óþolsvaldar
Í reglum um merkingar er listi yf-
ir algengustu ofnæmis- og óþols-
valda, sem alltaf þarf að merkja á
skýran hátt. „Þetta eru egg, fiskur,
ýmsar hnetur og jarðhnetur, korn
sem inniheldur glúten,
krabbadýr, mjólk, sell-
erí, sesamfræ, sinnep,
sojabaunir og afurðir
þessara hráefna. Einn-
ig er á þessum lista
aukefnið súlphúr díoxíð
og súlfíð (SO2) sem hef-
ur e-númerið 220 og er
meðal annars að finna í
vínum og þurrkuðum
ávöxtum. Lindýr og
lúpína og afurðir þeirra
bætast svo fljótlega á
listann. Afurðir þess-
ara ofnæmis- og óþols-
valda, til dæmis auk-
efni, sem unnin eru úr
þeim, þarf alltaf að
merkja með tilvísun í ofnæmisvald-
inn. Þannig þarf að koma fram í
merkingu hvort aukefnið lesitín er
unnið úr eggjum eða
soja eða koma skýrt
fram á annan hátt að sá
ofnæmisvaldur sé í
matvörunni,“ segir
Jónína.
Aukefni skal
merkja
Í innihaldslýsingu
þarf að merkja aukefni
með sínu heiti eða e-
númeri. „Þannig er
ýmist hægt að merkja
lesitín eða e-322. Auk
þess þarf að merkja
flokksheiti aukefna,
sem lýsir hlutverki
þess í vörunni. Lesitín
er oft notað sem ýruefni, það er til
þess að vatn og olía blandist saman.
En lesitín getur einnig verið þráa-
varnarefni því það hindrar þránun
fitu. Lesitín, eins og fleiri aukefni, er
því ekki alltaf merkt með sama
flokksheiti.
Þau aukefni, sem hafa e-númer,
hafa verið metin vísindalega. Sum
þeirra má nota í allar matvörur, sem
nota má aukefni í, til dæmis matar-
sóda (e-500), en notkun annarra er
háð ákveðnu hámarksgildi og ein-
göngu leyft í fáar matvörur,“ segir
Jónína.
Magn mikilvægra efna
Í mörgum tilfellum á að koma
fram á matvörum magn mikilvægra
innihaldsefna. „Þetta á við þegar
vöruheitið er venjulega tengt
ákveðnu innihaldsefni, til dæmis í
tilfelli kjötbolla eða plokkfisks, eða
merkingar leggja áherslu á magn
eða mikilvægi innihaldsefnis. Það á
með öðrum orðum að tilgreina hve
mikið er af rækjum í rækjusalati.
Í niðurstöðum eftirlitsverkefnis
Umhverfisstofnunar og Heilbrigð-
iseftirlits sveitarfélaga um merking-
ar tilbúinna matvæla, sem unnið var
í árslok 2006, kom fram að af 67
vörum, sem skoðaðar voru, var skylt
að magnmerkja 49 þeirra, en af þeim
voru aðeins 27 vörur með magn-
merkingu rétt fram setta, sem þýðir
að matvælamerkingum hérlendis er
enn ábótavant,“ segir Jónína að lok-
um.
Neytendur eiga rétt
á réttum innihaldsmerkingum
Morgunblaðið/Ásdís
Innihaldslýsingin Víða er pottur brotinn í merkingum tilbúinna matvæla þrátt fyrir að mjög mikilvægt sé að neyt-
endur fái réttar upplýsingar um þær vörur, sem þeir hyggjast kaupa.
Innihaldsmerkingar mat-
væla eiga að veita grein-
argóðar upplýsingar um
samsetningu vörunnar.
Jónína Þ. Stefánsdóttir
sagði Jóhönnu Ingv-
arsdóttur að matvæla-
merkingum væri ábóta-
vant hér á landi.
Matvælafræðingurinn
Jónína Þ. Stefánsdóttir.
Það á með öðrum
orðum að til-
greina hve mikið
er af rækjum í
rækjusalati.
Þetta er áttunda greinin af nokkr-
um í greinaflokki, sem er sam-
starfsverkefni matvælasviðs Um-
hverfisstofnunar og
Morgunblaðsins.
www.ust.is