Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ má búast við því að einn af hverjum sex karlmönnum sem komast yfir miðjan aldur greinist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Því er líklegt að flestir lendi í því á lífsleiðinni að fá sjúkdóminn sjálfir eða eigi einhvern ná- kominn sem verður sjúkdómnum að bráð. Algengi sjúkdómsins og erfiðleikar í með- höndlun hans gera hann að verulegum lýðheilsuvanda. Tíðni blöðruhálskirt- ilskrabbameins (BHKK) hefur farið ört vaxandi hér á landi eins og víðast á Vest- urlöndum. Norðurlönd skera sig úr með mik- inn fjölda dauðsfalla af orsökum meinsins. Það er nú næstalgengasta dán- arorsök karla af völdum krabba- meins hérlendis og kemur næst á eftir lungnakrabbameini. Árlega greinast um 200 íslenskir karlmenn með meinið en dánartíðni vegna þess í Evrópu er hæst í Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Danmörku með um 25 dauðsföll á 100.000 íbúa. Ekki er vitað hvað veldur þessari háu tíðni meinsins á Norðurlönd- unum. Í Suður-Evrópu er tíðni meinsins innan við 50% af því sem hún er hér og í Kína einungis lítið brot (4%). Greining, meðferð og að lifa með sjúkdómnum Algengt er að þvagrennsli verði tregara og þvaglát tíðari eftir því sem karlmenn eldast. Oftast er or- sökin góðkynja stækkun á blöðru- hálskirtli, en hann umlykur þvag- rásina og getur því hindrað þvagrennsli. Krabbamein í blöðru- hálskirtli getur þó gefið samskonar einkenni. Hafir þú þessi einkenni frá þvagfærum skaltu leita læknis. Menn niður að fertugs aldri hafa greinst með þetta mein en flestir greinast eftir sextugt. Í lok ársins 2004 voru BHKK 1.300 sjúklingar á lífi á Íslandi. Meðferð ber betri ár- angur sé hún hafin áður en sjúk- dómurinn breiðist út. (Sjá krabb.is) Svonefnt PSA-blóðpróf er oft notað til að rannsaka hvort BHKK sé far- ið að búa um sig. Bandarísku læknasamtökin mæla með að karlar fari árlega í PSA-mælingu eftir fimmtugt. Þar í landi hefur grein- ingartíðni meinsins stóraukist á meðan dánartíðnin virðist hafa far- ið lækkandi á síðustu árum. Ís- lenskir læknar og samtök lækna á Norðurlöndunum hafa ekki enn gefið út sambærileg meðmæli og þeir bandarísku um PSA-mælingu eftir fimmtugt en rannsóknir á komandi árum munu vafalítið skera úr um hvort slík meðmæli séu æskileg. Manni sem greinist með krabba- mein í blöðruhálskirtli stendur til boða að fara í skurðaðgerð, geisla- meðferð eða fá hormónalyf. Hver meðferð fyrir sig er líkleg til að minnka lífsgæði til muna þó svo að lifunarlíkur aukist eitthvað. Loks er meðferðarleiðin að „bíða og sjá til“ eða „bið undir eftirliti“. Margir velja þá jafnframt að breyta um mataræði og lífsstíl. En því miður er ekki enn vitað hvaða sjúklingum mun gagnast að fara í meðferð og hverjum gagnast best að „bíða og sjá til“. Litlar rannsóknir á Íslandi og á alþjóðavísu Samanborið við sambærilega sjúkdóma hefur krabbamein í blöðruhálskirtli hlotið tiltölulega litla athygli hjá vísindasamfélaginu; fjöldi vísindagreina á Íslandi um sjúkdóminn er einungis fjórðungur af þeim greinum sem skrifaðar hafa verið eru um brjósta- krabbamein kvenna. Þó eru þetta sjúkdómar af sömu stærðar- og al- varleikagráðu. Lítið er því vitað um orsakir sjúkdómsins og framþróun hans. Þó að nýlegar rannsóknir bendi til þess að erfðaþættir hafi áhrif á sjúkdómsþróunina hjá sumum ein- staklingum er sagan ekki öll sögð. Það er ekki fullrannsakað hvaða lífsstílsþættir hafa áhrif á líkurnar á að greinast með BHKK og hvaða þættir ráða úrslitum um hversu vel og hve lengi sjúklingar lifa með sjúkdómi sínum. Ýmsar vísbend- ingar eru þó um að mataræði geti skipt sköpum. Markmið Framfarar Það var með tilliti til þessa, að Krabbameinsfélagið Framför var stofnað 12. febrúar 2007 með það að markmiði að afla fjár til að styrkja rannsóknir á BHKK og efla baráttuna gegn því. Til þess að ná settu markmiði hefur félagið stofn- að Styrktarsjóð Krabbameins- félagsins Framfarar og er söfnun í hann hafin. Stofnfé sjóðsins er ein milljón króna sem er gjöf frá Rolf Johansen & Company. Nýverið hefur Styrktarsjóður Baugs Group lagt fram tvær og hálfa milljón króna. Allt styrktarfé rennur óskert til fjármögnunar rannsókna- og kynningaverkefna en rekstr- arkostnaði Framfarar er mætt með félagsgjöldum og annarri fjáröflun. Í júní komu þær Jane Plant og Kristín Vala Ragnarsdóttir í heim- sókn á vegum félagsins og héldu fyrirlestra um áhrif mataræðis og umhverfisþátta á krabbamein í blöðruhálskirtli og brjóstum. Íslenskar rannsóknir hafnar Framför hefur stuðlað að því að nú er að hefjast umfangsmikið rannsóknarverkefni á krabbameini í blöðruhálskirtli við Miðstöð Há- skóla Íslands í lýðheilsuvísindum (MLV). Í samvinnu við Krabba- meinsfélag Íslands, Hjartavernd, Landspítala, Harvard-háskóla og Karolinska Institutet vinnur MLV að metnaðarfullu rannsóknarverk- efni sem miðar m.a. að því að varpa ljósi á það hvort mismunandi fæðu- venjur á fyrri hluta ævinnar hafi áhrif á líkur þess að fá BHKK. Annað markmið er að skilja hversu vel PSA-mæling manna á miðjum aldri spáir fyrir um að greinast með illskeytt BHKK síðar á æv- inni. Nú beinist fjáröflun Framfarar einkum að því að styrkja þessar rannsóknir – við hvetjum alla Ís- lendinga til að leggja okkur lið í baráttunni! Heimasíða Framfarar: www.hi.is/ oddur Baráttudagur gegn krabba- meini í blöðruhálskirtli Unnur Valdimarsdóttir og Odd- ur Benediktsson skrifa um eitt mesta lýðheilsuvandamál Vesturlanda » 14. september erbaráttudagur Evr- ópsku þvagfæralækn- ingasamtakanna (Euro- pean Association of Urology) gegn krabba- meini í blöðruhálskirtli. Unnur Valdimarsdóttir Unnur er dósent við Háskóla Íslands, Oddur er prófessor emerítus við Há- skóla Íslands. Oddur Benediktsson MISJÖFN eru blóm mannlífsflór- unnar, það sést glöggt í Kolaportinu. Á fáum eða engum stöðum í borginni er að finna jafn ólíkt fólk. Þar eru bornir og barnfæddir Reykvíkingar og fólk hvaðanæva af landinu. Auk einstaklinga frá öðrum löndum og heimsálfum sem hafa valið að gera Ísland að heimalandi sínu eða starfa hér um tíma. Einnig er þar ávallt mikið um erlenda ferðamenn. Ald- ursdreifingin er ekki síður áhuga- verð. Foreldrar með börn sín, afar, ömmur, einhleypir og unglingar. Það besta er að allir finna sig jafn vel- komna. Portið er ekki fyrir neinn einn hóp. Meira en verslunarstaður Kolaportið er markaðstorg þar sem seldur er hinn fjöl- breyttasti varningur. Nýuppteknar kart- öflur, fiskur, flatkökur, sælgæti, verkfæri, geisladiskar, skór, handverk, nýr og not- aður fatnaður. Einnig má finna þar húsmuni, bækur og hljómplötur fyrir safnara. Að ógleymdu kompudóti þar sem máltækið ,,eins rusl er annars fjár- sjóður“ er sannmæli. Þó að flestir komi til að versla eru þeir einnig margir sem líta inn í von um að hitta kunningja eða samlanda. Kaffihús portsins er mikið sótt af þeim sem eru á höttunum eftir við- mælanda til að spjalla við um dæg- urmál. Í félagsfræðikönnun sem gerð var fyrir mörgum árum kom í ljós að þónokkuð var um að brottfluttir Vestmannaeyingar kæmu þangað til að hitta aðra í sömu stöðu. Hægt er að orða það svo að portið sé stærsta félagsmiðstöð höfuðborgarinnar. Markaðurinn er löngu orðinn ómissandi hluti borgarmyndarinnar. Það sést best á því að í frábærri nýkynntri verðlaunatillögu um framtíð Kvosarinnar er gert ráð fyrir að undir Lækjartorg verði gerð- ur kjallari til að hýsa Kolaportsmarkaðinn. Á iðandi mannlíf að víkja fyrir bílum? Eins og alkunna er hefur opinber stofnun farið fram á að borgaryf- irvöld samþykki breytingar á deili- skipulagi þannig að í húsinu megi koma fyrir bílastæðum starfsmanna stofnunarinnar. Þetta mundi þýða að loka þyrfti markaðnum í eitt og hálft ár og er hann yrði opnaður að nýju hefði lofthæðin verið minnkuð um helming og aðstaða markaðarins minnkuð. Bent hefur verið á að hand- an götunnar verði brátt opnaður bíla- kjallari með 1.600 stæðum og stofn- uninni sé í lófa lagi að leigja þar stæði fyrir bíla starfsmannanna. Með tilliti til tillögunnar um nýja stað- setningu fyrir Kolaportsmarkaðinn hlýtur að teljast eðlilegt að borgin samþykki ekki deiluskipulagsbreyt- inguna fyrr en tryggt er að endar nái saman. Það er að segja að fram- kvæmdir við bílastæðin hefjist ekki fyrr en markaðurinn hefur verið fluttur á nýjan stað – undir Lækj- artorg. Mannlífið í Kolaportinu Kolaportið er löngu orðið ómissandi hluti borgarmynd- arinnar, segir Guðrún Erla Geirsdóttir »Hægt er að orða þaðsvo að portið sé stærsta félagsmiðstöð höfuðborgarinnar. Guðrún Erla Geirsdóttir Höfundur er myndmennta- kennari og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. „ÁFENGIS- og tóbaksverslun rík- isins skilaði 10,4 milljörðum króna í skatttekjum í ríkiskassann í fyrra.“ Fréttablaðið, 25. júlí sl. Þetta er ákaflega athyglisverð grein um milljarðatekjur ríkis sem hefur samtímis ekki efni á að hjálpa fórnarlömbum neyslunnar þannig að flest meðferðarheimili eru á barmi gjaldþrots og þurfa að láta enda ná saman með því að sníkja peninga úr öll- um áttum. Aðstand- endur þessa ólánsfólks reyna að hjálpa sér sjálfir en fá lítillega að- stoð frá SÁÁ og ein- hverjum líkn- arfélögum. Svo er aðferðin að „frelsa“ fólk í burtu frá þessum vanda en það er ein- hvern veginn svoleiðis þegar fólk er í þrot komið að það er ekki móttækilegt fyrir boð- skap Biblíunnar. Ég er ekkert á móti þessari bók í sjálfu sér. Ég á hana en passa mig á að opna hana aldrei. Hjálp fyrir áfengis- og tóbaksneytendur ætti að sjálfsögðu að vera fjármögnuð að öllu leyti af ÁTVR. Sérstaklega á þetta við tóbaks- og áfengisneytendur ásamt öðrum vímuefnaneytendum sem missa stjórn á neyslunni. Tóbak er þannig eitur að meira en 90% af þeim sem nota það festast gjör- samlega í neyslunni. Þetta á þó ekki við alkóhól, en u.þ.b. 10% af not- endum alkóhóls fara svo illa af neysl- unni að neytandinn verður að leita hjálpar. Gróði ÁTVR er svo mikill að kostnaður fyrirtækisins við að fjár- magna þá sem eru hjálparþurfi í þessum málaflokki yrði óverulegur og þá er átt við að greiðslur fyrir fólk sem vinnur við að hjálpa þessum fórnarlömbum ofneyslu áfengis og tóbaks sem og annarra vímuefna þurfa að vera það góðar að hægt sé að lifa af þessari vinnu. Ísland er svo aftarlega í meðferðarúræðum í dag að það er algjör skandall. Meðferð- arfulltrúar eru láglaunastétt, með- ferðar- og áfangaheimili eru meira eða minna í krónískri fjárþröng og hafa verið allar götur síðan byrjað var á meðferðum hér á landi. Ef t.d. SÁÁ yrði selt fyrirtæki ríkisins, ÁTVR, fyrir 1 krónu, (symbolisk summa) og þar er nóg til af fólki sem hefur vit á brennivíni og þeirri hættu sem fylgir notkun þess, myndi fjár- hagur þess komast í jafnvægi. Það mætti skipta ÁTVR milli Fangels- ismálastofnunar og SÁÁ. Ríkið myndi losna við enn eitt fyrirtækið, fólk sem skilur brennivín og afleið- ingar þess fengi að selja tóbak og brennivín og nota ágóðann og þyrfti bara hluta af honum til að leysa öll þessi flóknu vandamál sem skapast af ofneyslu vímuefna. Þeir gætu gert félagsmálabatteríið að hluthafa og þá yrði fyrst samhæfing og regla komin á hluti sem alltaf er verið að kvarta yfir í þjóðfélaginu Íslendingar heims- meistarar í gervigreind! (fyrirsögn í blaði) „Ís- lenskur hugbúnaður bar sigur úr býtum í keppni alhliða leikja- forrita sem haldin var í Vancouver í Kanada.“ Sem betur fer er þessi fyrirsögn um forrit og ekki lýsing á enn einu heimsmeti Íslendinga í öllu mögulegu, t.d. á hvaða greindarstigi þeir eru miðað við aðrar þjóðir. Alls konar „sýndarveruleikar“ hafa alltaf verið til, en orðið sjálft var ekkert notað í daglegu máli fyrr en tölvuleikir með „sýndarveruleikum“ urðu vinsælir. En af hverju ekki „stjórnarskrár- forrit“, að sjálfsögðu matað með öll- um upplýsingum sem hægt er að finna, reglugerðir sem stangast á við stjórnarskrá myndu sjálfkrafa þurrkast út. Löggæslumenn myndu neyðast til að fara eftir lögum, persónubúnar reglugerðir væru úr sögunni og „týr- anískir“ þingmenn gætu ekki troðið lögum í gegnum þing, þar sem „minnimáttar þingmenn“ þora ekki að andmæla nema með hálfgerðu mjálmi. Með hjálp tækni og tölvu- hugbúnaðar gætu Íslendingar end- urheimt frelsið sem fylgir því að stjórnarskrá landsins sé fylgt. Það myndi margt breytast til batnaðar hjá fólki sem lifir í eilífum vanda- málum vegna stjórnsýslu sem brýtur í bága við stjórnarskrána, að hug- búnaður með gervigreind er kannski það sem koma skal í framtíðinni, þeg- ar ráðamenn þjóðarinnar setja eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni þjóð- arinnar og verja síðan þessi lög og reglugerðir með „klassískri“ hundalógík. Að sjálfsögðu er þetta skrifað bæði í gamni og alvöru. Bilið á milli venjulegs fólks og þess „þjóna“ (þingmanna) sem þeir hafa kosið yfir sig fer sístækkandi. Bara skrifað í tilefni af því að ég er að opna bréf til föður míns, sem er látinn fyr- ir u.þ.b. 10 árum, bróður míns, sem er látinn fyrir u.þ.b. 3 árum, stefnu á móður mína, sem er látin fyrir u.þ.b. 1 ári, og svörin sem ég fæ þegar ég tala við banka, embætti, inn- heimtustofnanir og þ.h. er að ég verði að fá þetta staðfest í vottorði o.s.frv. því í tölvunum stendur að þetta sé allt rétt! Svo erum við að gagnrýna hóp af múslimum sem hafa lesið Kóraninn eitthvað skakkt! Lít- um heldur í eigin barm og skoðum hvað við finnum þar. Bara til að sjá þetta kómíska í öllu saman þá fannst mér drepfyndið að það síðasta sem þingmenn gerðu áður en þeir fóru í sumarfrí var að lögleiða vændi! Vildu þeir vera öruggir um að þeir myndu ekki brjóta lögin í sumarfríinu? Bara hugleiðing, ekkert annað. Ef einhver hefur eitthvað út á þetta að setja get- ur viðkomandi alltaf sent email á: oskar.iceland@gmail.com Ég svara öllum emailum, oftast. ÁTVR – SÁÁ – Fang- ar og aðrir „smæl- ingjar Íslendinga“ Óskar Arnórsson skrifar um samfélagsmál Óskar Arnórsson »Hjálp fyriráfengis- og tóbaksneyt- endur ætti að sjálfsögðu að vera fjármögn- uð að öllu leyti af ÁTVR. Höfundur er sérmeðferðarfullrúi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.