Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 27 NÚ ER liðið rúmt ár frá því helstu talsmenn Varmársamtakanna hófu linnulausa gagnrýni á vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar Mosfells- bæjar vegna fyrirhugaðs Helgafells- vegar – og enn eru þeir að. Þrátt fyr- ir niðurstöður frá Umhverfisstofnun og færustu sérfræðingum um að þessi leið sé sú besta fyrir umhverfið og flesta íbúa Mosfellsbæjar. Á sínum tíma vakti það athygli mína hvað forystufólki í Samfylking- unni, ekki einungis í Mosfellsbæ heldur um land allt, var mikið í mun að tengjast Varmársamtökunum á einn eða annan hátt. Vafalaust hefur þessi mikli áhugi flokksins að hluta til stafað af öllum stórstjörnunum sem léðu baráttunni lið, ýmist með því að hoppa fyrir skurðgröfur, gráta í sjónvarpi og útvarpi eða hóta því að flytja úr bæjarfélaginu – en annað kom einnig á daginn. Pólitísk samtök Þegar á leið og baráttan var að fara út fyrir öll velsæmismörk í skrifum og málflutningi helstu tals- manna Varmársamtakanna og Sam- fylkingarinnar tóku að renna á mig tvær grímur. Þá fyrst tjáði ég mig opinberlega um samtökin og vinnu- brögð þeirra. Ég ritaði grein sem birtist fyrir tæpu ári í Morg- unblaðinu þar sem ég benti stjórn Varmársamtakanna og helstu tals- mönnum þeirra góðfúslega á að með þessu áframhaldi myndu samtökin aldrei halda trúverðugleika sínum sem ópólitísk umhverfissamtök og utan við alla flokkadrætti eins og þeim hefur verið mikið í mun að láta í veðri vaka. Ekki var hlustað á þessi varnaðar- orð mín og Varmársamtökin hertu róðurinn, mærðu Samfylkinguna út í eitt sem aldrei fyrr á meðan þau héldu úti linnulausum árásum á bæj- arstjórnarmeirihlutann og þá sér- staklega Vinstri græn. Öllum er kunnugt um þá herferð. Forystufólk Samfylkingarinnar, bæði í Mos- fellsbæ og úti um land allt, tók þátt í darraðardansinum og gerir enn að hluta. Áberandi var áhugi samfylk- ingarfólks fyrir síðustu alþing- iskosningar á að tjá sig um þennan vegarspotta í Mosfellsbæ. Rétt er að geta þess að hluti for- ystufólks Varmársamtakanna og það fólk sem hefur verið hvað mest áberandi í allri umræðunni er flokks- bundið samfylkingarfólk. Það er leiðinlegt að hafa orðið þess áskynja að samtök, sem voru stofnuð sem ópólitísk umhverfissamtök, breytt- ust á ótrúlega skömmum tíma í að verða hápólitísk og ganga svo langt að tala máli eins stjórnmálaflokks. Dæmi eru um að fólk hafi sagt sig úr Varmársamtökunum og einnig úr nefnd á vegum þeirra. Vinnubrögð og aðferðarfræði helstu talsmanna samtakanna er að stærstum hluta ástæðan fyrir úrsögnum þessa fólks en á nákvæmlega þetta reyndi ég að benda samtökunum í mínum fyrstu skrifum um þau. Neikvæði og sleggjudómar Samfylkingin og Varmársamtökin hafa opinberlega gert athugasemdir við afskipti mín af hinum harkalegu umræðum um tengibrautina og sagt það fyrir neðan virðingu embættis míns að taka þátt þeim. Í mínum huga er það ljóst að það væri emb- ætti mínu miklu frekar til vansa að láta slíka orrahríð í fjölmiðlum svo mánuðum skiptir ganga yfir Mos- fellsbæ og þegja þunnu hljóði yfir slíkum skrifum. Það er ekki líðandi að fámennur hópur fólks haldi bæjarfélaginu okk- ar í herkví neikvæðra frétta og leið- indaumræðu um margra mánaða skeið og hafi jafnmikil og neikvæð áhrif á allan bæjarbrag og raun ber vitni. Ímynd bæjarins út á við hefur beðið hnekki af þessari umfjöllun á fleiri sviðum en augljós eru í fyrstu og hefur umræðan smitað út frá sé á ýmsa vegu. Alvarlegast er þó að Samfylkingin hefur tekið virkan þátt í þeim dansi, væntanlega í góðri trú um auknar vinsældir. Það er aldrei vænlegt til árangurs í pólitík að flökta eins og strá í vindi, bara eftir því hvernig vindar blása. Áfram er haldið Sigrún Pálsdóttir, stjórnarkona í Varmársamtökunum, ritaði grein í Morgunblaðið 3. september sl. Þar fullyrðir hún m.a. að deiliskipulagið um tengibrautina muni kollvarpa bæjarmyndinni og ræna Mosfellsbæ sínum dýrmætustu sérkennum. Hvernig getur Sigrún fullyrt hver séu dýrmætustu sérkenni Mosfells- bæjar? Ekki vantar stóru orðin frek- ar en fyrri daginn. Þetta hlýtur að vera huglægt mat hjá henni. Í greininni segir Sigrún einnig að Varmársamtökin séu einu umhverf- issamtök Mosfellsbæjar. Rétt er að benda henni á að í Mosfellsbæ eru önnur umhverfissamtök, Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar. Formaður þeirra samtaka er Guðjón Jensson, einn ötulasti umhverfis- og náttúruverndarsinni Mosfellsbæjar og þótt víðar væri leitað. Ég vil að lokum varpa fram eft- irfarandi spurningu til fulltrúa Sam- fylkingarinnar í bæjarstjórn Mos- fellsbæjar: hvar hefði átt að leggja tengibrautina annars staðar en framhjá Álafosskvosinni? Um það þegir flokkurinn þunnu hljóði, ég tel tímabært að Mosfellingar fái svar við þeirri spurningu. Samfylkingin dansar með Varmársamtökunum Hvar hefði átt að leggja hina umdeildu tengibraut annars staðar en framhjá Álafosskvos- inni? spyr Karl Tómasson » Það er ekki líðandiað fámennur hópur fólks haldi bæjarfélag- inu okkar í herkví nei- kvæðra frétta og leið- indaumræðu um margra mánaða skeið. Karl Tómasson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. SNÆFELLSJÖKULL DRANGAJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Þegar stórt er spurt er mikilvægt að fundurinn um málið skili árangri. Þá getur verið gott að nýta sér afbragðsgóða möguleika til fundahalda sem bjóðast í nágrenni við áætlunarstaði Flugfélags Íslands, hringinn í kringum landið. Þú færð fyrsta flokks fundaraðstöðu og fundarmenn njóta þess að vera í nýju umhverfi, fjarri asa hversdagsins. Og þið getið verið komin heim seinni partinn sama dag. Hringdu í 570 3075 eða sendu tölvupóst á hopadeild@flugfelag.is og fáðu nánari upplýsingar um kostina við Fundarfrið Flugfélags Íslands. flugfelag.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 3 90 45 0 9/ 07 Fundarfriður Tryggðu að fundurinn sé markviss og árangursríkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.