Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.09.2007, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Jóhanna Árnheiður Helga Jóhanns- dóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1957. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi að morgni 6. september síðastlið- ins. Foreldrar henn- ar voru Guðríður Árnadóttir verka- kona, f. 26. maí 1926, d. 21. október 1988, og Jóhann Sigurjónsson bók- haldari, f. 4. mars 1911, d. 31. desember 1956. Stjúpfaðir Jó- hönnu var Jóhannes Valdimars- son leigubílstjóri, f. 28. október 1923, d. 29. október 1998. Systk- ini hennar samfeðra eru Sigur- jón, f. 1933, d. 2005, Jón Magnús, f. 1935, Margrét Helga, f. 1940, og Matthildur, f. 1942. Albróðir Jóhönnu var Helgi, fæddur og dá- inn 1956. Hálfsystur hennar sam- mæðra eru Alda Guðbjörg, f. 1959, og Jóhanna, f. 1961. Eiginmaður Jó- hönnu er Brahim Boutarhroucht, f. í Marokkó 16. apríl 1959. Þau gengu í hjónaband 24. ágúst 1996. Sonur þeirra er Helgi Idder, f. 5. júní 1998. Jóhanna lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1978 og nam forn-grísku og lögfræði við Háskóla Íslands um hríð. Hún starfaði hjá Bæjar- útgerð Reykjavíkur í nokkur ár en sneri sér síðan að blaða- mennsku, fyrst hjá DV, þá hjá Fróða og að lokum hjá Birtingi. Samhliða blaðamennskunni var hún víða fararstjóri á vegum Úr- vals-Útsýnar. Útför Jóhönnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Við stóðum og virtum fyrir okkur úrvalið á kaffistofu Barnaspítala Hringsins fyrir nokkrum vikum, hún að koma úr geislum. Mér þótti hún sýna mjólkurvörum fullmikinn áhuga miðað við manneskju sem hafði forðast þær eins og heitan eld í nokkur ár. „Sleppirðu þessu ekki?“ Hún leit á mig; grá, sköllótt með derhúfu, máttlitla hönd, bólgna eitla á hálsi og glotti. „Sýnist þér það skila árangri?“ Svo skellihlógum við báðar og fengum okkur rauðsprettusneiðar á Jómfrúnni. Í ferðum í geisla og lyfjagjafir á Landspítalanum síðustu mánuðina veitti hún mér innsýn í áralanga baráttuna, kynnti mig fyrir félögum og vinum í andspyrnuhreyfingunni og þeirra sérsveitum, starfsfólki Landspítalans. Geislatæki leyfa ekki skraf og hlátur á meðan skot- hríð stendur yfir en kætin, gleðin, hjalið, malið og skrafið félaganna í lyfjagjöfinni er því meira, lengra og innilegra. Þar er ekki þverfótað fyr- ir hetjum á öllum aldri. Hún var orðin sjóuð í baráttunni við meinið sem skaut upp kollinum í illri en skipulagðri röð. Vopnuð eðl- islægri bjartsýni, seiglu, þrjósku, áhuga, forvitni, ákveðni, skynsemi, fróðleiksfýsn, greind, jákvæðni og þoli en umfram allt æðruleysi, lífs- gleði og lönguninni til að vera sem lengst með Brahim, Helga Idder og öðru sínu fólki. Hún skartaði ekki bara ískaldri og írónískri sýn á veruleikann. Ekkert skorti á sam- líðan með öðrum, heilaga reiði gagnvart órétti, valdbeitingu, mannfyrirlitningu, kúgun, fátækt, eymd og fáfræði hvar sem er í ver- öldinni. Á milli okkar Nannýjar voru ná- kvæmlega fjórir mánuðir, saman kjöguðum við af stað út í lífið. Fyrst við aga heimahúsanna í Þingholt- unum en að því búnu í Miðbæjar-, Austurbæjar- og Menntaskólanum í Reykjavík. Prúðar, námfúsar og samviskusamar fyrst en síðan fullar uppvöðslusemi, frekju og yfirgangs, eins og gengur. Saman kváðum við að, drógum til stafs, lærðum marg- földunartöflur en hún var miklu betri í teikningu. Gurrí frænka sagði handavinnu beggja til skamm- ar. Nanný var vita laglaus en söng mikið og streittist við að kenna yngri systrum sínum þá miklu kúnst. Þá ærðist Gurrí og hótaði öllu illu ef hún hætti ekki að skemma tóneyru Öldu og Jóu. Við krufum eðli manns og tilveru, af- þökkuðum fermingu, vógum og mátum stráka, vorum á móti banda- rískum her og Nató, gengum um á hernámsandstæðingafundum með rauðar fötur og svindluðum okkur inn í Tjarnarbúð. En rifrildi okkar og skapofsi voru með þeim hætti að stundum varð að slíta stjórnmála- sambandi, alltaf þó bara um hríð. Fyrr en varði vorum við óaðskilj- anlegar fram að næsta kalda stríði. Þangað til við gátum ekki án hvor annarrar verið á fullorðinsárum. Þó ekki í endalausum samvistum; viss- an um hvor aðra var stundum alveg nóg og svo óendanlega sjálfsögð. Jóhanna Árnheiður Helga er öll- um harmdauði sem til hennar þekkja. Missir okkar er mikill en hugurinn dvelur ekki síst hjá Bra- him og Helga Idder. Þeir feðgar geta þó verið vissir um að minningin um stórbrotna konu og baráttuhetju á öllum sviðum lifir í huga okkar allra, ungra og aldinna, um ókomna framtíð. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Elskuleg frænka mín, Nanný, er dáin, allt of, allt of fljótt, eftir stranga baráttu við krabbamein, að- eins fimmtug að aldri. Þegar hún fæddist, svona dökk á brún á brá, höfðum við Hrólfur bróðir minn aldrei augum litið fallegra barn, enda allir aðrir ljóshærðir í okkar stórfjölskyldu. Ekki varð aðdáun okkar minni þegar hún var skírð og hlaut hvorki fleiri né færri en þrjú eiginnöfn, svona rétt eins og alvöru prinsessa. Nanný fæddist 15. maí 1957, réttum 4½ mánuði eftir andlát föður síns, Jóhanns Sigurjónssonar bókara, og var skírð eftir honum, Jóhanna; Árnheiður; eftir móðurafa sínum Árna Jónssyni frá Múla og móðurömmu Ragnheiði Jónasdóttur frá Brennu, og Helga; eftir albróður sínum Helga, sem lést örfárra mán- aða árið 1956. Mæður okkar, Guð- ríður, kölluð Gurrý, og Valgerður, sem Gurrý kallaði aldrei annað en Johnson, voru systur, og alla tíð mjög nánar og var samgangur því mikill milli heimilla okkar. Gurrý frænka giftist síðar Jóhannesi Valdimarssyni leigubílstjóra, sem reyndist Nanný hinn besti faðir. Gurrý og Jóhannes eignuðust þær Öldu Guðbjörgu, fædd 1959, og Jó- hönnu, fædd 1961. Gurrý lést snögglega einungis 63 ára gömul ár- ið 1988. Jóhannes lést tíu árum síð- ar. Nanný reyndist ekki bara falleg heldur var hún líka ótrúlega skýr og skemmtileg og „spontant“ bæði sem krakki og fullorðin. Hún var orðin altalandi ársgömul og var ekki nema tólf ára þegar hún lýsti því há- tíðlega yfir að nú væri hún hætt öll- um pólitískum afskiptum, þar sem henni mislíkaði eitthvað sem ein- hver frambjóðandi „Flokksins“ lét út úr sér, stórfjölskyldunni til mik- illar skemmtunar. Nanný var stétt- vís og réttsýnn dugnaðarforkur, sem vann lengi hjá Bæjarútgerð- inni, varð blaðamaður, leiðsögumað- ur, listakokkur og síðast en ekki síst góður talsmaður krabbameins- sjúkra. Nanný var ekki bara hluti af stórfjölskyldu okkar, þar sem hún hefur alla tíð verið stoð og stytta, sterk eins og klettur, heldur átti ég því láni að fagna að starfa með henni, fyrst í Samtökum kvenna á vinnumarkaði, sem stofnuð voru 1982, þar sem hún var einn helsti talsmaður samtakanna í málefnum fiskvinnslukvenna, og síðar við út- gáfu 60 ára afmælisrits Starfs- mannafélagsins Sóknar árið 1994, sem hún ritstýrði og ber fag- mennsku hennar sem blaðamanns fagurt vitni. Eftirlifandi eiginmaður Nannýjar er Brahim Boutarhoucht f. 1959 og eiga þau saman sólar- geislann Helga Idder, f. 1998. Síð- ustu ár hafa þau búið á Selfossi. Fyrir hönd barnanna hennar frú Johnson þakka ég Nanný samfylgd- ina og votta elsku Brahim og Helga, systrum hennar og öllum öðrum ættingjum og vinum mína innileg- ustu samúð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðrún Kr. Óladóttir. Jóhanna Jóhannsdóttir kom inn á ritstjórnarskrifstofu DV í ársbyrjun 1988 og það gustaði af henni. Svona dökk á brún og brá og dyggur tals- maður verkalýðsins í landinu. Hún hafði áður unnið hjá Granda og þekkti vel kjör fólksins í fiskvinnslu. Það vakti strax athygli okkar sam- starfsmannanna hversu sterka rétt- lætiskennd hún hafði og bar hag þeirra verst settu mjög fyrir brjósti. Jóhanna, eða Nanný, eins og hún var ævinlega kölluð, var fljót að kynnast samstarfsfólkinu og þau kynni héldust alla tíð. Hún lét talsvert að sér kveða á DV og gekk þar í öll störf sem til féllu enda var hún fjölhæf og með opinn huga gagnvart því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hún skrifaði töluvert um neyt- endamál í fyrstu, gerði verðkann- anir og samanburð á verði og þjón- ustu, sérstaklega eftir að lágvöruverðsverslanir komu til sög- unnar 1989. Ferðamál skipuðu einnig stóran sess í huga hennar, enda sigldi Jó- hanna um heimsins höf á skútu, fór með skemmtiferðaskipi um Karíba- hafið og til Mexíkó, þaðan sem hún kom hlaðin gulli, en hún hafði ein- mitt afar gaman af fallegum hlutum, sérstaklega ef þeir fengust á góðu verði. Ferðaáhugi hennar varð til þess að hún gerðist fararstjóri fyrir Úrval-Útsýn og margir minnast hennar úr ferðum sínum til Portú- gals, Marokkó og fleiri staða. Jafn- framt því skrifaði Nanný alltaf greinar í blöð og tímarit. Það var án efa mesta gæfa í lífi Nannýjar þegar hún kynntist Bra- him og eignaðist soninn Helga Id- der. Þau hjónin áttu ótrúlega margt sameiginlegt þótt komin væru frá sitt hvorri heimsálfunni. Þau voru samhent í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur, hvort sem þau voru að skipta um eldhús eða vinna saman sem fararstjórar, sem þau gerðu oft. Það var ekki síst notalegt fyrir Nanný að eiga Brahim að þegar hún greindist með brjóstakrabbamein í janúar árið 2002. Hann stóð eins og klettur með eiginkonu sinni í gegn- um erfið veikindi og hún sagði okk- ur oft frá því hvað hún væri heppin að eiga Brahim. Nanný tók auðvitað á þessum sjúkdómi eins og hverju öðru verk- efni, með bjartsýni og skörungs- skap að leiðarljósi. Hún var okkur vinkonunum, sem þá stýrðum tíma- ritinu Vikunni, hvati að því að búa til blað sem tileinkað væri barátt- unni gegn brjóstakrabbameini. Fyrsta slíka blaðið okkar kom út í október 2002 og þar steig Nanný fram og sýndi fyrst íslenskra kvenna skurð eftir brjóstnám. Hún var hetja, það er öllum ljóst sem þekktu hana. Sjálf sagði hún í þessu viðtali sem er lýsandi fyrir hana: „Það verður líka að taka með í reikninginn að aðstandendur taka svona tíðindum jafnvel verr en mað- ur sjálfur. Í minni fjölskyldu hefur tíðkast að ráðast á vandamálin með kaldhæðni og húmor. Sumir hafa ekki skilið þessa afstöðu en það er lækning í gríninu og hlátrinum.“ Þannig var Jóhanna. Hún ætlaði ekki að deyja. Það var ekki á stefnuskránni. Hún sagði oft: „Ég ætla að verða allra kerlinga elst.“ Því miður varð henni ekki að þeirri ósk sinni og við vitum að hún tók það nærri sér. Nanný vildi ekki vorkunnsemi og hún þoldi ekki væmni. Þetta er því ekki bréf til hennar heldur lítil saga af ótrúlega kjarkmikilli manneskju sem gaman var að þekkja og umgangast. Núna er hún farin frá okkur, það eigum við erfitt með að sætta okkur við. Það eru hins vegar mennirnir henn- ar tveir, Brahim og Helgi Idder, sem þjást mest og þeim sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og vonum að minningin um einstaka konu hjálpi þeim að yfirstíga erf- iðustu sporin. Elín Albertsdóttir, Ingibjörg Bára Sveinsdóttir. Kveðja frá Samhjálp kvenna „Ekkert mál“ var viðkvæði góðs félaga sem við Samhjálparkonur sjáum á bak. Jóhanna gekk til liðs við Samhjálpa kvenna, samtök til stuðnings konum sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, árið 2002, sama ár og hún fékk þennan sjúk- dóm. Koma hennar var hópnum ein- staklega mikill styrkur. Þarna var mætt blaðakona, fagmaður, sem aldrei vék sér undan að gerast tals- maður okkar þegar þess var óskað. Hún samdi ágrip af aldarfjórðungs- gamalli sögu samtakanna árið 2003. Hún vann ársskýrslur til Europa Donna, Evrópusamtaka gegn brjóstakrabbameini og til Reach to Recovery, alþjóðasamtaka stuðn- ingshópa kvenna með brjósta- krabbamein. Jóhanna var fyrsti sjálfboðaliðinn okkar sem fór á námskeið til Mílanó á vegum Eu- ropa Donna, og kom til baka með hugmyndir hvernig bæta mætti hag kvenna sem fengu sjúkdóminn og fjölskyldna þeirra. Jóhanna var hugmyndarík og bjó yfir miklum kjarki. Dæmi um þann kjark er þeg- ar tekið var viðtal við hana og sýnd- ar myndir af henni eftir brottnám brjósts í októberblaði tímaritsins Vikunnar árið 2002. Þetta voru geislandi fallegar myndir, sem sýndu að fegurðin hverfur ekki þótt líkaminn breytist. Einhvern tíma var okkur sagt að þetta októberblað hefði selst í fleiri eintökum en nokk- urt annað fyrr og síðar. Jóhanna var glæsileg kona með mikla útgeislun. Hún hafði ákaflega góð áhrif á alla sem umgengust hana og á einhvern dularfullan hátt varð hún miðpunkturinn án þess að hún sýndi nokkra tilburði til athygli. Hún bar læknum, hjúkrunarfræð- ingum og öðru fagfólki, sem hún fékk meðferð hjá, góða sögu. Henni fannst allir sem stunduðu hana vera frábærir, umhverfið jákvætt og styðjandi og jafnvel rækjusamlok- urnar sem hún fékk eftir hverja meðferð alger veislukostur. Hið síð- astnefnda sagði hún að vísu hlæj- andi og trúlega hefði hún getað þeg- ið einhverja tilbreytingu. Fólk sem losnar ekki við sitt mein, sérstaklega fólk í blóma lífs- ins, finnur mjög fyrir þeim þunga sem hvílir á því og fjölskyldunni, þegar dansinn heldur áfram, krapp- ur dans með erfiðri meðferð, hvíld, nýju eftirliti og hræðslu við niður- stöðurnar. Gleði yfir sigrum og sorg þegar meðferðin gagnast ekki og svo bjartsýni þegar ný lyf eða önnur meðferð eru reynd. Jóhanna ræddi þessa reynslu sína og vildi stofna hóp sem byggi yfir þessari sömu reynslu, hóp kvenna, sem gætu miðlað af reynslu sinni og þannig stutt hver aðra. Því miður entist henni ekki aldur til að láta þessa hugsjón rætast, en það er okkar sem eftir lifum, að hrinda henni í framkvæmd og mynda stuðnings- hóp innan vébanda Samhjálpar kvenna sem deildi þessum sérstæðu aðstæðum í tilverunni. Aðrir greina betur frá fjölskyldu- högum Jóhönnu, en Brahim maður hennar og Helgi litli sonur þeirra voru okkar menn. Þeir komu oft á fundi Samhjálpar kvenna, sátu í hornsófanum, Brahim fylgdist með fundinum og Helgi teiknaði. Þeim, svo og öðrum ástvinum Jóhönnu, sendum við samúðarkveðjur. Guðrún Sigurjónsdóttir. Með söknuði kveðjum við kjarna- konuna Jóhönnu Á.H. Jóhannsdótt- ir. Við hjá Ferðaskriftofu Íslands áttum því láni að fagna að hafa Jó- hönnu í vinnu sem fararstjóra um árabil. Hún sat við stjórnvölinn í Albufeira í Portúgal nokkur sumur en oftast voru það framandi áfanga- staðir sem áttu hug hennar. Hún og Brahim eiginmaður hennar unnu saman í Marmaris og á Antalya í Tyrklandi vor og haust undanfarin ár. Jóhanna var þannig persóna að hún gat vafið Tyrkjunum um fingur sér og fengið þá til að gera strax það sem þeim fannst í lagi að bíða með til næsta dags. Örlög Jóhönnu í einkalífinu voru ráðin þegar hún tók að sér farar- stjórn í Agadir í Marokkó og kynnt- ist Brahim, sem var ráðinn henni til halds og trausts af umboðsmanni staðarins. Þar mættust tvö hjörtu sem slógu í takt upp frá því. Í okkar huga voru þau alltaf sem eitt. Sam- an eignuðust þau Helga, augastein foreldra sinna. Skörungsskapur og glaðlegt við- mót var það sem einkenndi Jóhönnu og vandamál voru til að leysa þau – eða líklega sá hún viðfangsefnin aldrei sem vandamál, heldur verk- efni. Hún var skarpgreind og ein- staklega vel máli farin. Þessir eig- inleikar nutu sín vel í skoðunar- ferðum þar sem hún upplýsti fólk um siði og venjur á framandi slóð- um. Jóhanna var einstaklega lipur og snögg til verka, bóngóð með ein- dæmum og tók hún oft með litlum fyrirvara að sér að skrifa upplýs- ingar um ferðir og áfangastaði bæði á vef fyrirtækisins og í sérferða- bæklinga. Á mörgum samveru- stundum okkar fengum við að kynn- ast húmornum hennar, bjartsýni og fallegri lífssýn. Við kveðjum Jóhönnu með sökn- uði og sendum Brahim, Helga og öðrum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Ferðaskrifstofu Íslands, Úrvals-Útsýnar og Plúsferða. Ég sá Jóhönnu fyrst á fundi hjá Samhjálp kvenna, þar sem hún var ásamt yndislegu mönnunum í lífi sínu, Briham manninum sínum og Helga syni þeirra. Þau voru öll svo falleg, dökk á brún og brá og ein- hvern veginn svo lík, öll þrjú. Við Jóhanna vorum báðar í lyfjameðferð við brjóstakrabbameini á þessum tíma og vorum upp frá þessari stundu yfirleitt saman í meðferð á fimmtudögum. Jóhanna var alltaf svo smart og flott og svo skemmti- leg. Það var ekki alltaf sorg og leiði í lyfjameðferðinni á göngudeild krabbameinsdeildar Lsp., síður en svo, stundum var bara heilmikið fjör hjá okkur, rætt um alla mögulega hluti og gert að gamni sínu, enda þetta hluti af okkar raunverulega lífi og hví ekki að reyna að hafa það svolítið skemmtilegt. Ég og vinkonur mínar stofnuðum gönguhópinn Göngum saman síðast- liðið vor og ákváðum að taka þátt í göngu í New York í október nk. til styrktar rannsóknum og meðferð á brjóstakrabbameini. Við Jóhanna höfðum rætt það áð- ur að það væri gaman að stefna að því að fara í þessa göngu saman og ákvað hún að slást í hópinn. Við ræddum málin og hlökkuðum til að taka þátt í þessu ævintýri sem við ættum þarna í vændum. En hún fer ekki í þessa ferð með okkur því í sumar fór að halla undan fæti, sjúk- dómurinn varð skæðari og tók mik- inn toll af þreki hennar. Samt hélt hún voninni og trúnni á bata og húmornum góða þótt útlitið væri ekki gott. Það voru forréttindi að kynnast henni og fyrir það vil ég þakka. Hópurinn Göngum saman sendir feðgunum Briham og Helga og öðr- um ástvinum Jóhönnu innilegar samúðarkveðjur. Gunnhildur Óskarsdóttir. Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jó- hönnu Á. H. Jóhannsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.