Morgunblaðið - 13.09.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 29
✝ Sigurður HelgiTryggvasson
var fæddur þann
29. september 1937
í Vallarnesi, Vest-
mannaeyjum. Hann
lést 4. september
s.l. á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi.
Foreldrar hans
voru Tryggvi
Gunnarsson vél-
stjóri f. 29. 4. 1916,
d. 22. 3. 2001, f. í
Miðey, Vest-
mannaeyjum og Ólafía Sigurð-
ardóttir húsmóðir f. 15. 8. 1916,
d. 7. 12. 2003, f. í Hlíðarhúsi,
Vestmannaeyjum. Bróðir, Gunn-
ar Marel Tryggvason f. 27.
11.1945, kvæntur Huldu Sigurð-
ardóttur.
Sigurður kvæntist 6. 1. 1960
Ágústu Erlu Andrésdóttur frá
Ásvallagötu í Reykjavík f. 27. 6.
1939. Hún er dóttir Andrésar
Ingimundarsonar og Ingunnar
Pálínu Benjamínsdóttur f. 4. 4.
1918.
ari f. 16. 10. 1966, gift Kára
Hrafni Hrafnkelssyni, fram-
kvæmdastjóra f. 6. 1. 1971. Börn
hennar frá fyrra hjónabandi eru:
a) Ágúst Sævar Einarsson f. 1. 6.
1984 b) Sigþór Einarsson f. 26. 7.
1990 c) Brynjar Einarsson f. 22.
8. 1994 d) Aníta Einarsdóttir f.
22. 8. 1994. Barn Kára frá fyrra
hjónabandi: Gabríel f. 22. 7. 1996.
5) Sigurður, járnsmiður f. 28.
8. 1975, kvæntur Hildi Guð-
mundsdóttur, dagmóður f. 25. 12.
1973, barn þeirra: Sindri Már f.
22. 6. 2001.
Sigurður ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Að grunnskólanámi loknu
lagði hann stund á vélstjórnar-
nám og starfaði sem vélstjóri á
bátum frá Vestmannaeyjum,
seinast á Danska-Pétri VE þar
sem hann var yfirvélstjóri. 1987
fluttust Sigurður og Ágústa Erla
til Reykjavíkur. Sigurður starfaði
hjá Skrúðgörðum Reykjavíkur
frá árinu 1992 allt þar til hann
greindist með krabbamein árið
2004. Sigurður var mjög hand-
laginn maður og byggði sér sum-
arhús á fallegum stað í Gríms-
nesi, sem átti hug þeirra hjóna
allan. Undi hann sér þar vel við
smíðar og garðvinnu.
Sigurður Helgi verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í dag,
fimmtudaginn 13. sept. og hefst
athöfnin kl. 15.
Börn Sigurðar og
Ágústu Erlu eru:
1) Tryggvi, vél-
stjóri f. 21. 1. 1957,
sambýliskona Erla
Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri f.
1.9. 1960. Börn hans
frá fyrri hjónabönd-
um eru: a) Sigurður
Árni f. 30. 1. 1984,
unnusta hans er
Sveinsína Ósk Emils-
dóttir b) Kristín Erla
f. 8. 5. 1992.
2) Ágúst Ingi,
stýrimaður f. 13. 11. 1959, kvænt-
ur Evu Leplat, framhaldsskóla-
kennara f. 16. 7. 1957, synir
þeirra eru: a) Axel f. 15. 4. 1986
b) Jóhann f. 1. 11.1987 c) Leó f.
19. 2. 1992.
3) Andrés Þorsteinn, yfir-haf-
sögumaður f. 7. 12. 1962, kvænt-
ur Ásu Svanhvíti, hárgreiðslu-
meistara f. 15. 9. 1966, synir
þeirra a) Egill f. 16. 3. 1986, unn-
usta hans er Auður Tinna Hlyns-
dóttir b) Hlynur f. 16. 9. 1993.
4) Ólafía Ósk, grunnskólakenn-
Elsku pabbi minn, nú ertu farinn
frá okkur og um leið skjóta hinar
ýmsu minningar upp kollinum í huga
mér. Þegar ég var lítil stelpa á Vest-
mannabrautinni og þú komst heim á
hverjum morgni með heit vínar-
brauð úr bakaríinu. Þegar þú rak-
aðir þig þá varðst þú að „raka“ mig
líka og láta Old Spice-rakspírann á
mig eins og þig. Ferðirnar okkar í
kirkjugarðinn að leiði langömmu og
langafa, ófáar ferðirnar sem þú og
Ágúst Sævar fóruð á Gullmolanum
að kaupa „creeps“ í sjoppunni, þið
Sigþór saman fyrir framan sjónvarp-
ið, þegar þú sást Anítu og Brynjar í
fyrsta skipti og hversu mikið þér brá
að sjá þau svona agnarlítil á vöku-
deildinni. Strax frá þeirri stundu átti
Aníta alltaf sérstakan stað í hjarta
þínu og gat alltaf brætt afa gamla.
Nú í seinni tíma eru það ýmsar
minningar úr bústaðnum eins og t.d.
þegar þú og mamma, við systkinin
og makar okkar fórum í vinnuferðina
til að smíða sólpallinn, hvað þú grín-
aðist með Rassopulos-skóna mína,
hversu ákveðinn þú varst að komast í
útskriftina mína og hvað þú varst
hrærður og glaður þegar útskriftar-
veislan breyttist óvænt í brúðkaupið
okkar Kára. Þú varst nú ekki mikið
fyrir að tjá þig um þínar tilfinningar
en þú lést mig alveg vita hvað þú
varst ánægður með að hann Kári
kæmi inn í líf mitt. Hvað ég er glöð
að við ákváðum að gifta okkur á
þessum tímapunkti, þú varst bara
svo hress og fínn akkúrat þessa
helgi. Þegar ég hugsa til baka var
eins og þú værir að bíða eftir þessari
helgi því strax helgina eftir varstu
kominn inn á spítala og fórst síðan
beint þaðan inn á líknardeildina, þar
sem kallið kom. Enn fleiri minningar
leita upp í hugann en of langt mál er
að setja þær allar hér á blað, þær
verða bara hjá mér. En mikið verður
samt skrítið að heyra ekki: „Er það
heimasætan?“ þegar ég kem á
Kleppsveginn. Nú er komið að því,
pabbi minn, að ég heimsæki þig í
garðinn og byggi upp minningar hjá
mínum börnum eins og þú gerðir hjá
mér. Ég reyni núna að sannfæra
sjálfa mig um að það hafi verið fyrir
bestu að þú fengir hvíldina löngu því
innst inni veit ég það og ég veit líka
að nú ert þú kominn á betri stað þar
sem þú ert laus við kvalirnar, ert í
faðmi horfinna ástvina og getur farið
í sólina og á ströndina eins og þig
dreymdi um að ná að gera áður en
kvaddir þennan heim.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Elsku pabbi, ég kveð þig nú í
hinsta sinn en minning þín lifir í
huga mér og hjarta og ég veit að við
eigum eftir að hittast síðar.
Þín einkadóttir
Lóa Ósk.
Jæja pabbi minn, þá er komið að
kveðjustund hjá okkur. Baráttu
þinni við illvígan sjúkdóm er lokið.
Á þessum tímamótum kemur ým-
islegt upp í hugann. Það er ekki
hægt að segja að við höfum verið
mestu mátar á uppvaxtarárum mín-
um og deildum við oft, eiginlega
mjög oft. Enda var ég kannski svolít-
ið óþekkur peyi og þú svolítið óþol-
inmóður. Sem betur fer náðum við
sáttum og urðum góðir vinir þegar
árin liðu.
Fyrsta heimili ykkar mömmu var
á Eystri-Oddsstöðum og mínar
fyrstu minningar eru þaðan. Þá rerir
þú á Erlingi gamla með pabba þín-
um.
Fyrsta húsið sem þið keyptuð var
Litla-Grund við Vesturveg 24. Á
þeim tíma var Ingi bróðir fæddur og
þar bættist við Addi Steini. Árið 1966
flutum við á Vestmannabraut 72 og
þar bættist Lóa systir við. Það var
mikið um að vera í hverfinu á þessum
tíma, enda barnmargar fjölskyldur
við götuna. Þegar ég lít til baka hafð-
ir þú svolítið sérstakan húmor sem
ekki allir skildu. En ég fattaði þig
strax og hafði mikið gaman af. Á ég í
minningum mínum alveg helling sem
ég ætla að eiga fyrir mig. Samt verð
ég að minnast á eina mest notuðu
setningu þína við mig og Inga bróður
þegar við vorum að slást. Þú skiptir
þér ekki af slagsmálum okkar
bræðra heldur sagðir „hvíliði mig“,
ef það virkaði ekki kom með hvassri
áherslu „út á blett“.
Þegar ég var smápeyi fékk ég oft
að sitja á BSA-mótorhjólinu þínu og
hafði það svo mikil áhrif á mig að enn
þann dag í dag er ég með mótor-
hjóladellu á háu stigi. Þegar þú fórst
til Reykjavíkur með Herðubreið að
kaupa fyrsta bílinn þinn fékk ég að
fara með. Mér fannst Moskvitchinn
flottur bíll. Hann var svo flottur að
afturhurðirnar opnuðust öfugt við
aðra bíla. þá var ég rétt 5 ára gamall.
Í gosinu fluttum við upp á land
eins og aðrir en snerum aftur til
Eyja 1975. Þá bættist Siggi bróðir í
hópinn. Við fluttum aftur í sama hús-
ið en það stóð af sér gosið.
Árið 1987 fluttuð þið mamma með
Sigga bróður upp á land og bjugguð
ykkur heimili í Árbænum. En við
eldri systkinin vorum þá búin að
stofna okkar eigin fjölskyldur og
urðum eftir í Eyjum.
Á seinni árum náðum við pabbi
góðu sambandi þar sem áhugamál
okkar lágu saman. Sérstaklega átti
það við um gamla vélbáta í Vest-
mannaeyjum. Þú vissir nánast allt
um bátaflotann hér í eyjum fyrir
mína tíð og varst duglegur að miðla
þeim upplýsingum til mín.
Þú hlakkaðir mikið til að komast á
eftirlaun en þú hefðir orðið sjötugur
seinna í þessum mánuði. Það var
margt sem þið mamma ætluðuð að
gera en þar átti sumarbústaðurinn
hug ykkar allan.
Að lokum vil ég þakka þér, pabbi
minn, fyrir allt. Mér þótti vænt um
þig og veit að við skildum sáttir.
Þinn sonur,
Tryggvi.
Nú er afi farinn frá okkur og ég
hugsa oft um hann og verð þá dapur,
en ég veit að núna er hann kominn á
góðan stað. Ég veit að hann er núna
að passa að ekkert komi fyrir okkur,
en ég mun alltaf sakna hans og ég
veit að hann saknar þess að vera ekki
hjá okkur líka.
Þinn afastrákur
Brynjar.
Sigurður Helgi
Tryggvason
✝
Ástkær móðursystir okkar,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Dvergasteini,
síðast til heimilis
að dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést föstudaginn 7. september.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
14. september kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Hannesdóttir,
Helgi Hannesson,
Guðmundur Þór Hannesson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGÞRÚÐUR PÁLSDÓTTIR
ljósmóðir,
frá Eyjum í Kaldrananeshreppi,
Hraunvangi 3,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 9. september.
Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn
14. september kl. 13.00.
Halldór Hjálmarsson,
Steinunn Halldórsdóttir, Einar Steingrímsson,
Hjálmar Halldórsson,
Rún Halldórsdóttir,
Páll Halldórsson, Stella Óladóttir,
Örn Halldórsson, Ingibjörg Bryndís Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR,
Hjarðarhaga 56,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
14. september kl. 15.00.
Guðmundur Eggertsson,
Jóna Eggertsdóttir,
Guðrún Eggertsdóttir,
Ragnheiður Jóhannsdóttir,
Aðalheiður L Guðmundsdóttir,
Einar Garibaldi Eiríksson,
Guðrún Ara Arason,
Heiður Hörn Hjartardóttir,
Þorsteinn Arilíusson,
Anna Margrét Þorsteinsdóttir,
Inga Lilja Þorsteinsdóttir,
Jón Ingi Þorsteinsson,
Eggert Sólberg Jónsson,
Magnús Elvar Jónsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
SIGFÚS JÓNSSON,
Víðilundi 20,
Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Seli að morgni
sunnudagsins 9. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elsa Grímsdóttir,
Arnar Sigfússon,
Helga Sigfúsdóttir,
Árni Pétur Arnarsson.
✝
Elskuleg systir okkar,
Ida Dibble,
fædd Behrens,
andaðist á sjúkrahúsi í Cleveland Ohio
mánudaginn 27. ágúst.
Útförin hefur farið fram.
Stefán Stefánsson,
Þóra Stefánsdóttir,
Magnús Stefánsson,
Ragnheiður Stefánsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
STEFANÍA MAGNÚSDÓTTIR
frá Breiðdalsvík,
Langholtsvegi 124,
Reykjavík,
er látin.
Útförin auglýst síðar.
Jóhanna Birgisdóttir, Leif Meyer,
Aðalheiður Birgisdóttir,
Bergþóra Birgisdóttir, Ágúst Guðjónsson
Karl Th. Birgisson, Katrín Ösp Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.