Morgunblaðið - 13.09.2007, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðlaug Torfa-dóttir líffræð-
ingur fæddist í
Keflavík 11. ágúst
1946. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 4. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Guð-
laugar voru Torfi
Guðbrandsson, f.
17. september 1905,
d. 9. nóvember 1985
og Elín Sigurjóns-
dóttir, f. 25. júlí
1905, d. 26. apríl 1987. Systir
Guðlaugar er Kristín Sigríður, f.
22. mars 1944, búsett í Banda-
ríkjunum, gift Henry L. Gilson Sr.
Börn þeirra, einnig búsett í
Bandaríkjunum, eru Elín Dawna
Thomas og Henry L. Gilson Jr.
Börn Elínar, sem er ekkja, eru
Greg, Nathaniel og Sebastian og
börn Henry Jr. og konu hans
Christine Marie eru Kyle, Sydney
og Jared.
margar viðurkenningar fyrir
námsárangur. Guðlaug starfaði
sem kennari við Æfinga- og til-
raunaskóla Kennaraskóla Íslands
(síðar Kennaraháskóla Íslands)
árin 1966-’67 og 1969-’74. Á ár-
unum 1978-’80 starfaði hún svo
við Rannsóknastofu Háskóla Ís-
lands við líffræðirannsóknir og
kennslu. Síðan lá leið hennar að
St. Jósefsspítala, Landakoti, þar
sem hún gegndi stöðu deildar-
stjóra í heilbrigðisþjónustu við
rannsóknir og stjórnun sérhæfðr-
ar rannsóknardeildar, m.a. geilsa-
virkra og ógeilsavirkra ónæmis-
mælinga, meinefnafræði hormóna
og vaxtarþátta o.fl. árin 1980-
1996.
Guðlaug gegndi ýmsum félags-
og trúnaðarstörfum á sinni náms-
og starfsævi.
Hin seinni ár starfaði Guðlaug
hjá Landspítala – háskólasjúkra-
húsi sem líffræðingur í fóstur-
skimun við erfða- og sameinda-
læknisfræðideild til ágúst 2006,
en þá greindist hún með illskeytt
krabbamein.
Útför Guðlaugar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Að loknu lands-
prófi frá Gagnfræða-
skóla Keflavíkur
fluttist Guðlaug til
Reykjavíkur og hóf
nám við Kennara-
skóla Íslands og lauk
þaðan kennaraprófi
1966. Árið 1968 lauk
hún svo stúdents-
prófi frá mennta-
deild Kennaraskóla
Íslands með viðbót-
arstúdentsprófi í
stærðfræði, efna-
fræði og eðlisfræði.
Að því loknu hóf hún nám í Bet-
hany College í Bandaríkjunum og
lauk þaðan BA-prófi 1969 í upp-
eldis-, sálar- og kennslufræði
ásamt heimspeki. Eftir það lá
leiðin í Háskóla Íslands og þaðan
útskrifaðist hún með BS-próf í líf-
fræði frá verkfræði- og raunvís-
indadeild 1977. Guðlaug varð lög-
giltur náttúrufræðingur í heil-
brigðisþjónustu árið 1991. Í
gegnum árin hlaut Guðlaug
Kveðja frá
vinkonum í líffræði við HÍ
Við kynntumst Guðlaugu haustið
1974 þegar við hófum nám í líffræði
við Háskóla Íslands. Við vorum flest-
ar nýstúdentar en Guðlaug var eldri
og með annan bakgrunn. Hún var
útskrifaður kennari og hafði lagt
stund á nám í sálfræði í Bandaríkj-
unum. Við vorum flestar frekar
óþroskaðar og hending réð því hvaða
nám varð ofan á þetta haustið, en
Guðlaug hafði aftur á móti stefnt
lengi að þessu námi. Hún varð fljótt
kjölfestan í hópnum; róleg, yfirveg-
uð og frábær námsmaður. Hún
kunni að leita að heimildum, krufði
hlutina til mergjar og var sú sem
leitað var til ef eitthvað var óljóst í
kennslustundum.
Á þessum árum áttu háskólastúd-
entar ekki tölvur og fyrirlestrar
voru ekki aðgengilegir á Netinu.
Stúdentar þurftu því að mæta í tíma,
fylgjast vel með og taka niður glós-
ur. Guðlaug var vandvirk og vel und-
irbúin og náði að skrá niður nánast
hvert einasta orð sem féll af vörum
fyrirlesaranna. Hún hafði einstak-
lega fallega rithönd og voru glósurn-
ar hennar eftirsóttar af samnemend-
um hennar. Hún lánaði þær gjarnan
og voru þær mikið notaðar. Það
gekk svo langt að kennarar kröfðust
þess að nemendur tilgreindu glósur
hennar sem heimildir, því nákvæmt
og vandað vinnubragð hennar var
auðþekkt.
Guðlaug var ekki aðeins stoð okk-
ar og stytta í náminu heldur leituð-
um við gjarnan til hennar með einka-
mál okkar. Hún var góður hlustandi
og varð trúnaðarvinur okkar og sálu-
sorgari, enda lífsreynd og mjög næm
á mannlegt eðli og tilfinningar.
Eftir útskrift fórum við hver í sína
áttina. Við héldum þó alltaf sam-
bandi, þótt stopult væri á köflum.
Fyrir nær áratug tókum við upp
þráðinn á ný og fórum að hittast
mánaðarlega á kaffihúsum borgar-
innar. Guðlaug mætti oftast, jafnvel
síðasta árið þegar hún var orðin
veik. Það vantaði mikið í hópinn ef
Guðlaug komst ekki. Hún var hlý og
kát og alltaf í góðu skapi. Hún sá
gjarnan spaugilegar hliðar á málum
og hafði léttan og dillandi hlátur.
Guðlaug var frekar dul á sín einka-
mál, en vinnan var hennar líf og yndi
og þreyttist hún seint á að greina frá
því sem var efst á baugi þar hverju
sinni. Hún var sérlega frjó og vand-
virk bæði í námi og starfi og ósér-
hlífin og mikils metin á sínum vinnu-
stað.
Þegar hún greindi okkur frá al-
varlegum veikindum sínum fyrir um
ári kom það okkur ekki á óvart, því
hún hafði ekki gengið heil til skógar í
talsverðan tíma. Hún tók veikindum
sínum með æðruleysi og barðist
hetjulegri baráttu allt til enda. Hún
vildi horfa fram á veginn og í sumar
keypti hún sér nýja íbúð og stefndi
að því að bjóða okkur þangað í kaffi.
Í dag kveðjum við vinkonu sem við
höfum átt samleið með í rúm 30 ár.
Þótt hún sé nú horfin á braut mun
hún eiga sér stað í hjarta okkar um
ókomna tíð og þökkum við henni fyr-
ir allt. Áætlanir hennar um kaffiboð
og að eldast með okkur munu ekki
ganga upp, en þegar lífið er orðið
óbærilegt verður dauðinn líkn.
Við vottum systur hennar og öðr-
um aðstandendum samúð okkar.
Blessuð sé minning vinkonu okkar,
Guðlaugar Torfadóttur.
Dagmar Vala Hjörleifsdóttir,
Inga Skaftadóttir,
Ingibjörg Halldórsdóttir,
Margrét Geirsdóttir,
Sigríður Elefsen,
Vala Friðriksdóttir og
Þuríður Þorbjarnardóttir.
Enn er höggvið skarð í hópinn
góða sem starfaði á rannsóknastof-
unni á Landakotsspítala á áttunda
áratugnum. Guðlaug Torfadóttir líf-
fræðingur, sem lést á krabbameins-
deild Landspítalans nú í byrjun
september, var í þessum hópi. Guð-
laug var ættuð úr Keflavík, dóttir
öðlingshjónanna Torfa Guðbrands-
sonar og Elínar Sigurjónsdóttur,
sem sendu hana út í lífið með það
dýrmæta veganesti sem umhyggja
og ást getur best gefið. Guðlaug var
aldrei í vafa um hver hún væri, hvað
hún vildi eða hvað hún gæti.
Guðlaug fylgdi ekki meginstraum-
um, hún tók sjálfstæðar ákvarðanir
og lét ekki á sig fá þótt öðrum þætti
hún dálítið sérstök. Enginn notaði
orðið skrítin um Guðlaugu, aðeins
sérstök. Og vissulega var hún sér-
stök. Hún hleypti heimdraganum
ung, aðeins 16 ára. Fór til Reykja-
víkur og innritaðist þar í Kennara-
skólann, þegar aðrir skólafélagar
fóru í heimavistina á Laugavatni.
Upp frá því var hún ávallt sjálfrar
sín herra. Að loknu kennaranámi
hélt hún til Bandaríkjanna þar sem
hún lagði stund á uppeldissálarfræði
og lauk BA-prófi. Hún hafði brenn-
andi áhuga á öllu því sem tengdist
atferli og hugsun mannsins. Hjá
henni kynntist ég fyrst bókum eftir
menn eins og Desmond Morris, Er-
ich Fromm og Freud, en slíkar bæk-
ur fylltu lengdarmetra í hillum henn-
ar. Síðar tóku annars slags
fræðibækur við en viðfangsefnið
„maður“ fylgdi henni alla ævi.
Guðlaugu kynntist ég sumarið
1973 eða ’74, þegar hún sótti um
sumarvinnu á skrifstofu rannsókna-
stofunnar. Þá hafði hún þegar tekið
ákvörðun um að snúa aftur til náms
og nú í líffræði í Háskóla Íslands. Að
námi loknu vann hún við kennslu í
nokkur ár á líffræðistofnun háskól-
ans við Grensásveg. Hún naut þess
að kenna og líkt og með önnur störf
sem hún tók að sér síðar á ævinni
lagði hún allt sitt í verkefnið. Í raun
tókst hún á við allt lífið sem verkefni.
Líka dauðann þegar hann barði
dyra.
Líffræði var hennar fag. Allt sem
lifði, allt sköpunarverkið, vakti
áhuga hennar. Hún var mikill nátt-
úruunnandi og naut þess að skoða og
snerta það sem hún sá. Oft þegar ég
horfði á hana handleika blóm, stein-
völu eða bara marfló með löngu
hvítu fingrunum sínum, fannst mér
hún einhvern veginn utan tímans.
Helst fannst mér hún eiga heima í
riddarasögum að hnýta einhverri
hetjunni sveig. Þó var hún öll þessa
heims. Ég get ekki látið vera að
minnast ferða okkar í Þórsmörk,
Heiðmörk og um fjörurnar í ná-
grenni Reykjavíkur með þakklæti.
Það voru góðar stundir.
Guðlaug giftist aldrei. Hún eign-
aðist engin börn. Missirinn er þeirra.
En hún átti marga vini og hún átti
góða að. Foreldrum sínum sýndi hún
sömu alúð í ellinni og hún sjálf hafði
notið í uppvexti. Oft talaði hún um
„mömmu“ sína í Mávahlíðinni, en
þar bjó móðursystir hennar, hjá
hverri hún átti alltaf athvarf. Fólkið
þar var hennar önnur fjölskylda og
afar kært.
Kristínu systur hennar, fjölskyld-
unni og öllum vinum og vandamönn-
um sendi ég samúðarkveðjur. Þótt
það atvikist svo að ég geti ekki verið
viðstödd útför Guðlaugar mun hugur
minn fylgja henni síðasta spölinn.
Ragnhildur Kolka.
Ég kynntist Guðlaugu fyrst sem
læknanemi fyrir þrjátíu árum. Hún
var þá leiðbeinandi í verklegri lífeðl-
isfræði. Guðlaug kom mér fyrir sjón-
ir sem hlýr en skýr kennari og þol-
inmóð við stúdenta. Löngu síðar,
fyrir um 7 árum, lágu leiðir okkar
aftur saman þegar Guðlaug var að
vinna að vísindaverkefni. Um það
leyti var að hefjast undirbúningar
rannsóknarstofu sem sjá átti um
blóðrannsóknir og líkindamat vegna
fósturskimunar í samvinnu við fóst-
urgreiningardeild Landspítala og
kvennadeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri.
Verkefnið var vandasamt og
krafðist fjölbreyttrar þekkingar og
reynslu. Guðlaug tók það að sér og
reyndist einstaklega vel fallin til
þess. Hún var líffræðingur með
mikla reynslu í sérhæfðum blóð-
rannsóknum. Auk þess var hún
menntaður kennari og með háskóla-
nám í sálfræði. Sú menntun kom sér
vel við að vega og meta siðfræðilegar
hliðar fósturskimunar og hvernig
best væri staðið að upplýsingagjöf
og ákvörðunum á því sviði. Guðlaug
setti sig vel inn í allar hliðar málsins
og stóð bjargföst á því að þungaðar
konur ættu að eiga upplýst val um
fósturskimun. Ef þær óskuðu fóst-
urskimunar ætti hún að vera gerð
eins vel og hægt væri. Hún kynnti
sér alþjóðlega vinnu í fósturskimun
og setti sig í samband við Kevin
Spencer, forystumann á því sviði.
Guðlaug heimsótti rannsóknarstofu
Kevins og setti sig þar inn í alla hluti
stóra og smáa. Rannsóknarstofa
Guðlaugar fékk í framhaldi alþjóð-
lega gæðavottun í fósturskimun og
var ein af fyrstu rannsóknarstofum í
heiminum að fá slíka viðurkenningu.
Í kjölfar umræðu í þjóðfélaginu
um fósturskimun óskaði heilbrigðis-
ráðuneytið eftir að Landlæknisemb-
ættið aflaði gagna um það hvernig
staðið væri að fósturskimun í Evr-
ópu. Guðlaug kom að verkinu og
haldinn var skilafundur á skrifstofu
Landlæknis. Hann er reyndur vís-
indamaður og embættismaður sem
eflaust hefur margan stóran skjala-
bunkann séð. Guðlaug rétti honum
þykka skýrsluna sem hún hafði lagt
allan metnað sinn í. Af svip Land-
læknis réð ég að ekki skiluðu allir
svona ítarlegum skýrslum.
Guðlaug var eftirminnileg í sjón
og nærveru. Bros í munnvikum og
sjálfstraust í hreyfingum. Litlu
hringlaga gleraugun framarlega á
nefinu. Útlit og yfirbragð lærðrar
kennslukonu. Vökul augun horfðu
yfir gleraugun á viðmælanda. Orðin
hnitmiðuð, úthugsuð og framsetning
rökvís. Það sem hún ræddi hafði hún
kynnt sér í þaula, hugsað um ítar-
lega og komist að niðurstöðu. Hún
fylgdi skoðunum sínum eftir með
þunga og festu. Engar lausnir nema
þær bestu væru nógu góðar.
Guðlaug var baráttukona. Henni
var ljóst að hverju stefndi síðustu
mánuðina í erfiðum veikindum. En
hver dagur var dýrmætur og upp-
gjöf ekki á dagskrá. Trú sjálfri sér
setti hún sig vel inn í kosti og galla
mismunandi meðferða og mótaði sér
skýra skoðun á hvað hentaði henni
best hverju sinni. Okkur sem þekkt-
um Guðlaugu kom þetta ekki á
óvart.
Ég þakka Guðlaugu ágæt störf
fyrir erfða- og sameindalæknis-
fræðideild Landspítalans. Missir
okkar og söknuður er mikill.
Jón Jóhannes Jónsson.
Guðlaugu kynntist ég fyrst fyrir
um það bil 6 árum, þegar ég kom í
heimsókn á Landspítalann í þeim til-
gangi að skoða möguleika á nýju
starfi og hvaða viðbótarmenntunar
það krefðist. Ég var kynnt fyrir
henni með þessum orðum: „Það er
hér kona sem þú þarft að kynnast.
Hún er óhemju fróð og getur hjálpað
þér á ýmsa vegu. Maður kemur aldr-
ei að tómum kofunum hjá henni.“
Það var alveg rétt. Það skipti ekki
máli hvert umræðuefnið var, alltaf
vissi Guðlaug talsvert um það og
stundum næstum allt. Hún var fús til
að deila fróðleik sínum með öðrum
og alltaf tilbúin til að nota tíma í að
safna gögnum um tiltekin mál.
Ég kynntist Guðlaugu betur eftir
því sem við unnum meira saman. Við
spjölluðum um ýmislegt en oftar en
ekki var það vinnan sem var um-
ræðuefnið. Enda átti vinnan hug
hennar allan og flest sem hún gerði
tengdist á einn eða annan hátt því að
bæta starfsemina. Glettnin var þó
aldrei langt undan og þá var stutt í
bros og jafnvel skellihlátur þegar til-
efni var til. Svo kom höggið stóra,
staðfestingin á því að slæmskan sem
lengi hafði háð Guðlaugu væri af
völdum illkynja sjúkdóms.
Baráttan við sjúkdóminn var
ströng og Guðlaug, trú sjálfri sér,
kynnti sér allt sem hún fann um
sjúkdóminn, hugsanlega meðferð,
mataræði og allt annað sem að gagni
gæti komið. Hún barðist eins og ljón
og í fyrstu virtist sem hún hefði bet-
ur. Fyrsta meðferðin heppnaðist vel
og Guðlaug leit vel út þegar hún kom
í heimsókn á vinnustað. Allir glödd-
ust með henni og vonuðu hið besta
en svo komu fregnir af því að meinið
hefði tekið sig upp aftur. Vinir og
samstarfsmenn fylgdust grannt með
og flesta daga kom einhver til að
spyrja frétta af Guðlaugu eða flytja
fréttir eftir að hafa hitt hana á förn-
um vegi eða á sjúkrahúsinu. Þegar
hún svo þurfti að dvelja á sjúkrahús-
inu kom samstarfsfólkið til að hitta
hana, oft margir í einu. Guðlaug
gladdist yfir heimsóknum og hvatti
fólk til að koma þó hún þreyttist
fljótt.
Sporin hennar Guðlaugar sjást
víða, bæði í starfi og persónulega. Á
lítilli deild þar sem hver manneskja
skiptir máli er missirinn enn stærri
en ella. Ekki síst þegar manneskjan
hefur lagt jafnmikið af mörkum og
Guðlaug gerði varðandi skipulag og
gæðamál í sínu starfi.
Ég votta aðstandendum og vinum
Guðlaugar mína dýpstu samúð og
bið þeim Guðs blessunar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Vigdís Stefánsdóttir.
Mig langar að minnast samstarfs-
konu minnar og vinkonu, Guðlaugar
Torfadóttur, með nokkrum orðum.
Ég hóf störf sem aðstoðarmaður
Guðlaugar sumarið 2004. Ég tók
strax eftir því að þarna var mjög sér-
stök manneskja á ferðinni. Guðlaug
bar mikla ástríðu fyrir starfi sínu og
sinnti því af einstakri vandvirkni og
eljusemi. Hún var einnig nær botn-
laus af fróðleik, um allt sem varðaði
starfið og annað sem var á baugi í
þjóðfélaginu. Í þau skipti sem hún
taldi sig þurfa að vita betur tók hún
sig til og mætti gjarnan næsta dag
með ótæmandi upplýsingar um efn-
ið. Ég mun einnig ætíð minnast mik-
ils dálætis hennar á náttúrunni, pí-
anótónlist og litlum börnum. Þó svo
að hún hafi aldrei eignast börn sjálf
taldi hún sig eiga stóran hlut í býsna
mörgum þar sem hún hafði sinnt
kennslu í fjölda ára.
Margir myndu lýsa Guðlaugu sem
einfara en hún var um leið einstak-
lega hjartahlý kona, með góðan
húmor, og hún var traustur og góður
vinur vina sinna. Hún var stolt kona
sem gafst aldrei upp þótt á móti blési
og lýsir það henni hvað best hvernig
hún barðist af hugrekki við illræmd-
an sjúkdóm síðasta árið. Hún átti af-
mæli skömmu áður en hún lést og
þegar ég leit inn til hennar með blóm
varð hún ákaflega þakklát og til-
kynnti mér jafnframt að mér væri
boðið í afmæli til hennar á næsta ári í
nýju íbúðinni hennar á Hofakri.
Því miður varð henni Guðlaugu
ekki að ósk sinni og við hin þurfum
að upplifa haustið án hennar. Það er
mikill söknuður sem fylgir því að
þurfa að kveðja Guðlaugu, allt of
snemma, en um leið þakklæti fyrir
þær stundir sem við áttum saman.
Hún var einn besti kennari og einnig
ein besta vinkona sem ég hef átt. Ég
votta syrgjendum samúð mína.
Helga Hauksdóttir.
Guðlaug Torfadóttir
✝
Lífsförunautur minn,
AUÐUNN JÓNSSON,
Seilugranda 8,
Reykjavík,
andaðist aðfaranótt sunnudagsins 9. september.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðrún Friðriksdóttir.