Morgunblaðið - 13.09.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2007 31
✝ Ari GuðmundurGuðmundsson
fæddist í Holti á
Ásum,
Austur-Húna-
vatnssýslu, hinn 23.
mars 1923. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi
sunnudaginn 2.
september síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Jakob-
ína Vermundsdóttir
(f. 1891, d. 1983) og
Guðmundur Guðmundsson (f.
1888, d. 1977).
Ari kvæntist árið 1957 Guð-
Tryggvadóttir. Barnabörn Ara
eru átta talsins og barnabarna-
börnin fimm.
Ari ólst upp í Holti, á bökkum
Laxár á Ásum. Hann fór í
Menntaskólann á Akureyri en
stundaði síðan verslunarstörf á
Blönduósi og vann við húsamálun
víða í Húnaþingi. Haustið 1947
hóf Ari störf við Kaupfélag A-
Húnvetninga á Blönduósi, þar
sem hann vann til 1980, lengst af
sem aðalbókari og skrifstofu-
stjóri. Auk þess var hann um-
boðsmaður Samvinnutrygginga í
héraðinu og sá um bíósýningar á
Blönduósi um áratugaskeið. Árið
1980 fluttu þau Ari og Guðmunda
til Hafnarfjarðar. Vann Ari þá
um skeið hjá flugfélaginu Iscargo
en hóf síðan störf hjá Skattstofu
Reykjavíkur þar sem hann vann
til starfsloka árið 1993.
Ari verður jarðsunginn frá
Garðakirkju, Álftanesi í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
mundu Guðmunds-
dóttur frá Eiríks-
stöðum í Svartárdal
(f. 1937). Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Sigfússon
og Guðmunda Jóns-
dóttir. Ari og Guð-
munda eignuðust tvö
börn, Óskar Eyvind
(f. 1957), maki Mar-
grét Rósa Gríms-
dóttir, og Ásu
Lovísu (f. 1959),
maki Ólafur Arn-
alds. Fyrir átti Ari
soninn Guðmund (f. 1946) með
Sigríði Valdemarsdóttur (f. 1925,
d. 1963), maki hans er Inga Birna
Ég hitti Ara tengdapabba fyrst á
Blönduósi þegar ég fór sem ungling-
ur með kærastanum að heimsækja
foreldra hans. Mér var tekið opnum
örmum af þeim hjónum, Ara og Lillu,
og stjönuðu þau við okkur í hvívetna.
Ari vann alltaf mikið, var aðalbók-
ari Kaupfélagsins, umboðsmaður
tryggingafélags og sá um bíóið á
Blönduósi. Hann átti oft flotta bíla og
hugsaði mjög vel um þá, sem og aðra
hluti. Mér er svo minnisstætt þegar
ég kom fyrst inn í bílskúrinn hans
Ara. Þar var hægt að ganga um á
sokkaleistunum án þess að óhreink-
ast og öll verkfæri voru snyrtilega
hengd upp í stærðarröð og í beinni
línu. Sömu sögu er að segja um skáp-
ana þar, hver brúsi á sínum stað og
hvergi klístur eða kám. Þetta lýsti svo
vel hans innri manni, snyrtimennsku
og reglusemi. Allir hlutir alltaf á sín-
um rétta stað. Rithönd Ara var gull-
falleg og skrautritaði hann skjöl á sín-
um yngri árum. Þegar við Óskar
skriðum út úr skóla og fórum að
vinna fyrir okkur sá Ari alltaf um allt
bókhald fyrir okkur sem honum þótti
sjálfsagt að gera endurgjaldslaust.
Það var gott að fá tengdaforeldrana í
bæinn, þegar þau fluttu í Hafnar-
fjörðinn 1980. Ari var mikill matmað-
ur og þótti gott að borða góðan mat.
Það var ósjaldan sem okkur var boðið
í grillaðan kjúkling eða læri sem
tengdamamma er snillingur í að mat-
reiða. Við njótum þess enn þó að hans
sé saknað við borðið.
Ari var góður afi. Hann var bestur í
að spila við okkur systurnar og
kenndi okkur öllum að tefla. Oft leyfði
hann okkur að vinna og hjálpaði okk-
ur þegar við vorum að spila við
ömmu. Afi var mikill nammigrís og
átti alltaf suðusúkkulaði og kandís
sem hann gaf okkur. Það var gott að
eiga hann fyrir afa og við söknum
hans allar.
Margrét Rósa Grímsdóttir,
Guðrún Óskarsdóttir,
Hugrún Óskarsdóttir,
Brimrún Óskarsdóttir.
Látinn er tengdafaðir minn, Ari G.
Guðmundsson. Með honum er fallinn
frá mikill heiðursmaður.
Ari var Austur-Húnvetningur að
ætt og uppruna. Hann bjó á Blöndu-
ósi fyrri hluta ævinnar og starfaði
lengstum sem bókari og skrifstofu-
stjóri við Kaupfélag Austur-Hún-
vetninga, sem var stórveldi í landbún-
aðarsamfélagi þess tíma. Hann var
einnig umboðsmaður Samvinnu-
trygginga á Blönduósi, sá um bíósýn-
ingar og hafði almennt mikið umleik-
is.
Þau hjónin byggðu glæsilegt hús
við aðalgötu bæjarins, þar sem oft var
gestkvæmt og fjölbreytt mannlíf. Um
miðjan aldur fluttu þau hjón búferl-
um til Hafnarfjarðar og hann hóf
fljótlega störf á Skattstofu Reykja-
víkur. Ari hafði þó alla tíð sterkar
taugar til Austur-Húnavatnssýslu,
það voru rætur sem aldrei trosnuðu,
fyrir norðan átti hann fjölmarga vini
og félaga sem hann fylgdist vel með
alla tíð. Dýpsta rót upprunans stóð þó
ávallt í bökkum Laxár á Ásum þar
sem hann ólst upp í foreldrahúsum.
Ari Guðmundsson átti afar farsæla
starfsævi. Hann var nákvæmur í öll-
um þeim störfum sem hann tók sér
fyrir hendur og hreinskiptinn. Ná-
kvæmni Ara og sanngirni voru eig-
inleikar sem komu sér einkar vel við
störf hans á Skattstofunni. Ari Guð-
mundsson var aðlaðandi maður,
sjarmör á sinni tíð, meðalmaður á
hæð, þrekinn, svipfríður og ávallt
mikið snyrtimenni. Honum var margt
til lista lagt, hann málaði og ritaði
skrautskrift, lék á harmonikku fyrir
dansi á yngri árum, og hvers kyns
handverk lék í höndum hans. Ari
hafði ótrúlegt minni sem og reikni-
gáfu – hæfileikar sem nýttust honum
vel um ævina í leik og starfi. Hann
var snjall skákmaður og afar minn-
ugur á örnefni. Ari ferðaðist víða, inn-
an lands sem utan, átti ávallt góð öku-
tæki og jafnvel hjólhýsi á borð við þau
sem nú ryðja sér til rúms. Þau hjónin,
Ari og Guðmunda, tóku börnin í ferð-
ir með Gullfossi til fjarlægra landa og
sóttu sólarstrendur í árdaga þeirrar
menningar. Þær voru líka margar
ferðirnar innanlands þar sem lands-
lagið fékk kjölfestu í örnefnum og
sögu landsins – og kímnin aldrei langt
undan.
Ari var af þeirri kynslóð Íslendinga
sem hlustuðu alltaf á fréttirnar, lífið
var í föstum skorðum, hann var ávallt
stundvís en þoldi illa óstundvísi ann-
arra. Frágangur átti að vera kirfileg-
ur, hálfkák fannst ekki í æði Ara.
Hann sinnti smíðum og viðhaldi hvers
konar af natni, sem hvarvetna sér nú
stað á heimili hans sem og barnanna.
Göslaragangi tengdasonarins var þó
tekið með þolinmæði. Á sinn kyrrláta
hátt fylgdist hann vel með hag fjöl-
skyldunnar, fjárhag og aðbúnaði
barna og barnabarna, ávallt tilbúinn
að bjóða stuðning þegar harðnaði á
dalnum hjá námsfólkinu í fjölskyld-
unni. Hann studdi við fyrirætlanir af-
komendanna og leitaðist við styðja þá
við að stýra þeim heilum í höfn. Fjöl-
skyldan sat ávallt í fyrirrúmi og
heimilið í Hafnafirðinum var mið-
punktur í lífi stórfjölskyldunnar.
Á undaförnum árum hrakaði heilsu
Ara og undanfarin ár var hann oft
rúmfastur. Tengdamóðir mín, Guð-
munda, sinnti umönnun hans af ein-
stöku æðruleysi og ljúfsinni. Betri
umönnun er ekki hægt að hugsa sér
við ævilokin. Með Ara Guðmundssyni
er genginn góður vinur og sómamað-
ur sem ég kveð með söknuði, en
minning hans lifir.
Ólafur Arnalds.
Hann Ari afi minn er látinn. Ég
dvaldi langdvölum á heimili afa og
ömmu Lillu í Hafnarfirði, ekki síst
þegar ég var lítil. Ég er þakklát fyrir
þann tíma og lít til baka með söknuði.
Hann afi var góðhjartaður maður
sem gaf sér alltaf tíma til þess að
hlusta og hafði sérstakt lag á að vera
til staðar þegar ungt barnabarn vant-
aði hrós eða stuðning.
Hann afi kenndi mér að meta fiski-
bollur úr dós með miklu af smjöri,
nýju rúgbrauði, og bæði hákarl og
hvalkjöt.
Hann afi í Hafnó var nákvæmur og
skipulegur. Hann lagaði oststykkið
hjá okkur þegar hann kom í heim-
sókn, svo það væri snyrtilegt og
brauðið lystugt. Það var einhvern
veginn allt hornrétt á skrifstofunni
hans afa, skipulagt og vel merkt.
Hann afi hlustaði alltaf á fréttirnar.
Líka þegar var leiðinlegt veður úti og
lítil dama í heimsókn. Hún hlustaði
líka eins og afi, alltaf á heila tímanum.
Kvöldfréttirnar urðu eins konar
veisla, með fullt af fréttum og frétta-
auka í desert. Hvað maður varð vel
upplýst 10 ára barn.
Hann afi var í hvítri skyrtu með
rautt bindi. Og mundi allt. Gjörsam-
lega ósigrandi í trivial-leikjum.
En hann afi var fyrst og fremst af-
skaplega góðhjartaður maður. Ég
sakna hans. Guð styðji hana ömmu
mína og varðveiti afa.
Arndís Ósk Ólafsdóttir,
Namibíu.
Ari Guðmundur
Guðmundsson
✝
Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langa-
langamma,
GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR
frá Firði í Múlasveit,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
8. september.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju í dag,
fimmtudaginn 13. september, kl. 13.00.
Börnin.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SKÚLI GUÐNASON,
Grænumörk 2,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
15. september kl. 14.00.
Valgerður Guðnadóttir og fjölskylda.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ERNA HALLDÓRSDÓTTIR KOLBEINS
kennari,
síðast til heimilis að Skjóli,
sem lést að morgni miðvikudagsins 5. september,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn
14. september kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS,
Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga.
Halldór Torfason, Védís Stefánsdóttir,
Ragnheiður Torfadóttir, Gunnar Ingi Hjartarson,
Lára Torfadóttir, Hafsteinn Pálsson,
Ásthildur Gyða Torfadóttir, Kristberg Tómasson,
Erna Torfadóttir, Geir Sæmundsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær dóttir okkar, móðir og systir,
HELGA KAROLÍNA JÓNSDÓTTIR
frá Kópaskeri,
sem lést að heimili sínu fimmtudaginn 6. septem-
ber, verður jarðsungin frá Snartarstaðakirkju
laugardaginn 15. september og hefst athöfnin
kl. 14.00.
Guðný Margrét Guðnadóttir, Jón Grímsson,
Sandra Huld Helgudóttir,
Hafsteinn Viktor H. Artúrsson,
Jón Alexander H. Artúrson,
Guðni Björn Jónsson, Anna María Guðmundsdóttir,
Grímur Örn Jónsson, Brynja Guðmundsdóttir,
Stefán Jónsson, Bára Björk Björnsdóttir,
Arnþrúður Erla Jónsdóttir, Finn Back Nielsen.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og amma,
GRÉTA JÓNSDÓTTIR
húsfreyja,
Efri-Grímslæk,
Ölfusi,
verður jarðsungin frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn
laugardaginn 15. september kl. 14.00.
Jarðsett verður í Hjallakirkjugarði.
Gunnar Konráðsson
og aðstandendur
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, sambýliskona,
amma og langamma,
ANNA MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR,
Brautarholti,
Blönduósi,
lést á Heilbrigðisstofnun Blönduóss föstudaginn
31. ágúst.
Jarðsungið verður frá Blönduóskirkju laugardaginn
15. sepetember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þóra, Kolbrún, Árni og Ragnar.
✝
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
HELGA DAGBJARTSDÓTTIR,
Syðstu- Mörk,
Rangárþingi Eystra,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
mánudaginn 10. september.
Jarðaförin verður auglýst síðar.
Guðjón Ólafsson
Pétur Guðjónsson
Björgvin Guðjónsson.