Morgunblaðið - 13.09.2007, Síða 38
Ný
þjónusta
fyrir
úrstlitaglaða
einstaklinga leit
dagsins ljós í gær
en á vefsíðunni
www.urslit.is gefst neytendum
kostur á að fá SMS-tilkynningar
um úrslit og stöðu í hinum ýmsu
boltaleikjum, innlendum sem er-
lendum, sér að kostnaðarlausu.
Í tilkynningu frá aðstandendum
kemur fram að þetta muni vera í
fyrsta sinn sem boðið er upp á
slíka þjónustu notendum að
kostnaðarlausu. Kostnaðurinn ku
vera allur í höndum auglýsenda
sem fá auglýsingu sína í hluta til-
kynningarinnar gegn framlagi
sínu.
Úrslitin í boltanum
frítt í símann þinn
Einn flokk,
eina hugsjón,
eina lífssýn … 38
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
ÞAÐ gleður eflaust marga tjúttarana að heyra að
nýr skemmtistaður verður opnaður kl. 19 í kvöld í
Reykjavíkurborg. Staðurinn ber nafnið 7-9-13 en
þær tölur eru taldar sérstaklega magnaðar í þjóð-
trúnni og eru oft þuldar upp þegar bankað er í við
ef eitthvað ógætilegt er sagt.
„Þetta er alveg frábært nafn og á vel við, þetta
er staður þar sem fólk finnur heppnina og heppni
getur þýtt svo margt,“ segir Hafsteinn Þór Guð-
jónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, en hann er
skemmtanastjóri staðarins. Eigendur hans eru
Ingunn Mýrdal, Ásta B. Vilhjálms og Maggý
Mýrdal og hönnuðu þær einnig útlit hans.
7-9-13 er á Klapparstíg þar sem áður voru til
húsa fatabúðirnar Spútnik og Elvis.
Flottur bóhemstaður er það fyrsta sem Haffa
dettur í hug þegar hann er spurður hvernig
skemmtistaður þetta sé.
„Ég vil að þetta verði Stúdíó 54 á Íslandi án eit-
urlyfjanna. Þetta er mjög flottur staður og ég get
ekki líkt honum við neinn annan starfandi
skemmtistað hér á landi. Þetta verður staður fyrir
alla sem vilja skemmta sér, það verður samt ekki
of fínt þarna inni, fólk á að geta hreyft sig,“ segir
Haffi og tekur fram að dansgólf 7-9-13 sé ein-
staklega stórt og rúmgott.
Ekki fyrir snobbað fólk
Spurður hvort honum finnist vanta fleiri
skemmtistaði í miðborgina finnst Haffa kannski
vera nóg af þeim en það vanti tilfinninguna.
„Mér finnst vanta meiri tilfinningu í skemmt-
analífið, ég verð fyrir vonbrigðum í hvert sinn sem
ég fer út því það er alltaf það sama, það vantar
eitthvað sérstakt og það hefur lengi verið draum-
ur minn að láta það gerast.“
Haffi segir 7-9-13 ekki vera fyrir neinn sér-
stakan þjóðfélagshóp.
„Aldur og útlit gestanna skiptir ekki máli, fólk
má bara ekki koma þarna inn og vera snobbað.
Þetta er fyrir skemmtilega fólkið sem er ekki
hrætt við að vera það sjálft.“
Í byrjun verður staðurinn opinn fimmtudaga til
sunnudaga og stundum á virkum kvöldum ef eitt-
hvað sérstakt á sér stað.
Að sögn Haffa verður ekki ein sérstök tónlist-
arstefna á staðnum heldur mun fjölbreytnin ráða
ríkjum. „Ég verð með marga plötusnúða á mínum
snærum og það fer bara eftir kvöldum hvernig
tónlist verður leikin. Við stefnum einnig að því að
vera stundum með sérstök þemakvöld, til dæmis
verður allt í rauðu eftir nokkrar vikur , svo verða
sérstök hipphopp-kvöld og kvöld fyrir samkyn-
hneigða, en þetta verður samt ekki sérstakur
skemmtistaður fyrir samkynhneigða.“
Haffi tekur fram að hönnun staðarins sé mjög
flott og m.a. sé hægt að reykja á barnum þótt fólk
standi úti við þá iðju. „Fólk verður að koma og sjá,
en það má ekki koma með vandræði með sér, það
á ekki að vera neitt vesen á þessum stað. Fólk á
bara að koma og skemmta sér,“ segir Haffi og
bætir við að það sé engin tilviljun að staðurinn er
opnaður í dag enda dagsetningin 7-9-13 öfug.
7-9-13 opnaður í kvöld
Morgunblaðið/Árni Sæberg
7-9-13 Ingunn Mýrdal, Ásta B. Vilhjálms, Haffi Haff og Maggý Mýrdal á hinum nýja skemmtistað á Klapparstígnum sem er fyrir skemmtilega fólkið.
EFTIRLIFANDI meðlimir hinnar goðsagnakenndu
rokksveitar Led Zeppelin staðfestu í gær að sveitin
myndi koma fram á tónleikum í O2-tónleikahöllinni í
Lundúnum 26. nóvember næstkomandi.
Þeir Robert Plant söngvari, Jimmy Page gítarleikari
og John Paul Jones bassaleikari munu koma fram á
þessum einu tónleikum til minningar um Ahmet Erteg-
un, stofnanda Atlantic-plötuútgáfunnar, en Ertegun,
sem lést í fyrra, kom Zeppelin á kortið árið 1968. Þeir
Plant, Page og Jones hafa ekki komið saman fram á tón-
leikum í 19 ár, eða frá árinu 1988.
Eins og margir eflaust vita lést John Bonham,
trommuleikari sveitarinnar, árið 1980 og strax í kjölfar-
ið hætti sveitin störfum enda erfitt að fylla skarð Bon-
hams, sem án alls vafa er einn besti trommuleikari rokk-
sögunnar. Sonur Bonhams, Jason, mun leysa föður sinn
af hólmi á tónleikunum í Lundúnum.
Orðrómur um endurkomu Zeppelin hefur verið há-
vær undanfarnar vikur og í gær boðuðu meðlimir sveit-
arinnar til blaðamannafundar þar sem þeir staðfestu
þann orðróm. Miðar á tónleikana eru mjög takmarkaðir.
Led Zeppelin snýr aftur
Reuters
Félagar Robert Plant og Jimmy Page á nýlegri mynd. Bestir? Led Zeppelin á tónleikum þegar sveitin var upp á sitt allra besta.
Og enn af farsímum og símaaug-
lýsingunni margumræddu með
Jesú og Júdasi, en svo virðist sem
Síminn hafi ekki einungis auglýst
sitt fyrirtæki heldur einnig sam-
keppnisaðilann í leiðinni.
Það hefur nefnilega komið í ljós
að í auglýsingunni sést glitta í vöru-
merki Vodafone á síma Júdasar
auk þess sem þar sést glitta í ártalið
2007.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins
að framleiðandi auglýsingarinnar,
Saga Film, hafi innkallað auglýs-
inguna og að Síminn muni ekki
birta þessa löngu útgáfu auglýsing-
arinnar á meðan Saga Film lagfær-
ir hana heldur aðeins styttri út-
gáfur.
Síminn auglýsir
Vodafone óvart