Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 6

Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR En hið forna latneska orðtak mun að uppruna til hvorki vera sársaukastuna né kaldsinna hálfkæringur. Það mun upphaflega vera túlkun á hagnýtri sál- fræði manna, sem þóttust vita, hvernig mannkindin sé gerð og hvernig heppilegast sé að skipta við hana, ef ætlast er til að fá áheyrn og hafa áhrif. Þeir lögðu þetta viðhorf til grundvallar og tóku mið af því, þegar þeir voru að kenna þá list að vinna aðra til fylgis við sig, telja þá á sitt mál, fá þá á sitt band. Þessa list, eins og fleiri, lærðu Rómverjar af Grikkj- um. Mælskulistin, eins og hún var stunduð og kennd, var íþrótt, sem átti að duga til þess að sannfæra áheyrendur, hvort sem málstaður var réttur eða rang- ur. Því fjær sönnu eða veikari, sem málstaður var, því meira reyndi á listina. Og því stærra var afrekið, ef orðfimin náði að sannfæra. Til slíkra afreka var nauðsynlegt að kunna vel á það hljóðfæri mannshugans, sem leikið var á. Menn þurftu að vita hvers konar ásláttur á strengi mannlegra kennda og hugða, hvata og ástríðna, hentaði best til þess að vekja enduróm. Og margir fornir meistarar, sem ráku skóla í mælskulist, töldu það frumatriði í mannþekkingu að vita að fólk væri næmt á vel til- hafðar blekkingar og ekki ósýnt um að falla fyrir þeim. Pólitísk áróðurslist síðari tíma hefur ekki afrækt þennan vísdóm. Það þóttust margir skörungar á því sviði vita, hvort sem þeir voru rauðir, brúnir eða lit- föróttir, að ber og nakinn sannleikur væri ekki skil- yrðislaust það, sem fólk þyrfti að vita, því síður það, sem það vildi heyra. Blekkingar væru ekki aðeins verjanleg tæki til ígripa, heldur nauðsynleg og sjálf- sögð, ef stefna eða flokkur átti að vinna fylgi, ná völd- um. Um þetta hafa menn lengi fræðst hjá kenniföður ítalskra valdamanna á sínum tíma, Macchiavelli (d.1527), sem var mikill aðdáandi rómverskrar forn- aldar. Hann var bermáll um það, að sá, sem vissi hvað hann vildi og ætlaði sér, mætti ekki skirrast við að kitla lághvatir lýðsins, ekki hika við að dylja hið sanna eða tala þvert um hug sinn. Og sá sem þættist þurfa að blekkja vísvitandi yrði að kunna að tala af móði og ör- yggi, eins og hann væri gagntekinn af mikilvægri vissu, stórum og brýnum sannleika. Göbbels, áróðursmeistari Hitlers, mælti af sömu andagift, þegar hann sagði: Mikla lygi verður að segja af miklum sannfæringarkrafti. Sjálfur sagði Hitler að fólk félli frekar fyrir stórri lygi en smálygum. Og hvort áróður væri réttur eða rangur færi eingöngu eftir því hvort hann tækist eða ekki. Ennfremur kenndi hann það að í áróðri skyldi jafn- an miða við það fólk sem væri í minna lagi viti borið, enda mætti gera ráð fyrir að það væri í meirihluta í öllu margmenni. Hvað sem öðru líður er það staðreynd að Hitler reyndist hrikalega áhrifamikil kempa í áróðri. Fleiri voru meistarar í pólitískum sjónhverfingum á sama tíma. Þeir höfðu önnur merki við hún. En ætli þeir hafi ekki líka talið sig vita hvaða að- ferðir dygðu best til þess að koma sér áfram, ná völd- um? Þess er getið um Kristján 2. konung, sem réð yfir Danaveldi og þar með Íslandi í 10 ár (1513-23), að hann hafi beðið lærðan prest að þýða bók Macchia- vellis á dönsku fyrir sig en prestur neitaði, sagði að þetta væri kennslubók í syndsamlegu framferði. Þessi kóngur var hrakinn frá völdum og í útlegð. Ekki verður það skýrt með því að hann hafi einmitt ekki náð að mennta sig nægilega í „syndsamlegu framferði“ eða þeim pólitíska klókskap og skilningi á mannlegu eðli sem er að finna í þeirri bók sem hann fékk ekki þýdda. Einhverjum kynni samt að þykja það nærtæk og eðlileg skýring á hrakföllum hans. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld (2) Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STERK staða ríkissjóðs veldur því að ríkisstjórnin getur gert enn betur í velferðarmálum og styrkt innviði samfélagsins s.s. samgöngur og fjar- skipti. Sömuleiðis er svigrúm til að halda áfram á braut skattalækkana en nánar verður fjallað um stefnu ríkisstjórnarinnar að þessu leyti þegar fjárlagafrumvarpið hefur ver- ið lagt fram á Alþingi. Þetta var meðal þess sem Geir H. Haarde sagði í ræðu sinni á fundi sjálfstæðismanna í Valhöll í Reykja- vík á laugardag. Geir benti á að á þessu ári verða tekjur ríkissjóðs af þeim inneignum og útistandandi kröfum sem hann á, hærri en sem nemur vaxtatekjum vegna skulda sjóðsins. Ríkissjóður væri í raun skuldlaus. „Þetta eru meiri tímamót heldur en fólk gerir sér almennt grein fyrir,“ sagði Geir. Þegar hann hefði, sem ungur mað- ur, unnið í Seðlabankanum við að taka erlend lán fyrir ríkissjóð hefðu menn ekki látið sig dreyma um að þeir myndu lifa slíkan dag. Verra að ganga í ESB Geir sagði að nokkurs misskiln- ings virtist gæta um afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til Evrópusam- bandsins. Það væri algjör óþarfi enda væri hún afskaplega skýr – ekki stæði til að sækja um aðild. Hvað yrði eftir 5–10 ár væri hins vegar ómögulegt að segja til um. Geir sagði að fyrir Sjálfstæðis- flokkinn væru Evrópumál hvorki feimnismál né þyrfti að kvarta und- an því að flokkurinn hugaði ekki að þeim málaflokki. Hann minnti á að það hefði verið Sjálfstæðisflokkur- inn ásamt „Alþýðuflokknum gamla“ sem kom löggjöf um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu í gegn- um Alþingi á sínum tíma og Sjálf- stæðisflokkurinn myndi hér eftir sem hingað til hafa forystu um að gæta að hagsmunum Íslands á al- þjóðavetttvangi. Sjálfstæðismenn skoðuðu þessi mál aftur á móti ein- göngu með tilliti til þess sem gagn- aðist þjóðinni best á hverjum tíma, út frá hagsmunum þjóðarinnar og einskis annars. „Það er af þessum sökum sem við höfum talið að núver- andi fyrirkomulag, með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu, hentaði okkur best, eins og sakir standa, og það væri verra fyrir okkur að gerast fullir aðilar að Evrópusambandinu,“ sagði Geir. Aðildina mætti setja á ýmsa mæli- stokka, t.a.m. væri ljóst að Íslend- ingar yrðu að greiða „stórkostlegar fjárhæðir“ til sambandsins sem rynnu til uppbyggingar fátækari landa. Hans mat var að við óbreyttar aðstæður væri ekki eftir neinu að slægjast og það væri ljóst, m.a. vegna ákvæða í stjórnarsáttmálan- um, að ríkisstjórnin myndi ekki sækja um aðild. Ef aðstæður breytt- ust yrði að skoða málið á nýjan leik. „Óskaplegt veikleikamerki“ Varla er hægt að ræða um efna- hagsmál þjóðarinnar án þess að ræða stöðu krónunnar og það gerði Geir í töluvert löngu máli. Hann sagði að krónan hefði þjónað Íslend- ingum vel og engin ástæða væri til að tala krónuna niður eða út úr heim- inum án þess að ræða það almenni- lega, bæði fræðilega og pólitískt. Sumir hefðu rætt hvort ekki væri hægt að taka upp evruna einhliða, á svipaðan hátt og fátæk ríki í Mið- Ameríku hefðu gert með bandaríkja- dal. Svartfjallaland, sem hann heim- sótti nýlega, hefði á sínum tíma tekið einhliða upp þýska markið og síðan evruna. „En auðvitað er það þannig, ef fólk vill, þá er hægt að senda skip til Evr- ópu, fylla nokkra gáma af evrum og borga fyrir þá með dollurum eða öðr- um gjaldmiðli og koma með heim og setja þær í umferð. Þetta er auðvitað hægt en þetta dettur engu þróuðu ríki í hug að gera nema þar séu ein- hver stórkostleg, óleysanleg vanda- mál,“ sagði Geir. Þetta fyrirkomulag væri meingallað af ýmsum sökum og í augum annarra væri slíkt „óskap- legt veikleikamerki“ og afar ótrú- verðug ráðstöfun. Íslendingar gætu tekið upp evru en það væri aðeins hægt með inn- göngu í Evrópusambandið. Inn- ganga stæði á hinn bóginn ekki til. Þá væri auðvitað hugsanlegt að laga þyrfti núverandi kerfi að nýjum aðstæðum en Geir kvaðst telja að nú- verandi lög um Seðlabankann frá 2001, hefðu að flestu leyti gefist vel og betra peningakerfi væri vand- fundið. Þjóðin myndi búa við núver- andi kerfi, í einhverri mynd, um langa hríð. Geir ræddi einnig kvótaskerð- inguna og uppsagnir á Eskifirði og á Þorlákshöfn. Hann minnti á að kvót- inn hefði verið skertur í samræmi við ráðleggingar færustu vísindamanna. Tilgangurinn væri sá að byggja þorskstofninn aftur upp. „Það væri það hrikalegasta sem gæti komið fyrir þessa kynslóð sem nú ræður ríkjum í landinu og fyrir núverandi ríkisstjórn, ef við sætum uppi með það að hafa gloprað niður þorsk- veiðistofninum við landið og misst hann út úr höndunum á okkur með svipuðum hætti og gerst hefur við Nýfundnaland. Og ég ætla ekki að taka ábyrgð á því í minni ríkis- stjórn.“ Vaxtatekjur ríkissjóðs eru nú hærri en vextir af skuldum Morgunblaðið/Brynjar Fráleitt „Þá er hægt að senda skip til Evrópu, fylla nokkra gáma af evrum […] og koma með heim og setja þær í umferð,“ sagði Geir H. Haarde. Engu þróuðu ríki dytti í hug að gera slíkt nema óleysanlegur vandi steðjaði að. Í HNOTSKURN » Um þá ákvörðun að skeraniður þorskkvóta um þriðjung sagði Geir m.a.: „Við vitum hver afstaða Framsókn- arflokksins er og við vitum þar með að við hefðum ekki getað tekið jafn djarfa ákvörð- un og tekin var í samstarfi við Framsóknarflokkinn, með eins atkvæðis meirihluta á Al- þingi.“ » Geir sagði einnig að mikiðumrót hefði verið í sjávar- útvegi undanfarið og menn yrðu að gæta að því að þeir sem gerðu breytingar myndu ekki skýla sér á bakvið minnk- un þorskkvótans. Svigrúm til að auka þjónustu og til að lækka skatta BILL Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, og Hans Blix, fyrrver- andi yfirmaður vopnaeftirlitsnefnd- ar Sameinuðu þjóðanna, flytja fyrirlestra á ráðstefnu í Færeyjum í dag. Framámenn í færeysku at- vinnulífi binda vonir við að koma Clintons muni vekja athygli á Fær- eyjum erlendis og sömuleiðis verða til hvatningar heima fyrir. Í fyr- irsögn í blaðinu Vinnuvitan sagði í liðinni viku: Clinton á að fá þig til að hugsa stórt. Það ómögulega er hægt Hvatamaðurinn að komu Clintons til Færeyja er Jóhan Páll Joensen, formaður færeyska vinnuveitenda- sambandsins. „Markmiðið er að sannfæra fólk um að það ómögulega er hægt. Að fá Clinton til að koma til Færeyja er ómögulegt verkefni,“ segir Joensen í viðtali við blaðið. „Brátt mun það þó gerast og við vonum að það veiti fólki innblástur til að trúa að allt sé hægt, bara ef áræðið er til staðar.“ Í greininni kemur fram að það hafi verið „ótrúlega dýrt“ að fá Clinton til að koma, en ekki er gefið upp hvað það hafi kostað. Joensen fékk í upphafi tvo banka, Færeyjabanka og Eik, til að taka þátt í kostnaði við að halda ráð- stefnuna og í kjölfarið fékkst stuðn- ingur frá Maru Seafood, Faroe Sea- food, Kaupþingi og fleiri fyrir- tækjum í Færeyjum. Mikill áhugi er í Færeyjum á fundinum. Upp- haflega átti að halda ráðstefnuna í maí, en þá varð að fresta henni vegna annarra skuldbindinga Clin- tons. Clinton og Blix í Færeyjum Í HNOTSKURN »Bill Clinton var forsetiBandaríkjanna frá 1992- 2000. Hann hefur frá því hann lét af embætti verið vinsæll fyrirles- ari. »Clinton, og kona hansHillary, komu til Íslands árið 2004. Hillary sækist nú eftir því að verða forseti Bandaríkjanna. »Hans Blix, er fyrrverandiyfirmaður vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna. Hann var mikið í fréttum í að- draganda Íraksstríðsins. Bill Clinton Hans Blix

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.