Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 12

Morgunblaðið - 01.10.2007, Side 12
12 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ENN voru mótmæli í Búrma í gær en svo virðist þó sem herforingjun- um hafi í bili tekist að kveða að mestu niður andófið. Fjöldi her- manna hélt uppi gæslu á götum Rangoon í gær og vitað er að mörg hundruð manna hafa verið handtek- in. „Svo virðist sem árásirnar [sem herinn gerði] hafi hrætt fólk svo mik- ið að það heldur sig fjarri götunum,“ sagði aðalfulltrúi Bandaríkjanna í Búrma, Shari Villarosa. Sendimaður Sameinuðu þjóðanna, Nígeríumaðurinn Ibrahim Gambari, hitti um helgina að máli fulltrúa rík- isstjórnarinnar í nýrri höfuðborg sem verið er að reisa, Naypyidaw. Hann hafði þó í gær ekki enn rætt við valdamesta mann landsins, Than Shwe hershöfðingja. Gambari, sem vill reyna að miðla málum í deilum stjórnar og stjórnarandstöðu, átti í gær fund með helsta leiðtoga stjórn- arandstæðinga, Aung San Suu Kyi, sem er haldið í stofufangelsi í Rango- on. Mun þetta vera í fyrsta sinn í 10 mánuði sem útlendingur hefur hitt Suu Kyi. Aftenposten í Noregi hefur eftir þýsk-norskum blaðamanni, Hans- Joachim Schilde, að ofursti í her Búrma, Hla Win, vilji sækja um hæli í Noregi. Haft er eftir manninum, að þúsundir manna hafi verið myrtar í landinu að undanförnu að undirlagi stjórnvalda til að bæla niður andófið. Schilde hefur eftir Win að hann hafi fengið nóg þegar honum var skipað að ráðast inn í tvö búddaklaustur, taka nokkur hundruð munka til fanga, skjóta þá og koma líkum þeirra fyrir í frumskóginum. AP Gegn ofbeldi Fólk með gular rósir á fundi í Brussel í gær þar sem lýst var stuðningi við andófið í Búrma. Sendimað- ur SÞ hitti Suu Kyi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÚTGÖNGUSPÁR sem birtust eftir að kjörstöðum var lokað í þingkosn- ingunum í Úkraínu gær bentu til þess að flokkar Júlíu Tímósénkó og Víktors Jústsénkós forseta myndu ná samanlagt mestum fjölda þing- manna á nýju þingi landsins. Tímó- sénkó, sem er nú aðalleiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Úkraínu, sagði í gærkvöld að hún myndi biðja forset- ann um að hefja myndun nýrrar rík- isstjórnar í dag, mánudag. Ný stjórn gæti litið dagsins ljós eftir fáeina daga. Gert er ráð fyrir, gangi spárnar eftir, að Tímósjenkó verði sjálf út- nefnd forsætisráðherra í stað Víkt- ors Janúkovítsj, en deilur forsætis- ráðherrans og forsetans hafa lamað stjórnmálastarf í landinu á undan- förnum mánuðum. Boðað var til kosninga áður en kjörtímabilinu lauk til að freista þess að höggva á þann hnút. Kastaðist í kekki eftir sigurinn í „appelsínugulu byltingunni“ Jústsénkó og Tímósénkó unnu vel saman þegar liðsmenn „appelsínu- gulu byltingarinnar“ fengu því fram- gengt að forsetakjörið 2004, þar sem Janúkóvítsj sigraði, að því er talið var með svindli, var lýst ógilt. Þegar aftur var kosið vann Jústsénkó og gerði hann Tímósénkó þá að for- sætisráðherra. Samstarf þeirra gekk hins vegar illa og rofnaði með látum. Ósamlyndi forystumanna byltingarinnar og viðvarandi efna- hagserfiðleikar hafa valdið því að margir Úkraínumenn hafa misst alla trú á stjórnmálamönnum og einkum hefur dregið mjög úr stuðningi við Jústsénkó. Höfuðvígi Janúkóvítsj eru einkum í austurhéruðum landsins, þar sem þorri fólks er rússneskumælandi. Ráðherrann nýtur einnig mikils fylgis meðal valdamanna í stórfyrir- tækjum. Janúkóvítsj hefur lengi ver- ið talinn hallari undir ráðamenn í Moskvu en keppinautar hans en hann hefur að undanförnu lagt sig fram um að mæla með auknu sam- starfi við Vesturveldin. Einnig hefur hann fengið banda- ríska sérfræðinga til að aðstoða sig við að breyta ímyndinni meðal al- mennings og lært af þeim sjónvarps- framkomu og fleira þarflegt fyrir stjórnmálamenn í lýðræðisríkjum. Er haft á orði að maðurinn sé nær óþekkjanlegur, svo vel hafi tekist að mýkja ímyndina. Janúkóvítsj er 57 ára gamall, fyrrverandi starfsmaður í málmiðnaði og sat um hríð í fang- elsi. Umræddir sérfræðingar hafa m.a. starfað fyrir Bob Dole, Bill Clinton og John McCain. Bandalagi Jústsénkós og Tímósénko spáð sigri Í HNOTSKURN »Um 47 milljónir mannabúa í Úkraínu, þar af er minnst fimmtungur rúss- neskumælandi. »Úkraína var lengst af hlutiRússlands en öðlaðist loks varanlegt sjálfstæði eftir hrun Sovétríkjanna 1991.Víktor Jústsénko Júlía Tímósénkó SVO virðist sem stjórnvöld í Moskvu og liðsmaður þeirra í Tétsníu, Ramz- an A. Kadýrov, forseti héraðsins, hafi náð nær fullum tökum á svæð- inu, að því er segir í grein í banda- ríska blaðinu The New York Times. Fréttamaður blaðsins segir að lífið í höfuðstað Tétsníu, Grosní, sé farið að minna á það sem fólk þekki í öðr- um borgum en stórir hlutar hennar voru lagðir í rúst þegar mest gekk á í bardögum rússneska hersins við að- skilnaðarsinna. Táningar safnast saman undir ný- reistum götuljósum og þvaðra í far- síma. Um alla borgina sjást embætt- ismenn sem áður voru hermenn í uppreisninni gegn Kremlarvaldinu hanga á kaffihúsum, rifflana hafa þeir lagt frá sér á gólfið. Fyrir þrem árum olli ný alda hryðjuverkaárása og bardaga við skæruliða því að sér- fræðingar um málefni Tétsníu full- yrtu að Rússar gætu ekki unnið stríðið. Framferði Kadýrovs þegar kemur að mannréttindum er sagt vera skelfilegt gegnum tíðina og sögusagnir um grimmd stjórnar hans og spillingu eru útbreiddar. Enn berast fréttir af mannránum, pyntingum og morðum af hálfu liðs- manna forsetans og grafreitir eru fullir af líkum sem ekki hafa verið borin kennsl á. En jafnvel hörðustu gagnrýnendur Kadýrovs, sem eitt sinn barðist gegn Rússum, segja að hann hafi áunnið sér verulegan stuðning meðal almennings, að nokkru leyti vegna þess árangurs sem hrottalegar aðferðir hans hafa borið. Stjórn hans hefur fengið nægilegt fé til að endurreisa Grosní. Íbúarnir hafa gas og rafmagn nær allan sólar- hringinn. Einnig er víða nægilegt drykkjarvatn að hafa úr leiðslum. Nóg framboð er af hvers kyns nauð- synjum á mörkuðunum, einnig tölv- um og bílum. Kadýrov hefur afsannað hrakspár með því að beita annarsvegar taum- lausri grimmd og hunsa allt tal um mannúð gagnvart andstæðingunum en einnig með því að verja nægilegu fé í að bæta kjör fólksins og gera það hratt. Tíminn mun leiða í ljós hvort árangurinn er til frambúðar. Grosní farin að líkjast venjulegri borg Harðstjórn og peningar í Tétsníu hafa fært með sér frið ÞINGKOSNINGAR voru í Ekvador í gær og samtímis var kosið um stjórnarskrárbreytingar. Hér sést biðröð á kjörstað. Rafael Correa forseti vill að þingið verði leyst upp og völd flokka verði minnkuð. Anstæðingar forsetans saka hann um að vilja breyta landinu í sósíalískt ríki. Meðal frambjóðenda til þings eru fegurðardrottningar, síðhærður munkur sem gengur um götur og hvetur fólk til að taka peningana frá þeim ríku og grímuklædd ofurhetja sem hylur and- lit sitt, að eigin sögn vegna ofnæmis fyrir spillingu. AP Ofnæmi fyrir spillingu í Ekvador NORSKAR konur hafa almennt ver- ið taldar hrifnari af vinstri- en hægristefnu og um 1970 studdu 85% þeirra vinstri- eða miðjuflokka í kosningum, að sögn vefsíðu Aften- posten. En nú virðist breyting hafa orðið á. Kannanir sýndu að í þing- kosningunum 2005 var hlutfallið komið niður í um 70% og réttur helmingur kvenkyns kjósenda kaus þá vinstriflokkana þrjá. Rannsóknaniðurstöður tveggja fræðimanna, Bernt Aardal og Hanne Marthe Narud, gefa til kynna að jafnt hjá konum og körlum hafi póli- tískar grundvallarskoðanir meiri þýðingu þegar kosið er en félagsleg staða og tekjur. Á þetta við um fólk í öllum flokkum. Málaflokkarnir sem mestu skipta norska kjósendur núna eru innflytjendamál, umhverfis- vernd og trú. Konur á leið til hægri INDVERJINN Vishwanathan An- and varð á laugardag nýr heims- meistari í skák, hann vann þá keppni átta öflugustu skákmanna heims er fram fór í Mexíkó. Anand, sem er 37 ára, hlaut átta vinninga en annar varð fráfarandi heims- meistari, Vladímír Kramnik. Anand sigraði AP Lokasprettur Anand (t.v.) teflir við Peter Leko í lokaskákinni í Mexíkó. TALÍBANAR hafa hafnað boði Ha- mid Karzai, forseta Afganistan, um friðarviðræður. Segja þeir að ekki verði rætt við afgönsk stjórnvöld meðan erlent herlið sé í landinu. Þrjátíu manns, aðallega her- menn, féllu á laugardag í sjálfs- morðsárás í Kabúl. Hafna friði FORSETI Georgíu, Mikhaíl Saakas- hvili, vísar á bug ásökunum um spillingu og morðsamsæri. Irakli Okruashvili, fyrrverandi varnar- málaráðherra, vændi forsetann um áðurnefnd brot og var hann hand- tekinn. Tugþúsundir manna mót- mæltu í gær handtökunni. Gegn handtöku MANNFALL í liði Bandaríkja- manna í Írak var 70 manns í sept- ember eða minna en verið hefur í nokkrum mánuði síðan í júlí í fyrra. Manntjónið hefur farið stöðugt minnkandi síðustu mánuði. Alls hef- ur 3.801 Bandaríkjamaður fallið í Írak frá innrásinni 2003. Færri falla BRESKIR íhalds- menn hófu flokksþing sitt í Blackpool gær á því að hvetja Gordon Brown forsætisráðherra til að boða til kosninga sem fyrst. Kannanir um helgina benda þó til þess að Verkamanna- flokkurinn hafi allt að 11% forskot á Íhaldsflokkinn og er Brown sagð- ur vera að íhuga alvarlega að boða til kosninga. Mun fleiri vilja hann sem leiðtoga landsins en David Cameron, leiðtoga íhaldsmanna. Vilja kjósa David Cameron

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.