Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 16
hestamennska 16 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er nú allt svo-lítið viðkvæmt,“segir Bjarni Þor-kelsson, ræktandi og einn eigenda Þórodds frá Þóroddsstöðum, spurður um hvað það kosti undir hestinn en Þóroddur er eitt af stóru nöfnunum í íslenska stóð- hestaheiminum og nefnist hlutafélagið um hann Þór- oddsfélagið ehf. „Það eru hlutafélög um þónokkuð marga hesta sem ganga út á það að menn kaupa sér hlut í hesti og þeir álíta að þar með geti þeir haldið undir hann, að það sé innifalið í kaupverðinu. En skattstjóri hefur annan skilning á þessu, hann telur að menn eigi hlutabréf og þeir geti ekki nýtt sér það ókeypis, ekki fremur en að eigandi að hlutabréfi í Flugleiðum geti flogið frítt til útlanda. Við getum sagt að það sé ekki til neitt ákveðið verð á folatolli í þessum hesti, heldur getur hver hluthafi selt sinn toll á því verði sem honum þóknast. Ég á marga hluti í honum og er kannski eini hluthafinn sem selur toll undir hann. Hinir eig- endurnir eiga flestir einn hlut og nýta sér hann bara sjálfir, þeir eru ekki á markaði. Mér er frekar illa við að segja frá á hvað ég sel mína hluti því það er ekki í samræmi við það sem við höfum talað um í hluta- félaginu að það sé ekki til neitt ákveðið verð heldur sé það ákvörðun hvers og eins.“ Talið berst að misháum folatollum eftir landshlutum og segist Bjarni hafa heyrt að verðið fyrir norðan sé heldur lægra. „Ég trúi því þó ekki að hestar héðan að sunnan fari með miklum af- slætti bara við það að vera leigðir norður, ef þeir eru eftirsóttir hérna. Þetta get- ur hins vegar gilt um heimahestana þar.“ Eftirsjá í grasrótarstarfi hrossaræktardeildanna Spurður út í breytt hlut- verk hrossaræktarsambanda segir Bjarni sambandið fyr- ir sunnan ekki líta svo á að þörf sé fyrir að það bjóði upp á stóðhesta. „Hins veg- ar hafa samböndin á Vest- urlandi og í Skagafirði – og jú ég held öll önnur sam- bönd – eitthvert stóðhesta- hald.“ Á hinn bóginn sé það álitamál hvort missir sé að starfinu fyrir sunnan. „Það er hestakerruöld og ekkert mál að fara á milli sveita og landshluta, þannig að þörfin er ekki nærri eins mikil og var. Þetta er á margan hátt eðlilegt. Það er hins vegar eftirsjá í grasrótarstarfinu sem þreifst í gegnum deild- irnar og líka má segja að deildirnar voru sumar, og eru sumar enn, með góðar stóðhestagirðingar sem væri mikil eftirsjá að, því þær eru ekki gripnar upp úr göt- unni. Segja mætti að það væri gaman að halda í eitt- hvað af þessum gömlu hefð- um og menningu sem var í kringum þetta.“ Vissulega segir hann fækkun „sam- bandshesta“ geta haft áhrif, margir bændur sem eigi eina, tvær hryssur færu ekkert með þær ef það væri ekki félag og hólf í sveitinni. En skyldi Þóroddur vera „dýrasti“ hestur landsins? „Ja, mér finnst ástæða til að ætla það. En ég er ekki svo viss um það því það er ekki til nein opinber verðskrá,“ segir stórræktandinn Bjarni á Þóroddsstöðum að lokum. Ekkert verð til á hestakerruöld Morgunblaðið/Eyþór Hlutafélag Alhliðagæðingurinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum, setinn af Daníel Jónssyni. „Við getum sagt að það sé ekki til neitt ákveðið verð á folatolli í þessum hesti, heldur getur hver hluthafi selt sinn toll á því verði sem honum þóknast,“ segir ræktandinn Bjarni Þorkelsson. Fjöldi af vel ættuðum stóð-hestum … Þannig hófstein auglýsingin í vor semhryssueigendur gátu les- ið stafanna á milli, eigandi bæði kvölina og völina. Framboðið af stóðhestum er gríðarlegt og að sama skapi afskaplega fjölbreytt úrval í boði. Spurningin um kostn- að liggur hins vegar alltaf í loftinu. Hvað kostar að halda úti stóðhesta- girðingu, hvað er folatollurinn hár? Og látum við stundum hafa okkur að fíflum? Þegar rætt er um peninga í hestamennsku dettur oftar en ekki allt í dúnalogn. Afleiðingin verður sú að tröllasögur verða til, t.a.m. fara sögur af því að dropinn úr stóðhestum ku kosta allt að 600 þúsund krónur! „Dýr myndi Hafliði allur ef svo skyldi hver limur,“ seg- ir í Þorgils sögu og Hafliða um há- ar bætur fyrir fingurmissi Hafliða Mássonar árið 1121 en reiknað hef- ur verið út að bæturnar fyrir fing- urna þrjá væru um 140 milljónir í dag … Hvað kostar eitt stykki Vil- mundur, Þóroddur, Hróð- ur … Orri? Víst er að „næstbestu“ hestarnir eru seldir á annan tug milljóna og nokkur fjöldi stóðhesta fer á nokkrar milljónir til útlanda. Þeir dýrustu langvinsælastir Stóðhestalandslagið hefur breyst gríðarlega á fáum árum og kannski hefur tilkoma gullkálfsins Orra frá Þúfu að mörgu leyti stuðlað að þessari byltingu. Áður fyrr réðu lögum og lofum hestar hrossarækt- arsambandanna (sambandshest- arnir) en í dag halda einkaaðilar utan um „tilhleypingarnar“. Fola- tollurinn hefur hækkað gríðarlega, jafnt og þétt, en verðbilið eykst að sama skapi mjög mikið. Undir al- vinsælustu hestana sem eru rétt um tíu talsins kostar vel á annað hundrað þúsund og enn meira und- ir þá allra „bestu“ en dropinn hjá minni spámönnum er metinn á tugi þúsunda, hjá sumum minna ef ætt- ir eða annað hefur ekki náð að „sanna sig“. Vel að merkja: Lang- mesta aðsóknin er í þá dýrustu! Lykilatriðið í þessu öllu er að stóð- hestarnir nái að hrífa fjöldann – vera með „X-þáttinn“, sem hefur reynst mörgum hrossaræktand- anum harður húsbóndi; hvernig ræktar maður sjarma? „Það er einn og einn sem fer í gegn og minn gerði það,“ lýsti einn viðmæl- andi Morgunblaðsins, stóðhestseig- andi sem nýlega hafði selt hestinn á „þó nokkuð margar milljónir“. Sá hinn sami sagði stóðhestapólitíkina viðkvæma: „Maður reynir að sigla friðarveginn.“ Eitt reikningsdæmi sýnir kannski undarlegt háttalag mark- aðarins í hnotskurn: Undir vel ætt- aðan og efnilegan 2 vetra fola kost- aði fyrir tíu árum 2.500 kr., sennilega bara til málamynda. Hann varð síðar landsmótssig- urvegari en nær einhvern veginn aldrei alveg í gegn, enda kostar vel undir hundrað þúsund undir klár- inn í dag og tiltölulega fáar merar fara undir annars góðan hest. 2.500 kr. þykir auðvitað ekki upp í nös á ketti í dag, sérstaklega á Suður- landi þar sem t.d. girðingargjaldið hefur hækkað í takt við verð á hektara og er nú hjá mörgum á bilinu 15-18 þúsund, allt upp í 25 þús. kr. með einni ómskoðun. Hins vegar eru líka dæmi um 5 þúsund kr. girðingargjald – væntanlega hjá þeim sem finnst það óþarfi að upp- reikna verðið á eign sinni til margra ára – en víða gera nú ákveðnir aðilar út stóðhestagirð- ingar og leigja oft til þess stykki. Margir leggja þann skilning í þetta hækkandi girðingargjald að þeir séu að borga fyrir aukið eftirlit með hrossunum og geti þar með farið fram á daglegt eftirlit með hópnum, s.s. að folöldin séu talin á hverjum degi og ástand skepnanna sé skoðað. Á dögunum kom einmitt upp mál Blæs frá Torfunesi sem vakið hefur spurningar um hvernig stóðhestahaldi sé og skuli háttað. Eðlilegt verð? Skyldi þessi þensla í hesta- mennsku, sem stóðhestalimbóið endurspeglar, vera sunnlensk? Til marks um það tala menn um að nokkurs konar þak sé á folatollum fyrir norðan, hestar þar séu á 50-70 þúsund að jafnaði. Hrossaræktar- sambönd þar, t.d. Hrossaræktar- samband Skagfirðinga, eru vissu- lega enn nokkuð virk í að bjóða félagsmönnum sínum stóðhesta til afnota á „eðlilegu verði“, eins og einn viðmælandi blaðsins kallar það. Eða er þenslan sunnlensk að uppruna sem breiðist svo út um land, rétt eins og jarðarkaupin sanna? Varla fellur verðið undir sunnlenskan stóðhest bara við það að hann fái far yfir Holtavörðu- heiði …? Allt tal um peninga í hesta- mennsku er afstætt en þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur sanngirni og velferð skepnanna að vera markmiðið í þessu öllu saman. Dómar og einkunnir eru afstæðar og ættu líka að vera í sífelldri end- urskoðun. Framganga stóðhesta er í höndum ræktenda sem hafa valið og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir vilji fá fram í tilvonandi af- kvæmi. Viljum við setja undir frá- bæran hest sem er hálfófrjór? Vilj- um við framrækta það? Hestakona ein í samtali við blaðamann vill meina að ófrjósemi geti orðið meira vandamál en nokkurn tímann spattið. Veljum við hest sem er ungur og efnilegur, ódýran „titt“ eða rándýran, eða þann sem hefur „gefið gott“? Þú, hestamaður góð- ur, mátt svo sjálfur svara því hvað gott er – og eðlilegt. Sá á kannski ekki endilega kvölina sem á völina. thuridur@mbl.is Dýr er dropinn Ár hvert taka hestamenn þátt í viðkvæmu stóðhestalimbói í ætt við fingurmissi 12. aldar mannsins Hafliða Mássonar – og Þuríður Magnúsína Björnsdóttir tekur þátt í því. Morgunblaðið/Frikki Í ómskoðun Dögg frá Þúfu reyndist fyllaus í „mæðraskoðun“ fyrir skömmu en hún fór undir Sæ frá Bakkakoti. Eigandinn Ásgeir Rafn Reynisson ásamt dýralækninum Helga Sigurðssyni í Dýraspítalanum í Víðidal. Afleiðingin verður sú að tröllasögur verða til, t.a.m. fara sögur af því að dropinn úr stóðhestum ku kosta allt að 600 þúsund krónur! „Dýr myndi Hafliði allur ef svo skyldi hver limur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.