Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 3 ÍS LE N SK A/ SI A. IS /L B I 38 94 0 09 /0 7 Eftir Kristján Jónsson „Mig langaði að koma heim og spila á Íslandi áður en ég hætti þessu. Það reyndist ekki eins skemmtilegt og ég átti von á en þegar fór að líða á mótið var markmiðið hjá KR bara að halda sér uppi eftir ófar- irnar í byrjun móts. Við þurftum að bjarga þessu í síðasta leik og það er aldrei skemmtilegt. Það var mik- il pressa á öllum og spennustigið hátt. Þetta er búið að vera erfitt en við björguðum okkur og verðum bara að vera ánægðir með það,“ sagði Rúnar en hann lagði upp markið mikilvæga gegn Fylki. Rún- ar er ekki tilbúinn að fallast á að þannig hafi hann endað ferilinn á því að bjarga KR frá falli: „Nei, ég held ekki. Ég er nú ekki búinn að spila neitt sérstaklega vel í sumar, búinn að vera í ströggli með líkam- ann á mér og heilsuna. Ég tel mig ekki hafa lagt eins mikið af mörk- um og ég hefði getað gert á mínum bestu árum en það vita allir að ég er ekki tvítugur lengur. Ég hef allt- af reynt að gera mitt besta og ef þjálfarinn hefur viljað nota mig þá hef ég spilað. Ég er ekki alveg nógu sáttur við mína spilamennsku en það skiptir ekki máli. Aðalatrið- ið er að KR verður í Landsbanka- deildinni að ári og það verða allir að reyna að snúa blaðinu við, hvort sem það eru stjórnarmenn eða leik- menn. Vonandi halda stuðnings- mennirnir áfram að koma á völlinn því þeir hafa verið okkar bestu menn í sumar.“ Rúnar spratt fram á sjónarsviðið í íslenskri knattspyrnu snemma sumars 1987 er hann fékk tækifæri með meistaraflokki KR. Um haust- ið, eða fyrir sléttum tuttugum ár- um, var hann valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins af þjálf- urum og leikmönnum. Rúnar leit aldrei um öxl eftir það og var lyk- ilmaður hjá KR þar til haustið 1994 þegar hann hélt út í atvinnu- mennsku. Þá var hann nýbakaður bikarmeistari með félaginu en það er kannski kaldhæðni örlaganna að á meðan Rúnar átti sín bestu ár er- lendis tókst KR fjórum sinnum að landa stóra titlinum: „Ég bara sam- gladdist þeim með að hafa tekist það. KR á alltaf að vera að berjast á toppnum þó svo það hafi ekki tekist í ár. Það hefur alltaf glatt mig jafnmikið þegar vel gengur hjá KR, hvort sem ég hef verið á Ís- landi eða erlendis, en auðvitað hefði maður viljað taka titilinn einhvern tíma.“ Hver er toppurinn á tuttugu ára ferli Rúnars? „Heilt yfir þá átti ég mörg góð ár erlendis. Ég átti eitt frábært tíma- bil í Noregi þar sem við enduðum í öðru sæti og einnig í Belgíu þar sem við enduðum í þriðja sæti. Þetta eru kannski þau tvö skipti sem ég komst næst því að verða deildarmeistari erlendis. Þarna var ég í liðum sem spiluðu góðan fót- bolta og unnu marga leiki. Að vera í toppbaráttu heilt mót er nokkuð sem er ofboðslega gaman að taka þátt í. Þá er pressan og spennustig- ið hjá mönnum mun skemmtilegra. Ég á eftir að muna eftir þessum tveimur leiktíðum. Einnig var eft- irminnilegt að vinna bikarinn með KR 1994 en félagið hafði þá þurft að bíða lengi eftir stórum titli. Jafnframt mun maður aldrei gleyma hvernig tímabilið 1990 end- aði, en þá töpuðum við KR-ingar deildinni á markatölu og bikarnum í vítaspyrnukeppni. Ég var aldrei eins nálægt því og þá að verða Ís- landsmeistari.“ Rúnar þótti fara fremur seint út í atvinnumennsku á sínum tíma en á yngri árum sýndu mörg erlend félög honum áhuga. Til að mynda fór hann og æfði með enska liðinu Liverpool. Sér hann eftir að hafa ekki farið fyrr í harðan heim at- vinnumennskunnar? „Ég er mjög ánægður með þær ákvarðanir sem ég hef tekið í lífinu. Ég hef átt góð- an feril og er mjög stoltur af hon- um. Hef átt gott líf og get ekki kvartað yfir neinu. Ég ætla ekki að vera að sýta það að hafa ekki farið fyrr út. Ég myndi þó ráðleggja mönnum að fara fyrr út ef þeir hafa hæfileikana og það sem þarf til þess að vera úti og berjast í þessum heimi, sem er allt annar en hér heima. Það þarf sterkan per- sónuleika til þess að vera atvinnu- maður og vinna í mismunandi lönd- um í heiminum. Það þarf að þola gagnrýni og kunna að taka lofi.“ Hvernig finnst Rúnari gæðin vera í Landsbankadeildinni? „Mér finnst fótboltinn vera góð- ur. Þegar ég var að spila hér síðast var meira um nagla í liðunum. Þeir voru harðir af sér en ekki eins tæknilega góðir. Þetta voru miklir persónuleikar. Í dag höfum við eignast fleiri tæknilega góða leik- menn en eigum kannski ekki eins marga sterka persónuleika. Það eru hins vegar mörg lið í deildinni að reyna að spila fótbolta frá öft- ustu línu og það er virðingarvert,“ sagði Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, einn litríkasti knattspyrnumaður Íslands, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna „Er ekki tvítugur lengur“ Morgunblaðið/Kristinn Hættur Rúnar Kristinsson. RÚNAR Kristinsson, leikmaður KR og leikjahæsti landsliðsmaður Ís- lands frá upphafi, tjáði Morg- unblaðinu á laugardaginn að leik- urinn gegn Fylki hefði verið sinn síðasti alvöru knattspyrnuleikur. „Ég er hættur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.