Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 8
Eftir Skúla Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
Leikurinn var fjörugur alveg frá upp-
hafi, en hann hófst einhverra hluta
vegna sjö mínútum á eftir öðrum
leikjum í síðustu umferðinni. Víking-
ar fengu óskabyrjun með marki strax
á 6. mínútu og miðað við stöðu mála
þá var HK komið í fallsætið. FH-ing-
ar sóttu meira og voru oft nærri því
að komast í ákjósanleg færi. Þeir
jöfnuðu metin eftir stundarfjórðungs
leik og þá var Víkingur aftur kominn í
fallsætið og var þar þar til yfir lauk.
Bæði lið fengu fullt af færum en sem
fyrr gekk Víkingum erfiðlega að
koma boltanum í markið en FH-ingar
bættu við tveimur mörkum.
Töpuðum þessu um síðustu helgi
„Verðum við ekki að segja að þetta
hafi tapast um síðustu helgi þegar við
fengum hreinan úrslitaleik á móti Val.
Það var bara klúður hjá okkur að nýta
það ekki,“ sagði Daði.
Daði átti ágætan dag í marki FH,
hafði reyndar ekkert rosalega mikið
að gera en varði þó nokkrum sinnum
ágætlega þegar á þurfti að halda.
„Það má líka fara í nokkra leiki í sum-
ar þar sem við höfum ekki leikið vel
og tapað stigum, en við fengum hrein-
an úrslitaleik um síðustu helgi og
hefðum getað tryggt okkur sigurinn
þá. Síðari umferðin hjá okkur var
ekki nægilega góð,“ sagði Daði.
Árangur FH-inga síðustu ár er
mjög góður. Íslandsmeistarar þrjú
síðustu árin, annað sætið núna og
sæti í bikarúrslitaleiknum þar sem
liðið hefur tækifæri á að verða bik-
armeistari í fyrsta sinn. Daði var
samt ekki á því að menn tækju titl-
inum sem gefnum hlut. „Nei, ég held
það nú ekki en það er erfitt að halda
sér alltaf jafn gröðum í titilinn eftir að
hafa unnið hann þrisvar. Maður verð-
ur að halda þetta út í hverjum einasta
leik en það gerðum við ekki í nokkr-
um leikjum og þar með talið í síðasta
leik á móti Val þar sem við klúðruðum
þessu. Við komum samt sterkir til
baka í dag eftir slakan leik um síðustu
helgi og náðum að vinna á móti liði
sem var í fallbaráttu. Þeir börðust
eins og ljón á móti okkur og við urðum
að hafa okkur alla við til að sigra,“
sagði Daði.
Nokkrar breytingar voru á byrjun-
arliðum félaganna. Þannig voru Auð-
un Helgason, Davíð Þór Viðarsson,
Matthías Vilhjálmsson og Sverrir
Garðarsson á varamannabekk FH.
„Þetta var besta liðið mitt í dag og ég
var alls ekki að hugsa um bikarúr-
slitaleikinn,“ sagði Ólafur Jóhannes-
son, þjálfari FH eftir leikinn. „En
samt getur vel verið að það hafi eitt-
hvað haft með það að gera hvernig ég
stillti upp liðinu,“ bætti hann svo við,
en bæði Davíð Þór og Sverrir hefðu
orðið í banni ef þeir hefðu fengið gult
spjald í leiknum á laugardaginn.
Dennis Siim meiddist á lokamínút-
um fyrri hálfleiks, en hann hafði leikið
vel sem miðvörður við hlið Tommy
Nielsen. Davíð Þór var þá settur á
miðjuna og Ásgeir Gunnar Ásgeirs-
son í miðvörðinn og stóð sig með
ágætum þar.
Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga,
hafði þrjá menn í sókninni þó svo virt-
ist á upphafsmínútunum að Sinisa
Kekic ætti að vera fremstur á miðj-
unni. Hann var þó fljótlega kominn í
fremstu víglínu með þá Egil Atlason
og Gunnar Kristjánsson á köntunum.
Er á leið síðari hálfleikinn bættist
Grétar Sigfinnur Sigurðarson í hóp-
inn þar en allt kom fyrir ekki.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fall Tryggvi Guðmundsson, markahrókur úr FH, hughreystir hér leikmann Víkings eftir leikinn í Víkinni, er ljóst var að Víkingur var fallið.
Vonbrigði í Víkinni
Víkingar féllu og leika í 1. deild á 100 ára afmælisári sínu
ÞAÐ verður hlutskipti Víkinga að
leika í fyrstu deild á 100 ára afmæli
félagsins, en liðið tapaði á laug-
ardaginn fyrir 3:1 FH í síðustu um-
ferð Landsbankadeildarinnar og
féll þar með um deild. Það voru því
mikil vonbrigði í Víkinni á laug-
ardaginn og leikmenn ekkert sér-
lega kátir er þeir gengu af velli í
Víkinni, Víkingar fallnir og þrátt
fyrir sigurinn urðu FH-ingar að sjá
af Íslandsmeistarabikarnum til
Valsmanna eftir að hafa haft hann í
sínum húsum í þrjú ár. „Það er allt-
af gaman að vinna, en ég verð að
viðurkenna að það var ekki nærri
jafn gaman í dag og oftast áður,“
sagði Daði Lárusson, markvörður
og fyrirliði FH eftir leikinn.
8 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
knattspyrna
„ÞAÐ var fínt að vinna þennan leik, það er ekki
nokkur vafi á því. Við fórum í hann til þess og ætl-
uðum að vera klárir ef Valur myndi misstíga sig,“
sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inga, eftir
sigurinn á Víkingum á laugardaginn. Sigur sem
dugði samt ekki til að halda Íslandsmeistaratitl-
inum fjórða árið í röð.
Ólafur sagðist ekki geta sagt nákvæmlega til um
hvar FH-ingar hefðu tapað baráttunni um titilinn.
„Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það hvar
þetta tapaðist, það má finna eitt og eitt stig hingað
og þangað. Seinni umferðin hjá okkur var ekki
nógu góð. Við vorum örugglega værukærir og
héldum ekki haus. Stigin sem við töpuðum á móti
Fram og HK með stuttu millibili í ágúst. En það er
hægt að telja endalaust upp svona þætti og Vals-
menn geta örugglega fundið ódýr stig sem þeir
töpuðu á leiðinni að titlinum,“ sagði Ólafur.
Árangur FH síðustu árin hefur verið gríðarlega
góður og Ólafur er nokkuð sáttur við gang mála
síðustu árin. „Mér finnst árangurinn fínn. Ég er bú-
inn að vera með liðið í fimm ár og við höfum verið
Íslandsmeistarar í þrjú ár, tvisvar orðið í öðru sæti
og nú erum við komnir í bikarúrslitaleikinn þannig
að mér finnst þetta fínn árangur,“ sagði Ólafur.
Það er oft sagt að eftir því sem lið vinni meira
verði erfiðara að halda mönnum við efnið. Ólafur
var sammála því. „Þegar menn eru búnir að vinna
mótið þrjú ár í röð er erfitt að halda mönnum á tán-
um. Það er bara staðreynd. Það kemur værukærð
og jafnvel kæruleysi yfir leikmenn og jafnvel mig
líka og allt dæmið í kringum liðið. Ég hef oft sagt
það áður og segi það enn að það er auðvelt að mis-
stíga sig,“ sagði Ólafur.
Um framtíðina vildi hann sem minnst tala. „Það
er einn leikur eftir hjá okkur, við Fjölni í bikarúr-
slitunum eftir viku. Svo fer ég í golfferð til Portú-
gals og svo hugsa ég málið,“ sagði Ólafur.
Seinni umferðin ekki nógu góð
„ÞETTA tókst því miður ekki hjá okkur,“ sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Vík-
inga, vonsvikinn eftir tapið á móti FH á laugardaginn. Þar með var ljóst að Víkingar
féllu úr Landsbankadeildinni.
„Við erum búnir að spila ágætlega í síðustu leikjum. Við höfum komið dýrvitlausir í
alla leiki og lagt okkur 100% fram, en það hefur ekki gengið hjá okkur að skora. Það
hefur ekkert gengið hjá okkur og þetta er kannski dæmigert fyrir lið sem er í ströggli,
það vantar sjálfstraust upp við markið og hlutirnir hreinlega detta ekki með manni.
Við komum dýrvitlausir í þennan leik og fengum loksins mark eftir nokkra bið.
Markið kom á flottum tíma líka og það kom hellings kraftur og sjálfstraust í liðið en
svo fengum við á okkur þetta mark, eitthvert langskot langt utan af velli. Þetta er
kannski lýsandi fyrir þá óheppni sem hefur elt okkur. Það er kannski ekki rétt að tala
bara um óheppni því þetta er líka klaufaskapur okkar. Jöfnunarmarkið setti okkur
dálítið út af laginu, en við héldum áfram að berjast. Annað markið gáfum við þeim
hreinlega og síðan þetta síðasta mark á lokasekúndunum, sem skipti engu máli,“ sagði
Höskuldur.
Um framhaldið sagði hann: „Það kemur bara í ljós. Lífið heldur áfram og núna fer
ég í aðgerðir sem ég er búinn að bíða eftir að komast í. Ég fer í aðgerð á ökkla á föstu-
daginn og síðan væntanlega í hnéspeglun á næstunni. Nú þarf ég að koma líkamanum
í stand og síðan sér maður til.“
Þarf að koma líkamanum í stand
Víkingur 1
FH 3
Víkin, úrvalsdeild karla, Landsbanka-
deildin, laugardaginn 29. september
2007.
Mark Víkings: Sinisa Valdimar Kekic 6.
Mörk FH: Dennis Siim 15., Matthías
Guðmundsson 56., Arnar Gunnlaugsson
90.
Markskot: Víkingur 12 (7) – FH 15 (9).
Horn: Víkingur 4 – FH 4
Rangstaða: Víkingur 1 – FH 7.
Lið Víkings: (4-3-3) Ingvar Þór Kale -
Höskuldur Eiríksson (Valur Úlfarsson
78.), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Milos
Glogovac, Hörður S. Bjarnason – Þor-
valdur S. Sveinsson, Jón B. Her-
mannsson (Hermann Albertsson 66.),
Viðar Guðjónsson (Stefán K. Svein-
björnsson 79.) – Egill Atlason, Sinisa
Kekic, Gunnar Kristjánsson.
Gul spjöld: Höskuldur 3. (brot), Gunnar
42. (brot), Egill 62. (brot).
Lið FH: (4-3-3) Guðmundur Sævarsson,
Dennis Siim (Davíð Þór Viðarsson 46.),
Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason – Ás-
geir Gunnar Ásgeirsson, Bjarki Gunn-
laugsson (Matthías Vilhjálmsson 79.),
Sigurvin Ólafsson – Matthías Guðmunds-
son, Arnar Gunnlaugsson, Tryggvi Guð-
mundsson.
Gult spjald: Siim 21,. (brot), Ásgeir 51.
(brot).
Dómari: Magnús Þórisson, Keflavík, 5.
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson,
Áskell Þór Gíslason.
Áhorfendur: 935.
1:0 6. Víkingar fengu aukaspyrnu úti á hægri kanti, boltinnvar sendur inn að marki og þar skallaði að því er virtist
Tommy Nielsen boltann að eigin marki. Daði Lárusson markvörður
FH varði vel en hélt ekki boltanum sem féll fyrir fætur Sinisa Kekic
sem þrumaði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi.
1:1 15. Eftir sókn Víkinga náðu FH-ingar boltanum og DennisSiim fékk hann við miðlínuna. Hann lék aðeins í átt að
marki Víkinga, fann engann samherja til að gefa á og ákvað að
negla á markið. Flott skot hans af ríflega 30 metra færi fór efst í
hægra markhornið. Flott mark.
1:2 56. FH-ingar sendu boltann fyrir mark Víkings frá hægriog engin hætta virtist á ferðinni en varnarmönnum Víkings
tókst ekki að koma boltanum lengra en fyrir fætur Matthíasar Guð-
mundssonar sem þakkaði fyrir og skoraði með viðstöðulausu skoti.
1:3 90. Þegar allir voru farnir að bíða eftir lokaflautu dóm-arans, fékk Arnar Gunnlaugsson boltann við vítateig eftir
að varnarmanni Víkinga mistókst að koma boltanum frá markinu.
Hann sendi boltann laglega framhá besta manni Víkinga, Ingvari
Þór Kale.
VÍKINGUR
Ingvar Þór Kale
Höskuldur Eiríksson
Gunnar Kristjánsson
Sinisa Valdimar Kekic
FH
Daði Lárusson
Guðmundur Sævarsson
Dennis Siim
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson
Bjarki Gunnlaugsson
Matthías Guðmundsson