Morgunblaðið - 01.10.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 01.10.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 9 ÁRMANN Smári Björnsson skoraði eitt mark í 5:1-sigri Brann á útivelli gegn Lilleström í gær í norsku úr- valsdeildinni. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson voru báðir í hjarta varnarinnar hjá Brann sem er með sjö stiga forskot í efsta sæti deildarinnar. Ármann fær 4 í einkunn hjá Nettavisen, Kristján 7 og Ólafur 6. Viking er með 41 stig í öðru sæti deildarinnar eftir 3:0-sigur liðsins á laugardag gegn Strömsgodset. Brann hefur ekki unnið meistaratit- ilinn í 44 ár. Garðar Jóhannsson skoraði í 4:3- sigri Fredrikstad gegn meistaraliði Rosenborg. Garðar skoraði fjórða mark liðsins og er þetta þriðja mark hans í deildinni í 13 leikjum. Hann átti þátt í fyrsta markinu og það þriðja lagði hann upp og fær hann 7 í einkunn hjá Nettavisen. Indriði Sigurðsson skoraði sjálfs- mark í 3:2-sigri Lyn gegn Veigari Páli Gunnarssyni og félögum hans í Stabæk. Vonir Stabæk um meist- aratitil í ár eru nánast úr sögunni. Bikardraumur liðsins er einnig úr sögunni en liðið tapaði í undan- úrslitum bikarkeppninnar á dög- unum. Indriði fær fína dóma í Net- tavisen fyrir leik sinn en hann var valinn maður leiksins og fékk 7 í einkunn en Veigar fær aðeins 3. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti þátt í fyrsta marki Vålerenga í 4:1- sigri liðsins gegn Odd/Grenland á útivelli. Gunnar var í baráttunni um boltann í markteignum en varn- armaður Odd/Grenland skoraði sjálfsmark. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga og fær hann 5 í einkunn hjá Nettavisen og Gunnar Heiðar 6. Haraldur Guðmundsson var ekki í liði Aalesund sem tapaði 3:2 á heimavelli gegn Tromsö. Ármann skoraði í stórsigri Brann BIKARMEISTARAR Stjörnunnar fóru illa að ráði sínu gegn úkraínska liðinu HC Budevelnyk Brovary í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa í hand- knattleik en leikurinn fór fram í Mýrinni í Garðabæ á laugardags- kvöldið. Gestirnir frá Úkraínu fóru með sigur af hólmi, 26:25, eftir að Stjörnumenn höfðu haft yfirhöndina í hálfleik, 13:9. Garðbæingar, sem hafa byrjað leiktíðina afar vel og eru með fullt hús stiga í N1-deildinni, hófu leikinn með miklum látum og náðu átta marka forystu, 10:2, þegar stundar- fjórðungur var liðinn af leiknum. Úkraínumennirnir náðu að saxa hægt og bítandi á forskot Stjörnu- manna og í leikhléi var munurinn fjögur mörk. Í síðari hálfleik hrökk allt í baklás í sóknarleik Stjörnunnar og leik- menn liðsins gerðu sig seka um mis- tök ofan á mistök sem Úkraínu- mennirnir færðu sér í nyt og þeir náðu að knýja fram sigur á loka- sprettinum. Síðari leikur liðanna fer fram í Kænugarði um næstu helgi og þar verður vafalaust á brattann að sækja fyrir Garðbæinga. Stjörnuhrap í Mýrinni Thierry Henryskoraði þrennu og þar með sín fyrstu mörk fyrir Barce- lona í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið burst- aði Levante, 4:1, á útivelli. Henry skoraði þrjú fyrstu mörkin og Lionel Messi bætti svo við fjórða markinu en hann lagði upp tvö af mörkunum sem Henry skoraði. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á bekknum.    Sergio Ramos skaut Real Madridað nýju í toppsæti spænsku úr- valsdeildarinnar þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1:0 útisigri Mad- ridarliðsins á Getafe í gær.    AC Milan varð að láta sér lynda1:1 jafntefli við Catania í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær og þar með hefur Mílanóliðið leikið fimm leiki í röð án sigurs. Bras- ilíumaðurinn Kaká jafnaði metin fyr- ir AC Milan úr vítaspyrnu. Evr- ópumeistararnir eru sem stendur í 11. sæti, sjö stigum á eftir erkifjend- um sínum í Inter.    Inter vann góðan útisigur á Roma,4:1, í uppgjöri efstu liðanna á ól- ympíuleikvangnum í Róm. Ludovic Giuly var vísað af velli í liði Roma á 28. mínútu og það færðu Inter-menn sér í nyt. Ibrahimovic skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Giuly og þeir Crespo, Cruz og Cordoba bættu þremur mörkum við en Perotta skor- aði mark heimamanna og jafnaði metin, 1:1.    Edwin van derSar mark- vörður Englands- meistara Man- chester United meiddist á tá í sig- urleik United gegn Birm- ingham og þurfti að hætta leik í hálfleik. Hann verður ekki með Man- chester-liðinu gegn Roma í Meist- aradeildinni á Old Trafford annað kvöld og mun Pólverjinn Tomasz Kuszczak leysa hann af hólmi líkt og hann gerði gegn Birmingham.    Jóhann B. Guðmundsson og Eyj-ólfur Héðinsson voru í liði GAIS sem gerði markalaust jafntefli við AIK í sænsku úrvalsdeildinni.    Ólafur Ingi Skúlason var ekki íleikmannahópi Helsingborg sem gerði 1:1 jafntefli við Trelle- borg.    Sölvi Geir Ottesen var ekki í hópn-um hjá Djurgården sem burst- aði Örebro, 4:1, og eru lærisveinar Sigurðar Jónssonar með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar. Fólk sport@mbl.is Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn var tekinn út af á 77. mín- útu. „Fyrri hálfleikurinn er líklega það besta sem við höfum sýnt á tímabilinu,“ sagði Harry Redk- napp, knattspyrnustjóri Portsmo- uth. Maður leiksins var Benjani Mwaruwari sem skoraði þrennu fyrir Portsmouth.  Arsenal, Manchester United og Liverpool fögnuðu öll 1:0-úti- sigrum. Forystusauðirnir í Arsenal lögðu West Ham á Upton Park með marki frá Robin Van Persie. „Við höfum átt í erfiðleikum með að ná stigum á Upton Park og því var sigurinn mjög sætur. Mér fannst við verðskulda sigurinn en við vorum agaðir í okkar leik og vörðumst vel,“ sagði Arsene Wen- ger.  Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United sigurinn gegn Birmingham á St. Andrews með marki á 50. mínútu. United þótti ekki sýna neina meistaratakta en þetta var fimmti sigur liðsins í röð í úrvalsdeildinni og í þeim hefur liðið ekki fengið á sig mark. „Þetta er erfiðasti leikurinn sem við höfum spilað á tímabilinu. Birmingham var betri aðilinn í fyrri hálfleik en í þeim síðari gekk okkar spil betur fram á við og vörnin var traustari,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United. Sig- urinn var dýrkeyptur því mark- vörðurinn Edwin van der Sar, sem hefur verið í feiknaformi, meiddist og þurfti að fara af velli í leikhléi og leikur ekki í marki meistaranna gegn Roma í Meistaradeildinni annað kvöld.  Rafael Benítez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, hrósaði Yossi Benayoun í hástert eftir 1:0-sigur liðsins á Wigan. Ísraelsmaðurinn kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og tryggði sínum mönnum sigurinn með fallegu marki eftir einstaklingsframtak 10 mínútum fyrir leikslok. „Það er alltaf mjög þýðingar- mikið að vinna útisigra og Yossi breytti leiknum fyrir okkur. Hann var mjög skapandi og útsjónar- samur og skoraði svo auðvitað markið sem réð úrslitum. Við get- um ekki verið annað en ánægðir með stöðu okkar. Við erum við toppinn, eigum leik til góða og þetta er miklu betra en á síðustu leiktíð,“ sagði Benítez.  Vandræðagangurinn hjá Chelsea er algjör en liðið lék sinn fjórða leik í röð í úrvalsdeildinni án sigurs þegar það varð að láta sér lynda markalaust jafntefli gegn Fulham á Stamford Bridge. John Terry varð af fara snemma út af þar sem hann brákaði kinn- bein og Didier Drogba, sem kom inn í liðið eftir meiðsli, var sendur í bað stundarfjórðungi fyrir leiks- lok þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald. „Við þurftum svo sannarlega á sigri að halda en því miður tókst okkur ekki að skora. Við fengum fullt af færum og nógu mörg til að sigra en því miður voru mínir menn ekki á skotskónum,“ sagði Avran Grant, knattspyrnustjóri Chelsea. AP Sigurmark Cristiano Ronaldo skorar sigurmark Manchester United framhjá Maik Taylor, markverði Birmingham, í leik liðanna á St. Andrews. Hermann opnaði markareikninginn sinn HERMANN Hreiðarsson opnaði markareikning sinn með Portsmo- uth þegar liðið sigraði Reading í hreint ótrúlegum markaleik á Frat- ton Park. 7:4 urðu lokatölurnar og skoraði Hermann þriðja mark sinna manna og kom þeim í 3:2 með skallamarki á 52. mínútu. Hermann fagnaði markinu með stæl, tók létt kraftstökk, en Eyjamaðurinn lék allan tímann í stöðu vinstri bak- varðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.