Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 5
SINISA Valdimar Kekic, hinn 37
ára gamli sóknarmaður Víkinga,
skoraði sitt 50. mark í efstu deild í
leiknum við FH á laugardaginn.
Það dugði ekki til sigurs, þar sem
FH-ingar skoruðu þrjú mörk, 3:1.
Hann hafði fyrir þetta tímabil skor-
að 42 mörk fyrir Grindavík í deild-
inni og gerði 8 mörk fyrir Víkinga í
ár.
Kekic, sem kom frá Júgóslavíu til
Grindavíkur árið 1996,
er 34. leikmaðurinn frá upphafi
sem nær að skora 50 mörk í efstu
deild og er aðeins annar leikmað-
urinn af erlendu bergi brotinn sem
nær þessum áfanga. Hinn er Mi-
haljo Bibercic sem gerði 52 mörk
fyrir ÍA, KR og Stjörnuna á sínum
tíma.
Kekic með 50. markið
Morgunblaðið/Árni Torfason
Svekktur Sinisa Valdimar Ke-
kic að vonum svekktur með að
hafa fallið í 1. deild.
„VIÐ byrjuðum af krafti, skoruðum
mark snemma og mér fannst þetta
allt á réttri leið. Við heyrðum að
Valur væri yfir og áttum von á að
FH gæfi eftir er liði á leikinn og
þetta virtist allt vera að ganga eftir.
En þá kom þetta jöfnunarmark
lengst utan af velli. En við hættum
ekki og reyndum og reyndum og
prófuðum allt sem við áttum að því
er mér fannst. Það bara tókst ekki í
dag,“ sagði Magnús Gylfason, þjálf-
ari Víkinga, eftir að þeir töpuðu fyr-
ir FH í Víkinni og féllu úr Lands-
bankadeildinni.
„Við fengum færi til að skora
fleiri mörk en það tókst ekki. FH-
ingar fengu líka fullt af fínum fær-
um eftir að við opnuðum okkur. Mér
fannst við reyna allt sem við gátum,
notuðum öll tromp sem við höfðum,
komumst á bak við þá og náðum að
senda fyrir markið, en það tókst
ekki að skora og við sitjum uppi með
þetta.
En við vorum ekki að falla beint í
þessum leik. Við erum búnir að vera
óheppnir uppi á Skaga, óheppnir í
Keflavík, óheppnir á Kópavogsvelli,
skelfilega dómgæslu hérna tvisvar
eða þrisvar í sumar. Það er svo
margt sem hjálpast að í þessu og
svo auðvitað okkar eigin aumingja-
skapur.
Það virðist líka vera þannig að
það gengur ekkert upp hjá liði sem
er í strögli. Ég nefndi til dæmis leik-
inn á móti Val þar sem við áttum að
vera 3:0 yfir en þeir voru allt í einu
3:0 yfir og varla búnir að fá færi.
Þetta er saga liða sem eru í strögli.
Þau skora ekki, þau nýta ekki færin
og kannski spenna sig of hátt eða
leikmenn eru nægilega góðir. Þetta
er okkar hlutskipti okkar í ár og við
verðum að taka því og stefna að því
að komast upp á næsta ári,“ sagði
Magnús.
Hann gerði þriggja ára samning
sem er uppsegjanlegur af beggja
hálfu núna þegar eitt ár er eftir af
honum. „Við skoðum þessi mál í ró-
legheitunum á næstu dögum,“ sagði
Magnús.
Prófuðum allt sem við áttum
KR 1
Fylkir 1
Mark KR: Óskar Örn Hauksson 55.
Mark Fylkis: Peter Gravesen (víti) 90.
Markskot: KR 9 (3) – Fylkir 15 (5)
Horn: KR 7 – Fylkir 7
Rangstaða: KR 3 – Fylkir 1
Lið KR: (5-4-1) Stefán Logi Magnússon –
Sigþór Júlíusson, Pétur Marteinsson,
Gunnlaugur Jónsson, Kristinn Magnússon
– Óskar Örn Hauksson (Skúli Jón Frið-
geirsson 88.), Ágúst Gylfason, Bjarnólfur
Lárusson, Rúnar Kristinsson (Sigmundur
Kristjánsson 82.), Jóhann Þórhallsson –
Grétar Hjartarson (Björgólfur Takefusa
78.).
Gult spjald: Bjarnólfur 32. (brot).
Rauð spjöld: Engin.
Lið Fylkis: (4-4-2) Fjalar Þorgeirsson –
Andrés Már Jóhannesson, Kristján Valdi-
marsson, David Hannah, Víðir Leifsson –
Guðni Rúnar Helgason (Páll Einarsson
69.), Valur Fannar Gíslason (Ólafur Stígs-
son 61.), Halldór Hilmisson, Peter Grave-
sen – Albert Ingason (Haukur Ingi Guðna-
son 86.), Christian Christiansen.
Gult spjald: Albert 32. (stimpingar).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Jóhannes Valgeirsson, KA 4
Áhorfendur: 2.170.
KR
Stefán Logi Magnússon
Rúnar Kristinsson
Óskar Örn Hauksson
FYLKIR
Peter Gravesen
Halldór Hilmisson
EGILL Már Markússon dæmdi á
laugardaginn sinn síðasta leik í
efstu deild karla í knattspyrnu en
hann var þá dómari í viðureign
Vals og HK á Laugardalsvell-
inum. Egill Már, sem er 43 ára,
er að ljúka sínu 19. tímabili sem
dómari í efstu deild karla en
endapunkturinn verður bikarúr-
slitaleikurinn um næstu helgi,
milli FH og Fjölnis.
„Ég ákvað að hætta á mínum
eigin forsendum og finnst þetta
vera orðið gott. Þetta er mitt 20.
tímabil í efstu deild því ég var
línuvörður eitt sumar áður en ég
fór að dæma í deildinni,“ sagði
Egill Már við Morgunblaðið eftir
leikinn.
Hann dæmdi 11 leiki í deildinni
í sumar og á því að baki alls 166
leiki í efstu deild karla á þessum
19 árum, leikjahæstur þeirra sem
dæmdu í sumar.
Egill Már var FIFA-aðstoð-
ardómari frá 1992 og síðan FIFA-
dómari frá 1999 þar til hann
hætti á þeim vettvangi fyrir ári
síðan.
Síðasti
leikur
Egils
Más
1:0 55.Rúnar Kristinsson komst upp að vítateig Fylkis og renndiboltanum inn á vítateiginn. Þar var Óskar Örn Hauksson á
auðum sjó og skoraði með skoti í nærhornið.
1:1 90. Andrés Már Jóhannesson féll í vítateig KR eftir tæklinguGunnlaugs Jónssonar. Vítaspyrna dæmd og úr henni skoraði
Peter Gravesen með góðu skoti.
Eftir Kristján Jónsson
Loga Ólafssyni þjálfara KR var létt
þegar niðurstaðan lá fyrir: ,,Létt-
irinn er auðvitað mjög mikill. Mark-
miðið var að halda þessu liði í deild-
inni og það tókst með öllum
tiltækum ráðum. Við verðum bara
að vera ánægðir með að hafa náð
því markmiði. Við vissum að það
yrði erfitt að spila á móti FH og
Val en hins vegar treysti ég liðinu
fullkomlega í leikina gegn hinum
liðunum. Úrslitin hafa verið bærileg
gegn öðrum liðum eins og sigrarnir
gegn Víkingi og HK. Þetta nægði.
Ég verð að viðurkenna að þetta var
erfiðara en ég bjóst við. Þessi sár
voru djúp og það hefur tekið langan
tíma að fá þau fullgróin og þau eru
það væntanlega ekki enn. Það er
verkefni næsta árs að lagfæra þau
mál. Allt er gott sem endar vel. Við
enduðum á því að halda sæti okkar
í deildinni þrátt fyrir að hafa verið í
neðsta sæti meira og minna allt
mótið. Þannig að þetta er kærkom-
ið. Ég tel að KR sé þannig félag að
það eigi að vera í efstu deild. Að
mínu mati yrði hún ekki söm án
KR,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari
KR að leiknum loknum en hann vill
ekkert gefa upp að svo stöddu um
áhuga sinn á því að halda áfram
sem þjálfari KR: ,,Ég get bara sagt
þér að hvorki ég né stjórnin vildum
semja um meira en þessa sjö deild-
arleiki þannig að ég get ekki svarað
neinu um það.“
Ekki þarf að eyða miklu púðri í
að segja frá leiknum sjálfum en
hann var í rólegri kantinum enda
aðstæður ekki eins og best verður á
kosið á blautum KR-vellinum. Rún-
ar Kristinsson var maðurinn á bak
við mark KR sem Óskar Örn
Hauksson skoraði, en sá lipri kant-
maður hefur fundið sig ágætlega
hjá KR á lokaspretti mótsins. Fylk-
ismenn lögðu ekki árar í bát og
sóttu hart að marki Vesturbæinga
þar sem Stefán Logi Magnússon
markvörður reyndist þeim erfiður.
Peter Gravesen tókst þó að jafna
metin úr vítaspyrnu undir lok leiks-
ins. En þar sem Víkingur var að
tapa fyrir FH á sama tíma þá skipti
það engu máli fyrir KR-inga.
Varnarleikurinn
til fyrirmyndar
Fylkir missti þó af tækifæri til
þess að ná þriðja sætinu þar sem
ÍA náði ekki að sigra í Keflavík.
Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis
er nokkuð sáttur við árangur sum-
arsins: ,,Fyrir fram settum við okk-
ur það einfalda markmið að vinna
heimaleikina og ná jafntefli á úti-
völlum. Þá hefðum við unnið mótið.
Það gekk ekki alveg upp. Okkur
gekk mjög vel á útivelli eins og oft
áður en við getum gert betur
heima. Varnarleikur okkar á tíma-
bilinu var til fyrirmyndar enda
fáum við á okkur fæst mörk allra í
deildinni. Höldum hreinu í sjö eða
átta leikjum ef ég man rétt. Síðasta
þriðjung mótsins gekk sóknarleik-
urinn mun betur en framan af móti
og það þurfum við að taka með okk-
ur á næsta tímabili,“ sagði Leifur
sem er ánægður í Árbænum: ,,Það
er mjög vel að málum staðið í Ár-
bænum og í raun til fyrirmyndar.
Það er bara einn aðili sem er ekki
að standa sig og það er Reykjavík-
urborg. Bæði núverandi eða fyrr-
verandi meirihluti hafa dregið lapp-
irnar í því að byggja upp aðstöðu
fyrir Fylkismenn. Það er það eina
sem er neikvætt fyrir lok sumarsins
að ekki skuli vera búið að tæta upp
völlinn okkar og byggja nýjan.“
Morgunblaðið/Golli
Með tunguna úti KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson vandaði sig rosalega þegar hann sendi knöttinn í netið hjá Fylkismönnum.
Sextán stig dugðu KR
„Markmiðið var að halda liðinu í efstu deild,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR
KR-INGAR enduðu í áttunda sæti
með sextán stig eftir að hafa verið í
fallsæti á löngum köflum í sumar.
KR gerði jafntefli við Fylki 1:1 í síð-
ustu umferðinni og bjargaði sér þar
með frá falli úr Landsbankadeild-
inni. Aldrei fyrr hefur það gerst að
sextán stig dugi til þess að bjarga
liði frá falli frá því að þriggja stiga
reglan var tekin upp í efstu deild
karla árið 1985.