Morgunblaðið - 01.10.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 01.10.2007, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ knattspyrna Hannes Þ.Sigurðs- son og Birkir Bjarnason komu báðir inná sem vara- menn í 3:0- sigri Viking gegn Ströms- godset í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laug- ardag. Birkir á 63. mín og Hannes á 70. mínútu.    Kjartan Henry Finnbogasonlagði upp sigurmarkið fyrir Åtvidaberg sem sigraði Sylvia, 2:1, í nágrannaslag í sænsku 1. deild- inni í gær. Sylvia er „litla liðið“ í Norrköping og Åtvitaberg er þar rétt hjá.    Jóhannes Karl Guðjónsson varekki í leikmannahópi Burnley sem gerði 1:1 jafntefli við Crystal Palace í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu.    Arnar Þór Viðarsson lék allantímann með Graafschap gegn sínum gömlu félögum í Twente þegar liðin gerðu markalaust jafn- tefli í hollensku úrvalsdeildinni í gær.    Grétar Rafn Steinsson lék meðAZ Alkmaar sem óvænt tap- aði fyrir Heracles á útivelli, 2:1.    Hólmar Örn Rúnarsson sat ávaramannabekknum hjá Silkeborg allan tímann þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Hvi- dovre í dönsku 1. deildinni í gær. Silkeborg er í sjötta sæti, fimm stigum á eftir Vejle sem er í topp- sætinu.    Emil Hallfreðsson lék allan tím-ann fyrir Reggina sem gerði 1:1 jafntefli við Lazio á heimavelli í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Emil og félagar komust úr botnsætinu með jafnteflinu en Reggina hefur 3 stig eftir sex leiki, hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur.    Stefán Gíslason tók út leikbann íliði Bröndby sem gerði 1:1 jafntefli við Randers í dönsku úr- valsdeildinni í gær. Bröndby hefur vegnað illa og er í næst neðsta sæti deildarinnar með 7 stig eftir 11 leiki.    Sigþór Júl-íusson hefur ákveðið að leggja knatt- spyrnuskóna á hilluna. Sig- þór, sem var í liði KR sem gerði 1:1 jafn- tefli við Fylki á í lokaumferð Landsbankadeild- arinnar laugardaginn, er að flytja til Luxemborgar vegna atvinnu sinnar.    Eggert Jónsson lék allan tímannmeð Edinborgarliðinu Hearts þegar liðið vann góðan útisigur á St.Mirren, 1:3, í skosku úrvals- deildinni í gær. Hearts er í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig, átta stigum á eftir Celtic og Rangers sem eru í efstu sætunum.    Marel Baldvinsson var í byrj-unarliði Molde í norsku 1. deildinni í gær í 2:1-sigri liðsins á útivelli gegn Tromsdalen. Molde er langefst í deildinni með 63 stig að loknum 25 umferðum. Fólk sport@mbl.is Jónas Grani, sem er 34 ára gamall, skoraði átta mörk fyrir Fram í fyrra en hann kom frá FH fyrir það tímabil, eftir að hafa lítið fengið að spila. „Mér hefur tekist að sýna að ég get skorað mörk á meðan ég er inni á vellinum, en það gerist lítið í þeim efnum ef ég vermi bekkinn. Ég reyndi aðeins að gera mitt besta og það tókst í sumar.“ Það er ekki á hverju tímabili sem leikmaður úr liði í fallbaráttunni hreppir gullskóinn eftirsótta og auðséð að mörk Jónasar hafa hjálp- að þar mikið til. „Ég skoraði kannski mikið af mörkum en þetta er hópíþrótt og það þarf margt ann- að til. Liðið er skipað ellefu ein- staklingum og það er enginn einn leikmaður sem vinnur fótboltaleiki og enginn einn sem heldur liðinu uppi,“ segir Jónas sem reiknar ekki með að hætta á toppnum. „Það verða ábyggilega einhverjir sem segja mér að hætta á toppnum en heilsan er góð og allt opið í þeim efnum. Sjálfsagt verður það ofan á að leika áfram, enda erfitt að hætta núna.“ Samningi Jónasar við Fram lýkur eftir tímabilið og segist hann lítið geta sagt til um hvað verði í framhaldinu. Morgunblaðið/Árni Torfason Markakóngur Framararnir Jónas Grani Garðarsson og Theódór Ósk- arsson. Jónas varð markakóngur Landsbankadeildarinnar með 13 mörk. „Reyndi aðeins að gera mitt besta og það tókst“ „MARKMIÐ mitt snerist aðeins um liðið og númer eitt var að halda því uppi í deildinni. Þetta er hópíþrótt og gengur því allt út á hópinn,“ sagði hógvær Jónas Grani Garð- arsson, sóknarmaður Fram, eftir leikinn gegn Breiðabliki en þá varð ljóst að hann er markahæsti leik- maður deildarinnar þetta árið. Jón- as skoraði alls þrettán mörk á leik- tíðinni – af 25 mörkum Fram í Landsbankadeildinni – en Helgi Sigurðsson, framherji Vals, skoraði tólf og hlýtur silfurskóinn. Tvö mörk í lokaleiknum tryggðu Jónasi Grana Garðarssyni markakóngstitilinn Eftir Andra Karl andri@mbl.is JÓNAS Grani Garðarsson úr Fram varð markakóngur úrvalsdeildar karla en hann tryggði sér nafnbótina með því að skora bæði mörk Framara gegn Breiðabliki á laugardag- inn og skoraði 13 mörk alls. Með því fór hann fram úr Helga Sigurðssyni úr Val, sem hefur verið markahæstur í allt sumar en náði ekki að skora gegn HK og endaði með 12 mörk. Jónas Grani er fyrsti markakóngur Framara í deildinni í 20 ár, eða síðan Pétur Ormslev varð markahæstur árið 1987. Framarar áttu reyndar markakóng 1. deildar í fyrra en það var enginn annar en Helgi Sigurðsson, sem missti af því að jafna afrek Arnars Gunnlaugs- sonar frá 1991-1992, sem þá varð markahæst- ur, fyrst í næstefstu deild og svo efstu deild með ÍA. Þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH og Sinisa Valdimar Kekic úr Víkingi urðu síðan jafnir í þriðja til fjórða sæti markalistans með átta mörk hvor. Það er athyglisvert að fjórir markahæstu leikmennirnir eru allir á fertugs- aldri, en Kekic verður 38 ára síðar í haust, Jónas Grani er 34 ára og þeir Helgi og Tryggvi eru báðir 33 ára. Jónas fyrsti markakóngur Fram í 20 ár Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Þetta er annar meistaratitill Helga á ferlinum en ungur að árum varð hann meistari með Víkingi árið 1991 og þá varð hann bikarmeistari með norska liðinu Stabæk. „Við misstum aldrei trúna í þessari baráttu okkar við FH og annars hefðum við aldrei náð þessu. Það kom að því að FH missti dampinn og við nýttum okkur það til fullnustu með því að leggja þá í Kaplakrika. Við ræddum um það fyrir mótið að takmarkið væri að ná titlinum. Willum sagði við okkur að við þyrftum 36 stig til að verða meistarar og við gerðum gott betur. Will- um barði endalaust inn í okkur sjálfstraustið og við leikmennirnir vorum tilbúnir að leggja mikið á okkur og núna erum við að uppskera árangur þess erfiðis.“ Líklega mitt besta ár Hvað með sjálfan þig. Varst þú ánægður með þína spilamennsku í sumar? „Ég er hrikalega stoltur af sjálfum mér og lið- inu. Ég væri að ljúga að þér ef ég segði ekki að ég hefði viljað enda sem markakóngur en ég kom til Vals til þess að verða Íslandsmeistari en ekki markakóngur. Jónas Grani á gullskóinn fyllilega skilinn. Hann er búinn að standa sig frá- bærlega. Ég skoraði bara ekki mörk. Ég lagði nokkur upp og vann mikið og ég get gengið mjög stoltur frá þessu Íslandsmóti. Ég held satt best að segja að þetta hafi verið mitt besta ár frá upphafi.“ Var ekki sárt að horfa á eftir æskufélagi þínu, Víkingi, niður úr deildinni? „Jú auðvitað er það. Víkingur hefur alltaf kom- ið vel fram við mig og það er leitt að sjá þá falla. Ég held hins vegar að þeir komi fljótt upp.“ Helgi Sigurðsson átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Valsmanna Kom til Vals til að verða meistari en ekki markakóngur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þakkar fyrir sig Helgi Sigurðsson, markahrókur úr Val, þakkar stuðningsmönnum Vals. „ÉG vissi að ég var að fara í mjög gott lið og þó svo að það hafi verið erfitt að yfirgefa Fram held ég að þetta hafi verið rétt skref sem ég tók fyrir sjálfan mig og núna þegar Íslandsmeistaratitill- inn er í höfn kom það á daginn,“ sagði Helgi Sig- urðsson, framherjinn snjalli í liði Valsmanna, við Morgunblaðið eftir að hafa tekið á móti verð- launum sínum. Helgi skoraði 12 mörk fyrir Val og reyndist liðinu mikill happafengur en hann ákvað að yfirgefa Fram og ganga til liðs við Hlíðarendaliðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.