Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 6
Meistaragleði Baldur Aðalsteinsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Dennis Bo Mortensen og Kjartan Sturluson kunnu að fag Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Það var því stór stund í herbúðum Valsmanna þegar fyrirliðinn Sigur- björn Hreiðarsson lyfti Íslandsbik- arnum á loft og það mátti sjá mörg Valstárin falla þegar bikarinn var haf- inn á loft undir sigurlagi hljómsveit- arinnar Queen; „Við erum meistar- arnir“. Valsmenn vissulega verðugir meistarar en þeir sýndu ótrúlega seiglu og tókst að skjótast fram úr FH-ingum á hárréttum tíma undir öruggri stjórn Willums Þórs Þórsson- ar, sem stendur uppi sem mikill sig- urvegari sem þjálfari. Willum gerði KR-inga í tvígang að Íslandsmeistur- um og skilaði Hafnarfjarðarliðinu Haukum upp í 1. deild þegar hann var þar við stjórnvölinn. Það var kannski enginn meistara- bragur á Valsmönnum gegn sprækum HK-ingum og það skiljanlegt í ljósi þess hve mikið var í húfi. Valsmenn máttu ekki misstíga sig og leikur liðs- ins markaðast nokkuð af taugaspenn- ingi sem eðlilegt var. Valur hóf leikinn mjög vel og þeir léttu mjög pressunni af sjálfum sér og ekki síst fjölmörgum stuðningsmönnum sínum þegar Atli Sveinn Þórarinsson skoraði á 13. mín- útu leiksins. Eftir þetta mark má segja að Valsmenn hafi farið í nokkurs konar hlutlausan gír og ekki laust við að taugar sumra leikmanna Vals, sem ekki hafa staðið í svona sporum áður, væru við það að bresta. HK-ingar færðu sig hægt og bít- andi upp á skaftið og ekki síst eftir að út spurðist að Víkingur væri kominn með yfirhöndina gegn FH-ingum sem þýddi að HK var komið í fallsæti. Valsmönnum brá heldur betur í brún á 24. mínútu þegar Oliver Jaeger setti boltann í net Valsmanna en markið var dæmt af þar sem Egill Már Mark- ússon hélt því fram að Jón Þorgrímur Stefánsson hefði brotið á Kjartani Sturlusyni, markverði Vals. „Þetta var ekkert brot og markið hefði þar með átt að standa,“ sagði Jón Þor- grímur við Morgunblaðið eftir leikinn. Jaeger skaut svo Valsmönnum aft- ur skelk í bringu á fyrstu mínútu síð- ari hálfleiks þegar hann skallaði beint á Kjartan úr dauðafæri og þar má segja að Valur hafði sloppið með skrekkinn. Síðari hálfleikur var ann- ars mjög tíðindalítill. Valsmenn tóku enga áhættu í leik sínum, þeir vörðust aftarlega, sóttu fram á fáum mönnum og virtust einfaldlega bíða eftir því að Egill Már flautaði leikinn af. Helgi Sigurðsson var þó ekki nema hárs- breidd frá því að róa alla Valsmenn, ekki síst þá hjartveiku, á 62. mínútu þegar hann átti glæsilegt skot að marki HK-inga. Boltinn stefndi upp í markhornið en hann small í álverkinu og þar með voru Valsmenn með önd- ina í hálsinum allt til leiksloka. Átti HK að fá víti? HK-ingar náðu ágætri pressu af og til að marki Vals og þeir heimtuðu vítaspyrnu þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Boltinn hafði greinilega viðkomu í útréttri hendi Atla Sveins innan teigs eftir skalla Þórðar Birgissonar en Egill Már dæmdi aukaspyrnu á Þórð fyrir hrind- ingu sem tæplega var hægt að greina eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpi. Hvort sem HK hefði átt að fá víti eða ekki tókst Hlíðarendapiltum að halda fengnum hlut og fögnuður þeirra var gífurlegur þegar Egill Már tók loka- flautið. Löng eyðimerkurganga Hún hefur verið löng og ströng eyðimerkurganga Valsmanna að Ís- landsmeistaratitlinum. Síðustu ár hafa reynst félaginu ákaflega erfið en í þrígang á síðustu sjö árum hafa Valsmenn fallið úr efstu deild. Með sameiginlegu átaki hefur nú Vals- mönnum tekist ætlunarverk sitt. Þeir eru komnir á þann stall þar sem þeir vilja vera og herforingjanum Willum Þór tókst að búa til meistaralið þar sem liðsheildin er sterk og samhent allt frá fremsta til aftasta manns. Helgi gerði gæfumuninn Vörn Valsmanna í sumar var ákaf- lega traust með miðverðina Atla Svein Þórarinsson og Skotann Barry Smith í fantaformi, bakverðirnir Birkir Már Sævarsson og Rene Carl- sen léku vel í allt sumar og á miðjunni létu Húsvíkingarnir Baldur Ingimar Aðalsteinsson og Pálmi Rafn Pálma- son mikið að sér kveða og með þeim í liði baráttuhundarnir Baldur Bett og Sigurbjörn Hreiðarsson. Það sem gerði þó líklega útslagið um að Vals- menn stóðu uppi sem sigurvegarar að mati undirritaðs var tilkoma Helga Sigurðssonar í liðið. Þar fengu Vals- menn feitan bita og óhætt er að segja að Helgi hafi reynst Valsmönnum gull- kálfur en saman náðu hann og Guð- mundur Benediktsson að mynda einn besta sóknardúettinn í deildinni. Í leiknum gegn HK stóðu Atli Sveinn og Barry Smith einna helst upp úr, Pálmi og Sigurbjörn voru duglegir á miðj- unni og Helgi sívinnandi í fremstu víg- línu. HK tókst það sem fáir spáðu HK-ingar geta borið höfuðið hátt, bæði með leikinn gegn Val, þar sem þeir náðu að standa verulega uppi í hárinu á nýkrýndum meisturum, og sumarið í heild. Það reiknuðu afar fáir með að Kópavogsliðið myndi halda velli og sumir gengu svo langt að spá því að það næði ekki tveggja stafa stigafjölda. En með einstökum bar- áttuvilja, elju og dugnaði tókst HK-lið- inu, sem að mestu er skipað heima- mönnum, að kveða alla spádóma í kútinn. Valur stóðst álagi Sigraði HK og landaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 20 ára bið  20. meistaratitill „ÉG hef haldið með Val í 50 ár. Þið eruð æðislegir,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vihjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, þegar hann ávarpði leikmenn Vals þar sem þeir böðuðu sig í kampavíni í búningsherberg- inu eftir að hafa landað Íslands- meistaratitlinum með 1:0-sigri á HK í lokaumferð Landsbankadeild- arinnar. 20 ára bið Valsmanna eftir þeim stóra þar með loks á enda og 20. Íslandsmeistaratitill félagsins frá upphafi staðreynd. 6 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ knattspyrna Valur 1 HK 0 Laugardalsvöllur, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin, laugardaginn 29. sept- ember 2007. Mark Vals: Atli Sveinn Þórarinsson 13. Markskot: Valur 9 (3) – HK 6 (3). Horn: Valur 10 – HK 4. Rangstöður: Valur 5 – Fram 2. Skilyrði: Rigning með köflum, 6-10 m/s og völlurinn blautur. Hiti um 10 stig. Lið Vals: (4-4-2) Kjartan Sturluson – Birkir Már Sævarsson, Barry Smith, Atli Sveinn Þórarinsson, Rene Carlsen – Baldur Ingi- mar Aðalsteinsson (Hafþór Ægir Vil- hjálmsson 30.), Sigurbjörn Hreiðarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Bjarni Ólafur Ei- ríksson – Guðmundur Benediktsson, Helgi Sigurðsson. Gul spjöld: Atli Sveinn 63. (brot). Rauð spjöld: Engin. Lið HK: (5-4-1) Gunnleifur Gunnleifsson – Stefán Eggertsson, Ásgrímur Albertsson, Finnbogi Llorens, Jóhann Björnsson (Dav- íð Magnússon 85.), Hermann Geir Þórsson – Calum Þór Bett (Þórður Birgisson 84.), Hörður Már Magnússon, Brynjar Víðisson (Almir Cosic 76.), Jón Þorgrímur Stefáns- son – Oliver Jaeger. Gul spjöld: Jón Þorgrímur 24. (brot), Brynjar 71. (brot). Rauð spjöld: Engin. Dómari: Egill Már Markússon, Grótta, 4. Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þorleifs- son og Gunnar Gylfason. Áhorfendur: 2.352. VALUR Kjartan Sturluson Rene Carlsen Barry Smith Atli Sveinn Þórarinsson Pálmi Rafn Pálmason Helgi Sigurðsson HK Gunnleifur Gunnleifsson Stefán Eggertsson Finnbogi Llorens Jóhann Björnsson Brynjar Víðisson ÓHÆTT er að segja að Valsmenn hafi tryggt sér Íslandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu í ár með góðri frammistöðu á útivöllum. Þeir unnu sjö af níu útileikjum sínum í sumar og gerðu eitt jafntefli en töpuðu að- eins einum leik, gegn ÍA á Akra- nesi, 2:1. Á heimavelli sínum unnu Vals- menn hinsvegar aðeins fjóra leiki af níu en gerðu fjögur jafntefli og uppskáru því 16 stig á heimavelli. Þetta er lakasti árangur Íslands- meistara á heimavelli frá árinu 1991 þegar Víkingar fengu aðeins 13 stig og töpuðu fjórum leikjum á heimavelli, en kræktu hinsvegar í 24 stig af 27 mögulegum á útivöll- um. En þrátt fyrir að hafa ekki vegnað betur en þetta á Laug- ardalsvellinum var Valur aðeins annað tveggja liða í deildinni sem skoruðu í öllum heimaleikjum sín- um í sumar. Hitt liðið var andstæð- ingur þeirra á laugardaginn, HK, sem skoraði í öllum leikjum sínum á heimavelli, Kópavogsvelli. Valur meistari á útivöllum 1:0 13. Atli Sveinn Þór-arinsson skoraði af stuttu færi eftir þunga sókn og fyrirgjöf frá Baldri Ingimari Aðalsteinssyni. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,Vissulega göngum við stoltir af velli þrátt fyrir tapið. Við erum stoltir yfir því að hafa haldið okkur í deildinni en ég er svolítið svekktur að við gátum ekki gert betur í þess- um síðasta leik því það vantaði svo lítið uppá. FH-ingar skiluðu sínu með því að leggja Vík- ing að velli en því miður náðum við ekki að skila því til baka. Ég er FH-ingum þakklátur en ég hefði viljað að við gerðum út um þetta sjálfir,“ sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK-inga, við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Val. Gunnar þurfti að bíða í nokkrar mínútur með að fagna öruggu sæti í deildinni því leikur Víkings og FH hófst síðar en sigur Víkinga hefði þýtt að HK hafði fallið. HK-ingum tókst að afsanna spár flestra sparkspekinga en fáir reiknuðu með að HK fengi nægilega mörg stig til að halda sæti sínu. ,,Þegar enginn á von á neinu er maður oft vanmetinn og það gerðist hjá okkur í sumar. Ég er með stráka sem eru tilbúnir í að leggja sig alla fram og eru með hjartað á réttum stað. Ég er stoltur af þeim. Við vitum að næsta ár verður erfiðara. Þá verðum við ekki lengur ný- liðarnir svo við verðum að bæta í og vera ennþá einbeittari. Strákarnir öðluðust gríð- arlega reynslu á þessu fyrsta ári í efstu deild sem kemur þeim til góða,“ sagði Gunnar, sem verður áfram við stjórnvölinn hjá Kópavogslið- inu. Er FH-ingum þakklátur Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „ÞETTA er stór áfangi á mínum ferli því ég hef aldrei orðið Íslandsmeistari áður,“ sagði Akureyringurinn Atli Sveinn Þórarinsson við Morgunblaðið en hann tryggði Vals- mönnum sigurinn á HK og um leið Íslands- meistaratitilinn með því að skora eina mark leiksins. „Tilgangurinn með því að koma til Vals var að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Menn segja alltaf, sem er alveg rétt, að mik- ilvægast er að liðið vinni en það rosalega sætt að skora sigurmarkið í þessum mik- ilvæga leik. Strákarnir hafa gert í því að skjóta á mig fyrir að skora ekki einu sinni mörk á æfingum en mér tókst að skora og það annan heimaleikinn í röð,“ sagði Atli Sveinn en hann opnaði markareikning sinn með Valsliðinu gegn ÍA í 16. umferðinni þeg- ar hann skoraði fyrsta markið í 2:2-jafntefli. Hvað gerði gæfumuninn að ykkur tókst að skjótast fram úr FH á lokametrunum? „Fólk talaði um það, þegar okkur mistókst í þrígang að komast fram úr FH, að við vær- um ekki með lið sem gæti farið alla leið. Þetta stappaði hins vegar stálinu í okkur og herti okkur. Við leikmennirnir vissum alltan tímann að við gætum gert þetta og við höfð- um rétt fyrir okkur,“ sagði Atli, sem lék afar vel í miðvarðarstöðunni með Valsmönnum í sumar en hann og Barry Smith mynduðu eitt sterkasta miðvarðarparið í deildinni. Strákarnir gerðu í því að skjóta á mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.