Morgunblaðið - 01.10.2007, Blaðsíða 7
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Á loft Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, lyftir Íslandsbikarnum á loft.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
gna titlinum.
ið
l Hlíðarendaliðsins
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 2007 7
Áhorfendur jafnt sem leikmenn vöknuðu rækilega þegar
Hallgrímur skoraði fyrir Keflavík úr fyrsta færi sínu áður en
tvær mínútur voru liðnar. Fögnuðurinn var varla hljóðnaður
þegar Vjekoslav Svadumovic jafnar úr fyrsta færi ÍA á 15.
mínútu. Keflvíkingar kættust aftur fimm mínútum síðar og
síðan enn betur sex mínútum eftir það en þá höfðu Keflvík-
ingar skorað úr fyrstu þremur góðu færum sínum. Áfram
héldu Keflvíkingar að sækja því gestirnir af Akranesi vörðust
aftarlega af miklum móð en ekki var mikil hætta á ferð. Er
leið á leikinn dró hinsvegar af þeim og Akurnesingar gengu
strax á lagið. Mikil þvaga skapaðist upp við mark Keflvíkinga
á 36. mínútu áður en Bjarni Guðjónsson fyrirliði ÍA þrumaði
boltanum í markið mínútu fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur var
síðan að langmestu eign gestanna, sem vörðust vel og voru
síðan fljótir að sækja fram enda jókst þunginn þar til Jón Vil-
helm Ákason jafnaði fimm mínútum eftir að hann kom inná.
Sárt að missa leikinn niður
Jónas Guðni Sævarsson fyrirliði Keflavíkur var ósáttur
með að halda ekki fengnu forskoti. „Það er sárt að við skyld-
um missa leikinn niður eftir að vera 3:1 yfir en leikurinn var
erfiður svo ég held að úrslitin hafi verið sanngjörn þegar upp
er staðið,“ sagði Jónas Guðni eftir leikinn. Hann sagði fyrri
viðureign liðanna þar sem úrslit réðust á mjög umdeildu
marki ekki hafa sett mark sitt á þennan leik. „Við vorum ekk-
ert að hugsa um fyrri viðureignina, frekar að fréttamenn og
kannski bæjarbúar væru búnir að ræða það mikið en mér
fannst leikurinn prúðmannlega spilaður.“ Miklu skipti að
Guðmundur Steinarsson og Þórarinn B.Kristjánsson voru
ekki með vegna meiðsla, eins og fleiri. Þess í stað var Kenneth
I. Gustafsson, sem hefur leikið í vörn Keflvíkinga í sumar,
settur í fremstu víglínu en hafði ekkert þangað að gera og
skilaði sáralitlu. Hallgrímur Jónasson, sem lék að mestu í
vörn Keflvíkinga í sumar en brá sér í fleiri hlutverk þegar
mannekla hrjáði liðið, skoraði tvö af þremur mörkum Keflvík-
inga en sagðist ekki viss um hvort hann hefði mátt skila meiru
í leikinn. „Ég veit ekki hvort ég hef náð að gera mitt,“ sagði
Hallgrímur eftir leikinn. „Við skorum þrjú mörk sem er fínt
en fáum á okkur þrjú sem er ekki nógu gott. Aðstæðurnar í
dag voru mjög erfiðar, það var erfitt að fóta sig, sérstaklega
þegar líða fór á leikinn. Við ætluðum okkur að vinna Skagann
hér í dag en það tókst ekki og við erum frekar svekktir með
það,“ bætti Hallgrímur við og sagði ætlunina að færa sig aftar
á völlinn til að láta gestina sækja. „Það var ákveðið fyrirfram
að við myndum bíða aftarlega og láta Skagamenn gefa langar
sendingar fram völlinn og vinna svo úr því en við duttum jafn-
vel of aftarlega í vörnina.“
Stuðningsmenn á kostum
Stuðningsmenn beggja liða fóru á kostum er þeirra menn
börðust á vellinum. Vel fór á með þeim, kallast var á þvert yfir
stúkuna með stuðningssöngvum í mesta bróðerni. Í hálfleik
brugðu þeir sér á bak við stúkuna, skiptu um treyjur og
skiptu síðan um helming í stúkunni. Aðrir áhorfendur vissu
ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar harðir stuðningsmenn ÍA
sungu Keflavíkursöngva og öfugt. Þegar aðeins var liðið á
seinni hálfleik stóðu þeir síðan upp og hittust fyrir miðri stúku
þar sem aftur var skipt um treyjur undir lófataki annarra
áhorfenda beggja liða.
ÍA skrefi nær
Evrópusæti
Þungur leikur í Keflavík en nóg af mörkum
AÐSTÆÐUR voru ekki sem bestar þegar Skagamenn
sóttu Keflvíkinga heim á laugardaginn, blautur og þung-
ur völlur, sem varð talsvert tættur er leið á leikinn en
skemmtilegir stuðningsmenn fengu þó að sjá nóg af mörk-
um þegar liðin skildu jöfn, 3:3. Keflvíkingar höfðu ekki að
miklu að keppa en Skagamenn gátu með stigi eða stigum
aukið möguleika sína á að halda þriðja sæti deildarinnar,
sem gefur Evrópusæti – ef FH vinnur Fjölni í bikarúr-
slitum næsta laugardag og Fylki tækist ekki að vinna KR,
sem gekk eftir.
„Það má segja að við höfum verið
nálægt því að vinna leikinn, komnir
með 3:1-forystu, en eigum við ekki
að segja að fyrst við náum ekki að
halda þeirri forystu er eitthvað að
sjálfstraustinu,“ sagði Kristján
Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga
Keflvíkingar byrjuðu mótið vel
og fengu 18 stig úr fyrstu átta um-
ferðunum, unnu þar af leikina í 6.,
7, og 8. umferð. Síðan tapaði liðið
fyrir ÍA á Akranesi með mjög um-
deildu marki fyrirliða ÍA en náði
síðan ágætis árangri í Evr-
ópukeppninni þótt þeir töpuðu báð-
um leikjum sínum þar. Kristján
sagði hins vegar að Evrópukeppnin
hefði slegið liðið út af laginu en
ekki úrslitin á Skaganum. „Þetta er
svolítið Keflavíkurlegt keppn-
istímabil. Ef horft er til baka á tíma-
bil Keflvíkinga undanfarin ár þá
byrjar liðið vel en svo er gefið eftir
svo ég held að menn verði núna að
setjast niður og spá í hvað gerist.
Við sögðum í byrjun móts að við
ætluðum að elta FH en líka að það
mætti ekki mikið út af bregða því
hópurinn er ekki eins stór og hjá
toppliðunum. Við máttum kannski
við því að missa einn eða tvo en þeir
urðu miklu fleiri svo við gáfum eft-
ir. Evrópuleikir okkar voru frábær-
ir en tóku svolítið máttinn úr okkur
og svo misstum við tvo menn með
heilahristing,“ bætti Kristján við.
„Ég veit ekki hvernig verður með
leikmenn næsta tímabil, það er of
snemmt að segja til um það, en við
erum að gera upp sumarið og það
verður á næstu dögum því við erum
komnir langt með viðræður.“
Keflavíkurlegt
keppnistímabil
1:0 2. Einar Orri Einarsson náði boltanum og komst upp hægrikantinn. Gaf þaðan inn að markteig þar sem Hallgrímur Jón-
asson skallaði boltann í vinstra hornið.
1:1 15. Björn Bergmann Sigurðarson vann boltann á hægri kantiá móts við miðjan vítateig og skallaði fyrir markið á Vjekoslav
Svadumovic, sem klippti snyrtilega boltann í loftinu framhjá markverði
Keflavíkur í mitt markið.
2:1 20. Hallgrímur Jónasson þrumaði að markinu, boltinn fór ívarnarmann ÍA og yfir Pál Gísla Jónsson markvörð, í þver-
slána og inn út við stöng.
3:1 26. Marco Kotilainen tók hornspyrnu frá hægri. Keflvíkingarnáðu úr mikilli þvögu í markteig ÍA að skalla að markinu en
boltinn barst síðan til Guðjóns Árna Antoníussonar, sem skallaði í
markið af stuttu færi í mitt markið.
3:2 44. Í mikilli sókn Skagamanna upp hægri kantinn var boltinngefinn fyrir mark Keflavíkur. Varnarmaður Keflvíkinga skall-
aði frá markinu en þá kom Bjarni Guðjónsson á fullri ferð og þrumaði
utan vítateigs í hægra hornið.
3:3 65. Bjarni Guðjónsson gaf fyrir markið frá hægri kanti. Varn-armenn Keflavíkur hittu ekki og Jón Vilhelm Ákason var
fyrstur til að átta sig, skaut af stuttu færi. Bjarki Freyr Guðmundsson
markvörður var með hendur á boltanum en náði ekki að stöðva hann og
hann rann inn í markið út við stöng.
KEFLAVÍK
Bjarki Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
Guðmundur Viðar Mete
Branislav Milicevic
Jónas Guðni Sævarsson
Hallgrímur Jónasson
Marco Kotilainen
ÍA
Kári Steinn Reynisson
Árni Thor Guðmundsson
Heimir Einarsson
Dario Cingel
Björn Bergmann Sigurðarson
Bjarni Guðjónsson
Helgi Pétur Magnússon
Vjekoslav Svadumovic
Keflavík 3
ÍA 3
Keflavíkurvöllur, síðasta umferð Lands-
bankadeildar karla, laugardaginn 29. sept-
ember 2007.
Mörk Keflavíkur: Hallgrímur Jónasson 2.,
20., Guðjón Árni Antoníusson 26.
Mörk ÍA: Vjekoslav Svadumovic 15., Bjarni
Guðjónsson 44., Jón Vilhelm Ákason 65.
Markskot: Keflavík 11 (5) – ÍA 9 (4).
Horn: Keflavík 3 – ÍA 6.
Rangstaða: Keflavík 1 – ÍA 3.
Lið Keflavíkur: (4-4-2) Bjarki Freyr Guð-
mundsson – Guðjón Árni Antoníusson, Guð-
mundur Viðar Mete, Nicolai Jörgensen,
Branislav Milicevic – Marco Kotilainen
(Högni Helgason 79.), Jónas Guðni Sævars-
son, Einar Orri Einarsson, Hallgrímur Jón-
asson – Magnús Sverrir Þorsteinsson (Pétur
Heiðar Kristjánsson 79.), Kenneth Ingemar
Gustafsson.
Gul spjöld: Jónas Guðni Sævarsson 75.
(brot).
Lið ÍA: (5-4-1) Páll Gísli Jónsson – Kári
Steinn Reynisson, Árni Thor Guðmundsson,
Dario Cingel, Heimir Einarsson, Guðjón
Heiðar Sveinsson – Björn Bergmann Sig-
urðarson, Bjarni Guðjónsson, Helgi Pétur
Magnússon, Andri Júlíusson (Jón Vilhelm
Ákason 60.) – Vjekoslav Svadumovic.
Gult spjald: Bjarni Guðjónsson 11. (brot),
Andri Júlíusson 45. (brot), Dario Cingel 89.
(brot).
Dómari: Kristinn Jakobsson, KR, 5.
Aðstoðardómarar: Oddgeir Eiríksson og
Sverrir Gunnar Pálmason.
Áhorfendur: 891.
Eftir Stefán Stefánsson